Dagur - 24.09.1993, Side 6

Dagur - 24.09.1993, Side 6
6 - DAGUR - Föstudagur 24. september 1993 IUIlNNING Bjami Sveinsson, U bóndi Brúarlandi, Eyjafjarðarsveit Fæddur 17. október 1907 - Dáinn 17. september 1993 Mig langar í nokkrum orðum að minnast Bjama á Brúarlandi, sem nú er látinn eftir nokkurra mánaða erfið veikindi, tæplega 86 ára að aldri. Síöstu mánuði lá hann rúm- fastur á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri. Bjami fæddist að Læk á Skaga- strönd og ólst þar upp. Foreldrar hans vom Rut Jóhannsdóttir og Sveinn Bjarnason, sem vom í hús- mennsku að Læk. Bjarni átti tvö yngri systkini, en þau hétu Sigrún og Arelíus og eru bæði látin. A yngri árum vann Bjami við bústörf og stundaði sjóróðra frá Grindavík á vetmm. Hann gerðist síðan kaupamaður hjá Arna bónda að Geitaskarði í Langadal og var þar í nokkur ár. Þangað kom kaupakona norðan úr Eyjafirði um 1930, afasystir mín, Kristín Rögn- valdsdóttir, og tókust með þeim kymú sem leiddu til sambúðar þeirra. Þau bjuggu fyrstu árin að Læk, en fluttu til Akureyrar um 1935. Bjarni haföi þá nokkru áður orðið fyrir slysi og sóttu síðar berklar í meiðslin. Vegna þeirra þurfti hann að dvelja í nokkur ár á Kristnesspítala. Eftir að Bjarni losnaði af hælinu bjuggu þau í tvö ár á Akureyri. Þau vom síðan í húsmennsku að Leifsstöðum og Fífilgeröi í Kaupangssveit í fimm ár, en áriö 1947 byggja þau nýbýl- ið Brúarland út úr landi Leifsstaða og bjuggu þar alla tíð síöan. Krist- ín lést árið 1964. A þessum bæj- urn í Kaupangssveitimii, Fífilgerði og Leifsstöðum bjuggu þá þrjú systkini Kristínar, bræðumir Jón og Kristján í Fífilgerði og Sólveig á Leifsstöðum. Það var því kannski ekki svo undarlegt að ég skyldi vera sendur til sumardvalar að Brúarlandi, en afi númi var Guðmundur Rögn- valdsson, elsti bróðir Kristínar. A Brúarlairdi var ég í sveit í 7 surnur frá fimm ára aldri og þá þótti mér nokkuð langt í bæinn og ekki mikið um kaupstaðarferðir þó kílómetramir væru ekki margir til Akureyrar, þar sem ég átti heima. Kristín og Bjami eignuðust tvo syni og dó annar þeirra á fyrsta ári, en hinn er Sveinn, fæddur 7. maí 1931, og býr hann nú á Brúar- landi ásamt konu sinni, Maríu Evangeline Bjarnason. Þegar ég var sendur til sumar- dvalar í Brúarland 5 ára patti hef ég nú sjálfsagt verið til trafala til að byrja með. Eftir því sem sumr- unum fjölgaði fór ég að hjálpa til við verkin, sækja kýrnar og snúa heyinu, en þá voru hrífur mikið notaðar til þeirra verka. Eg hef oft hugsað um það síðar hve merki- legt er að hafa kynnst þeim bú- skaparháttum sem tíðkuðust hér áður fyrr. Mest allan tímami sem ég var í sveit á Brúarlandi gegndi hesturinn og þau áhöld sem hon- um tengdust lykilhlutverki viö heyskapinn. Mér fimrst núna ómetanlegt að hafa kynnst þessu jafn vel og raun ber vitni, en ég man aö í þá daga horfði ég oft öf- undaraugum til Leifsstaða á sunnudögum þegar ég var ásamt öðru heimilisfólki að snúa heyinu og hugsaði þá til Bergsteins vinar míns sem þar var í sveit og átti frí á sunnudögum. Þar var þá traktor og gekk heyskapurimi fljótar fyrir sig. Þegar ég var þama í sveitinni bjó Rut, móðir Bjarna, hjá honum og Kristínu, en Sveinn sonur þeirra var oft við vinnu að heim- an. Eg sé Rut enn Ijóslifandi fyrir mér sitjandi við rokkinn simi að spimia og prjóna síðan sokka og vettlinga úr bandinu. Hún lést í hárri elli árið 1965. Mér finnst ég eiga Bjama margt að þakka og hlýt ég oft að hafa reynt á þolinmæði hans vapp- andi í kringum hann daginn út og inn. Hann var mikill ákafamaður til vimiu og léttur á fæti og er mér mjög minnisstætt þegar hann stóð niöri í mýrinni og sló störina með orfi og ljá og dró ekki af sér. Stör- in var síðan flutt meö hesti og sleða upp á fitina þar sem dreift var úr henni til þurrkunar, en síð- an var hún flutt heim í hlöðu á hestakerru. Þetta er nú stórkost- legur tími í minningunni. Einnig heyri ég enn fyrir mér þegar Bjarni kallaði í mig hvellum rómi: „Mundi, sæktu kýrnar“ og ef honum þótti ég lengi á leiðinni lét hann mig vita af því. Hann var ekki mikið fyrir hangs hvort sem hann var við slátt eða var að borða. Allt gekk hratt fyrir sig og ég man hvað mér þótti hann alltaf borða rosalega mikið þótt hami væri alltaf tággrannur. Síöari árin sá Sveinn um bú- skapinn með fööur sínum. Undan- farin ár hefur Sólveig, mágkona Bjama, búið hjá þeim, en hún er nú á tíræðisaldri, stórmerkileg kona sem aðeins sér björtu hlið- arnar á tilverunni þegar maður spjallar við hana um lífsins gagn og nauðsynjar. Það var alltaf hressandi aö skreppa fram í Brúar- land og spjalla við þá feðgana, þeir vom ekkert að skafa utan af skoðunum sínum. Fyrir þremur árum uröu miklar breytingar á heimilishaldi á Brúar- landi þegar Sveinn kvæntist Maríu Evangeline, ættaðri frá Filippseyj- um. Hún var fljót að aðlaga sig framandi aðstæðum og reyndist hún Bjarna ákaflega vel og kallaði hann alltaf pabba. Eg man að Bjama þótti það svolítið fyrirkvíð- anlegt að fá inn á heimilið konu frá framandi landi sem talaði ekki íslensku, en þetta breyttist fljótt og var „Vangie" ekki lengi að ávinna sér traust hans og ná valdi á íslenskunni. Kæru vinir, Solla, Vangie og Svenni. Viö Didda, Einar, Bjarni og Klara sendum ykkur inrúlegar samúðarkveðjur. Guðmundur Sigurbjörnsson. cjjí Halldór Gunnarsson Hauganesi Fæddur 2. ágúst 1932 - Dáinn 20. september 1993 Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á œðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. E.B. Góður vinur er horfinn á braut, langt um aldur fram. Erfióu sjúk- dómsstríði er lokið. I þeirri baráttu stóð hann sem klettur úr hafinu og æðraðist ekki. Hann hélt reisn sinni til hinstu stundar og var á einstæðan og eftirminnilegan hátt sáttur við hlutskipti sitt, vitandi að hverju dró. Halldór Gunnarsson (Buggi) var fæddur 2. ágúst 1932 að Brim- nesi, Arskógsströnd, sonur rnerk- ishjónanna Gunnars Níelssonar, útvegsbónda á Hauganesi, og konu hans, Helgu Jónsdóttur, sem bæði eru látin. Þau bjuggu rausn- arbúi á Hauganesi, þar ólst hann upp ásamt fjórum systmm og ein- um bróður. Friðrika Jónsdóttir IJ frá Dalvík Fædd 23. júní 1898 - Dáin 14. september 1993 Þegar ég var ungur drengur hjá ömmu mimú á Dalvík og einhver dó í hárri elli eða frá mikilli van- heilsu, sagði amma mín eitthvað á þessa leið: „Mikil Guðs blessun var að hann fékk hvíldina." Þá skildi ég þetta ekki vel, enda stóð mér heldur ógn af dauðanum. Þaim 14. september sl. varö þessi sama blessun hlutur ömmu minnar á lokadegi langrar og farsællar ævi. Hún fæddist að Hóli í Svarfað- ardal, næstyngst barna þeirra Jóns Björnssonar og Ingibjargar Jóns- dóttur. Fjögur systkinanna komust á legg. Kristín, Zophonías og Björn era nú öll látin. Friðrika giftist áriö 1920 Elíasi Halldórssyni frá Klængshóli í Skíðadal. Þau stofnuðu heimili að Jaðri á Dalvík. Nokkra síðar byggóu þau Víkurhól sem eyði- lagðist í jarðskjálftanum mikla 2. júm 1934. Nýtt hús og reisulegt var byggt í staðinn og bar sama nafn. Elías var húsasmíðameistari og hagur rnaður. Hann fékkst eiiuúg við úrsmíöar og silfur- smíði. Elías lést 1964. Friðrika og Elías eignuðust fimm börn. Þau era: Bára, f. 1921, verslunarmaður á Dalvík, gift Ama Arngrímssyiú; Bjarki, f. 1923, fyrrverandi skólastjóri Lög- regluskóla ríkisins, kvæntur Ast- hildi Sigurjónsdóttur; Bjöm, f. 1925, skipstjóri á Dalvík, kvæntur Ragnheiði Guðmundsdóttur; Þór- unn, f. 1931, bókavörður í Hafnar- firói, gift Yngva Rafni Baldvins- syiú; Stefán, f. 1934, lést af slys- förum 1951. I Víkurhóli var ióulcga margt um manninn. I minningunni var stöðug veisla í eldhúsinu hjá ömmu. Hún hafði aðkomumenn í fæði og þangað litu margir inn, bæði irrnan sveitar og utan með ýmis mál. Stundum til að hitta Elías á verkstæðinu eða til að spjalla og þiggja kaffi að loknum erindum á Dalvík. A hljómfagurri norðlensku var rætt um menn og málefni og strákur að sunnan greip á lofti „dalvískuna" og breytti um rnálfar sumarlangt. Aldrei heyrðist hnjóðsyrði frá ömmu núnrú um nokkurn mann. Hún tók jafnan svari lítilmagnans og vildi heldur ræða kosti manna en breiskleika. Þar fór saman sterk trú á Guð almáttugan og breytni við hana. Amma naut þess að vera gest- gjafi og veita ríflega við boröhald. Gestir urðu aldrei of margir. Rausnarleg var hún í betra lagi og það var henni nánast íþrótt að færa gjafir og glaðmng, stórt og smátt, og þraut hana aldrei tilefni. Hún var góður fulltrúi þeirrar kynslóðar sem lifði breytingu ís- lensks samfélags úr örbirgö til bjargálna. Hún var hafsjór fróð- leiks um liðna daga. Minnug á kvæði og sögur og hafði gott skopskyn. Þannig gat hún kætt og frætt barnabörnin og þeirra böm meðan heklunálin fléttaði saman af list smágerð sjöl og dúka. Þegar hún er nú til moldar bor- in tekur ný kynslóð sæti aldursfor- setans. I hugskoti okkar lifir minning traustrar og hlýrrar ætt- móður, hverri við öll vildum í einhverju líkjast. Friðrik E. Yngvason. Haim stundaði sjóinn allt frá barnæsku ásamt Níelsi, bróður sínum, á bátum föður þeirra. Síð- ustu árin sem skipstjóri á Níelsi Jónssyni EA 106, sem þeir bræður gerðu út í sameiningu eftir aö fað- ir þeirra lést. Utgerð þeirra bræðra var til fyrirmyndar þar sem fjölskyldur þeirra stóðu samhentar að veiðum og vinnslu aflans, sem að mestu leyti var unninn í salt og var viö- urkennd gæðavara. Þaiui 1. desember 1955 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Astu Hannesdóttur frá Hjalt- eyri. Hún er ein þessara heil- steyptu og traustu kvenna sem haggast aldrei en styrkist við hvert átak. Hún annaðist Bugga í veikind- um hans af slíkum kærleika og ástúð að einstakt má telja. Mikill mun söknuður hemiar verða. Þau voru einstaklega samltent og glæsileg hjón og við vitum að hann virti hana mikils. Þau eignuðust fjögur börn, Hafdísi og Elsu sem búa á Akur- eyri, Ama og Halldór, en þeir búa á Hauganesi og hafa fetað í fót- spor föður síns. Minning um góöan vin getur aldrei orðið hlutlaus en eitt vitum við að allir sem kynntust Bugga eru sammála um að haiui var ein- staklega heiðarlegur og traustur maður. „Haim er enn hinn sami segja má. Hamr er ekki dáinn, hann skrapp bara frá.“ Við þökkum margra ára samia vináttu í orðsins fyllstu merkingu, ógleymanlegar samverustundir á hinu fallega heinrili þeirra hjóna, ásamt mikilli gestrisni og hlýju. Með þér leið mín lá um lilju skrýdda grund. Já, þér muna má ég marga glaða stund, þú ert horfinn heim, ég hvorki grcct né styn, en aldrci hef ég átt né eignast betri vin. K.N. Imiilegar ykkar allra. samúðarkveðjur til Lúllý og Gísli. dji Margrét Steindórsdóttir U Fædd 9. júní 1912 - Dáin 15. september 199: Fáein kveðjuoró til vinkonu okk- ar, Margrétar Steindórsdóttur, sem jarðsett verður frá Akurcyrar- kirkju í dag. Magga Gúa, eins og hún var alltaf kölluð, var ekta Innbæingur, einn af þessurn gönúu, rótgrónu. Hún fæddist á Isafirði og hafði miklar taugar vestur en flutti ung til Akureyrar og settist að í Inn- bænum. Hún kumú þess vegna ágætlega skil á gönúum húsum og íbúum Innbæjarins og var heill hafsjór af fróðleik þar um. Við kynntumst Möggu fyrir röskum 20 áram og getum með sanni sagt aö þar hafi 'farið mikil kona. Hún var dugnaðarforkur, heiðarleg, samviskusöm, vandvirk og hafði skoðanir á málunum. Hún var engin jámanneskja og því ekki alltaf sammála sínurn sam- 1993 ferðamönnum en á okkar vinskap bar aldrei skugga. Magga var vin- ur vina sinna allt til hins síðasta sem sést e.t.v. best á því að eitt af fáu sem var á náttborðinu hemiar síðustu mánuðina var mynd af þeirn Arna og Bergi litla. Fyrir réttum tveim árum flutti Magga á dvalarheimilið As í Hveragerði. Eins og oft vill verða með aldrað fólk, fylgdu ræturnar ekki með og því fór fyrir hemú líkt og öðram rótslitnum jurtum, hún hreiiúega veslaðist upp. Nú er Magga komin heim aftur og veróur lögö til hinstu hvíldar við hlið eiginmanns sína, Gúa Karls, á höfóanum fyrir ofan Inn- bæinn. Við þökkum Möggu fyrir allt og allt. Megi hún hvíla í friði. Aslaug og Arni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.