Dagur - 24.09.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 24.09.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. september 1993 - DAGUR - 7 Ársskýrsla Rauðakrosshússins: Mikill meirihluti gestauna er hvorki í skóla né vinnu Nýlega er komin út ársskýrsla Rauðakrosshússins fyrir árið 1992. Húsið er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, yngri en 18 ára, sem eiga við verulega erfiðleika að stríða. A árinu voru gestakomur 100 og á bak við þær stóðu 67 einstaklingar; langflestir komu aðeins einu sinni. Mikili meirihluti ungling- anna var 16 ára og um þriðj- ungur þeirra var hættur í skyldunámi. Ekki þarf að koma á óvart að í um 76% tilfella voru kynforeldrar ekki í sam- búð. Rauðakrosshúsiö er athvarf þar sem reiknað er með að ungling- arnir dvelji í skamman tíma en þó eru engar reglur um hámarks dval- artíma. I athvarfinu er boðið upp á svefnaðstöðu, næringu, aðhlynn- ingu, stuðning og ráðgjöf. Boðið er upp á símaþjónustu þar sem fullorðnir, ekki síður en börnin, leita ráða við hinum ótrúlegust málefnum. Ekki er þörf á aö gefa upp nafn eða heimilisfang þótt leitað sé aðstoðar símaþjónust- uimar. Síðast en ekki síst er hægt að fá ráðgjöf með því að koma í viðtal án þess að endilega sé óskað eftir gistingu. Ekki er óal- gengt að sömu einstaklingarnir korni aftur og aftur í heimsóknir til þess að leita stuðnings. I ársskýrslu Rauóakrosshússins má lesa rnjög margt úr tölulegum upplýsingum scm þar koma fram og verður reynt að gera grein fyr- ir þeim helstu hér á eftir: Neyðarathvarf: Gestakomur á árinu voru 100. Sumir komu oftar en einu sinni og eru 67 einstaklingar skráðir fyrir heimsóknunum. Þar af voru 49 að koma í fyrsta skipti. Dreng- ir eru í meirihluta gestamia, eða 59%. Arið 1986, fyrsta árið sem hús- ið var starfrækt, komu 133 gestir og hafa þeir ekki orðið svo margir síðan. Flestar hafa gistinæturnar orðið eitthvað á aimað þúsund, árið 1990, en á liðnu ári voru þær 804. Stúlkur dvelja að meðaltali einni nóttu lengur en drengir. Af þeim 67 sem komu í Rauða- krosshúsið koma 14 oftar en einu simú. Flestir tilheyra hópi sem er í mikilli ncyslu. Meira en helnúng- ur þeirra á lögheimili á höfuð- borgarsvæðinu. Engiim kom frá Suðumesjum en 9% frá Norður- landi og 8% frá Suöurlandi. Meðalaldur krakkaima var 16,1 ár og virðist hann fara lækkandi með hverju árinu. Stúlkurnar eru heldur yngri, að meðaltali 15,7 ára. Yngstu krakkarmr voru 13 ára, einn drengur og ein stúlka. Aðeins um 34% gesta voru í námi, þm af 6% í skyldunámi. I 76% tilfella vom kynforeldrar gesta ekki í sambúð og sjaldnast höfðu gestimir aö einhverju starfi að hverfa; 62% voru hvorki í námi né viimu. Alhyglisvert er að velta því fyr- ir sér hvaðan gestir koma og hvert þeir fara úr Rauóakrosshús- FSAarf- leitt að peningaeign Samkvæmt erfðaskrá Heigu Vil- hjáimsdóttur, Smáravegi 8, Dal- vík, sem lést þann 9. desember 1992, var Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri arfleitt að um 500 þús. kr. peningaeign. Fjármunum þessum verður var- ið til kaupa á búnaði til krabba- meinslækninga eins og getið er um í erfðaskrá. Fréttatilkynning. Hvað starfar gestur? Vinna 11% Mynd11 Hvaðan kom gestur? BáöJr fbrddrar Móölr FaöJr Móöír+Stjúpl Faólr+Stjúpa Sysöc/ÆttlngA/lnir Fósturfbreidrar. Leiguhúsnæöi Vlnnustaöur Hdmavist Sambýli/meör.hdmill Meóferö /vimuefnan. RLR Lögregla Gatan Annað Mynd12A inu. Gatan var athvarf 23% sem komu í athvarfið og 15% gesta fór á götuna úr athvarfinu. Aber- andi er að gestir sem koma frá móður+stjúpa fara ekki þangað aftur, lieldur til vina eða ættingja. Algengustu orsakir dvalar voru samskiptaörðugleikar vió for- eldra/forráðameim, vímuefna- neysla gesta og húsnæðisleysi. Símaþjónusta: Skráð símtöl voru 7528 og er það mikil aukning frá árinu á undan. Þá voru þau 4486. í 2448 tilvikum var skellt á og símtölin því ekki skráð. Flest símtöl kornu frá Reykjavík en dreifðust að öðm leyti nokkuð jafnt yfir landið. Ekki er hægt að staðsetja þriðjung símtalaima. Líkt og undanfarin ár voru stúlkur í miklum meirihluta þeirra sem hringdu og þótt símaþjónust- an sé hugsuð fyrir fólk innan við tvítugt eru 19% símtalanna frá fullorðnum. Meirihluti þeirra hringdi til að leita ráða vegna barnanna sinna. Flest cru bömin sem hringja á aldrinum 12-16 ára, meðalaldurirm 13,6 ár, ef fólk yl'- ir tvítugu er ekki talið með. Oftast var hringt síðdegis rnilli 13 og 17. Þetta er sá tírni sem grunnskólanemar em að koma heim úr skóla og foreldramir ókonmir heim úr viimu. Astæður hringingaima eru margvíslegar og nánast engin tak- mörk fyrir því hvað krakkamir vildu ræða. Akveðmr þættir voru þó meira áberandi en aðrir og tengdust flestir gelgjuskeiðinu. Spumingamar snérust um getnaö- arvarnir, kynlíf, líkamaiui, ástina, tilfiimingar, samskipti við for- eldra, samskipti við gagnstæða kynið, vímuefm, sjálfsmyndina, einelti, ofbeldi og vanlíðan af ýmsurn toga. Ráðgjöf: Heildarfjöldi daggesta var 1608 á árinu og er það heldur meira en árió á undan. Fjölgunin var eink- um í flokknum „aðrar aðstæður". Þar er skráður fjöldi þeirra sem heimsækja gesti. Kynjaskipting var nokkuð jöfn þótt stúlkur væru í meirihluta. Ekki vom allir daggestir að leita eftir ráðgjöf eöa stuðmngi því af 1608 daggestakomum voru 24% að leita eftir eiiúivers konar aðstoð og 21% heimsóknanna voru flokkaðar sem „óformlegar heimsóknir". Þá er um að ræða krakka sem þekkja vel til starfs- fólksins og heimsækja það án þess að um ákveðin vandamál sé að ræóa í hvert skipti. SV Hvert fór gestur ? Báöir foreldrar Móöir Faölr Móöir+Stjúpi Faöir+Stjúpa Systk/Ætting/Vinir Fósturf./Fagfor. Leiguhúsnæöi Vinnustaöur Heimavist Sambýli/meöf.heim Meöf.v./vímuefnan. RLR+Lögregla Gatan Annaö Mynd 12B Vinningstölur r—--------—— miövikudaginn: 22- sept. 93 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n63,6 1 (á ísl. 0) 34.240.000.- rrg 5ate Lfl+bónus 0 1.300.165.- R1 5 af 6 5 64.635.- H 4af6 272 1.890.- ra 3 af 6 t*H+bonus 867 254.- Aöaltölur: 1)(6)CU' 18) (38) (45 BÓNUSTÖLUR @@(42) Heildarupphæð þessa viku 36.597.638.- á ísi.: 2.357.638.- UPPLVSINGAR, SlMSVARl 91- 681511 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FVRIRVARA UM PRENTVILLUR III HOTEL KEA Hljómsveitin Upplyfting í hörkustuði laugardagskvöld Sturlaugur Kristjánsson Miðaldamaður með meiru leikur fyrir matargesti. ★ Öll sunnudagshádegi og -kvöld okkar vinsæla sunnudagsveisla á Súlnabergi Kjörsveppasúpa Ofnsteikt lambalæri og/eða heilsteiktur nautahryggvöðvi Þú velur meðlætið, salatið og sósurnar og endar veisluna á glæsilegu deserthlaðborði. Kristján á nýju hjóli Kristján Guðmundsson, þekkja margir, minnsta kosti þeir sem komnir eru vel á legg og nutu öruggrar dyragæslu hans í Nýja- Bíói á Akureyri fyrir nokkrum árum. Nú er Kristján kominn á nýtt hjól, eftir aó hafa lent í umferöarslysi sem kostaði hann veru á sjúkrahúsi og er gamla hjóliö ónýtt. Mynd: Robyn Allt þetta fyrir aðeins kr. 1.050,- Frítt fyrir börn 0-6 ára, '/2 gjald fyrir börn 7-12. Ath! Börn geta valið milli réttar dagsins og pizzu. Auk þess allar pizzur á kr. 525,- Veriö velkomin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.