Dagur - 24.09.1993, Side 12
Akureyri, fóstudagur 24. september 1993
Um helgina á Bauta
Úrval sjávarrétta á hlaðborði
Verð aðeins kr. 1.190
Þing ASN hefst í dag:
Margt myndi vinnast með
einu verkalýðsfélagi
segir fráfarandi formaður
Þing Alþýðusambands Norður-
lands verður haldið að Illug-
astöðum í Fnjóskadal í dag og á
morgun. Setning verður ki. 16 í
dag, en þinginu lýkur með
stjórnarkjöri á morgun. Aðal-
mál þess eru kjaramál, atvinnu-
mál, starfsfræðslumái og skipu-
lagsmái. Rétt til setu á þinginu
hafa um 100 fulltrúar verka-
lýðsfélaga af öllu Norðurlandi.
Búist er viö fjörlegum umræð-
um um kjara- og atvinnumál og þá
ekki síður hugmyndir um samein-
ingu verkalýösfélaga á Norður-
landi. Kári Amór Kárason, fráfar-
andi formaður Alþýðusambands-
ins, vill ganga svo langt að sam-
eina öll verkalýðsfélög á Norður-
landi í eitt félag, en hartn býst ekki
við að sú hugmynd fái hljóm-
grunn, að minnsta kosti ekki í
bráð.
Kári Arnór segist lengi hafa
verið á þeirri skoðun að uppstokk-
un á verkalýðsfélögunum á Norð-
urlandi væri nauðsynleg og á þeim
tveim árum sem hann hafi gegnt
formennsku í Alþýðusambandinu
hafi hann styrkst í þeirri trú.
„Eg á ekki von á því að á þessu
þingi verði samþykktar neinar af-
dráttarlausar tillögur. Eg vonast
hins vegar eftir því að menn setji í
þetta vinnu.
Eg tel að það myndi vinnast
margt með einu stóru verkalýðsfé-
lagi fyrir allt Norðurland, m.a.
varðandi kostnað, starfsemi og
skipulag. Slíkt félag yrði trúlega
annað stærsta eða jafnvel stærsta
verkalýðsfélag landsins og fram-
hjá því yrói ekki gengið við
kjarasamningagerð eða annaö sem
væri á döfinni. Einnig má nefna
að svo stórt verkalýðsfélag hefði
efni á því að hafa á sínum snær-
um sérhæfða starfsmenn, t.d.
fræðslufulltrúa og lögfræðing,"
sagði Kári Arnór.
óþh
Sauðárkróksbær:
Utboð á skuldabréfum
Sauðárkróksbær hefur gengið
til samninga við Kaupþing
Norðurlands um að annast út-
boð á skuldabréfum bæjarins.
Að mati Snorra Björns Sigurðs-
Nauðasamningar
Miklalax:
Tilbúinnað
halda áfram
- segir umsjónarmaður
nauðasamninganna
Brynjar Níelsson, héraðsdóms-
lögmaður og umsjónarmaður
nauðasamninga Miklalax, segir
að cftir ákvörðun stjórnar
Byggðastofnunar sl. miðvikudag
um að lækka vcðskuldir í 120
milljónir króna og taka þátt í
nauðasamningunum, sé hann
tilbúinn að halda áfram með
samningana.
Brynjar segir að ef stjórn
Byggðastofnunar hefði ekki af-
greitt málið á þennan veg, þá sé
ljóst að nauóasamningaleiðin
hefði verið gjörsamlega útilokuó
og engin ástæða til þess að halda
heimi áfram. Hins vegar séu nú
miklar líkur á því að nauðasamn-
ingamir takist og Miklalaxi verði
forðaó frá gjaldþroti. Það komi
þó ekki endanlega í ljós fyrr en
greidd verði atkvæði um nauða-
samningafrumvarpið þann 20.
október nk. óþh
VEÐRIÐ
Veður fer heldur kólnandi,
ef marka má veðurspá fyrir
daginn í dag. Á vestan-
verðu Norðurlandi verður
suðvestan kaldi í fyrstu en
síðar skúrir þegar líóur á
daginn. Á Norðausturlandi
verður öllu þurrara og bjart
veður. Veðrið verður með
öðrum orðum mjög dæmi-
gert haustveður.
sonar, bæjarstjóra, er þetta
vænlegasta leiðin og mun betri
en að skipta við banka.
Um þessa samninga var rætt á
tveimur síðustu bæjarstjórnar-
fundum og kom fram fyrirspum
frá Onnu K. Gunnarsdóttur um
hvort málið hefði verið kannað til
hlítar og taldi hún vextina háa.
Snorri Bjöm kvaðst ekki þekkja
betri kost en þertnan, en vextir em
8,3%. Um er að ræða útboð á
bréfum upp á 50 milljónir, en fjár-
hagsáætlun geröi ráð fyrir 66
millj. kr. lántöku á þessu ári.
Snorri Björn segir þetta tölu-
vert hagstæðara en að skipta við
Búnaðarbankann, eins og gert hef-
ur verið til þessa. Hann kveöst
halda að það muni nálægt 2% á
vöxtum. sþ
Haraldur Ingi útskýrir myndlistina á veggjum Listasafnsins á Akureyri fyrir nemcndum 9. bekkjar GA.
Mynd: Robyn
Listasafnið á Akureyri:
Nemendur GA í safiiakennslu
Nemendur í 9. bekk Gagn-
fræðaskóla Akureyrar sóttu
Listasafnið á Akureyri hcim í
gær til þess að kynna sér
leyndardóma myndlistarinnar.
Haraldur Ingi Haraldsson, for-
stöðumaður Listasafnsins, orðaði
það svo að hér væri um að ræða
safnakennslu sem væri liður í
myndmenntakennslu krakkanna.
Kennslan fælist meðal annars í
því að sýna krökkunum þær
myndir sem hanga uppi á veggj-
um Listasafnsins og útskýra þær.
Haraldur Ingi sagði að hér
væri um aö ræða nýbreytni sem
framhald yrði á. Ef vel tækist til
ætti slík safnakennsla að geta
örvað áhuga krakkanna á mynd-
list. óþh
Slátursamlag Skagfirðinga:
Leitar nauðasanminga við bændur
- og aðra kröfuhafa
Slátursamlag Skagfirðinga á í
umtalsverðum rekstrarerfiðleik-
um, eins og frá hefur verið
greint hér í blaðinu. Nýlega gaf
Búnaðarbankinn grænt ljós á
afurðalán og því gat haustslátr-
un hafist. I framhaldi af því er
verið að leita nauðasamninga
við kröfuhafa, sem eru nálægt
200 talsins, að sögn Agnars H.
Gunnarssonar, - stjórnarfor-
manns Slátursamlagsins.
Slátursamlagið á í erfiðleikum
vegna mikilla skulda viðskiptaað-
ila sinna, fyrst og fremst fyrirtæk-
isins Borgarbræðra í Reykjavík,
sem skuldar Slátursamlaginu um
22 milljónir króna. Slátursamlagið
skuldar Kaupfélagi Skagfirðinga
um 15 millj. vegna kjötkaupa til
að standa við gerða samninga við
Borgarbræður. Jafnframt skuldar
Slátursamlagið Búnaðarbankanum
og bændum. Skuldir þeirra við
Loðnuverksmiðjan á Raufarhöfii hefur brætt 56 þúsund tonn:
Framleiðslan 8.500 tonn af
mjöli og 8.000 tonn af lýsi
Aðeins 6 þúsund tonn hafa
veiðst af loðnu í þessari viku og
er hcildaratli íslensku bátanna
kominn í 358 þúsund tonn.
Greinilega er kominn ferðahug-
ur í loðnuna því bátarnir hafa
verið að fá hana vestar og nær
landinu, jafnvel sunnan miðlínu
milli Islands og Grænlands.
Styst er nú af miðunum til
Siglufjarðar enda hefur mestu
magni verið landað þar, 66.695
tonnum. I gær voru á leiðinni
þangað Orn KE með 100 tonn og
rifna nót og Keflvíkingur KE með
520 tonn.
Grindvíkingur GK var kominn
með 400 tonn í fyrrinótt þegar
hann fékk snurpuvírinn í skrúfuna
og er færeyski loðnubáturinn
Ammasat að draga hann til Rauf-
arhafnar en skipin eru ekki
væntanleg þangað fyrr en á laug-
ardagsmorgun. Kap VE landaði
177 tonnum á Raufarhöfn á
þriðjudag og enginn bátur er
væntanlegur þangað til löndunar
en bræðslu lauk þar á mánudag.
Á fímmtudag var skipað út
1260 tonnum af mjöli hjá verk-
smiðju SR-mjöl á Raufarhöfn en
á loðnuvertíðinni hafa veriö l'ram-
leidd 8.500 tomi af mjöli og
8.000 tonn af lýsi og hefur aldrei
verið meira á þessum árstíma. Á
Raufarhöfn hefur verið landað
55.947 tonnum af loðnu. GG
Blönduós:
Unglingar handteknir
vegna fíkniefnaneyslu
Þrír piltar á aldrinum 17-19 ára
voru handteknir á sunnudaginn
á Blönduósi vegna gruns um að
hafa fíkniefni með höndum.
Lögreglan lagði hald á tæki og
tól, ásamt óvcrulcgu magni af
hassi.
Piltunum var sleppt úr haldi á
mánudag að loknum yfirheyrslum.
Málið er upplýst að sögn lögreglu.
Piltamir voru undir áhrifum fíkni-
efna og áfengis þegar þeir voru
handteknir. sþ
bændur hafa ekki fengist uppgefn-
ar, en heyrst hafa tölur frá hundr-
uðum þúsunda og upp í tvær
milljónir sem skuld við einstaka
bændur. Það er því ljóst að um
umtalsverðar upphæðir er að
ræða.
Agnar telur aö það mum taka
um tvo mánuði að ná til allra
kröfuhafa og segir hann að vel
gangi að semja við bændur. Er
kröfuhöfum boðið að gerast hlut-
hafar fyrir a.m.k. 50% skuldar, en
hin 50% verði greidd að hluta til
fyrir áramót en afgangurinn á
fimm árum, vaxtalaust l'yrstu tvö
árin. „Menn mátu þetta svo að
þetta væri eina leiðin sem hægt
væri að fara til að reyna aó tryggja
bændum eitthvað," sagði Agnar.
Ná þarf samkomulagi við 60%
kröfuhafa, bæði að upphæð og
fjölda. Haustslátruiún er algerlega
utan við þetta dæmi. sþ
Merrild
kaffi
setur brag á
sérhvern dag
Opið til kl. 22
alla daga
Byggðavegi 98