Dagur - 28.09.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 28.09.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 28. september 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1368 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Réttmæt gagnrýni á bankakerfið Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, gagnrýndi bankakerfið harðlega í ræðu sinni á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva, sem haldinn var sl. föstudag. Sjávarútvegsráð- herra sagði augljóst að bönkunum hefði orð- ið á í messunni og ekki væri ásættanlegt að þeir veltu afleiðingum ógætilegrar stjórnun- ar yfir á framleiðslufyrirtækin og launafólkið í landinu. Máli sínu til stuðnings benti ráð- herrann á að vaxtamunur banka og spari- sjóða, þ.e. mismunur innláns- og útláns- vaxta, hafi numið 10 milljörðum króna á síð- asta ári. Af þeirri upphæð hafi stjórnendur peningastofnananna sett hvorki meira né minna en 6,8 milljarða í afskriftir vegna tap- aðra útlána, eða um 68% vaxtamunarins. Ráðherrann sagði líklegt að lækka mætti vexti um 3% ef bankarnir þyrftu ekki að afla tekna vegna þessara töpuðu útlána. „Ljóst er að lélegur rekstur, ónóg hagræð- ing, of mikil yfirbygging og gáleysisleg út- lán hafa leitt til þess að milljarða króna þarf að setja í afskriftarsjóði, sem svo aftur er meginorsökin fyrir því hversu háir raunvext- ir eru," sagði sjávarútvegsráðherra orðrétt í ræðu sinni á fundinum. Það eru orð að sönnu, enda tala staðreyndirnar sínu máli. Þróun mála á fjármagnsmarkaði síðustu fimmtán mánuði sýnir að á sama tíma og samfelld vaxtalækkun hefur átt sér stað á Verðbréfaþingi, bæði á verðbréfa- og pen- ingamarkaði, hafa bankavextir hækkað. All- an þann tíma hafa ráðherrar ríkisstjórnar- innar margoft lýst því yfir að vextir hér á landi séu allt of háir. Jafnoft hafa ráðherr- arnir látið í ljós þá von að vextir lækki. Jafn- oft hefur sú von þeirra brugðist hrapallega. Af þessu má ljóst vera að eitthvað meira en lítið er að í bankakerfinu. Síendurteknar vaxtahækkanir hafa aukið vanda íslensks atvinnulífs til mikilla muna. Sjávarútvegsfyrirtækin, sem flest eru skuld- um vafin, hafa svo sannarlega komist að því fullkeyptu. Þau hafa hagrætt í rekstri eftir fremsta megni en samt sem áður þurft að nota æ stærri hluta tekna sinna til að greiða hinn svimandi vaxtakostnað. Forsvarsmenn bankanna hafa krafist auk- innar hagræðingar í sjávarútvegi. Það er ekki nema sanngjarnt að krafan sé gagn- kvæm. í því ljósi ber að skoða harðorð um- mæli sjávarútvegsráðherra um bankakerfið. Gagnrýni hans er réttmæt. BB. Esther Vagnsdóttir: Guðspekifélagið - hvers konar félag er það? „Engin trúarbrögó eru sannleikan- um æðri.“ Þannig hljóma einkunn- arorð Guóspekifélagsins eins og þau hafa hljómað frá upphafi þess. Guðspekifélagið var stofnað 17. nóvember árið 1875. A þeim tíma voru miklar breytingar að eiga sér stað á Vesturlöndum. Tækniöldin var að ganga í garó og margir trúðu því að með aukinni tækni myndu flest mannleg vandamál brátt verða úr sögunni og hamingja og velsæld verða al- menningseign. Innan trúarbragð- anna voru menn bundnir ákveðn- um viðhorfum og kennisetningum þar sem huganum var beint í þann ákveðna farveg þar sem oft gafst lítið svigrúm fyrir sjálfstæóa skoðanamyndun. En þá voru líka aðrir sem ekki töldu sig fullkom- lega geta aðhyllst hinar kreddu- föstu kenningar trúarbragðanna né heldur voru sannfærðir um að meó tilkomu tækninnar myndu öll mannleg vandamál verða úr sög- unni. Þeim fannst ekki sýnilegt að trúarbrögðin ein væru þess megn- ug að leiða mannkynið inn á braut friðar og réttlætis. Allar þær trúar- bragöadeilur og styrjaldir, sem háðar höfðu verið í nafni trúarinn- ar, virtust ekki benda til þess að þar væri um neina endanlega lausn að ræða. Víðsýnn stofnandi A þessum tíma voru sálarrann- sókíúmar einnig að koma fram á sjónarsviðið þar sem lögð var áhersla á að rannsaka ýmis dulræn fyrirbæri sem virtust tengjast framhaldslífi mamisins og margir höfðu áhuga á. Stofnanda Guð- spekifélagsins, Helenu P. Blavat- sky, var mjög vel kunnugt um all- ar þessar stefnur og strauma innan samfélagsins. Hún hafði ferðast um heiminn og kyimst trúarbrögð- um bæði í austri og vestri og var jafnframt vel að sér á sviði vísinda og var vel ljóst hvers rnátti vænta í þeim efnum. Helena Blavatsky var að flestu leyti afar óvenjuleg kona og gædd margvíslegum og óvenjulegum hæfileikum. En það sem var meira um vert var sá mikli áhugi sem hún hafði á að kanna þau lögmál, sem liggja til grundvallar tilveru mannsins, lífi hans og örlögum. Þessi sannleiksleit leiddi hana til fjarlægra staða og á fund þeirra sem dýpst höföu skoðað og rann- sakað mannlegt eðli. A öllum tímum hafa verið til einstaklingar sem virðast hafa komist til víðari skilnings á lög- málum tilverunnar og þroskað hafa hjá sér þá eiginleika sem vís- indin allt fram á okkar daga hafa ekki viljað staðfesta sem raun- verulega mannlega eiginleika. Helena Blavatsky komst persónu- lega í kynni við slíka meim og naut handleiðslu þeirra og vemd- ar. Hún fékk það mikla hlutverk að benda mannkyninu á þá stór- kostlegu möguleika sem búa í hverjum einstaklingi og vísa á leiðir til að leysa þá fjötra blekk- inga og vandabundinna hugsana, sem hefta innri þroska og frelsi einstaklingsins. Erfítt hlutverk Það var vissulega erfitt hlutverk sem Helenu Blavatsky var ætlað að inna af hendi og hún eignaðist ekki aðeins marga fylgjendur heldur einnig marga andstæðinga sem reyndu að eyðileggja starf hennar og viðleitni. Sumir mis- skildu boðskap hennar um leitina að innra frelsi á þann veg að hún væri þar að berjast gegn trúar- brögðunum, en það var mikill misskilningur eins og hún sjálf sýndi fram á í ritum sínum. Tilgangur hennar var einmitt sá að sýna fram á aö kjarni trúar- bragðanna er alls staðar himi sami - sá æöri veruleiki sem býr að baki allri sköpun. Og boðskapur hennar var skýr og einfaldur: Manninum ber aó leita samileikans og hins sanna tilgangs í eigin lífi og efla skilning sinn á lögmálum tilver- umiar, jafnt þeim sem ríkja í nátt- úrumii og þeim sem birtast hjá manninum sjálfum. Smám saman mun þannig opnast farvegur til innri og dýpri skilnings og leynd- ardómar náttúrumiar munu opnast fyrir sjónum hans. Djúp þekking á Iögmálum tilverunnar Blavatsky var ljóst að nauðsynlegt var að sú mikla dulda þekking sem mannkymð bjó yfir frá æva- fomum tímum yrði leidd fram í dagsljósið til leiðsagnar þeim sem leituðu imiri þekkingar. Og með þetta markmið í huga hóf hún að skrifa bækur þar sem hún gerði skil þeirri geysimiklu þekkingu sem bæði hún sjálf hafði tileinkað sér og var jafnframt miðluð af lærimeisturum hennar. I bókinni Secret doctrine - eða Hin dulda kemiing - birtist ótrúlegt magn visku og þekkingar og þar má sjá ýmsar vísindalegar kenrúngar og staðhæfingar sem fyrst nú - um hundrað árurn síðar - er fengin staöfesting á. Þar kemur fram djúp þekking á lögmálum tilverumiar og imiri eðlisþátta mannsins. Helena Blavatsky varð á skömmum tíma víðfræg fyrir rit sín og guðspekihreyfmgin breidd- ist smám saman út í mörgum löndum. Þangað sótti margt af há- menntuðu fólki en jafnframt fólk úr flestum stéttum þjóðfélagsins sem vildi leita þekkingar og imiri verðmæta. Þótt Guðspekifélagió hafi verið stofnað í New York urðu höfuðstöðvar þess á Indlandi þar sem heitir Adyar og þar hafa þær verið síðan. Guðspekistúka stofnuð á Akureyri Fyrsta starfsemi Guðspekifélags- ins hér á landi hófst með því að stofnuð var guöspekistúka hér á Akureyri þann 20. apríl 1913, sem þá fékk heitið Systkinabandið og verður félagið því 80 ára á næsta ári. Sjö árum síðar var síðan Is- landsdeildin stofnuð meö starf- semi í Reykjavík eða þann 12. ágúst 1920, en þá höfðu^ verið stofnaðar alls sjö deildir á Islandi en sá fjöldi var skilyrði þess að Is- landsdeildin fengi fulla aðild aö alþjóðasamtökunum í Adyar. Fyrsti formaður félagsins hér á Akureyri var sr. Jónas Jónasson frá Hrafnagili en lengst af var Jón Sigurgeirsson, skólastjóri, for- maður eða í meira en 30 ár. For- seti Islandsdeildarinnar var um margra ára skeið hinn þekkti rit- höfundur Grétar Fells, sem mikið skrifaói um andleg mál í bækur og tímarit. Síðar varð svo forseti Sig- valdi Hjálmarsson, skáld og rit- höfundur, sem eimiig skrifaði mikið um andleg málefni. Stefnuskráin Stefnuskrá Guðspekifélagsins hljóðar þamúg: I fyrsta lagi að móta kjama úr allsherjar bræðralagi mannkyns- ins, án tillits til kynstofna, trúar- skoðana, kynferðis, stétta eða hör- undslitar. I öðru lagi aö hvetja merni til að leggja stund á samanburð trúar- bragða, heimspeki og náttúruvís- inda. í þriðja lagi að raimsaka óskilin náttúrulögmál og öfl þau sem leynast með mamiinum. Innan Guðspekihreyfingarimiar eru fylgismenn allra trúarbragða sem þannig geta fylgt eigin trú- arskoðunum án þess að það brjóti í bága á nokkum hátt við þau við- horf sem gilda imian félagsins. Óendanlegir möguleikar Eins og fyrr segir er eitt aðalmark- núð Guðspekifélagsins að móta kjarna úr allsherjar bræðralagi mannkyns. I því markmiði felst að reyna að vekja til vitundar um að öll erum við þátttakendur í stór- kostlegri þróunarheild þar sem sérhver einstaklingur býr yfir óendanlegum þroskamöguleikum. Ef við reynum að gera okkur ljóst á hvern hátt við getum sjálf lært að vinna með þessum þróunar- markmiðum, en ekki andstætt þcim, þá erum viö líka um leiö að vinna í samræmi vió þau marknúð sem guðspekin hefur gert að sín- um. Esther Vagnsdóttir. Höfundur er formaður Guðspekifélagsins á Ak- ureyri. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Bridds_______________________________________ Vinamót briddskvenna á Norðurlandi: Soffia og Ingibjörg sigruðu - alls mættu 14 pör til keppni og spiluðu barómeter Svokallað vinamót bridds- kvenna á Norðurlandi var hald- ið í Sólgarðsskóla í Fljótum nýlega. Alls msettu 14 pör, frá Akureyri til Skagastrandar, til keppni og spiluðu barómctcr, fjögur spil milli para. Soffía Guðmundsdóttir frá Ak- ureyri og higibjörg Garðarsdóttir úr Fljótum, sigruðu á mótinu og vörðu þar með sigur sem þær unnu á sambærilegu móti, sem haldið var á Akureyri í apríl sl. Keppnisstjóri á mótinu var Stefán Benediktsson en Jóhaiui Stefáns- son sá um tölvuútreikning. Soffía og Ingibjörg hlutu 53 stig. Jónína Pálsdóttir og Una Sveinsdóttir frá Akureyri urðu í 2. sæti með 40 stig og Friðbjörg Friðbjörnsdóttir og Ingigerður Einarsdóttir frá Akureyri urðu í 3. sæti með 26 stig. Guðbjörg Sig- urðardóttir og Inga Jóna Stefáns- dóttir úr Fljótum höfnuöu í 4. sæti með 22 stig og þær Hlíf Kjartans- dóttir og Svaiúiildur Gunnarsdóttir frá Akureyri í 5. sæti með 17 stig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.