Dagur - 10.11.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 10.11.1993, Blaðsíða 9
HJONAMINNIN6 Miðvikudagur 10. nóvember 1993 - DAGUR - 9 Höskuldur Markússon - áður Harry Rosendhal Fæddur 15. júlí 1895 - Dáinn 25. júní 1968 Hildigerður Georgsdóttir Markússon - áður Hildegard Heller Fædd 2. ágúst 1911 - Dáin 4. nóvember 1993 Hilda andaöist á Fjóröungssjúkra- húsinu á Akureyri 4. nóvember sl. Minningarnar sækja á hugann og hann leitar ai'tur til ársins 1951, er ég ung stúlka hleypti heimdrag- anum og hélt til Akureyrar úr for- eldrahúsum á Sauðárkróki, þá 16 ára gömul. Ég réöst í vist hjá Kristjáni Birnings og Málfríði Friðriksdóttur og eru þessar rninn- ingar mér eins og heimsreisa ann- arra nú á dögum. Ég kynntist fljótlega Gunnari „sót“ cins og hann var alltaf kall- aður, en hann átti heima í Hafnar- stræti 18b, eða Bryggjuhúsinu. Þar áttu Harry og Hilda heima uppi á lofti og höfóu sama inn- gang og foreldrar Gunnars. Ariö 1952 steig ég í fyrsta sinn hikandi sporum yfir þröskuldinn á heimili Gunnars og kynntist ég ekki bara foreldrum og bræðrum Gunnars. Það var mér efst í huga aö standa mig vel og sýna festu í samskiptum við hina ákveðnu, at- hugulu og velgefnu rnóður Gunn- ars, Dagmar Sigurjónsdóttur og Harald Guðnason, en fljótlega og á meóan ég var vegin og metin og fékk nokkuð góða dóma, sem síó- an þróuóust upp í vináttu og virð■■ ingu á báða bóga, þá birtist á loft- skörinni, fyrir ofan brattan stigann scm lá úr ganginum upp á loftið, virðulegur lágvaxinn maður, þétt- ur á velli og við hlið hans kona glæsileg ásýndum, ekki ólík film- stjörnum sem ég hafði séó í kvik- myndum, þarna stóðu þau Harry og Hilda, eins og þau voru alltaf kölluð. Þau horfðu á mig hlutlaust og athugul og ég horfói á móti meö þcint litla kjarki sem eftir var í ntér, en þá eins og hendi væri veifað sá ég aó þeim iannst reyn- andi á það hvort ég gæti tekist á við lífið við hlióina á hinum óstýriláta Gunna, sem þcim þótti svo vænt um. A þessu augnabliki var lagöur grunnur að því, sem þróaðist upp í samband eins og bcst gerist ntilli foreldra og dóttur. Harry var Þjóóverji af gyðinga- ættum, hann kom til íslands 1938, landflótta undan ofsóknum Hitlers á líf og eigur gyðinga. Hann var mikils metinn maóur í Berlín, al- þjóðlegur knattspyrnudómari, dæmdi m.a. á Olympíuleikunum 1936. „Director" hjá Salantand í Berlín, sem rak verslunarkeðju í Þýskalandi. Þar starfaði Hilda við „Decuration" eins og hún sagði alltaf sjálf, eða við útstillingar. Þar kynntust þau Harry og Hilda, sagði hún að það hefði verið frá fyrstu sýn eini maðurinn í sínu Iífi. Hilda kom til Islands rúmu hálfu ári á eftir Harry, og lýsti hún komu sinni til landsins þannig að þegar hún hefði siglt inn í Reykja- víkurhöfn á Drottningu Alexandr- inu, þá hefði hún fengió þá tilílnn- ingu aö hún væri komin til himna. Hún átti ekki nógu sterk orð til þess að lýsa góðmennsku, gest- risni og öryggiskennd, sem þessi alþýólega þjóð hefði veitt henni og Harry. Þau voru komin heim, þau höfðu eignast loðurland sem þó stráði ekki fyrirhafnarlaust auði á veg þeirra, en gaf þeim það sem þau þráöu mest cftir þær hörmungar sem þau máttu þola í Þýskalandi. Þau voru frá sínum fyrstu skrcfum á íslenskri grund Islendingar í húð og hár. Við get- um verið stolt af því að hafa tekið við þeim. Þau hölnuðu sínu þjóð- crni og vildu afmá minningarnar allar og hörmungarnar sem þau máttu þola í Þýskalandi. Þegar þau ferðuðust erlendis og voru spuró að þjóðerni sínu, þá sögóust þau vera Islendingar. Ég minnist þess þegar Hilda sagði mér aö það hefði vcrið haft að orði að hún talaði þýsku cins og innfæddur og þá hafi hún sagt „þaó cr vcl gefiö fólk á Islandi og vcl mcnntað". Harry og Hilda bjuggu fyrst aó Garðastræti í Reykjavík, þar sem heimilf systur Harrys og mágs stóó þeirn opió. Hún hét Hcnny og var gift Hcndrik Ottóssyni, frétta- manni. Einnig var hjá þeim öldruð móðir Harrys og Hennyar, scm Mynna hét. Henny átti son af fyrra hjónabandi, Pétur Golsten, þctta fólk cr allt látið. Margar voru minningarnar sem voru tengdar verunni í Garða- stræti, í faðrni fjölskyldunnar. Harry fékk landvistarleyfi fyrir atbeina Hendriks Ottóssonar, mágs síns og ætla ég ekki að tí- unda það í þcssum línum. Hann fékk þó ekki atvinnuleyfi. Hann keypti land í Kleppsholtinu og fór að rækta grænmeti, sem var algjör andstæöa við fyrri störf hans. Gaman var aó heyra Harry lýsa því, hve allir voru boðnir og búnir að rétta honum hjálparhönd. Ef hann bað bóndann að lána sér hjólbörur eða önnur áhöld þá var svarið já, já, þær eru úti við fjós- haug eða fyrir sunnan hólinn þarna. Hann sem alinn var upp við strangan aga og reglusemi átti erf- itt með að skilja þcssa órciðu á öllum hlutum. Svona cru Islend- ingar sagði hann og Ijómaði af gleði og glettni, þegar hann var að lýsa þessum annars svo erllðu fyrstu árum á Islandi. Til Akurcyrar lluttust þau Harry og Hilda, leigðu sér eitt hcr- bergi til að byrja með og voru húsgögnin boró, tveir stólar, sem þau fengu lánað og dívan og ein- hver gaf þcim gólfteppi sem var gatslitið, en þau voru svo hant- ingjusöm með þetta fyrsta heintili sitt. Harry hóf störf á saumastofu Eiríks Kristjánssonar og síðar hjá Skarphéðni Asgeirssyni við upp- byggingu og rekstur Amaro. Þau keyptu risíbúð í Hafnar- stræti I8b, 2. desember 1948 og bjuggu sér þar yndislegt heimili. Auk starfa sinna í Amaro ráku þau saumastofu heima, hann sneið skyrtur og náttföt að vinnudegi loknum og hún saumaði. Við Gunnar eignuðumst okkar fyrsta barn, stúlku, árið 1954 og átti ég hana á Sauðárkróki. 30. nóvember sama ár, íorum viö Gunnar að búa í Bryggjuhúsinu, þá var tengdamóðir mín látin. Þegar ég kont mcð litlu dótturina heim í Bryggjuhúsið komu þau Harry og Hilda niður stigann, og eins og hún lýsti því alltaf sjálf: „Ég tók við litlum böggli á arm- ana mína". Síóan hefur þessi dótt- ir okkar átt þar skjól og ást. Fyrstu fjögur og hálfa árið var hún cina barnió í húsinu, borin á höndum afa síns, Hildu og Harrys. Vió lærðum að sýna tillitssemi, tvær fjölskyldur sent deildum svo ntiklu sameiginlega, við gátum ekki einu sinni soóió mat án þess að hin vissi hvað á borðum yrði. I þau einu skipti scm skellt var hurðum var þcgar ég sauð siginn fisk, það fór illa í fallega gyðinga- neilð hans Harrys míns. Þessi lítil- legi ágreiningur sléttaðist út, þeg- ar ég hafði orð á því, á minn hátt, að mér þætti vond lyktin af súr- kálinu sem þau suðu, að hætti Þjóðverja og var oft hlegið að þessu síðar. 14. apríl fæddist okkur Gunnari drengur, scm skíróur var Haraldur Sveinn. Þá kallaði Harry ntig á eintal og spurði ntig hvort mér væri ekki sama, þótt hann væri Harry, það væru svo margir Har- aldar í fjölskyldunni. Drengurinn hefur alltaf vcriö kallaóur Harry síðan og skrifar sig þannig. 1963 voru börnin okkar oröin þrjú, öll nutu þau og mótuðust af sambúðinni við Hildu og Harry. 1966 keyptu þau Hamarstíg 8 og iluttu á Brekkuna. Samskiptin breyttust ekkert, það var daglcgt samband í síma, eða þá að við hittumst. Harry lést 25.06. 1968, tæplega 73ja ára. Þá sýndi Hilda mín styrk sinn og dugnað, hún efldist öll eft- ir hiö mikla áfall sem fráfall Harrys var henni, hún virtist gcta tekið öllu, cnda vön hörmungun- um frá árunum í Þýskalandi. 1969 cignuðumst við stúlku sem skírð var Hildigerður Mar- grét. Vió fráfall Harrys uróu sam- skipti okkar viö Hildu nánari og meiri. Við sóttum hana alla sunnudaga og hátíóisdaga og það myndaðist ósjálfrátt hefóbundin helgardagskrá á heimilinu, sem hófst með borðhaldi kl. 12. Þá skipti ekki máli hvort fjölskyldu- meólimirnir væru vel fyrir kallaó- ir, allir skyldu klæóa sig uppá og setjast til borðs á réttum tíma. Ef einhver var með sútarsvip, þá breyttist það lljótt í bros og glað- væró með réttum orðum og sam- ræðum, sern Hildu var einni lagið. Bömin sýndu Hildu virðingu, tillitsemi og væntumþykju sem speglaðist ekki síst í spurningum þeirra um líðan Hildu og hvort ekki ætti að fara að ná í hana. Börnin okkar urðu fimm og átti Hilda enn nóg af ást og umhyggju handa þeim öllum. Hún lét sér ekkert óviðkomandi í uppeldi og daglegu lífi barnanna, hún var svo ákveðin í því að uppeldi þeirra væri svo góð blanda af íslensku agaleysi og þýskum aga, að ef hún vildi tjá sig um uppeldi barna, þá sagði hún: „Börnin Völlu og Gunna eru svo vel upp alin." Svona er ástin blind. Elsku Hilda ntín, inargs er aó minnast og ekki hægt að setja allt á blað. Það voru erfiðir tímar þeg- ar við Gunnar flutumst til Reykja- víkur lyrir 5 árum, en lengi cr hægt aö teygja á þræði kærleika og vináttu og það geróum við. Við töluðum saman daglega í síma og ckkert breyttist þó við værum í Reykjavík og þú á Akureyri og svo hafðir þú dóttur okkar til þess að styðja þig, þegar þú þurftir mest á því að halda og finna, aó þú værir ekki ein. Það er erlltt að Ijúka þessum línum, en ég vil gera það með þín- um orðum: „Ég á aðeins eitt föð- urland, Island". Vió eruni stolt af þér, far þú í friöi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Valgerður, Gunnar, Dagniar, Harry, Ragnar, Hilda og Gunnar Björn. PACSKRÁ FJÖLMI-PLA SJÓNVARPIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 17.25 Táknmálsfréttir 17.35 íslenski popplistinn: ToppXX 18.00 Töfraglugginn Pála pensill kynnir góflvini barnanna úr heimi teiknimynd- anna. Umsjón: Anna Hinriks- dóttir. 18.30 Ren og Stlmpy Lokaþáttur.. 18.55 Fréttaskeytl 19.00 Eldhúslð 19.15 Dagsljós 19.50 Víklngalottó 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.40 Á tall hjá Hemma Gunn Fjölbreyttur skemmtiþáttur með hæfilegri blöndu af gamni og alvöru, tali og tónlist, og ýmiss konar furðulegum uppá- tækjum. Egill Eðvarðsson stjórnar útsendingu. Þátturinn verður endursýndur á laugar- dag. 21.55 Gangur lifsins (Life Goes On II) Aðalhlutverk: Bill Smitrovich, Patti Lupone, Monique Lanier, Chris Burke og Kellie Martin. Þýðandi: Ýrr Bertelsdóttir. 22.45 Einn-x-tvelr Getraunaþáttur á vegum íþróttadeildar. Fjallað er um knattspymu-getraunir og spáð í spilin fyrir leiki helgarinnar í ensku knattspyrnunni. Umsjón: Amar Bjömsson. 23.00 Eliefufréttir 23.15 Fjallkonan í tötrum Heimildarmynd um breytingar á gróðurfari landsins að fornu og nýju og áhrif þeirra á land- nýtingu í framtíðinni. Umsjón: ðmar Ragnarsson. Áður á dag- skiá 31. júli 1987. 23.45 Dagskrárlok STÖÐ2 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 16:45 Nágrannar 17:30 össi og Ylfa Falleg teiknimynd um litlu bangsakrýlin Össa og Ylfu. 17:55 Fflastelpan Nelli Litrík og skemmtileg teikni- mynd um litlu, sætu fílastelp- una Nellf. 18:00 Maja býfluga Hugljúf teiknimynd um litlu býfluguna Maju og vini henn- ar. 18:30 VISASPORT Endurtekinn þáttur frá þvi í gærkvöldi. 19:19 19:19 19:50 Vfkingalottó 20:15 Elrfkur 20:40 Boverly Hllls 90210 Vinsæll bandariskur mynda- flokkur. 21:35 Barátta um bam (In A Childs Name) Seinni. Aðalhlutverk: Valerie Bertin- elli, Michael Ontkean, Timot- hy Carhart, Mitchell Ryan og Joanna Merlin. Leikstjóri: Tom McLoughlin. 1990. 23:10 Í brennldepli (48 Hours) Fjölbreyttur bandarískur fréttaskýringa- þáttur. 00:00 Ólfldr elskendur (White Palace) Aðalhlutverk: James Spader og Susan Sarandon. Leik- stjóri: Luis Mandoki. 1990. Lokasýning. Bönnuð börnum. 01:40 Dagskrárlok Stöðvar 2 RÁS 1 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER MORGUNÚTVARP KL. 6.45 - 9.00 6.45 Veðurfregnlr. 6.55 Bæn. 7.00 Fréttlr. Morgunþáttur Rásar 1 7.30 Fréttayflrllt. Veður- fregnir. 7.45 Helmsbyggð 8.10 Pólltiska homlð 8.20 Að utan 8.30 Úr menningarlfflnu: Tfð- lndi 8.40 Gagnrýni. ÁRDEGISÚTVARP KL. 9.00 - 12.00 9.00 Fréttlr. 9.03 Laufskállnn 9.45 Segðu mér sögu Gvendur Jóns og ég (13). 10.00 Fréttlr. 10.03 Morgunleikfimi 10.10 Árdeglstónar 10.45 Veðurfregnir. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélaglð í nærmynd 11.53 Dagbókln HÁDEGISÚTVARP kl. 12.00 - 13.05 12.00 Fréttayfirllt á hádegl 12.01 Að utan 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnlr. 12.50 Auðlindln 12.57 Dánarfregnlr. Auglýs- lngar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05 -16.00 13.05 Hádeglslelkrlt Útvarps- ielkhússlns Hvað nú, litli maður? 8. þáttur aflO. 13.20 Stefnumót 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan Spor. 2. þáttur af 8. 15.00 Fréttlr. 15.03 MiðdegistónUst SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00 - 19.00 16.00 Fréttir. 16.05 Skíma - fjölfræðiþáttur. 16.30 Veðurfregnlr. 16.40 Púlsinn - þjónustuþátt- ur. 17.00 Fréttir. 17.03 í tónstlganum 18.00 Fréttir. 18.03 ÞJóðarþeL íslenskar þjóðsögur og ævin- týri. 18.30 Kvika 18.48 Dánarfregnlr. Auglýs- lngar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00 - 01.00 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar. Veður- fregnlr. 19.35 Útvarpslelkbús barnanna Litli Kláus og stóri Kláus. Fyrri hluti. 20.10 ísienskir tónUstarmenn 21.00 Laufskáltnn 22.00 Fréttir. 22.07 Pólltiska homið 22.15 Hérognú 22.23 Helmsbyggð 22.27 Orð kvöldsins. 22.30 Veðurfregnlr. 22.35 Tónllst frá Bretíands- eyjum 23.10 HJálmakiettur - þáttur um skáldskap 24.00 Fréttír. 00.10 í tónstlganum Umsjón: Gunnhild Öyahals. 01.00 Næturútvarp á sam- tengdum rásum tll morguns RÁS2 MIDVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 7.00 Fréttir 7.03 Morgunútvarpið 8.00 Morgunfréttlr Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Aftur og aftur 12.00 Fréttayflrllt og veður. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Hvitir máfar 14.03 Snonralaug 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp og fréttir 17.00 Fréttir. 18.00 Fréttir. 18.03 ÞJóðarsálln 19.00 Kvöldfréttlr 19:30 Ekkl fréttlr 19.32 Klistur: ungllngaþáttur 20.00 Sjónvarpsfréttlr 20.30 Blús 22:00 Fréttir 22.10 Kveldúlfur 24.00 Fréttir 24.10 i háttlnn 01.00 Næturútvarp á sam- tengdum rásum tll morguns: Næturtónar Fréttir kl. 7.00, 7.30,8.00, 8.30, 9.00,10.00,11.00, 12.00,12.20, 14.00,15.00, 16.00,17.00, 18.00,19.00, 22.00 og 24.00 Samlesnar auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00,17.00, 18.00,19.00,19.30, og 22.30. Leiknar auglýsingar á Rás 2 all- an sólarhringinn NÆTURÚTVARPIÐ 01.30 Veðurfregnlr. 01.35 Glefsur 02.00 Fréttir. 02.04 Frjálsar hendur 03.00 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur 04.30 Veðurfregnlr. 05.00 Fréttlr. 05.05 Stund með Donovan 06.00 Fréttlr og 06.01 Morguntónar 06.45 Veðurf regnir Morguntónar hljóma áfram. LANDSHLUTAÚTVARP ÁRÁS2 Útvarp Norðurland kl. 8.10-8.30 og 18.03-19.00. Útvarp Austurland kl. 18.35- 19.00 Svæðisútvarp Vestfjarða kl. 18.35-19.00 HLJÓÐBYLGJAN MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 17.00-19.OOPálmi Guðmunds- son með tónlist fyrir alla. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöðvar 2 kl. 17.00 og 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.