Dagur - 11.11.1993, Síða 2

Dagur - 11.11.1993, Síða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 11. nóvember 1993 Tröppu- þrek LOKAÐIR KVENNATÍMAR mánudaga, mjðvikudaga og fimmtudaga kl. 19.00. Sími12080 Nuddpottur, vatnsgufubað og Ijósabekkir. 85% afsláttur af umhverfisvænni innimálninsu Tölvublöndum þúsundir lita Gæöi - Góö þjónusta [3 KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 FRÉTTI R Talið að línutvöföldun örvi saltfiskvinnslu: Saltfiskverð til Suður-Evrópu hefur hækkað um 10 prósent Frá því á sl. vetri er verö á salt- físki á stærstu mörkuðum ís- lendinga á Spáni, Portúgal og Grikklandi fór sem lægst hefur verð hækkað að meðtaltali um 10%, þó mest nú á haustmánuð- unum. Sumar tegundir hafa hækkað um rúmlega 15% en aðrar ekkert en það er mismun- andi eftir stærðum, viðskipta- löndum og ekki síst gæðum. Að- alástæða þessarar miklu hækk- unar er þó sú að heildarfram- boð inn á markaöinn hefur minnkað og munar þar mestu að bæði Norðmenn og Rússar hafa gengið mjög á kvóta sinn og eins hefur heildarframleiðsla hérlendis dregist verulega sam- an á undanförnum misserum. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SIF, Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, segir að í vor hafi verió mikið framboó frá Norðmönnum af söltuðum fiski og af frystum og ferskum þorski frá Rússlandi en nokkur skortur er nú af öllum stærðum, aóallcga þó af smærri fiski inn á Spán og Grikkland en hins vegar er minni vöntun á portúgalska markaðinn. Vegna nálægóar jólanna hefur verð hækkað mjög þar sem fram- boó af stórum saltfiski annar alls ekki eftirspurn en hefðin er sú í þessum löndum aó á jólum er stór saltfiskur borðaður og þykir með því fínna sem fram er boðið. Sér- staklcga hefur eftirspurn þcirra sem dreifa fiskinum til stórmark- aða aukist því geti þeir ekki út- vegað stóran saltfisk á jólaborðið þá dregst sala á víni, ólífuolíu og olíu saman og jafnvel á fleiri vörutegundum. „SI. 10 ár hafa áldrei verið eins litlar birgöir af salfiski hérlendis og ein af ástæðunum er sú að verð hefur verið mjög lágt og lækkaói enn frekar sl. vetur og fyrri hluta þessa sumars og þaó hefur dregió úr söltun. Það verður aó hafa það í huga aó 85% af framleiðslunni er þorskur og þegar þorskkvótinn dregst saman úr 350 þúsund tonn- um niður í 155 þúsund tonn þá kemur það niður á saltfiskfram- lcióslunni. Ég hef orðið var við það í umræðunni að margir eru að setja stefnuna á saltfiskverkun, og með tvöföldun línuveióa mundi framboð aukast á þorski og von- andi gengur það eftir. Það er því bjart á þcssum mörkuðum þar til við sjáum Norð- menn og Rússa fara af staö aftur, en þaó verður varla fyrr en á næsta ári. Reynslan hefur hins vegar kennt okkur að Norðmenn ráða þessum mörkuðum. Um leið og þcir markaóssetja eitthvað lækkar vcröið, og nægir að benda á lax, síld, loðnuhrogn og saltfisk. Við verðum því að fylgja þeirra markaði því þeir eru meó magnið. Reynt hefur verið að halda uppi verðum, byggöum á betri gæðum og það hefur gcngið á einstaka mörkuóum. 1400 tonnum var af- skipaó af saltfiski fyrir skömmu og reiknað er með annarri afskip- un í lok nóvembermánaðar,“ segir Magnús Gunnarsson. Þar sem ekki hefur oróið nein magnaukning á fiskmörkuðunum hefur fiskur þaðan aðallega farið í frystingu og eins hafa þeir scm flaka og flytja út í gámum greitt vcl fyrir þennan fisk og því eru salfiskverkendur ekki samkeppn- isfærir. Tvöföldun línuveiða hófst 1. nóvember sl. og stendur til 28. febrúar nk. og má búast við aó hráefnisveróið veröi viðráðanlegra með auknu framboði. Asgeir Frímanns OF-21 hefur verió á lúðuveiðum við Grænland í sumar en fór síóan einn túr á kcilu. Nú er skipið hins vegar á línu fyrir austan land cn með auk- inni sókn veróur flotinn fljótari aó veióa það magn sem leyft var að vcióa á tvöfölduninni, þ.e. 34 þús- und tonn. Það sem veitt er umfram þetta magn á tímabilinu kemur aó i'ullu til frádráttar á kvóta. GG Vegagerð ríkisins á Akureyri: Öxnadalsheiðin íjár- frekasta verk- eftiið á næsta ári Tilboð Reykt folaldakjöt 398 lcr. kg Saltað folaldakjöt 398 kr. kg Úr kjötborði Svínakambsneiðar 598 kr. kg Nautagúllash 798 kr. kg Nú líka á laugardögum: Grillaðir kjúklingar 695 kr. stk. Djúpsteiktir kjúklingabitar 99 kr. stk. Djúpsteiktar franskar kartöflur 'Á skammtur 360 kr. 'á skammtur 200 kr. Emmess hversdagsís 2 Itr. 499 kr. Orville örbylgjupopp 99 kr. Heitur matur í hádeginu! Mánudag, þriðjudag og miðvikudag aðeins kr. 390 Matvöru- markaðurinn Kaupangi Opið virka daga kl. 9-22 Laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 Sími21234 Guðmundur Svafarsson, um- dæmisverkfræðingur Vegagerð- arinnar á Akureyri, segir að samkvæmt samþykktri vega- áætlun sé stærsta vegafram- kvæmdin á næsta ári á Norður- landi eystra, í krónum talið, að byggja upp síðasta kaflann á Öxnadalsheiði. I vegaáætlun er gert ráó fyrir 66 milljónum króna í lokaáfang- ann á Oxnadalsheiði. I því felst endurbygging 1,7 krn vegarkafia frá enda 3,3 kafia sem Hagvirki- Klettur cr nú að Ijúka við og aö mörkum Eyjafjarðar- og Skaga- fjarðarsýslna. Þcssir tveir kafiar verða einnig lagðir bundnu slitlagi næsta sumar og ásamt nýja kaflan- um um Bólstaðarhlíðarbrekku veröur þar með komið bundið slit- lag á alla leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur. Fimmtudags- tilboð á meðan birgðlr endast Ávaxtafylltur lambaframpartur úrbeinaður Nú kr. 658 kg Áður kr. 995 kg Opið mánudaga til föstudaga 12.00-18.30 Laugardaga kl. 10.00-16.00 sunnudaga ki. 13.00-17.00 Næststærsta verkefnið í um- dæminu á næsta ári cr áframhaldandi uppbygging vegar- ins yfir Möðrudalsöræfi. I þaö fara samkvæmt vegaáætlun 58 milljónir króna. Þriðja hæsta upp- hæðin, 45 milljónir króna, rcnnur til vegarkafians frá Helluvaöi að Skútustöðum í Mývatnssveit, en Klæðning hefur þegar hallð fram- kvæmdir við hann. Fjórða stærsta vcrkcfnið í vegamálum á Norður- landi eystra á næsta ári verður í Kelduhvcrfi, rúmlega þriggja kíló- metra langur vegarkafii, Vogar- Krossdalur. I þann kafla er áætlað að vcrja 42 milljónum króna. óþh Bakkaselsbrekkan: Framkvæmdum að Ijúka - vegarkaflinn lagður bundnu slitlagi næsta sumar Hagvirki-KIettur er þessa dag- ana að ijúka frágangi við 3,3 km kafla í Bakkaselsbrekku í Öxna- dal. Vegarkaflinn verður lagður bundnu slitlagi næsta sumar og mun Vegagerðin væntanlega sjá um þann hluta vegagerðarinn- ar. Guðmundur Svafarsson, um- dæmisverkfræóingur Vcgageróar- innar á Akurcyri, segir að fram- kvæmdir í Bakkaselsbrekkunni hafi gengið nokkuð vel, en veóur- farið á liðnu sumri hafi þó óneit- anlega gert mönnum lífið leitt. í sunrar og haust hefur einnig veriö unnió að byggingu 3,7 km vegarkafla í Fnjóskadal auk þess sem ný brú var byggð yfir Fnjóská. Brúarbyggingunni er lokið, en verktakinn vinnur aö því að ljúka við frágang vegarins. Þá er aó geta lagfæringar 11 snjóastaóa á Möðrudalsöræfum og 2 snjóastaða á Kísilvegi, sent verktakinn, Jarðverk' í Nesi í Fnjóskadal, er nú ljúka við. óþh Ásprent fær Júragarðlnn Kvikmyndin Júragarðurinn (Jurassic Park) hefur heldur betur slegiö í gegn hér á landi. Myndin er gerö eftir bók metsöluhöfundarins Michaels Crichtons, en nú er einmitt veriö aö sýna aöra mynd sem gerö er eftir metsölubók hans Rising Sun. Bókin um Júragarðinn mun vera afar trúverðug og spennandi og mun ítarlegri en myndin. íslenskir útgef- endur hafa rennt hýru auga til hennar og nú berast þær fréttir aö Ásprent hf. á Akur- eyri hafi krækt í bitann og aö bókin sé væntanleg á markaö í lok nóvember. Forsetinn sér Afturgöngur Forseti íslands, frú Vigdís Rnnbogadóttir, mun heiðra Akureyringa meö nærveru sinni 14.-15. nóvember nk. Vigdís ætlar aö bregða sér í leikhús og sjá Afturgöngur Ibsens hjá Leikfélagi Akur- eyrar sunnudagskvöldiö 14. nóvember kl. 20.30. Von- ast er eftir góðri aösókn á sýninguna. í regnborg hljóðra húsa Ljóöabækumar læðast inn á markaðinn. Ein þeirra er „í regnþorg hljóöra húsa“ eftir Gunnar Hersvein. Þetta er þriöja Ijóðabók hans en Ijóö Gunnars hafa birst reglu- lega í blööum, tímaritum og safnverkum frá árinu 1985. Eitt einkenni Ijóöanna er tjáning tilfinninga í myndum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.