Dagur - 11.11.1993, Síða 12
Undirbúningur að
sölu jólatrjáa hafrnn
Þessa dagana eru starfsmenn
Skógræktarfélags Eyfirðinga og
Skógræktarinnar Vöglum að
höggva og hýsa jólatré af fullum
krafti. Starfsmenn Skógræktar-
félags Eyfirðinga voru að
höggva tré í Fossselsskógi í gær,
en starfsmenn Skógræktarinnar
voru í Felisskógi, vestan megin
við Skálfandafljót. Næstu daga
Færð á vegum:
Hálka og
éljagangur á
Holtavörðuheiði
Samkvæmt upplýsingum Vega-
gerðarinnar á Norðurlandi
vestra í gær voru víða hálku-
blettir í uindæminu, en allir
vegir færir. Spáð er kólnandi
veðri.
I gærmorgun var hálka og élja-
gangur á Holtavörðuheiði og víða
hálkublettir á Norðurlandi vestra,
en cnginn snjór. Allar heióar eru
færar, bæði Holtavöróuheiði,
Vatnsskarð og Lágheiði, en þar er
hinsvegar hálka, eins og áður
sagði. Allir vegir eru því færir,
a.m.k. vel búnum bílum. Spáó er
suð-vestan strekkingi, en áttin
veróur smám saman norðlæg og
kólnandi þegar nær dregur helgi.
sþ
verður unnið við að höggva tré í
Kjarnaskógi, en búið er að
merkja þau tré sem ætlunin er
að nýta til jólatréssölu í ár.
Eins og undanfarin ár mun
Skógræktarfélag Eyfirðinga hefja
sölu jólatrjáa og greina um 10.
desember, en áður en af þeirri sölu
verður þarf aó höggva, mæla,
snyrta og merkja trén.
Hallgrímur Indriðason, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags-
ins, sagði í samtali við Dag, að
vinsældir íslenskra jólatrjáa færu
vaxandi ár frá ári. Hann sagói
einnig að fyrir andvirði hvers jóla-
trés sem selt væri, mætti gróður-
setja um 30 plöntur og auka á
þann hátt skógrækt í landinu.
Hallgrímur sagói að vinsælasta
jólatréð væri rauðgreni en auk
þess verður félagið með blágrcni,
stafafuru og norðmannsþin á boð-
stólum. Vonast forráðamenn fé-
lagsins til þess að selja 2500 til
3000 tré fyrir næstu jól.
Þorsteinn Arnþórsson, yfir-
verkstjóri hjá Skógræktinni á
Vöglum, sagði að þar á bæ væri
búið að mcrkja um 800 tré sem
felld verða næstu daga, um 600 í
Fellsskógi, um 150 í Þórðarstaða-
skógi og 50 í Vaglaskógi. Hann
sagði einnig að rauðgrenið væri
vinsælast en eins væri nokkur
áhugi fyrir fjallaþin og stafafuru
og eins blágrcni, sem er vel barr-
heldið. ÞI/KK
Hlutabréfasjóður Norðurlands:
Hlutaflárútboð hefst
í þessum mánuði
í kringum 20. nóvember nk. er
gert ráð fyrir að hefja útboð á
nýju hlutafé í Hlutabréfasjóði
Norðurlands hf. að upphæð kr.
50 milljónir.
Eignir Hlutabréfasjóós Norður-
lands hf. nema nú um 65 milljón-
um króna, en með hlutafjárútboð-
inu er stefnt aó því að ná eigna-
stöóu sjóósins upp í um 100 millj-
ónir króna um næstu áramót.
Jón Hallur sagóist telja fyllstu
ástæöu til aó ætla að áhugi væri
fyrir hlutabréfum í sjóðnum.
„Mióað viö aðra hlutabréfasjóði
hefur ávöxtun þessa sjóðs verið
mjög góð. Þegar vextir lækka
batnar samkeppnisstaða hlutabréfa
og þau ættu aö hækka í verði. Það
verður því að ætla að sjóðurinn
VEÐRIÐ
Samkvæmt spá Veðurstof-
unnar verður veðrið áfram
sveiflukennt. í dag er spáð
suðvestlægri átt og björtu
veðri. Sama verður uppi á
teningnum á morgun og þá
verður vægt frost. Á laugar-
dag eru horfur á vestan-
eóa norðvestan átt með
éljagangi og á sunnudag er
spáð norðlægri átt með élja-
gangi og harðnandi frosti.
gefi áfram ágætis ávöxtun. Hluta-
bréfasjóður Norðurlands þarf að
veróa öflugari og stærri. Stækkun
sjóðsins þýðir hagkvæmari rekstur
og ekki síður aó þá getur hann
keypt miklu stærri hlut í t.d.
óskráðum félögum,“ sagði Jón
Hallur.
Hann sagði aö teikn væru á
lofti um að gengi hlutabréfa væri
að hækka. Vaxtalækkunin að und-
anfömu hefói þar töluvert aó
segja. Þar kæmi annars vegar til
minni fjármagnskostnaöur fyrir-
tækja og hins vegar lækkandi
ávöxtunarkrafa fjárfesta til hluta-
bréfa. óþh
Ingimundur Gunnarsson, starfsmaður Skógræktarinnar Vöglum, við skógarhögg
sýslu í gær.
F'ellsskógi í Suður-Þingeyjar-
Mynd: Robyn
Hart barist á matvörumarkaðnum á Akureyri:
Samkeppnin eins mikil og
hún getur frekast orðið
- segir formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis
„I>etta er hátíð fyrir neytendur,
svo lengi sem allir aðilar eru
með í verðstríðinu og sam-
keppnin er virk. Það er númer
eitt,“ sagði Vilhjálmur Ingi
Arnason, formaður Neytendafé-
lags Akureyrar og nágrennis,
um baráttuna á matvörumark-
aðnum á Akureyri í kjölfar á
opnun verslunar Bónuss.
Vilhjálmur Ingi segir að svo
virðist sem grimmilegasta verö-
stríðið í matvörunni standi milli
KEA-Nettó og Bónuss en þar hafa
verðbreytingar verið örar síðustu
dagana. Neytandafélagið ætlar að
gera verðkönnun á næstunni, en
Vilhjálmur Ingi segir ekki sann-
gjarnt að gera könnunina fyrr en
mesti titringurinn og opnunartil-
boð vegna komu Bónuss verði
gengin yfir.
„í augnablikinu eru alls kyns
opnunartilboð, þannig að sem
stendur er ekki raunhæft að koma
með stóra verðkönnun. Eg hafði
hugsaó mér að þegar nýjabrumið
væri farið af þá yrði gerð verð-
könnun. Við erum til að veita að-
hald með könnunum en núna
stendur sent hæst aðhald hinnar
brjáluöu samkcppni,“ sagði Vil-
hjálmur Ingi.
Hann segir samkeppnina eins
mikla nú og hún geti frekast orðið.
Hún sé í mörgum tilfellum öfga-
full og reikna megi meó að til
lengdar gangi ekki að selja vörur
undir kostnaðarverði.
Vilhjálntur segir það stefnu
Máki hf. á Sauðárkróki:
Meirihlutaeign erlendra
aðila samþykkt
Á hluthafafundi í Máka hf., hlý-
sjávarflskeldi á Sauðárkróki, í
fyrrakvöld var samþykkt að er-
Sýslumannsembættið á Siglufirði:
Fleiri en fimm
umsóknir borist
Umsóknarfrestur um embætti
sýslumanns á oiglufirði rann út
í gærkvöld.
Þorsteinn Jónsson, skrifstofu-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu,
vildi síðdcgis í gær hvorki gefa
upp fjölda untsækjenda né nöfn
jreirra, sökum þess að allar líkur
væru á að fleiri umsóknir ættu eft-
ir aó berast. Hann staðfesti þó aó
þegar heföu borist fleiri en fimm
umsóknir um embættið.
Eins og^ fram hel'ur komið lét
Erlingur Oskarsson af enrbætti
sýslumanns á Siglufirði í haust í
kjölfar á rannsókn á meintu hesta-
kerrusmygli til landsins. Halldór
Jónsson, sýslumaður Skagfirð-
inga, hefur að undanfömu verið
yfirvald Siglfiröinga. óþh
lendir aðilar megi eignast meiri-
hluta í fyrirtækinu. Nýverið
voru hollenskir aðilar hér á ferð
vegna þessa máls og eru þeir
væntanlegir aftur síðar í mán-
uðinum til að ganga frá kaupun-
um.
Heimaaðilar eiga urn 8 millj-
óna kr. hlutafé í Máka hf., bæði
einstaklingar og fyrirtæki. Þar
vegur Hitaveitan þyngst, en hún
leggur til 4 millj. í hlutafé. Auk
þess hafa Byggðastofnun, Rann-
sóknaráð ríkisins og sjávarútvegs-
ráðuneytið styrkt verkefnið og
Háskóli Islands og franska haf-
rannsóknastofnunin IFREMER
eru í samvinnu við Máka um
rannsóknir. Alls er ætlunin að
safna hlutafé upp á 40-50 niillj.
kr. og munu hollensku aðilarnir
leggja fram 20-25 millj., scm er
52,5% eignarhlutur. sþ
Neytendafclagsins að gera verð-
kannanir á eins til tveggja mánaóa
fresti, cn ekki sé raunhæft að
kanna fyrr en mesta harkan í sam-
keppninni núna verði gengin yfir.
Þess má gcta að kannanir frá
Neytendafélaginu munu birtast í
Degi strax og þær verða tilbúnar.
Framundan eru rnikil matvæla-
kaup hjá fólki vegna jólahátíðar-
innar og segir Vilhjálmur Ingi
engan vafa Ieika á að samkeppni á
þessum markaði geti lækkað mat-
arreikningana umtalsvert. „Þetta
er gríðarleg kjarabót fyrir þá sem
vilja nýta sér hana. Það er ekki
vafi á því. I matvælin eru að fara
30% af heimilistekjunum, hvað þá
í kringum jól og áramót, þannig
að þetta getur munað mjög
ntiklu," sagði hann. JOH
Sendum vinum
og vandamönnum
erlendis
jólahangi-
Byggðavegi 98
Opiðtilkl. 22 alla daga