Dagur - 13.11.1993, Blaðsíða 22

Dagur - 13.11.1993, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 13. nóvember 1993 POPP „ Kost- gæfnis- konan“ - sjöunda plata Kate Bush komin út Viróing er ekki beint algengt hugtak þegar frægar popp- eða rokkstjörnur eru annars vegar. Þvert á móti viróast það vera heimskupör og hneyksli sem ein- kenna líf helstu tónlistarstjarn- anna margra hverra fyrir utan tónlistina (og annan hennar líka) þannig aó vart má á milli sjá hvar „afrekin“ eru meiri, í tónlist- inni eóa vandræóaganginum. Þarf ekki annað en aó nefna Madonnu og Guns 'N’ Roses sem dæmi um þetta og það Ferill hjartaknúsarans með hásu rökkina, Mi- chael Bolton, hefur sem kunnugt er verið glæstur hin síóari ár og fáir söngvarar verió jafn vinsælir og hann í Bandaríkjunum og víðar um heim. Það var þó ekki tekió út með sældinni að komast á toppinn, því þegar Bolton loks sló í gegn svo um mun- aói árið 1989 meó plötunni Soul provider, hafði hann verió að í nær tvo áratugi með misjöfnum árangri. Var Soul provider til að mynda hans sjötta einherjaplata, en þá fyrstu, sem nefndist einfaldlega Michael Bolotin, sendi hann frá sér árið 1975. (Bolotin er hans rétta eftirnafn, en því breytti hann í Bolton fyrir allnokkrum ár- um enda þjálla í munni.) Þá var Bolton einnig f hljóm- sveit á tímabili sem kallaðist Blackjack og hljóóritaði með henni einar tvær plötur. Eftir útkomu Soul provider komu svo Time, love & tenerness og Timeless, safn laga I uppáhaldi hjá Bolton, sem aukiö hafa hróður hans svo af ber. Um þessar mundir er kappinn aó senda frá sér nýja plötu og nefnist hún The one thing. Má telja næsta víst aó hún haldi nafni Michaels Bolton áfram vel á lofti. Er hennar alla- vega beðió meó eftirvænt- ingu. heldur betur góó, því vart líður sá mánuður eða sú vika að ekki berist annarlegar fréttir af þess- um stórstjörnum poppsins og rokksins. Sem betur fer er þó auðvitað ekki samasemmerki á milli þess að verða frægur og vera fífl og það er hæglega t'l í dæminu aó virðing fylgi veg- semdinni. Þaó er allavega hægt að segja um söngkonuna bresku, Kate Bush. Vinsæl, virt og dáð Kate Bush, sem fæddist fyrir um þrjátíu og fimm árum í London, hefur nefnilega á sínum fimmtán ára ferli ekki aóeins notið gríðar- legra vinsælda, heldur einnig mikillar virðingar og er nýrrar plötu frá henni ætíó beðið meó eftirvæntingu þegar hennar er von. Hún var aðeins 16 ára göm- ul þegar risaútgáfan EMI gerói við hana samning árið 1974 og hefur hún verið á mála hjá henni allar götur síðan. Er slíkt langt og farsælt samstarf nær eins- dæmi hjá stórlistamanni á boró við Kate Bush, en segir kannski meira en mörg orð um hana. Var þaó vegna prufuupptöku sem Kate sendi útgáfunni að hún fékk samning, en viö upptökuna að- stoðaði hana enginn annar en Dave Gilmour, gítarleikari úr Pink Floyd. Við hann hafði hún komist í kynni gegnum vin sinn. í stað þess að rjúka strax meó Kate í hljóðver, höfóu forkólfar EMI vit á því að leyfa henni fyrst aó þroska hæfileika sína enn frekar á eigin grunni. Hæfileik- arnir væru óneitanlega miklir þá þegar, en betra væri að leyfa óhörnuðum unglingi aó vera áfram í sínu eiginlega umhverfi fyrst um sinn, stunda skóla, áhugamál o.s.frv. Því var það ekki fyrr en 1978 aó rödd Kate Bush heyróist fyrst á plötu, en í byrjun þess kom út smáskífulág- ió Wuthering heights. (Væntan- lega undir áhrifum frá sam- nefndu sögunni frægu, Þýtur yfir hæðir eftir Emily Bronte.) Er ekki aó orólengja það að hrein sprenging varð við útgáfuna og frsstrástft FM 98,7 • Sími 27687 Auglýsendur ATH! 15. nóvember næstkomandi fer í loftió jólaútvarp Frostrásarinnar. Nú sem áður er tilgangur Frostrásarinnar að miðla upplýsingum til Akureyringa, upplýsingum sem komast venjulega ekki til skila í því jólaupplýsingaflóði sem dynur á landsmönnum. Til þess að sem flestir geti auglýst, ætlum við að bjóða upp á tilboð sem ekki er hægt að hafna. MAÚNÚS GEIR GUÐMUNDSSON Alltaf er beðið með eftirvæntingu eftir nýrri plötu frá söngkonunni Kate Bush. Sjöunda platan, The red shoes, er nú að koma á markað. varð Kate nánast heimsfræg á einni nóttu. Náói lagið t.a.m. efsta sætinu í Bretlandi og sat þar í mánuð. Fyrsta stóra platan, The kick inside, sem kom út sama ár, náði svo í kjölfarið 3. sæti í Bretlandi, en víðar náði hún á topppinn. Hefur síðan ekki verió litió til baka hjá Kate Bush, eins og sagt er. Reyndar hefur henni aldrei almennilega tekist aó slá í gegn í Bandaríkjunum, einhverra hluta vegna, en nýtur þar samt virðingar margra eins og annars staðar. Sjöunda platan komin út Fyrir utan fyrstu plötuna The kick inside og þá aðra, Lionheart, sem komu út á sama árinu 1978, hefur Kate Bush ekki beinlínis verið að senda frá sér plötur í massavís. Fram á þetta ár hafði hún aóeins sent frá sér sex plötur á fimmtán árum sem ekki þykir nú mikió. En það er kannski einmitt vegna þess sem plöturnar þykja eins vandaðar og góðar og raun ber vitni. Unnar af mikilli kostgæfni og natni um leió og þær hafa verið fjölbreytilegar tónlistarlega. Nú þessa dagana er aó koma út sjöunda plata Kate Bush, sem nefnist The red shoes, en rúmlega þrjú ár eru lióin frá útgáfu þeirrar síðustu The sensual world. Er víst óhætt að segja að menn hafi sem aldrei fyrr beðið spenntir eftir þessari plötu og þá ekki hvaó síst vegna þess aö meðal þeirra sem koma við sögu á plötunni Kate til aóstoðar eru ekki minni menn en Prince, sem samdi með Kate og tók upp eitt lag- anna tólf, Why should I love you, gítargoðin með meiru Eric Clap- ton og Jeff_ Beck og fiólusnilling- urinn og „íslandsvinurinn" Nigel Kennedy. Var það strax snemma á síðasta ári sem samstarfið við Prince spuróist og gengu reynd- ar sögur um það einnig að eitt- hvaó fleira væri á milli þeirra. Það mun þó væntanlega eitt- hvað hafa verió orðum aukió. Er það raunar ekkert nýtt fyrir Kate Bush aö starfa meó öórum fræg- um tónlistarmönnum og þaó með góðum árangri, því þaö hef- ur hún gert nokkuð oft. Frægasta dæmið um þaó er líklega þegar hún söng með Peter Gabriel lag- ið margvinsæla Don’t give up fyrir um sjö árum. Viróist fátt benda til annars en að The red shoes muni halda frægóarsól Kate Bush áfram á lofti. Þaö er allavega álit gagnrýnanda viku- blaðsins þekkta Melody Maker, sem segir plötuna hreint meist- araverk og enn eina rósina í hnappagat söngkonunnar. Veróa því aódáendur hennar væntan- lega ekki nú frekar en fyrri dag- inn fyrir vonbrigóum með hana. Þess má svo að lokum geta aó hún hefur gert nær klukkutíma mynd samhlióa útgáfu plötunn- ar þar sem ein sex lög af henni heyrast. Kemur fram í henni m.a. leikkonan þekkta Miranda Richardson. Meira af útgáfci Um dagmn var hér í Poppi farið um víóan völl varóandi plötuútgáf- una fyrir jólin, sem er mikil að vanda. Þar var aó sjálfsögðu ekki allt nefnt sem í boði er, þannig að ekki er úr vegi aó drepa á nokkrar fleiri útgáfur sem athyglisverðar geta tal- ist. Má þar fyrst nefna plötu frá Móeiði Júníusdóttur, en mörgum þykir að löngu hafi verið orðið tímabært aó hún gerói heila plötu. Það er þó ekki popp eða slík tónlíst sem Móeiður syngur á plötunni, heldur djass, en með hann að vopni hefur hún verið að troóa upp með hin- um og þessum í sumar. Það hefur mörgum líka þótt kom- inn tími á Pál Óskar Hjálm- týsson hvað plötugeró varðar og uppfyllir hann þær óskir nú. Og líkt og Móeiður með nokkuó óvæntum hætti, eða með diskóplötu. Danstríóió Pís of keik, þau Ingibjörg Stefánsdóttir, Máni Svavarsson og Júlíus Kemp, eru líka eins og hin tvö á ferðinni meó sína fyrstu plötu sem kallast Do it. Vekur sú plata ekki hvað síst athygli fyrir það aö á henni syngur Elly Vilhjálms, söngkonan ástsæla, í einu laganna á móti Ingibjörgu, en hún er eins og sjálfsagt margir vita móðir Mána. (Pabbinn er svo að sjálfsögðu Svavar Gests.) Egill Olafsson og fleiri standa að tónlistinni við leik- ritið Eva Luna eftir Isabellu Aliende, sem ég held að verði sett upp í Borgarleik- húsinu. Er sú tónlist einnig væntanleg á plötu, sem margir aðdáendur Egils og platna hans, Tifa, tifa og Blátt, blátt, fagna eflaust mjög. Loks má svo nefna að nýtt útgáfufóstur Péturs Krist- jánssonar söngvara með meiru, sem kallast Paradís, stendur fyrir útgáfu á plötu undir nafninu að ég held ör- ugglega Lífsmyndir. Syngur þar fríður flokkur söngvara ýmis lög eftir þá félaga Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason. Eru meðal söngvaranna þeir Pálmi Gunnarsson og Páli Óskar. Páll Óskar dillar og duflar við diskóið á sinni fyrstu ein- herjaplötu. Stórrokkararnir vafasömu og umdeildu í Motley Crue^ sem ráku söngvarann Vince Neil fyrir um ári eins og frægt er orðió, eru nú loks aó klára nýju plötuna sína og á hún að koma út í byrjun næsta árs. Gekk mikið á þegar Neil var lát- inn fjúka og hafa ásakanirnar haldið áfram að ganga á víxl fram til þessa dags. Meóal þess sem Neil hnýtti í fyrrum félaga sína á sínum tíma var aó þeir væru orðnir svo væmnir að það hefði bara verið gott fyrir sig að losna frá þeim eftir allt. Hann myndi aftur á móti sjálfur halda áfram að búa til „alvöru rokk”. Nú þegar svo fyrsta platan eftir brotthvarf Neils með nýja söngv- aranum John Corabi er loks á leiðinni, segir bassaleikari Motley Crue hann Nikki Sixx hins vegar í nýlegu viótali að um enga væmnissöngva verði að ræða á nýju plötunni, sem einfaldlega muni nefnast Motley Crue. Slíkar lagasmíðar hefðu tilheyrt tlma Neils í hljómsveitinni, en nú væri hann liðinn. Þeim tveimur ber því Bassaleikarinn Nikki Sixx í Motley Crue. greinilega ekki saman um hver sé væminn og hver ekki, en um það geta annars rokkunnendur skorið úr þegar Motley Crue plat- an kemur út með því að bera hana saman viö plötu Neils sem kom út fyrr á þessu ári. Mun plat- an a.m.k. innihalda 14 lög og var það hinn frægi Bob Rock sem sá um upptökustjórnina á henni (frægur fyrir m.a. vinnu með Guns 'N’ Roses og Metaiiica).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.