Dagur - 13.11.1993, Blaðsíða 24

Dagur - 13.11.1993, Blaðsíða 24
Er gæðum kanadísku timbureiningahúsanna verulega ábótavant? „Þessi hús hafa fengist samþykkt hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins á fölskum forsendum“ - segir Gunnar Jónsson, byggingameistari Kanadísk timbureiningahús, sem fyrirtækið Borgarfell hf. á Egilsstöðum hefur umboð fyrir, og nokkrir einstaklingar, m.a. á Dalvík, hafa sýnt áhuga á að ® HELGARVEÐRIÐ Einar Sveinbjörnsson, veður- fræðingu hjá Veðurstofu ís- lands, segir Norðlendinga ekki þurfa að kvarta yfir veðrinu um helgina. Snjókoman á Suðvest- urhorninu er ekki á leið norður yfir heiðar þannig að á Norður- landi er spáð kaldri sunnanátt og björtu veðri. Á stöku stað á Norðurlandi vestra gætu þó gengið yfir él. Á mánudag gætu orðið lítilsháttar breyting- ar í þá veru aó hlýnaði en norðanátt virðist ekki á næstu grösum. kaupa, uppfylla alls ekki þær gæðakröfur sem gera verður til húsa hérlendis að mati Gunnars Jónssonar, byggingameistara á Akureyri. Húsin hafið vakið nokkra athygli vegna lágs bygg- ingarkostnaðar, en 150 fermetra hús á að kosta 8,5 milljónir króna fullbúið að undangeng- inni jarðvegsvinnu og frágangi sökkla. „Það er greinilegt aó þcssum húsum hef'ur verið komið gegnum Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins bakdyramegin og þau fengist samþykkt á röngum fcr- sendum. Það er víóa pottur brof- inn í sambandi vió teikningar og efnisval, og samsetning húsanna er til hreinnar skammar. Gluggar leka og loftræsting milli klæðn- ingar og dúks utan á húsinu er alls engin nema eftir óeðlilegum leið- um og svo er allt húsið algjörlega ófúavarið. Ég hélt að það væri haldið uppi vandaóri vinnubrögð- um hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins en raun ber vitni í þessu máli. Ég get ekki samþykkt að þessi hús uppfylli þau skilyröi sem gera veróur til heilsárshúsa á Islandi og baöst því undan því að vera meist- ari að þeim. Ég er hins vegar meistari að sumarhúsum frá sama fyrirtæki, sem verió er aö reisa í nágrenni Pétursborgar í Glæsibæj- arhreppi og ég get ekki einu sinni meö góðri samvisku sagt fólki sem spyr um gæói þeirra húsa að þau séu mjög góður kostur. Ég tel að kaupendur muni koma að sum- arhúsi sínu að vori nánast ónýtu ef ekki verður stöðugt verió aó dytta að því alla vetrarmánuðina/' segir Gunnar Jónsson. Gunnar telur víst að þaó verði engin vandkvæði að því að fá ann- an byggingameistara að húsununt, það séu nógu margir tilbúnir að selja nafnió sitt. Húsin munu nt.a. annars vera framleidd meó tilliti til þess að ekki þurfa að kynda þau neitt yfir sumartímann og lítið yfir vetrartímann. Gunnar er aó semja greinargerð sem send veró- Eitt af kanadísku sumarhúsnum sem verið er að reisa hjá Pctursborg í Glæsibæjarhreppi. Mynd: Robyn ur Rannsóknastofnun byggingar- iönaðarins um gæði þessara húsa en reiknar allt eins með því að reynt verði að hunsa þær ábend- ingar sem hann rnuni minnast á í bréfi sínu. „Það er alveg eins hægt að flytja inn strákofa frá Afríku og fullyrða nteó nokkrum sanni að hann uppfylli öll skilyrði um hí- býli á þeim slóðum og því sé allt eins hægt að nota hann hér norður við heimskautsbaug.“ Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Meistarafélags byggingarmanna á Akureyri, hcf- ur sagt vað byggingameistarar, bæði á Noróurlandi og annars staðar, séu tilbúnir til að byggja sams konar hús, í sama gæða- flokki og fyrir sama verð og kanadísku húsin en þau séu hins vegar byggð fyrir íslenskar að- stæður og á því kunni aö reynast reginmunur. GG Sumir halda... En rétt er... ...að mikil veisla bíði íslendinga ef óheftur innflutningur á erlendum landbúnaðarafurðum verður heimilaður. ...að þúsundir íslendinga sem starfa við landbúnað og þjónustu í tengslum við hann munu missa atvinnu sína og erlendar landbúnaðarafurðir munu kosta þjóðina milljarða króna í erlendum gjaldeyri - höfum við ráð á því? ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.