Dagur - 28.01.1994, Síða 4

Dagur - 28.01.1994, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 28. janúar 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Kreppa í höfuðborginni Þaö er ekki ofmælt aö íslenska þjóðin er þessa dag- ana „hnípin þjóð í vanda“. Hið háa Alþingi er tekið til starfa á ný eftir sæmilega langt jólafrí og það verður að segja að þær fréttir sem þaðan berast eru ekki traustvekjandi fyrir landsmenn. Þar ríkir vægast sagt nánast stríðsástand. Ráðherrar, marg- ir hverjir, flækjast um víðan völl, en þeir sem heima sitja stunda skylmingar dag eftir dag. Þar hafa far- ið fremstir í flokki landbúnaðarráðherra, Halldór Blöndal, sá gamli hvalskurðarmeistari, og Sighvat- ur viðskiptaráðherra, en hann hefur undanfarna daga verið að birgja sig upp af hunda- og kattamat og spyr í forundran hvort flytja megi inn óhindrað mat handa hundum og köttum, sem inniheldur kjöt, en ekki vörur handa mannfólkinu, sem innihalda kjöt. Utanríkisráðherra, sem er ætlað að miðla málum í deilunni um landbúnaðarmálin milli stjórnarflokkanna, kom svo til landsins sl. miðviku- dag og á borði viðskiptaráðherra beið eftir honum hunda- og kattamatur. Formaður landbúnaðar- nefndar, Egill bóndi á Seljavöllum, brosir bara breitt þessa dagana og segir að sig varði nú ekkert um það hvað menn séu að gera út í bæ, landbún- aðarnefnd hafi síðasta orðið. Fleiri uppákomur hafa verið á Alþingi undanfarna daga og þing- menn vilja spjalla eitthvað við Davíð forsætisráð- herra, sem situr víst á einhverri ráðstefnu í Sviss. Á sama tíma og þessir atburðir gerast á hinu háa Alþingi vöknuðu ljósvakamiðlar í Reykjavík og verkalýðsforingjar við þann vonda draum að at- vinnuleysi færi óðfluga vaxandi í höfuðborginni. Um 20% byggingamanna væru verkefnalausir og fjöldi fólks bættist á atvinnuleysislistana á degi hverjum. Atvinnuleysinu var mótmælt á útifundi á Austurvelli í gær undir slagorðinu: Við viljum vinnu. Á undanförnum árum hefur, hér í blaðinu, oft verið minnst á hina miklu spennu á vinnumarkaðn- um í Reykjavík og til hvers hún gæti leitt ef aftur- kippur kæmi í atvinnulífið. Það er einmitt það sem er að gerast í dag. Vegna atvinnuleysis og rýrn- andi lífskjara hjá öllum almenningi í landinu er ekki óeðlilegt að samdráttur verði í byggingariðn- aðinum. Nú eru heldur ekki fyrirhugaðar bygging- ar á „kringlum" og „perlum" í höfuðborginni, því af fréttum að dæma standa mörg verslunar- og skrifstofuhús auð og yfirgefin, um 200 þúsund fer- metrar að sögn. Þetta kreppuástand, sem nú er að sækja heim höfuðborgina, þekkja Akureyringar vel. Á Akureyri standa verslunar- og skrifstofuhús auð og þess er skemmst að minnast að á undanförnum mánuðum hafa mörg verslunarfyrirtæki hér í bæ ýmist orðið gjaldþrota eða hætt rekstri og nýir eigendur tekið við. Þetta er því miður það ástand, sem við blasir í dag í þjóðfélaginu. Látlaus gjaldþrot og missir eigna. Ekki er trúlegt að inngangan í Evrópska efnahagssvæðið bjargi miklu og ekki er í sjónmáli bættur hagur fólks með blóm í haga, sem forsætis- ráðherra boðaði um áramótin. SO Bóndí er bústólpi - bú er landstólpi Umræóan um stöðu bændafóks hefur verið mikil að undanförnu og oft hefur mér blöskrað umræð- an, nú síðast sjónvarpsfundur á Hótel Sögu og þessar dæmalausu myndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpi að undanförnu og þar á ég við myndina „Er bóndi bú- stólpi?“ og þætti Baldurs Hcr- mannssonar, og sýnist mér að þar sé um aö ræða skipulega niðurrifs- starfsemi þeirra sem vilja leggja niður íslenskan landbúnað. Eg átti því láni að fagna aó vera í sveit mörg sumur í æsku og fá aó kynnast starfi bóndans ásamt því aó þar var mér kennt að vinna. Þess vegna þykist ég geta nokkuð dæmt í þessu máli sem „kaupstaó- arbúi“. I sjónvarpsþættinum á Sögu kom fram m.a. að ekki mátti skilja betur en aó gróóureyðing væri helst bændum aö kenna. Þetta er öfugmæli því bændur hafa mest og best grætt upp landið okkar, (beitarálag á hálendi hefur niinnkað frá 1977 úr 896 þúsund sauðfjárí 487.000 1992). Hvemig færi fyrir stöðum sem byggja allt sitt á úrvinnslu land- búnaðarafurða ef enn meiri sam- dráttur yrði hjá bændum - er ekki nóg komið af atvinnuleysi? Vita allir hve mörg aukastörf tengjast starfi bóndans? Kvótaskerðingar bænda hafa verió gríðarlegar síð- ustu ár og mér er sem ég sæi aðra hópa í þjóðfélaginu taka því meó þögn og þolinmæði sem og bænd- ur hafa gert. Minnkandi stuóningur ríkisins síðustu ár er staðrcynd og getur fólk ekki skilið að aðlögunartími vegna hugsanlegs innflutnings verður að taka mörg ár samanber aólögun þá sem iónaðurinn fékk á sama tíma undir sömu kringum- stæðum. Bændur hafa hagrætt hjá sér mcira en flestir aðrir á síðustu ár- um og mættu margir læra af þeim hvaó sparnaö varðar. Hvaða fram- tíð viljum við? Viljum við virki- lega aó hcilu sveitirnar og ýmsir þéttbýlisstaðir fari í eyói? Viljum við innfluttar, mengaðar, ódýrar landbúnaöarafuröir, niðurgreiddar tímabundið til aó koma íslenskum bændum á kné? Viljum við virki- lega gjaldþrot ýmissa framleió- cnda og úrvinnsluaðila? Þessu hljótum viö öll að svara neitandi. Mál er að linni skefjalausum áróðri sem beint er gegn bændum þcssa lands. Eg vil hafa byggð í landinu öllu, kaupa ómengaóar ís- lcnskar landbúnaðarafuróir, ég vil aö íslcnskir bændur snúi vörn í sókn, þeir ciga sér llciri samherja en þá grunar. Með bcstu kveðjum til íslcnsks bændafólks, Friðrik Friðriksson. Höfundur er sparisjóóssljóri á Dalvík. Um Orgelsjóð Þóroddsstaðarkirkju í framhaldi af umfjöllun um orgel- sjóó Þóroddsstaðarkirkju viljum við systurnar, Bjarndís og Amfríð- ur Indriðadætur, greina frá þeim atriðum sem okkur finnst aó betur hefðu mátt fara í frásögninni. Vió teljum það best gert með því að birta bréf sem allir stofn- endur sjóðsins fengu sent viö stofnun hans. Einnig viljum við aó fram komi að þetta var gert að frumkvæði Hallgríms Vilhjálms- sonar og sá hann um allan undir- búning. Margt var góóra gesta við vígsiu orgelsins eins og fram kom í áðumefndri fréttagrein. Það vakti eftirtekt okkar að ekki var haft samband við neinn af eftirlifandi stofnendum sjóðsins né þeim boó- iö til vígsluhátíðarinnar, þegar þessi stóra stund rann upp tæpum 16 árum síðar. Við óskum safnaðarbörnum Þóroddsstaðarkirkju innilega til hamingju með nýja orgelið. Megi þau minnast Hallgríms og frum- kvæöis hans, sem og allra annarra er lögðu þessu máli lið með fram- lögum, margir til minningar um látna ástvini sína. Bjarndís og Arnfríður. Orgelsjóður Þóroddsstaðarkirkju, Ljósa- vatnshreppi, Suður-hingeyjarsýslu Sjóður þessi er stofnaður til minn- inga um hjónin Lísibet Indriðadótt- ur, f. 20.04.1873, d. 06.02.1968 og Vilhjálm Friðlaugsson, f. 22.10.1879, d. 12.06. 1964, frá Torfunesi, ásamt um syni þeirra, Jónas, f. 27.03. 1907, d. 20.09. 1924, Indrióa Kristbjöm, f. 16.01. 1909, d. 03.05. 1978 og Torfa, f. 20.03. 1918, d. 16.07. 1966. Stofnendur sjóósins eru cftirlif- andi böm og tcngdaböm Lísibetar og Vilhjálms. Sjóðurinn er stofnaður meó 100.000.- kr. framlagi til þess, að kaupa hljóðfæri í Þóroddsstaðar- kirkju og til þess, aó efla safnaðar- söng eftir því seni sóknamefnd og sóknarprestur telja bcst henta á hverjum tíma. Sjóöurinn tckur vió hvcrs konar gjöfum, áheitum og framlögum cr efla markmið hans. Akurcyri l.júní 1978, Aöalheióur Jóhannesóttir, Olöf Jónasdóttir, Hcrmann Vilhjálmsson, Aðal- björg Sigurðardóttir, Björn Vilhjálmsson. Jakobína Þorláksdóttir, Sólvcig Vilhjálmsdóttir, Ámi Ingólfsson, Hallgrímur Vilhjálmsson, Ás- gcróur Guðmundsdóttir. F.h. gefcnda, Hallgrímur Vilhjálmsson (sign). Nú þessa dagana er verið að drcifa gögnum um skólaskák og vildi ég biðja skólastjóra að setja undir lekann svo að skák í skólum lendi ekki á sama plani og Háskólinn gefur upp í sínum skýrslum um að íslenskukunnátta nemenda • sé stödd á. Tökum höndum saman og hefj- um skákina til þeirrar virðingar er hún stóð i hér áóur fyrr. Norðlcnd- ingar hafa átt Islandsmcistara í skák, því skulum við ekki gleyma, og marga skákmcnn cr stríóa þcss- um á suðurhorninu, samanbcr fréttir er okkur bcrast aö sunnan. Þar cru norðanmcnn í baráttu um efstu sætin og má þar ncl'na Akur- cyringana Jón Árna Jónsson og Magnús Teitsson. Sýslustjórar skólaskákar á Noröurlandi eystra cru: Noröur- Þingcyjarsýsla: Ásgrímur Angan- týsson, Lundi Oxarfirði. Suöur- Þingcyjarsýsla: Sigurjón Bcnc- diktsson, Húsavík. Akurcyri: Rún- ar Sigurpálsson, s. 24304. Eyja- fjarðarsýsla: Albert Sigurósson, s. 22897, en hann cr jafnframt um- sjónarmaður mótsins. Til þcssara manna cru skólastjórar bcónir að snúa scr cf þá vantar upplýsingar um mótið. Albert Sigurðsson. Skólaskák

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.