Dagur - 10.03.1994, Side 6

Dagur - 10.03.1994, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 10. mars 1994 - Hefurðu nýtt þér afsláttínn á Norðlenskum dögum? Spttrníng vikunnar - spurt í kea Hrísaiundí Guðríður Sígurðardóttir og Eva Dís: Já - ég hef gert það. Mér finnst full ástæða til að kynna okkar norðlensku vörur. Eg reyni aö velja þær öðrum fremur. Áslaug Stefánsdóttir ásamt Stefaníu og Ágústu: Nei, reyndar ekki ennþá. Ég hef Iítíð veríð að versla að und- anförnu en ég á örugglega eftir að notfæra mér hann. Þetta er mjög þarft átak. Símon Vilbergsson: Nei, ekki ennþá, en á það ör- ugglega eftír. Þetta framtak er til fYrirmyndar. Hinrik Jóhannsson: Já, ég hef lítíllega notfært mér hann. Ég hef meíra að segja keypt hluti sem ég hef aldrei keypt áöur. Snjólaug Jóhannsdóttir og Þorvaldur Bjarki: Neí - ég hef ekki notað afslátt- armíðana ennþá. Ég gleymí þeim alltaf heima en er búin að klippa þá út. Já - ég á ör- ugglega eftír að taka þá með eínhvern daginn. Slcíðakennsla um helgina Innritun og upplýsingar í síma 22280 og 23379. Alhliða umsjón prentverka Prentum blöð • Tímarit • Bæklinga Hjartans kveöjur og þakklæti sendi ég fjölskyldu minni, frændfólki og || öörum vinum mínum, sem geröu mér || 70 ára afmælió ógleymanlegt. Lifið heil. i| JÓNÍNA JÓHANNSDÓTTIR RAGUELS. |i ........................................... Hver er maðurínn? Höfundur: Anders Palm Þýðandí: Sígurbjöm Krístinsson Hér á eftir verður dregin upp svipmynd af heimskunnrí per- sónu, lífs eða liðínni, karlí eða konu. Glöggur lesandí á smám saman að geta áttað sig á hverjum/hverri er verið að lýsa. Til dæmis gæti veríð tílvalíð fýrir alla fjölskylduna að spreyta sig á að finna svaríö sameiginlega. Ef þíð gefist upp, er svaríö aö finna á blaðsíðu 13! f ástum eru sumir menn heppnari en aðrir. Þeir virkilega heppnu finna strax þá réttu, kvænast, eignast börn og lifa hamingjusamir upp frá því. Hjá þeim óheppnu aftur á móti, getur lífið aUt orðið ein allsheij- ar tilraun með konur og sam- búð. Hjá þeim virkilega óheppnu enda samböndín oft með heiftarlegum illdeilum og jafnvel málaferlum. Okkar maður tilheyrir seinni hópnum. Hann á að baki fjöldann allan af misheppnuö- um samböndum. Tíu börn hefur hann eignast og þegar þetta er skráð, gengur heimilis- hjálpin, Christina Ruiz, með það ellefta. Okkar maður, eða Bud eins og vinir hans kalla hann, hefur átt meira iáni að fagna í starf- inu en í ástarmálunum. Hann er löngu orðinn heimsfrægur og veilauðugur. f greininni hef- ur hann hitt margar vinsælustu konur heims: Elizabeth Taylor, Sofia Loren ogjane Fonda eru aðeins örfá dæmi. Hann hefur ætíð notið mikillar kvenhylli; að sumra dómi umfram það sem honum hefur verið hoilt. Fyrsta kona okkar manns var leikkona sem hét Anna Kashfi. Hjónaband þeirra var reyndar á misskiiningi byggt frá upphafi. Anna, sem var smávaxín og dökk yfirlitum, uppástóð að hún væri ættuð frá Indlandi. Bud, sem alltaf hefur verið veikur fyrir erlend- um konum, varð yfir sig hrif- inn. Hann hafði reyndar ekki ætlað sér giftingu strax en svona konu var alls ekki hægt aö hafna. Brúökaup þeirra vakti mikla athygli fjölmiðla en það átti eftir að koma sér frekar illa fyrir Önnu. Pabbi hennar, sem Callahan hét og bjó á Englandi, Ias um giflinguna, og þar með komst allt upp. í æðum Önnu var nefnilega ekki einn einastí dropi af indversku blóöi. Bud varð ævareíöur og sagði skílíð við hina heittelskuöu, jafnvel þótt hún væri ófrísk. Anna ákvað að hefna sín og fékk sér lögfræöing. Málaferlin stóðu árum saman og kostuöu okkar mann mikið fé. Þó munu illdeilurnar hafa kostað son þeirra, Christian, hvaö mest. Árið 1960 gíftist okkar maö- ur í annaö sinn. I þetta skípti var brúöurin „ekta“ mexíkönsk blómarós, Movita Castenada. Þau eignuðust eitt barn áður en hjónabandið sprakk. Bud hitti nefnilega nýja konu, Taritu, viö upptökur á kvikmynd á Tahiti. Okkar maður féll ekki bara fyrir Tarítu, í bastkjólnum sín- um með blóm í hárinu, heldur einnig fyrir hinu suðræna lífi í heild sinni. Þar létu menn hverjum degi nægja sína þján- ingu og það kunni Bud við. Hann festi því kaup á dálitlum eyjaklasa, alls 13 eyjum, spöl- korn frá Tahiti. Á stærstu eyj- unni opnaði hann hótel, og vonaði að gestirnir streymdu að, ekki síst til að sjá hann sjálfan. Því miður létu gestirnir ekkí sjá sig. Eyjan var nefnilega aðeins 1,5 m á hæð og varð oft iila útí í óveðrum og flóðum. Bud neyddist því til að hefja kvikmyndaleik aftur. í upphafi hafði okkar maöur leíkiö í mörgum ágætis mynd- um en svo fór aö halla undan fæti. Hann var talinn ósam- vinnuþýöur og þrætugjarn og oft lenti hann upp á kant við leíkstjórana. Þegar hann snéri aftur frá Tahíti fékk hann hlutverk í glæpamynd, sem áttí að verða mjög ódýr í framleiöslu. Það voru ekki margir sem höfðu trú á þessarri mynd, sem var frumsýnd 1971. Reyndin varð þó önnur; hún fékk metaðsókn og okkar maður vann Óskars- verölaunin fyrir leik sinn. Hann vildi þó ekki veita verölaunun- um viötöku sjálfur, heldur sendi indjánastúlku fyrir sig og vildí á þann hátt mótmæla slæmri meðferð á indjánum í Ameríku. Fyrir nokkrum árum varð okkar maður fýrir slæmu áfalii en þá var elsti sonur hans, Christian, dæmdur í 10 ára fangelsí fyrir manndráp. Hver er maðurinn? Ástkær bróðir minn, BRAGI SIGFÚSSON, Syðra-Kálfsskinni, er lést þann 7. mars s.l. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, verður jarðsunginn frá Stærri-Árskógskirkju, föstudaginn 13. mars kl. 14.00. Bára Sigfúsdóttir. Vélsleðasýningin Vetrarsport 94: Vmningshafar Skeljungs Á sýningu Landssambands ís- lenskra vélsleðamanna, Vetrar- sport 94, sem haldin var í Iþrótta- skemmunni á Akureyri 15.-16. janúar sl„ efndi Skeljungur hf. til spurningaleiks. Dregið hefur verið úr réttum svörum og hlutu eftir- taldir vinninga: Igloo kœlitöskur: Aðalgeir Sigurgcirsson, Garóars- braut 71, Húsavík. Arnar Helgason, Spítalavegi 21, Akureyri. Katrín Björk Sævarsdóttir, Furu- lundi 2f, Akureyri. Locker körfuboltamyndir: Friórik Arnarsson, Hjallalundi, Akureyri. Þorleifur Árnason, Norðurgötu 51, Akureyri. Skeljungur hf. þakkar þeim fjöl- mörgu sem tóku þátt í þcssum lcik fyrir góðar undirtektir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.