Dagur - 10.03.1994, Blaðsíða 8
8- DAGUR - Fimmtudagur 10. mars 1994
Gott atvinnuástand á Þórshöfn styrkir verslunina:
„Um 20% veltuaukning hjá fé-
laginu fyrstu tvo mánuði ársins“
- segir Garðar Halldórsson, kaupfélagsstj óri Kaupfélags Langnesinga
í góða veðrinu á Þórshöfn í sl. viku. Haraldur Magnússon á Farmaiinum
sínum fyrir framan Sparisjóðinn. Myndir: GG
Kaupfélag Langnesinga var
stofnað 1911 og hefur því þjón-
að íbúum Þórshafnar og ná-
grennis í rúma átta áratugi.
Fyrirtækið hefur átt í greiðslu-
erfiðleikum undanfarin misseri
og fór heldur ekki varhluta af
því verðstríði sem geisaði hvað
grimmast á Akureyri fyrir sl.
jól. Ahrifanna gætti nokkuð í
nóvembermánuði, sérstaklega á
matvörunni, en nokkur veltu-
aukning varð hins vegar í des-
embermánuði. Svipuð verslun
varð í desembermánuði 1993 og
í sama mánuði árið 1992 og því
hafa áhrif verðstríðsins dvínað
eftir því sem nær dró jólum. 2%
veltuaukning varð á árinu 1993
hjá Kaupfélagi Langnesinga,
sem er svipað og verðlagsþróun-
in. Það er um allan reksturinn
að ræða, þ.e. matvara, bygg-
ingavörur, vefnaðarvara, bensín
og olía, söluskáli og útibú sem
K.L. rekur á Bakkafirði.
Garóar Halldórsson, kaupfé-
lagsstjóri, segir að reynt hafi verið
að bregóast við áðurnefndu
ástandi meó því að bjóða upp á fé-
lagsmannaafslætti og vera með til-
boð á ýmsum vörum og þaó hafi
skilað sér að einhverju leyti.
„Vió sendum út fréttabréf, þar
sem þessi mál voru reifuð, en þá
var í hámælum aó verslun á Rauf-
arhöfn væri að hætta vegna þess
Gerð fjárhagsáætlunar Þórs-
hafnarhrepps er á lokastigi og
verður síðan til fyrri umræðu
hjá sveitarstjórninni innan
skamms tíma en fyrir liggur þó
eins konar „beinagrind“ af
framkvæmdum á vegurn
hreppsins á komandi sumri. A
síðasta ári hófust framkvæmdir
við dýpkun hafnarinnar og
standa þær enn yfir og er fullur
vilji til þess að halda hafnar-
framkvæmdum áfram þegar
lengra kemur fram á þetta ár.
Þær framkvæmdir yrðu hins
vegar vegna væntanlegra fjár-
framlaga til verksins á árinu
1995 sem yrði til að fjármagna
niðursetningu á stálþili framan
við salthús Hraðfrystihússins.
Reinhard Reynisson, sveitar-
stjóri Þórshafnarhrepps, segir að
mikill áhugi sé á því að kaupa
efnið í stálþilið á þessu ári og
hefja niðursetningu þcss í haust en
Garðar Halldórsson, kaupfélags-
stjóri Kaupfclags Langnesinga.
að svo margir íbúar þar færu til
Akureyrar aó versla. Við hefðum
staóið frammi fyrir svipuðum
vandræðum ef þróunin hefði oróið
sú sama hér á Þórshöfn. Við vor-
um með verslun á Raufarhöfn en
hættum þeim rekstri árið 1991
vegna þess að hún lagði ekkert
upp í sameiginlegan kostnað. Auk
þess er nokkuð langt héðan til Ak-
ureyrar þannig að það borgar sig
alls ekki að keyra til Akureyrar
eingöngu til þess að versla. Oft
fylgja þessum feróum ýmsar
skemmtanir, gisting á hóteli, við-
skipti við matsölustaði o.fl., og
hreppurinn mundi þá fjármagna
sjálfur hröðun á slíkum fram-
kvæmdum.
„Við höfunt verið að endur-
byggja helminginn af fyrrverandi
heilsugæslustöð aó Langanesvegi
3 og lýkur þeim framkvæmdum í
þessum mánuöi, en á árinu 1990
var neðri hæð þeirrar byggingar
tekin í notkun sem hjúkrunar-
heimili en efri hæðin verður tekin
í notkun á næstunni. Þar verður
aöstaða fyrir hefðbundið dvalar-
heimilisrými, dagvistun eða fé-
lagsstarf fyrir aldraöa og fjöl-
breyttari þjónustu og meö því
verður húsið eins konar miðstöð
fyrir öldrunarþjónustuna á staðn-
um. Hafnar eru framkvæntdir við
byggingu húss með fjórum íbúð-
um sem fjármagnaðar eru gegnum
Byggingasjóð verkamanna, en það
eru kaupleiguíbúðir fyrir aldraóa.
Verkið var boðið út á sl. hausti en
tíðarfarió í vetur hefur heldur tafið
allt kostar það töluveróa peninga,
sagði Garðar Halldórsson.
Velta Kaupfélags Langnesinga
varð um 160 milljónir á árinu
1993, sem er nokkur samdráttur ef
umboðssala á áburði frá Aburðar-
verksmiðjunni er tekin með. A ár-
inu 1992 var Kaupfélagið meó
alla áburðarsölu til bænda í Öxar-
firói eftir aó Kaupfélag Þingey-
inga hætti rekstri útibús á Kópa-
skeri. Aburóinum var skipað upp
á Raufarhöfn og honum ekið með
bíl til Kópaskers. Lítið var upp úr
' þeim rekstri að hafa nema fyrir-
höfnina svo honum var hætt og
tók Trémál hf. á Kópaskeri við
þeirri þjónustu við bændur.
Hagnaður varð af rekstri Kaup-
félags Langnesinga á sl. ári sem
kemur til af óreglulegum liðurn,
þ.e. niðurfelling skulda vegna
nauóasamnings sem geróur var
við lánardrottna félagsins á árinu
1992 en ekki var gengið frá síð-
asta hluta hans fyrr en í lok síðasta
árs. Tap var af reglulegri starfsemi
Kaupfélags Langnesinga eftir fjár-
magnsliði.
„Samningsupphæð vegna
nauðasamnings átti að greióa á
rúmu ári og er það „dæmi“ nánast
afgreitt. Þó er enn ágreiningur um
ákveðna stóra kröfu, um 10% af
heildamafnverði krafna, sem ekki
er búið að gera upp ennþá, sem að
mati stjórnar Kaupfélags Langnes-
inga fellur undir ákvæði nauóa-
Þórshafnarhrepps.
fyrir steypuframkvæmdum. Verk-
lok eru fyrirhuguð um næstu ára-
mót og það ætti að ganga eftir.
Þórshafnarhreppur fékk úthlut-
að tveimur af þeint fjórum íbúðum
sem verið er að byggja nú á árinu
1993, og á þessu ári verður sótt
um úthlutun vegna hinna tveggja
kaupleiguíbúðanna fyrir aldraða
og gerunt við fastlega ráð fyrir að
fá þá úthlutun. Félagslega íbúða-
kerfiö hér á Þórshöfn er orðið
býsna mikið að vöxtum og því var
ákveðið að fara út í byggingar fé-
lagslegra íbúða fyrir aldraða til aó
auðvelda eldra fólki að selja stærri
einbýlishús án þess að vera jafn-
fram neytt til þess að fiytja af
staðnum vegna þess að það hafi
engan annan valkost. Hér er nijög
erfitt að fá lcigt eða keypt íbúóar-
húsnæói vcgna verulegs skorts á
íbúðarhúsnæði og eftirspurnin er
ckki fyrst og fremst frá fólki sem
samningsins. Kröfuhafinn tclur
sig hins vegar hafa fullar trygg-
ingar og eigi þar af leióandi að fá
kröfuna greidda að fullu.
A árinu 1992 voru færðar 78
milljónir króna til tekna vegna
nauðasamnings en af kröfuupp-
hæðinni voru greidd 21%. Vcrði
enginn samdráttur á þessu ári og
hægt verður að auka verslunina
sjáum við fram á möguleika á að
bæta stöðuna," segir Garðar Hall-
dórsson.
Nú hafa meðaltekjur aukist
verulega á Þórshöfn vegna mikill-
ar og stöðugt vaxandi atvinnu á
staðnum. Hefur það ekki áhrif á
verslunina til góðs þegar kaupgeta
fólks fer batnandi?
„I janúarmánuöi var veltuaukn-
ingin milli ára 30% og í febrúar-
mánuði um 15% í matvöruversl-
uninni en full atvinna tryggir það
að fólk sparar síður viö sig. Svo
erum við að selja þeim bátum sem
landa hér kost og það hefur já-
kvæö áhrif. Það var svolítil veltu-
aukning í sérvörunni í janúarmán-
uði en velta febrúarmánaðar var
svipuð og í sama mánuði 1993.
Alls var veltuaukningin 7% í sér-
uppfyllir kröfur félagslega kcrfis-
ins varðandi tekjur og eignamörk,
heldur frá fólki ntcð þokkalegar
tckjur og jafnframt cignir, sem cr
aö fiytja til Þórshafnar og vill fjár-
fcsta í íbúðarhúsnæði. I dag er
verið að byggja eitt einingarhús á
frjálsa markaðnum sem er sant-
starfsverkefni heimaaðila og Tré-
smiðju Fljótsdalshéraðs og ntiðað
við stöðuna fasteignamarkaðnum
hér ætti þaó að seljast enda er veró
þess mjög ásættanlcgt," segir
Reinhard Reynisson, sveitarstjóri.
„Við munum taka upp þráðinn
altur þar sem frá var horfið á sl.
hausti og halda áfram í gerð gang-
stétta og fleiri umhverfismála,
enda held ég aó nauðsynlegt sé að
fegra svolítið í kringum sig í til-
efni lýðveldisafmælisins en þaó
hafa borist tilmæli frá ríkisvaldinu
til sveitarfélaga um aö heldur
rneira verði gert úr þjóðhátíðar-
deginum cn oftast áður.“
Vegna mikillar atvinnu og
góðrar stöðu fiestra atvinnufyrir-
tækja á staðnum cru skatttekjur
Þórshafnarhrepps pr. íbúa sl. þrjú
ár nteðal þeirra fimm hæstu sam-
anborið við önnur svcitarlclög.
Þær eru 111.600 krónur og til
samanburðar rná geta þess að
Vopnatjörður er nteð 85.000 krón-
ur og Raufarhöfn með svipaða
upphæð. Þessar góðu tekjur hafa
valdið því að Þórshafnarhreppur
hefur ekki fengió tckjujöfnunar-
framlag og einnig hafa þjónustu-
framlögin skerst og rökstuðningur
þeirrar ákvöröunar er sá að vcgna
hárra meðaltekna þurfi sveitarfé-
lagið ckki á framlagi að halda til
þcss aó veita íbúunum ýnisa sjálf-
sagða þjónustu. GG
vörunni fyrstu tvo mánuði ársins.
Frumforsendan fyrir þessari þróun
er að full atvinna haldist á staðn-
um en hér er atvinnuleysi óþekkt
hugtak,“ segir Garöar Halldórs-
son, kaupfélagsstjóri.
Starfsfólki hjá Kaupfélagi
Langnesinga fækkaði á sl. ári úr
25 í 22, hlutastörf meðtalin, en
þeir starfsmenn eru komnir til
starfa annars staðar. Hraðfrystihús
Þórshafnar hf. er stærsti atvinnu-
rekandi staðarins, síðan kcmur
Kaupfélagió og Þórshafnarhrepp-
ur. Atvinnulífið á staðnum er
nokkuð einhæft, byggir fyrst og
fremst á vinnslu sjávarafurða, sem
ekki fellur öllum í geð eins og
gengur. Sumir unglinganna á
staðnum hefðu t.d. gjarnan viljaó
komast í aóra sumarvinnu en þá er
tengist fiski og fiskvinnslu ef hún
stæði þeim til boða. GG
Kirkjuvika
i i
Opið hús
fyrir aldraða
Klukkan 15-17 í dag verður opið
hús l'yrir aldraða í Akureyrar-
kirkju. Edda Möllcr, fram-
kvæmdastjóri Kirkjuhússins og
Skálholtsútgáfunnar, fiytur erindi
urn útgáfumál kirkjunnar og Öklr-
unarráð þjóðkirkjunnar. Einnig
llytur Karolína Stefánsdóttir, fjöl-
skylduráðgjafi við Heilsugæslu-
stöðina á Akureyri erindi um heil-
brigt Ijölskyldulíf. Kór Lundar-
skóla undir stjórn Elínborgar
Loftsdóttur syngur og einnig veró-
ur almennur söngur. Athygli er
vakin á því að gestum á „opið
hús“ í dag stcndur til boða endur-
gjaldslaus akstur til og frá Akur-
eyrarkirkju. Rúta fer frá íbúðum
aldraðra við Víðilund kl. 14.40 og
verður ckið eftir Mýrarvegi, aust-
ur Alfabyggð að Dvalarhcimilinu
Hlíð, síðan verður ekið um Aust-
urbyggð, Hrafnagilsstræti og Eyr-
arlandsveg. Eigi fólk af
einhverjum sökum erfitt með að
nýta sér þessa þjónustu er þeim
sömu bcnt á aó hafa samband við
Akurcyrarkirkju í sínta 27700 og
verða þá gcrðar aðrar ráðstafanir
til þcss aó sækja þá. Að skemmtun
lokinni fer rútubíllinn sömu leið
til baka upp í Víðilund.
Jósep í kvöld
Nemendur Verkmenntaskólans á
Akurcyri sýna kl. 20.30 í kvöld í
Akureyrarkirkju söngleikinn vin-
sæla Jóscp cftir Andrew Lloyd
Webber og Tirn Rice. Lcikstjóri er
Sigurþór Albert Hcimisson,
Michael Jón Clarke stjórnar tón-
list og Þórarinn Hjartarson þýddi
verkið. Jósep hel'ur að undanförnu
verió sýndur við rniklar vinsældir
í Gryfju VMA.
Unnið er að aðkallandi dýpkun hafnarinnar. Myndir: GG
„Félagslega íbúðakerfið á Þórshöfti
orðið býsna mikið að vöxtum“
- segir Reinhard Reynisson, sveitarstjóri