Dagur - 10.03.1994, Síða 16

Dagur - 10.03.1994, Síða 16
Verð miðað við staðgreiðslu er 1.300 krónur fyrsta birtíng eg hver endurtekning 400 krónur. Bæjarstjórn Húsavíkur: Vill sjálfstætt skattumdæmi í Þingejjar- sýslum I dag mun Einar Njálsson, bæj- arstjóri á Húsavík, ásamt þing- mönnum kjördæmisins, ganga á fund fjármálaráöherra og skora á hann að afturkalla ákvörðun sína um að leggja niður útibú skattstjóra á Húsavík og leggja til að Þingeyjarsýslur ásamt Húsavík verði gerðar að sjálf- stæðu skattumdæmi. Fyrirhugað er að loka Skatt- stofunni á Húsavík um mitt þetta ár, en rætt hefur verið um rekstur þjónustuskrifstofu á staðnum í samstarfi við Húsavíkurbæ. Bæj- arstjórn, sveitarstjómir og héraðs- nefndir hafa ítrekað mótmælt áformum um lokun Skattstofunn- ar. Einar Njálsson sagði á bæjar- stjórnarfundi sl. þriðjudag að hér væri bæði um að ræða þjónustu og atvinnumál. Hann sagði það ekki sparnað að loka skrifstofunni á Húsavík, við þaó færóist kostnaó- ur frá ríki yfir á almenning. Bjarni Aðalgeirsson (B) minnti á aó fleiri störf væru í uppnámi, en allt mun vera í lausu lofti meó stöóu starfsmanns Landgræðslu og Skógræktar á Húsavík. Starfs- maður var ráðinn til Húsavíkur í fyrra en nú er óvissa um framtíð starfseminnar. Sagði Bjarni þetta skrýtið, því sér skildist að Land- græðsla og Skógrækt mundu greiða laun nýráðins ferðamála- fulltrúa á Akureyri. Þorvaldur Vestmann Magnús- son (D) sagöi óþolandi að gengin væri þessi sama gata, og minnti á að útibú Hafrannsóknastofnunar á Húsavík var lagt niður. Hann sagði að Landgræðslan þyrfti frekar fimm menn en einn á svæð- inu. Fleiri bæjarfulltrúar tóku í sama streng og virtist bæjarstjórn sammála um að nóg væri komið af skerðingu á opinberri þjónustu og flutningi stöðugilda frá Húsa- vík til Akureyrar. IM Húsavík: Stúlka fjrir bíl Stúlka varð fyrir bíl í hádeginu í gærdag. Læknir kom á slysstað og var stúlkan flutt með lög- reglubíl til skoðunar á sjúkra- húsið. Hún var ekki talin alvar- lega meidd. Slysið átti sér staó á móts við Garðarsbraut 42 á Húsavík. Blind- byl gerói um hádegisbilið og mikil hálka var víða á götum bæjarins. IM O VEÐRIÐ í dag hlýnar í veðri um allt land. Á Norðurlandi vestra þykknar upp með vaxandi austan og suðaustanátt og síðdegis verður austan og norðaustan hvassviðri og síð- an stormur með snjókomu. Norðanáttin gengur niður með morgninum á Norður- landi eystra en síðdegis þykknar upp með suðaustan átt, úrkomulaust að kalla. Sölumenn nýrra bifreiða á Akureyri eru sammála um að mcira þurfi að hafa fyrir viðskiptum en áður og þeir segja að sala sé á rólegu nótunum. Þessi mynd var tekin í gær af nýjum bifreiðum í portinu við Eimskipafélagshúsið á Ak- ureyri. Mynd: Robyn. Húsavík: Bflskúr stóð í bæjarfulltrúum A fundi Bæjarstjórnar Húsavík- ur sl. þriðjudag var ákveðið að fresta veitingu lóðarinnar Auð- brekku 16 á Húsavík. Timburtak sf. sótti um lóðina og hyggst flytja þangað húsið við Garðarsbraut 9, gömlu bókabúð- ina. I bygginganefnd var veiting lóðarinnar samþykkt. Þegar málið var tekið til staöfestingar í bæjar- stjórn kom fram að mannvirki væri þegar til staðar á lóðinni. Nokkrar umræður urðu um málið og var álitið að mannvirki þetta, fullorðinn bílskúr, hefði hvorki byggingar- eða stöðuleyfi og eng- in hefð hefði skapast unt tilveru- rétt þess á staðnum, þar sem fast- eignagjöld hefðu ekki vcrið á það lögð. Að svo komnu máli bar Bjarni Aðalgeirsson (B) fram til- lögu um aö algreiöslu málsins yrði frestað, þar til staðreyndir þess lægju ljósar fyrir. IM Meira þarf að hafa fyrir sölu nýrra bila en áður: Bflaiunboðin bjóða lán allt upp í 60 mánuði Sölumenn nýrra bifreiða á Ak ureyri eru sammála um meira þurfi að hafa fyrir viðskiptun- um en áður en almennt virðist róleg sala á nýjum bílum. Greinilegar breytingar eru að verða á viðskiptunum með nýja bíla því bæði skjóta upp kollin- um ýmiskonar tímabundin til- boð auk þess sem nú eru að koma inn á bílamarkaðinn lán allt upp í 50-60 mánuði. I»ó lítil reynsla sé komin á þessi lán þá telja bílasalar Ijóst að einhverjir muni nota sér þessi löngu lán en sá kaupendahópur er alltaf fyrir hendi sem staðgreiðir að öllu leyti eða að hluta. „Salan er róleg en það kom góö skorpa í þetta hjá okkur í kringum sýningu á dögunum. Núna þarf að leggja mun meira á sig en áður til að selja bílana, það þarf að sinna fólkinu, taka bílana uppí nýja og vera mjög vakandi yfir þessu,“ sagði Sigurður Valdimarsson, eig- andi Bifreiðavcrkstæðis Sigurðar Valdimarssonar. „Þetta er ólíkt því þegar við seldum 7-8 bíla á dag og áttum oft ekki nóg af bílum. Hins vegar fínnst mér val fólksins mjög skrýt- ið í dag því það eru ekki endilega ódýrustu bílamir sem seljast,“ sagði Siguröur. Hvað lánin varóar sagði hann lánstímann aó lengjast og í dag bjóði hann vióskiptavin- um allt upp í 48 mánaða lán. Fáir nýti sér þó þessi lán en algengust séu 6-18 mánaða lán og margir velji þann kost að setja gömlu bíl- ana upp í nýja og staðgreiða milli- gjöf- Eyjófur Ágústsson hjá Höldi hf. sagði enga stórhreyfingu á söl- unni í nýju bílunum. Hins vegar séu næstu mánuðir ætíð þeir bestu í sölunni og nú þegar sé merkjan- leg aukning í viðskiptunum. Um nokkurt skeið hafa lán til 36 mán- aða verið í boði á bílamarkaðnum og æ fleiri hafa nýtt sér þau en Eyjólfur sagði lánstímann nú að lengjast í 60 mánuói eða fimm ár. „Ásóknin hefur alltaf verið meiri og meiri í lengri lánin því fólk vill ætla sér lengri tíma í að borga mismuninn á bílunum en 75% viðskiptanna eru þannig aó eldri bílarnir eru settir upp í nýja,“ sagði Eyjólfur. Haukur Ármannsson á bílasöl- unni Stórholti sagði söluna vissu- lega minni en þegar best lét en á hinn bóginn takist honum að halda svipaðri sölu og í fyrra. „Þetta eru engin uppgrip en heldur enginn samdráttur,“ sagói Haukur. „Kjörin hal'a aldrei verið hag- stæðari við kaup á nýjum bílum en í dag þegar bjóðast alborganir upp í 60 mánuði. Eg held að þessi möguleiki sé að koma inn á mark- aðinn til að vera og það er ekkert öðruvísi en erlendis þar sem al- gengt er að fólk geti keypt bíla á 4-5 ára greiðslum,“ sagói Haukur. Gróflega segir Haukur að skipta megi kaupendahópunum á markaðnum í þrjá jafn stóra hópa. Einn hópurinn staðgreiði, annar grciði helming út og taki helming- inn aó láni og þriðji hópurinn taki Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra: Hvetur til „heimajarðgerðar“ Heilbrigðiseftlrlit Norðurlands eystra hefur lagt til við sveitar- stjórnir að þær geri tilraun á komandi sumri til að innleiða heimajarðgerð. Nefndin Ieggur til að sveitarstjórnir láti útbúa safnkassa og bjóði þeim íbú- um, sem áhuga hafa, að kaupa þá á vægu verði. Auk þess sjái sveitarstjórnir til þess að við- komandi fái góðar leiðbeining- ar og aðstoð við jarðgerðina. Ræjarráð Húsavíkur ræddi málió sl. fimmtudag og sam- þykkti aó vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árið 1995. Auöur Lilja Amþórsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, sagði hug- myndina þá að bærinn útbyggi nokkra safnkassa og léti þá sem virkilcgan áhuga hcfóu á málinu fá þá gegn vægu vcrói. Hún sagöi að margir scrn áhuga hel'óu á jarðvegsgerð hefðu ekki komið því í verk að fá sér kassa, en það væri í raun ntjög lítið mál. Auður sagði að í skýrslu frá Ióntæknistofnun, sem Helga Jó- hanna Bjarnadóttir skrifaði, kæini l'ram aó lífrænn úrgangur er 30-50% af heildarþyngd heim- ilisúrgangs, þannig að með jarð- gcrð sparaðist mikið í flutningi og förgun á hcimilissorpi. Þetta ætti ekki síst við í dreifbýlis- hreppunum. Fram kemur að jarð- gcrðin tekur um þrjú ár í óein- angruðunt kössutn, cn aðcins nokkra ntánuói í cinangruðum kössum. Auóur segir að það eigi ekki aó þurfa aö vera nein lykt úr safnkössunum, ef rétt sé staðið aó rnálum og kassarnir loftræstir. „Ég hef ncfnt þctta við nokkra scm finnst þctta spcnnandi vcrk- cfni,“ sagði Auður Lilja. Hún hefur undir höndum teikningar af safnkössum og leiðbeiningar, og sagóist reikna með aó einhver til- raun yrói gerð í sumar. IM allt kaupverðið aö láni. Hins vcgar sé umhugsunarvcrt að sá hópur fari stækkandi sem ráði ekki við kaup á 2-300 þúsund króna bílum öðruvísi en með löngum lánum. JÓH 4.-20. mars Z-brautir Gluggakappar Rúllugardínur Komið með gömlu keflin og fáið nýjan dúk settan á Plast- og álrimlagardínur eftir máli Qkaupland Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.