Dagur - 17.03.1994, Qupperneq 1
77. árg.
Akureyri, iimmtudagur 17. mars 1994
53. tölublað
Æ Venjulegir og Jv demantsskornir S trúlofunarhringar V Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI
Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri, upplýsir fundarmcnn um afkomu Kaupféiags Eyfirðinga á síðasta ári á aðalfundi Akureyrardeildar féiagsins sl.
þriðjudagskvöld. Myndir: I>I
Kaupfélag Eyfirðinga:
Heildarvelta síðasta árs 7,7 milljarðar
- tap af reglulegri starfsemi um 50 milljónir
Heildarvelta Kaupfélags Eyfirð-
inga var tæpir 7,7 milljarðar
króna á árinu 1993. Er það um
6% lækkun frá árinu áður. Tap
af reglulegri starfsemi Kaupfé-
Iagsins varð um 50 milljónir
króna eftir að tekið hefur verið
tillit til skatta, óreglulegra tekna
og gjalda. Hagnaður félagsins
fyrir fjármagnskostnað var
rúinlega 270 milljónir á síðasta
ári en var um 360 milljónir á ár-
inu 1992. Fjármagnskostnaöur
að frádregnum Qármagnstekj-
um var um 339 milljónir eða um
sex milljónum króna hærri en á
árinu 1992. Þessar tölur ná að-
eins til starfsemi Kaupfélags Ey-
firðinga en uppgjöri fyrir dótt-
urfyrirtæki þess er ekki lokið.
Þó er ljóst að um verulegt tap er
að ræða á rekstri þeirra í heild á
liðnu ári. Þessar upplýsingar
um rekstur Kaupfélags Eyfirð-
inga komu fram í yfirlitsræðu
Magnúsar Gauta Gautasonar,
kaupfélagsstjóra, á aðalfundi
Akureyrardeildar félagsins á
þriðjudagskvöld.
Liólega hclmingur af starfsemi
kaupfélagsins cða 51% af veltu
þess er í verslun. Verslunin jókst
um liðlega 6% á árinu 1993 og
munaói þar mest um aukningu í
matvöruverslun um 9,3%. Þá varð
einnig veruleg aukning í verslun
með byggingavörur, sem sýnir að
markaöshlutdeild Byggingavöru-
deildar félagsins hefur aukist
verulega því samdráttur helúr ver-
ió í byggingaiðnaði. Vclta Bygg-
ingavörudeildar KEA jókst um
allt að 25% á síðasta ári. Þá varð
cinnig nokkur aukning í olíuversl-
un félagsins eða 5,4%. Rckstur
vöruhúss þcss var á hinn bóginn
erfióur á árinu. Verulegar breyt-
ingar voru gerðar á honum á fyrri
hluta þcss og vonir standa til að
um léttari rckstur verði aö ræða á
þessu ári.
Útkoma útibúa Kaupfélags Ey-
llrðinga utan Akurcyrar varð
nokkuð misjöfn. Sala jókst um
15,5% í útibúinu í Grímsey og
einnig varð lítilsháttar söluaukn-
ing í Olafsílrði. I öðrurn útibúum
utan Akureyrar er um samdrátt aó
ræða og verulegan samdrátt í úti-
búunum-í Hrísey, á Grcnivík og á
Siglufirði. Magnús Gauti Gauta-
son sagði rekstur útibúsins á
Siglufirði standa verst og væri í
athugun að endurskipuleggja
starfsemi þess með þær staðreynd-
ir í huga. Magnús Gauti sagði ljóst
að verulegan hluta af samdrætti í
rekstri útibúanna megi rckja til
aukinnar verslunar á Akureyri.
Rekstur Kjötiðnaöarstöðvarinn-
ar breyttist nokkuð til hins verra á
árinu. Að sögn Magnúsar Gauta
skilaði hann litlu upp í sameigin-
legan kostnað og stafi það að
mestu leyti af því ástandi sem nú
ríki á kjötmarkaðnum, þar sem
blóðugur slagur eigi sér nú stað.
Starfsemi vcgna landbúnaðar
vegur um 23% í rckstri Kaupfé-
lags Eyfirðinga og var heildar-
vclta landbúnaðarins 1,3 millj-
arðar króna. Heildarvelta sjávarút-
vegs varó 1,1 milljarður en hann
spannar um 15% af rekstri félags-
ins. Samdráttur í sjávarútvegi varð
aðeins rúmlega 0,3% cn aðra sögu
er að segja af starfsemi vcgna
landbúnaðar - þar var um allt að
26% samdrátt aó ræða, er stafar
fyrst og frcmst af þeim niður-
skurði er átt hefur sér stað í land-
búnaði.
Rekstur Hótcl KEA varð
einnig neikvæður á árinu. Veltan
dróst saman um 11% á milli ára.
Magnús Gauti sagði vanda hótels-
ins fyrst og fremst stafa af því að
nú væri offramboð á hótelrými í
níu mánuði á ári; ferðalög innan-
lands hafi dregist saman, bæði á
vegum opinberra aðila og fyrir-
tækja er leitt hafi til verðstríös á
hótelmarkaðnum. Kvaðst hann
ekki sjá aðra lausn í hótelmálum
Islendinga en að minnka framboð
á hótelrými á næstunni.
Magnús Gauti Gautason, kaup-
félagsstjóri, kvaó það vcruleg
vonbrigði að ckki væri unnt að
sýna betri rckstrarafkomu aó
þessu sinni cn erfiðleika í rckstri
Kaupfélags Eyllrðinga mætti fyrst
og fremst rekja til mikils fjár-
magnskostnaðar. Vcxtir voru
mjög háir - allt fram í nóvember
að þeir lækkuöu vcrulcga. Haldist
núverandi vaxtastig eða lækki
vextir enn frekar komi þaó rckstri
kauplclagsins verulega til góða á
næstunni. Magnús Gauti sagði að
vaxtalækkunin væri þó cngin end-
anleg lausn. Heldur verði aó
minnka skuldir. A síðustu tveimur
árum hafi skuldir lækkaó nokkuð
og áfram verði aö stefna á þeirri
braut. ÞI
Bylur á Norðurlandi:
Lögreglan
aðstoðaði
skólabörn
áDalvík
- nokkrir árekstrar
á Akureyri
Snjókoma og ófærð settu svip á
mannlífið á Norðurlandi í gær
og samgöngur röskuðust í lofti
sem á jörðu niðri. A Sigluflrði
var stórhríð, kennsla felld niður
í skólanum og fáir á ferli vegna
ófærðar innanbæjar.
Lögreglan á Dalvík þurl'ti að
aðstoða skólabörn vió að komast
til síns heima vegna þess hve kóf-
ió var.mikið. Síðdegis minnkaði
umferð mjög því götur voru farnar
að teppast. Að öðru leyti gekk allt
vel fyrir sig að sögn lögreglu.
A Akureyri var þælmgsfærð í
sumum hverfum og lögreglunni
var kunnugt um eina þrjá árekstra
sem rekja mátti til ófærðar og lé-
legs skyggnis og ekki síður þverr-
andi grips snjódekkja. Dekkin
hafa safnað á sig tjöru og grípa
illa þegar blautur snjórinn þjapp-
ast.
Vegagerðarmenn unnu við
mokstui og var fært milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur þrátt fyrir
snjókomuna en vegir í Eyjafirói
tepptust a.m.k. um tíma. SS
Ólafsíjarðarmúli:
Snjóflóð og ófærð
Á þriðjudaginn féll snjóflóð við
Sauðanes í Ólafsfjarðarnuila, en
eftir að göngin komu er þetta
eini staðurinn þar sem spýjur
falla og reyndar er það nokkuð
algengt. Að sögn lögreglunnar í
Ólafsfirði var spýjan um 10-15
metrar á breidd og Í'A m á hæð.
Vörubíll frá Vegagerðinni meó
tönn að vopni hal'ði sig ekki í
gegnum snjóflóðið og varö aö
kalla til hjólaskóflu. Vegurinn var
því opnaður á þriðjudag en lokað-
ist aftur í norðan kófinu í gær.
Nokkur snjóflóðahætta var talin
fyrir hendi í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Ólafsfirði var leið-
indaveður í gær og rcynt var að
halda helstu lciðum innanbæjar
opnum en ckkert átt við veginn til
Dalvíkur vegna stöóugrar ofan-
komu og skafrennings. SS
Skíðamót fslands á Siglufirði um páskana:
Undirbúningur hefur gengið vel
Skíðalandsmótið verður í ár
haldið á Siglufirði. Undirbún-
ingur fyrir mótið hófst í febrú-
armánuði og hefur gengið mjög
vel að sögn Rögnvaldar Þórð-
arsonar, mótsstjóra, en skrán-
ingar í mótið hafa ekki borist
enn þannig að ekki er vitað um
endanlegan fjölda þátttakenda.
Skíðalandsmótið er að þessu
sinni haldið um páskana, sem
nú eru í byrjun aprílmánaðar,
en mótshaldara er að mestu í
sjálfsvald sett hvenær mótið er
haldið.
A stærri stöðum, eins og á Ak-
ureyri eða í Bláfjöllum, hefur
mótið veriö haldið viku fyrir
páska til þess að draga ckki úr aö-
sókn aó skíðasvæóunum um há-
tíðisdagana en stórt mótshald tor-
veldar eölilega aðgang að skíða-
lyftum.
Skíðamót Islands er ekki bara
keppni heldur hefur ætíð myndast
mikil og góð stemmning kringum
mótið þegar það hefur verið hald-
ió á Siglufiröi. Ætlunin er að
skapa svipaða stemmningu og
verið hefur og verður boðið upp á
margvíslega afþreyingu fyrir þá
sem koma til bæjarins, m.a. dans-
leiki, skemmtanir af ýmsu tagi,
málverkasýningu og menningar-
tónleika. Rögnvaldur Þórðarson
segir aó auðvitað séu góðar skíða-
brekkur Siglfirðinga í Siglufjarð-
arskarði helsta alþreyingin, að-
dráttarallið og skemmtunin sem
feróafólk hefur notfært sér í stöð-
ugt vaxandi mæli. Þannig vcrði
skíðaáhugamenn sem og annað
feróafólk ekki svikið af því að
fylgjast með Skíðamóti Islands á
Siglufirði um páskana. GG