Dagur - 17.03.1994, Síða 4

Dagur - 17.03.1994, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 17. mars 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓtF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Skánandi atvinnuástand í samantekt félagsmálaráðuneytisins um at- vinnuástandið í febrúar kemur fram að staðan hefur lagast nokkuð. Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 22% frá fyrra mánuði og sums staðar var batinn enn meiri. Af Norðurlandi má nefna sem dæmi að atvinnulausum fækkaði um rúmlega 82% á Siglufirði, um 59% í Ólafsfirði, um 30% á Akureyri og um 29% á Húsavík. Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi en þau segja því miður ekki alla söguna. Það er til dæmis stað- reynd að þrátt fyrir að atvinnulausum hafi fækk- að svo mjög á Norðurlandi milli mánaða eru enn um 8% af áætluðum mannafla á atvinnuleysis- skrá á Norðurlandi eystra og um 6,6% á Norður- landi vestra. Svo hátt hlutfall atvinnulausra er algerlega óviðunandi. Samanburður milli ára sýnir einnig hve staðan nú er slæm. Þannig er atvinnuleysið í febrúarmánuði síðastliðnum um fimmtungi meira en í sama mánuði í fyrra. Af ofangreindum tölum má ráða að enn þarf að herða róðurinn. Samt sem áður hljóta þær að vekja vonir um að við höfum þegar náð botnin- um og séum á uppleið að nýju. Frétt, sem Dagur birti í liðinni viku um fyrirtækið Skinnaiðnað hf. á Akureyri, er vonandi táknræn fyrir það sem koma skal. Blaðið skýrði frá því að ákveðið hefði verið að fjölga starfsmönnum Skinnaiðnaðar hf. um tíu til að fyrirtækið næði að sinna auknum verkefnum. Hér er um mjög kærkomna og ánægjulega tilbreytingu að ræða, þegar atvinnu- lífið er annars vegar. Fram til þessa hafa flestar fréttir af atvinnumálum verið vondar; þ.e. þær hafa nær eingöngu snúist um rekstrarerfiðleika, uppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja og hríðversn- andi atvinnuástand í kjölfarið. Vonandi gefst til- efni til að flytja fleiri góðar fréttir af atvinnulíf- inu á Norðurlandi á næstunni. Hvenær springur blaðran? Ef það hefur hvarflað að einhverjum að stjórnar- flokkarnir væru búnir að ná samkomulagi um landbúnaðarmálin, hafa þeir hinir sömu væntan- lega skipt snarlega um skoðun í gær. Þá leyfðu ljósvakamiðlarnir almenningi að hlýða á liat- ramma orðasennu landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra á Alþingi. í þeirri sennu féllu þung orð á báða bóga og ekki var að heyra að þar færu samherjar í ríkisstjórn. Þvert á móti mátti glögglega greina að þar mættust svarnir andstæðingar. Ljóst er að hyldýpisgjá er á milli sjónarmiða Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í landbúnað- ardeilunni. Ágreiningurinn er orðinn svo magn- aður að það er ekki lengur spurning hvort, held- ur hvenær, blaðran springur og ríkisstjórnin hrökklast frá völdum. BB. FRIMERKI SICURÐUR H. ÞORSTEINSSON Útgáfiir árið 1994 Það hefur lengi verið málefni sem hefur verið einkar kært Jóhannesi Páli II, páfa, aö koma á ári fjöl- skyldunnar. Nú hefur svo verió ákveðið að árió 1994 skuii vera slíkt innan kaþólsku kirkjunnar. Það er án efa engin tilviljun aó Sameinuðu þjóóirnar eiga aó þessu sinni samleið og því má segja að heimurinn haldi ár fjölskyldunnar á þessu ári. Fyrsta útgáfa ársins var einnig til að minnast þessa með 40 króna frímerki, sem er hannað af Tryggva T. Tryggvasyni og Önnu Þóru Arnadóttur. Frímerkió er prentað í 50 stykkja örkum í offset hjá seðlaprentsmiðju Noregsbanka í Osló. Er þetta í annað sinn er þeir prenta íslensk frímerki. í tilkynningu segir svo: „A Allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna í desember 1989 var samþykkt aó árið 1994 skyldi vera Ar fjölskyldunnar með einkunnar- orðununt: „Fjölskyldan: Urræði og skyldur í breytilegum heimi.“ Um leió og Allsherjarþingiö helgaði árið fjölskyldunni ákvað þaó að þess skyldi einkum minnst í hverju landi og hverju byggðar- lagi. Félagsmálaráðherra skipaði, síðla árs 1991, landsnefnd til að vinna aó undirbúningi að Ari fjöl- skyldunnar hér á landi. Sameinuðu þjóðirnar bentu á nokkur atriði sem þjóðir heims gætu hugað sérstaklega aó á Ari fjölskyldunnar 1994 og voru eftir- farandi viófangsefni meöal annars nefnd: - styrking fjölskyldunnar til aó mæta eigin þörfum, - jafnvægi milli þarfa fjöl- skyldunnar sent sinnt er innan heimilis og þess sem þjóðfélagið kemur til móts viö, - áhrif þjóðfélagsmeina á fjöl- skyldusambönd og viðurkenning á því aö íhlutun stjórnvalda kann að vera nauðsynleg til að sporna vió þáttum sem ógna fjölskyldulífi. Ahersla er lögð á víðfeðma merkingu hugtaksins fjölskylda og er mikilvægt aó allar gerðir fjöl- skyldna komi til umfjöllunar á Ari fjölskyldunnar. Meginmáli skiptir aó hugað sér aó velferð heimil- anna en innan veggja þeirra býr j fólk viö mismunandi aöstæóur. Is- lenska landsnefndin hefur koniið sér saman um aó hafa eftirfarandi skilgreiningu á fjölskyldunni til hliðsjónar vió störf sín: Fjölskylda er hópur einstak- linga sem á sameiginlegt heimili þar sem þeir deila tómstundum, hvíld, tilfinningum, efnahag, ábyrgö og verkefnum. Meðlimir eru oftast fullorónar manneskjur af báðum kynjum, eóa einstaklingar, ásamt bami eða börnum (þeirra). Þau eru skuldbundin hvort öóru í sióferðilegri, gagnkvæmri holl- ustu.“ Þann 25. febrúar síöastlióinn voru einnig gefin út sérstök íþróttafrímerki. Þau eru hönnuð af Astþóri Jóhannssyni og Finni Malmberg. Joh. Enschede en Zon- en í Hollandi hefir prentað þau, einnig í offset í 50 stykkja örkum. Myndefni þessarra frímerkja er svo lyftingar og sund. Um þau segir: Lyftingar „Lyftingar eru tiltölulega ung keppnisíþrótt, en eiga rætur aó rekja til margvíslegra aflrauna, sem tíókast hafa með flestum þjóðum. Má í því sambandi minna á Islendinga hina fomu. Aflraunir voru á stefnuskrá ÍSÍ frá upphafi, en iðkun þeirra sem keppnisíþróttar hófst ekki að ráöi fyrren 1961. Fyrsta Islandsmótið var háó 1971 og Lyftingasamband íslands »***#••*****♦«***♦♦«•*♦♦**•*•« * * J | i Jaodafundír • Blokkin með landafundum hcilags Brendan. Íþróttafrímerkin, sem komu út 25. febrúar. Ár fjölskyldunnar. var stofnaó 27. janúar 1973 að til- stuólan ISI. Islendingar tóku lýrst þátt í móti erlendis 1967 en það var Norðurlandameistaramót og svo árið eftir var tekiö þátt í Olympíuleikunum í Mexíkó." Sund „Mikilvægi almennrar sund- kunnáttu er þjóð sæfara ljós og hefur sund því um árabil vcrið skyldukennsla vió íslenska skóla. Lengur er þó saga sundsins tengd við leiki og keppni, írnynd knáleika til forna og íþrótt kennd við kappa. Sundíþróttin sem nú- tíma keppnisíþrótt fer aó ryója sér til rúms hér á Iandi fljótlega á fyrri hluta þessarar aldar. Sundsamband Islands var stofn- aó 25. febrúar 1951. Eitt af fyrstu verkefnum SSI var að taka viö skipulagningu fyrstu Samnorrænu sundkcppninnar á Islandi. Urslit keppninnar uróu mikill sigur fyrir íslendinga. SSI hefur síðan séð urn skipulag þessarar keppni hér á landi þegar hún hefur verið haldin. Auk þess eru nú haldin árlega niörg sundmót á vegum SSI og sundmenn sendir á mót erlcndis. Arangur íslenskra sundmanna á innlendum sem erlendum mótum hefur farió vaxandi og fjöldi sund- manna mikill scm iókar þessa grein annað hvort scm keppnis- íþrótt eða sér til heilsubótar." Þá er útkomin söluskrá á veg- um Póstmálastofnunar, Frímcrkja- sölunnar. Þar er gerð grcin l'yrir þeint útgáfum sem væntanlegar eru á árinu, ásamt vcrögildum þeirra ílestra og þar meó fjölda frí- merkja. Þann 18. apríl koma svo Evr- ópufrímerkin út. Myndefnið cru landafundir írska munksins, heil- ags Brendans, en hann kernur basði á land í Færeyjum og einnig á Is- landi, þar sem ýmist kindur jarma upp á hann, eða eldfjöll öskra á hann. Hönnun merkjanna er gerð af Colin Harrisson á Irlandi og prentun verður framkvæmd hjá Ir- ish Security Stamp Printers. Frí- merki þessi veróa gefin út á sama hátt og landafundir Ameríku, eða bæði sem blokk og einnig í 50 stykkja örkum. Þá eru frímerkin gefin út santeiginlega og þá meó sama myndefni í þrem löndum, cða þríburaútgáfa. Það eru Irland, Færeyjar og Island, sem standa að þessari útgáfu. Næst koma svo út fiimm frí- merki um íslcnska list og menn- ingu í 50 ár. Það þýóir að aðeins cfni frá íslenska Lýðvcldistíman- um er tckið með og cr þetta því fyrsta afmælisútgáfa Lýðvcldisins og kemur út 25. rnaí í verðgildun- um 30, 35, 40, 50 og 55 krónur. Forsetar Lýðveldisins fá þó líka að fijóta með í afmælisútgáfu, sem kentur út á sjálfan þjóðhátíðardag- inn, þann 17. júní. Þá veróa fjögur 50 króna frímerki gefin út í blokk, ntcð myndum allra forseta hins unga lýðveldis. Þá loksins er lokið því fargani, sem ríkt hellr síðan við höfðum erlenda kónga, aö mcga ekki gefa út frímerki mcö myndum lifandi l'ólks. Hvcrnig væri aó minnast 50 ára afmælis Nóbclsvcrólaunanna á santa hátt á næsta ári. Loks kcmur svo blokk mcö yfirvcröi á dcgi frímcrkisins, en áóur tilkynnt smáörk mcö póst- skipum virðist hafa dottiö uppfyr- ir. JólalVímcrkin koma svo út 9. nóvcmber, 30 og 35 króna frí- mcrki. Þá kcmur einnig út þcnnan sama dag enn citt afmælisfrímcrk- ió til að minnast 50 ára afntælis, cn nú cr þaö Alþjóðafiugmála- stofnunin, sem á al'mæli. Þctta vcrður 100 króna frímerki. Loks scgir í bæklingnum, aö nánar vcrði tilkynnt síðar urn þcss- ar útgáfur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.