Dagur - 17.03.1994, Page 8

Dagur - 17.03.1994, Page 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 17. mars 1993 Gunnar Karlsson, hótelstjóri á Hótel KEA, hef- ur látið að sér kveða í ferðaþjónustunni undanfar- in ár og þá ekki aðeins út frá þeim rekstri sem hann hefur með höndum heldur ekki síður á breiðum grundvelli atvinnugreinarinnar. Hann hefur kannað fjárfestingar í hótelrekstri hér á landi með tilliti til framboðs, eftirspurnar, verð- lags og afkomu og á ferðamálaráðstefnu í fyrravor flutti hann erindi um þetta mál. Offjárfesting í hótelrekstri er eitt stærsta málið og segir Gunnar m.a. að láta megi nærri að offramboð á gistirými á Akureyri sé 50% í tíu mánuði á hverju ári og hag- kvæmara væri að hafa viðunandi framboð á sum- argistingu í stað allra þessara heilsárshótela. „Upphafið að athugunum mínum má rekja til þess að fyrir um tveimur árum var mér farið að of- bjóða hvernig staðan var orðin í hótelrekstri hér á landi. I fram- haldi af því bjó ég mér til breyti- legt líkan þar sem ég líkti eftir rekstri hótels og skoðaði þetta út frá ýmsum forsendum, sérstaklega þróun veróanna og hver meðal- verð þyrftu að vera til aó þessi rekstur gæti staðió undir sér. Eg impraði á þessu við starfsbræður mína á aóalfundi Sambands veit- inga- og gistihúsa, sem haldinn var hér á Akureyri haustið 1992. I framhaldi af því var ég fenginn til aó vera með fyrirlestur um rekstur hótela á námskeiði sem var haldið í Reykavík í mars. Undirtektirnar voru það góðar að ég ákvað að vinna frekari úttekt á málinu. Síó- an tóku samgönguráðuneytið og Byggóastofnun málió upp á sína arma og þaó var kynnt fyrir bankastjórum og forstöðumönnum lánastofnana og í maí á síðasta ári var haldin almenn ráðstefna um þetta mál og stöðu ferðaþjónust- unnar í heild,“ sagði Gunnar í upphafi viótalsins. Heildartap vegna offram- boðs hálfur milljarður á ári Gunnar lýsti næst umfangi vanda- málsins og hvaóa leiðir væru til úrbóta en hann hefur reiknað út aö heildartap vegna offramboðs á gistirými í Reykjavík (1992), þar með talinn fjármagnskostnaður af ofíjárfestingum og sóun í föstum rekstrarkostnaói, geti numið sam- tals um 500 milljónum króna á ári. Það er því ljóst að um mikla fjár- muni er að tefla. „I rauninni eru menn nokkuð sammála um þennan vanda en það er spurning hvernig á að bregóast viö honum. Til þess eru aðeins tvær leióir. Annars vegar að auka ferðamannastrauminn utan há- annatímans, scm menn viróast al- mennt einhuga um, eða hins vegar að draga úr framboði á gistirými. Eg velti þeirri spurningu upp hvaó réði ákvöróun manna um að ráðast í byggingu og rekstur hótela. Eg gat alls ekki séð að ákvörðunin byggðist á þeim hagrænu forsend- um sem veróa að vera til staóar þegar ráðist er í slíkt því miðaó við ríkjandi markaðsverð og nýt- ingu var enginn grundvöllur fyrir rekstrinum og sérstaklega ekki þegar tekið var tillit til ávöxtunar á eigin fé. Hótelrekstur er í eðli sínu mjög fjármagnskræfur. Það kostar mikið að byggja hótel mið- að við umsetta krónu, þannig aó peningarnir skila sér seint til baka. Miðað við þau lánskjör sem voru í gildi gat þetta engan veginn geng- ið upp, nema mjög mikió eigið fé væri í spilinu. Þá veróa menn líka að sætta sig við mjög litla eöa enga ávöxtun af því. Eg reyndi líka að meta hvað þetta offramboð kostaði greinina. Það má segja um þessa grein eins og margar aðrar í þjóðfélaginu að við erum að gera út á of lítinn stofn með of stórum llota. Vió er- um bæði að kosta meiru til en þyrfti vegna þeirra tekna sem skapast auk þcss sem fjármagnið sem er bundið í umframgistirými kostar mikið. I þriðja lagi leiðir offramboð til lægri verða, raunar lægri verða en markaðurinn þolir og mun lægri verða en greinin þarf til að þessi rekstur geti talist arðbær.“ Ársnýting í Rvík minnkaði úr 73% í 55% á sex árum - Þú gengur út frá Reykjavík í könnun þinni en er ekki offram- boð á gistirými um land allt? „Jú, en úttektir mínar einskorð- uðust nokkuð vió Reykjavík því þar eru stærstu fjárfestingarnar og mestu hagsmunirnir í húfi. Astandið er hins vegar mjög sam- bærilegt á Akureyri en vandi landsbyggðarinnar þar fyrir utan er annars eðlis og ég hef ekki tek- ió hann sérstaklega fyrir. Þar snýst málið mest um of stuttan ferða- mannatíma, þó að hinn vandinn finnist einnig. Uppbyggingin hefur verið allt of mikil mióað við þróun í fjölda gesta. Ef við höldum okkur vió Reykjavík þá kemur fram að árs- nýting hcfur minnkað úr 73% árió 1986 í 55% árið 1992 og þá styóst ég vió nýtingu stærstu hótela og gistiheimila í Reykjavík sam- kvæmt hagkönnun sem SVG lætur gera, en hún nær yfir stærstan hluta gistirýmisins sem um er að ræða. Þá sýnist mér allt benda til þess að staðan hafi versnað enn á síóasta ári, enda var það eitt versta árió sem við höfurn upplifaó í greininni. Jafnframt því sem nýt- ingin hefur minnkaö hafa verðin lækkað og framlegð á hvert her- bergi hefur farið lækkandi. Ef við skoðum nýtinguna og þróunina í komu ferðamanna til landsins þá sjáum við glöggt að fjölgunin er nánast öll yfir sumar- mánuðina. Aukningin er engin á jaðartíma, janúar til apríl og sept- ember til desember. Við höfum sumartoppinn í sex eða átta vikur en nýtingin hefur stöðugt versnað hvoru megin við toppinn þrátt fyr- ir aukna áherslu á jaóartímann. Þaó er helst aó við höfum náö ár- angri í sambandi við ráðstefnur en litlum þess utan. Reykvíkingar hafa þó meiri möguleika en Akur- eyringar á að ná fólki í t.d. stuttar helgarferðir því eðli málsins sam- kvæmt kostar það tíma og hefur töluverðan aukakostnað í för með sér aó ferðast til Akureyrar. í Reykjavík hcfst aðaltíminn fyrr og stendur lcngur fram á haustið. Við á Akureyri höfum því lagt aðal- áherslu á ráðstefnuhald á þessum jaðartímum, t.d. samnorrænar ráð- stefnur auk þeirra innlendu.“ Þyrftum að verja miklu fé í markaðssókn - Hvað er til ráða? Þú minntist á tvær Ieiðir til lausnar, fleiri feróa- menn eða minna franiboð á gisti- rými. „Ef lausn vandans er frernur fólgin í því að fjölga ferðamönn- urn á jaðartímunum, en niður- skurði á gistirými, þá þarf alla- vega aó verja miklu fé í markaós- sókn. Við erum í mikilli sam- keppni við önnur norðursvæöi, þ.e. í Skandinavíu og spurningin er, hvað við höfum bolmagn til að verja miklu fé í aukna markaós- sókn og hvenær viö komurn til með aó sjá árangur, sem er jú stóra spurningin. Persónulega ef- ast ég um að árangurinn komi nægilega fljótt til að leysa vand- ann. Sú lækning mun koma seint vegna þess að það þarf svo gífur- lega mikió til. Ef við lítum á hina leiðina, þá er ckkert auóvelt að draga úr framboðinu. Staðreyndin er, að þótt rekstur fyrirtækjanna gangi ekki upp og mörg verói gjaldþrota, eins og þckkt er, þá hefur ekkert dregió úr framboð- inu. Ymist hafa sjóðirnir og bank- arnir, sem setið hafa uppi með eignirnar, reynt að selja þær og þá á verði undir raunvirði, ef aðstæö- ur væru eðlilegar, en gjarnan á hærra veröi en reksturinn getur staðið undir, jafnvel þó aó þessar eignir hafi verið seldar gegn lán- um til lengri tíma, gjarnan afborg- unarlausum fyrstu tvö árin og á lægri vöxtum en önnur fyrirtæki í greininni njóta, þá gjarnan einnig gegn litlum útborgunum og út á sömu veðin, sem reynst hafa í raun haldlítil þar sem rekstrar- grundvöll fyrirtækjanna vantar. Spurningin er, hvaða tilgangi þjónar þetta þegar alls er óvíst um hvort þessi fyrirtæki geti gengið? Staóa þeirra er önnur en hinna sem hafa tórt til þessa og þau eiga framan af auðveldara með að und- irbjóða hin fyrirtækin. Með þess- um orðum er þó ekki verið að fullyrða aó þau geri það, a.m.k. ekki öll. Eða þá að lánastofnanirn- ar eru aó reka hótelin mánuðum og árum saman, þar sem rekstrar- grundvöllinn skortir og eignirnar eru óseljanlegar, nema þá fyrir brot af upphaflcgu vcrði. Þarna ræður hinn frjálsi ntarkaður ekki ríkjum. Umframframboðió helst óbreytt og rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna breytist ekkert. Þaó er hins vegar eölilegt að þessir að- ilar reyni að tryggja sína hags- muni með því að halda þessum eignum í rekstri, enda lang stærsti hluti kostnaðarins l'astur kostnaó- ur. Þar sem brcytilcgi kostnaóur- inn er hlutfallslcga lágur, mega verðin verða ansi lág til aó ckki borgi sig betur að halda áfram rekstri en Iáta eignina standa ónot- aða.“ Eru bankarnir að grafa undan eigin hagsmunum? Og Gunnar heldur áfram: „Hins vegar hlýtur að vakna sú spurning hvort lánastofnanirnar séu ekki að grafa undan eigin hagsmunum, því þær ciga líka hagsmuna að gæta í hinum fyrirtækjunum sem hafa lifaö af til þcssa, cn með áframhaldandi þróun vitum við ckki hver vcrður næstur og þar með sætu sömu aðilar uppi með cnn nýjan vanda al' sama toga. Of- framboð á gistirými þrýstir niður verðunum og það er altalaó að mikið sé um undirboð. Meó lág- um veróum crum við að verðfella eignirnar. Við sitjum uppi með rekstur sem engan veginn stendur undir sér; stendur hvorki undir af- borgunum né vöxtum af lánsfé, enn síður ávöxtun af eigin fé. Þetta gildir jafnt um fyrirtækin sem bankarnir reka sem önnur. Með áðurtöldum aðgerðum eru lánastofnanirnar hins vegar aó viöhalda ástandinu og um leiö að rýra veóin sín hjá öórum og stuóla að verðfellingu jafnt sinna eigna sem annarra. Veð lánastofnana í hótelum eru við núverandi að- stæður einskis virði. Þessar stofn- anir myndu verja hagsmuni sína best með því aö bæta kjör þeirra hótela sem hafa lifað af, í stað þess að stuðla að verðfellingu þjónustunnar og um Icið eignanna og þar með verðsins á veóunum. Því vaknar sú spurning, hvort ekki sé jafnvel hagstæðara fyrir þá aóila sem eru að súpa seyóið af fjárfestingarsukkinu í hótc.lrekstr- inum, þ.e. lánastofnanirnar, að hreinlega taka gjaldþrota fyrirtæk- in út af markaðinum og minnka þannig framboðió, að minnsta kosti tímabundið. A meðan væri hugsanlega hægt að nýta eignirnar til annars, sem heimavist fyrir nemendur eða sem sumargistirými yfir háannatímann þar sem það á við, að öðrum kosti láta þær standa ónotaðar og síðan þegar staóan á markaðinum hefur brcyst, selja eignirnar til sinna upphaf- legu nota. Þcgar upp er staðið gæti þctta vcrið bctri lausn en sú lcið sem nú er farin.“ - Eru lánastofnanir þá á villi- götum? Er vcrið að lána lc til upp- byggingar í óarðbærum hótel- rekstri og vióhalda þar með of- framboðinu? „Mér finnst að bankarnir og sjóðirnir hafi að mjög takmörkuðu leyti lagt sjálfstætt mat á þörfina fyrir þessi fyrirtæki og þá ckki síst möguleika þcirra til að skila fjár- magninu til baka. Ef til vill hafa þessar stofnanir ckki nægilega gott aðgengi að upplýsingum, en þaó hcfur þó lagast á síðustu ár- um. Eg hef hins vegar ol't lent í Framboðin og nýtt herbergi í Reykjavík □ FmmboA hcrb. /ár I Njtt hcrb. /ir 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 Ár Gunnar Karlsson, hótelstjóri: Oflj árfesting í gisti- rými dragbítur á ferðaþjónustuna - draga verður úr framboði eða fá mun fleiri ferðamenn Útlendingar til landsins 1983-1992 100.000 90.000 80.000 70.000 60.000 I 50.000 tZT 40.000 30.000 20.000 10.000 0 mt*rjvor'OOOsO-9<N OOOOOOOOOOOOOO ONONOv OsO'OsO'OSO'OnOnO'On »—9 !■—< <“■■< r—< •—< r—< t-H w-i r-H w—l Ai

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.