Dagur - 02.02.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 02.02.1995, Blaðsíða 7
LESEN DAHORNIÐ Fimmtudagur 2. febrúar 1995 - DAGUR - 7 Hvað er svona fyndið við samband karls og konu? Suður-Þingeyingur hringdi út af þætti Omars Ragnarssonar á STÖÐ 2 þar sem hann ræddi viö félaga í Karlakómum Heimi og Ég er 28 ára Ghanabúi og áhuga- mál mín eru tónlist, kvikmyndir, knattspyma, lestur og ferðalög. Ég hef mikinn áhuga á aó kom- ast í bréfasamband við fólk á Is- landi með svipuð áhugamál án til- hlustað var á söng þeirra: „Mig langar til að spyrja þá menn sem alltaf eru að reyna að vera fyndnir á kostnað annarra lits til kyns, aldurs, litarháttar eða trúarbragða. Nafn mitt er: Charles Agyeman Box 881 Sunyani B-A Ghana W/Africa. hvað sé svona fyndið við samband karls og konu. Ég hef, eins og svo margir aðrir, heyrt í karlmönnum sem hæla sér af ævintýrum með konum og hlæja þá mest sjálfir, jafnvel þótt ævintýrið hafí aldrei átt sér stað. Ég tel að nútímafólk sé búið aó fá góðar upplýsingar um það hvað lauslæti getur haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. Það er því kominn tími til að hætta að ýta undir slíkt athæfi með því að nota það sem skemmtiatriði og hlægja svo dátt að eigin fyndni. Ég endurtek því; hvað er svona sniðugt og fyndið- við samband karls og konu.“ Ghanabúi leitar pennavinar á Islandi MINNING Fæddur 15. janúar 1922 - Dáinn 27. janúar 1995 Jóhann S. Sigurðsson fæddist að Gásum í Glæsibæjarhreppi. Foreldrar hans voru Svava Kristjánsdóttir og Sigurður Svein- bjömsson frá Hillum á Árskógs- strönd. Frá Hillum fluttu Svava og Sigurður í Hól árið 1936 og var það þeirra heimili síðan. Jóhann átti eina systur, Hall- fríði, sem býr nú á Uppsölum í Svarfaðardal ásamt seinni manni sínum Þorsteini Kristjánssyni. Hallfríður var áður gift Einari Stef- áni Sigurðssyni. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Jónína Björg Helgadóttir f. 20. maí 1924 í Sigluvík á Svalbarðs- strönd en ólst upp á Kjarna í Am- ameshreppi. Börn Jónínu og Jóhanns eru sex, bamabömin 14 og eitt barnabarnabarn. Börnin eru þessi: Magnús Sveinn, ógiftur og býr á Akureyri. Svava Björg, maki: Björn Kjart- ansson, þau búa í Ólafsfirði. Aðalheiður Helga, maki: Þor- leifur Rúnar Sigvaldason, þau búa í Ólafsfirði. Sæunn Sigríður, maki: Rúnar Steingrímsson. Bergþóra, maki: Jón V. Sverris- son. Kristín Sigurbjörg, maki: Krist- inn Snæbjörnsson, öll búsett á Ak- ureyri. Alla sína ævi átti Jóhann heima í Hóli á Hauganesi (nú Aðalgata 8). Stundaði um ævina margs kon- ar störf á sjó og landi, þó lengst við bifreiðaakstur. Hann andaðist að heimili sínu að morgni 27. janúar og verður jarðsunginn frá Stærri-Árskógs- kirkju í dag, fimmtudaginn 2. febrúar. „Dáinn horfmn" - Harmafregn - Hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir það er huggun harmi gegn. Svo kvað ljóðskáldið Jónas Hall- grímsson frá Hrauni í Öxnadal er ná- inn vinur hans féll í valinn. Þessar ljóðlínur komu upp í huga minn er ég aó morgni sl. föstudags frétti um frá- fall frænda míns og vinar, Jóa í Hóli. Hann hafði alltaf verió fljótur í heimanbúnaöi á allri sinni starfsævi og svo var enn er hann lagði í sína síðustu för. Hann var alltaf árrisull og vandist því að taka daginn snemma - svo var og hinn síóasta morgun. Hann kom fram í kaffi til konu sinnar eins og hann var vanur en hafði það á orói að hann væri eitthvað slakur og taldi bcst að halla sér aðeins aftur. Áður en til þess kom, féll hann í fang sinnar elskuðu eiginkonu og var þeg- ar allur. Víst má telja að þannig vildi hann fá að kveðja, - vióbúinn vista- skiptunum og fá aó vera heima í Hóli þar til yfir lyki. Það er stutt síðan hann hafði á orói að gott væri aó fá að dvelja heima fram að ævikvöldinu án þess aó þurfa að liggja á sjúkra- húsi eóa dvalarheimili og Iáta aóra hafa fyrir sér og geta ekki sjálfur séð sér farborða. Hann bjó alla tíð vel að sínu og heimilió var hans griðastaóur og að því hlúði hann á alla lund með umhyggju og snyrtimennsku. Þar eyddi hann frístundunum, sem þó voru oft stopular því vinnudagurinn var oft langur. Heima naut hann sín best. En undanfarin tæp tvö ár hefur Jó- hann þurft að glíma vió hinn illvíga sjúkdóm, krabbameinió, sem í þetta skipti hafði yfirhöndina. Jóhann fiutti meó foreldnim sín- um frá Hillum, syósta bæ á Árskógs- strönd, aó Hóli á Hauganesi ferming- arvorió 1936. Ekki varð skólagangan lengri en barnafræðslan náði og var hún þó ekki alltaf margir mánuðir á ári í þá daga en virtist þó nýtast furðuvel til farsældar og heilla. Sigurður faðir hans stundaði lengst af sjóinn eða störf í landi tengd fiskverkun og því kom það snemma í hlut Jóa að létta undir í heimilinu, fyrst með því aó hugsa um þær skepnur sem hafðar voru til nytja, kýr og kindur. Svo háttaði til hjá frum- byggjum á Hauganesi að þótt fast væri sótti sjóinn, höfðu flestir eina kú og nokkrar kindur sér til framfæris. Þeim þurfti að sinna og rækta upp töðuvöll fyrir þær og að því lagói Jói gjörfa hönd. Snemma fór hann að stunda sjó- inn því það þótti öllum eðlilegt sem á sjávarbakkanum bjuggu. Fyrst á ára- bátum en síóar stækkuðu fleyin. Hann tók þátt í síldarævintýrinu mikla - að moka upp silfri hafsins. Hann var á ýmsum síldarskipum, m.a. á bátum Valtýs á Rauðavík, einnig á Snæfellinu, var á Hvalfjarð- arsíldinni, vann á síldarplönum á Siglufirði og Dalvík og verksmiðj- unni á Hjalteyri. Víða kom hann við. Upp úr stríðsárunum laðaðist hann eins og margir fleiri að vélbúnum farartækjum á hjólum. Hann hóf bif- reiðaakstur við mjólkurflutninga héð- an úr sveit til Akureyrar árið 1949 og upp frá því var aksturinn meira og minna hans hlutskipti allt til dauða- dags. Marga svaóilförina var hann bú- inn að fara í vetrarstórhríðum á gamla trukknum og þá kölluðu menn ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Þeir sem í þeim feróum stóðu urðu eins konar þjóðsagnapersónur þeirra tíma og ótrúlegustu hluti þurfti aó yfirvinna með elju, þrautseigju og þolinmæói. Þeirra hlutskipti var margþætt, margra erindi þurfti að leysa í kaupstaðarferðunum og ótrú- leg og ólík voru þau verkefni sem leysa þurfti fyrir sveitafólkið, sem trúði og treysti á mjólkurbílstjórann. Hvort sem þurfti að kaupa saumnál, framlengja víxil eóa flytja þeim byggingarefnið. Það þurfti sérstaka manngerð til að takast á við þess konar störf. Alltaf tók Jói jafn ljúf- mannlega að leysa hvers manns vanda og virtist hafa ótrúlegt minni. Sjaldan þurfti hann að skrifa niður kvabbió, sagðist gera það sem um var beðió ef hann myndi þaö - og merki- legt var hvað minnió náði langt og var ég sem þessar línur skrifa oft bú- inn að sannreyna það, því marga hluti flutti hann tengda byggingarstarfi mínu og ætíó framkvæmt með sama jafnaðargeðinu. Það eiga vel við hann ljóðlínur Guðmundar Guð- mundssonar: Það stóð ei þys né styr um þína vegi, þú stillir jafnan geði þínu í hóf og því var bjart á þínum hinsta degi þegar vetur líkklœði þér óf. Já, hann Jói vann margs konar störf um ævina. Um tíma tók hann sér frí frá akstrinum og tók aftur til vió sjómennskuna. Var á vetrarver- tíðum á bátunum „Draupni" og „Níelsi Jónssyni", o.fl. og um árabil stundaói hann byggingarstörf í sveit- inni og lagði gjörva hönd á flesta þá þætti sem þurfa til aó hús megi rísa af grunni. Fyrir þaó samstarf sem ég átti með honum á þeim vettvangi færi ég alúðarþakkir. Eftir að tankvæðing mjólkurfram- leiðenda hófst árið 1976 og mjólkur- brúsamir voru aflagóir, hélt Jói áfram bílarekstri og sá um vöru- og póst- flutninga frá Akureyri hingað í sveit- ina, allt þar til Póstur og sími bauó út flutningaþjónustu sína fyrir hálfu öðru ári síðan. Það var mikill hamingjudagur í lífi hans þann 15. janúar 1950, þegar hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Jónínu Björgu Helgadóttur, ljósmóður frá Kjarna í Amames- hreppi, sem þá starfaði sem ljósmóðir í Hrísey, hafði útskrifast frá Ljós- mæðraskóla íslands árið 1947. Frá þeim degi hafa þau staðið samhent og samstíga í stormum lífsins. Þau eignuðus sex dugleg og mannvænleg böm. Bamabörnin eru orðin 14 og eitt bamabamabam. Fjölskyldan er samhent í blíðu sem stríðu. Síóustu árin nutu þau hjónin að ferðast lítillega um landið okkar kæra, bæði í byggð og ekki síður í óbyggðum og fundu þar frið í faómi íslensku öræfanna. Þau þurftu ekki að þjóta um hálfan heiminn til að sjá Sólarkaffi Vestfirðinga- félagsins Hió árlcga sólarkaffi Vcstfirð- inga á Akureyri og nágrcnni veröur haldið í Lóni nk. laugar- dagskvöld, 4. febrúar. Þessi ár- legi siður nýtur mikilla vinsælda meóal þeirra sem telja sig á ein- hvcm hátt tengda Vestfjörðum og mæta á þessa hátíð. Venjan er sú að einhver ræðumaður er fenginn með fróð- leik og skemmtun. í ár er Ólafur Theódórsson Tjamargerði ræðu- maður. Sérstakur Vestfirðinga- kór syngur létt lög. Honum stjómar Guóinundur Þorsteins- son og um undirleik sér Daníel Þorsteinsson. Þá koma fram ungir dansarar ftá Dansskóla Sibbu og ýmsar óvæntar uppá- komur verða. Veislustjóri veróur Bjöm Þórleifsson og hljómsveitin Namm leikur fyrir dansi. Allur ágóði af skemmtuninni rennur til söfnunarinnar „Samhugur í Vcrki'*. (Frétlalilkynning). fegurð og finna friðsæld, þau fundu það \ heimaranni. Á síðasta hausti komst Jói á sjó- inn aftur og stundaói handfæraveiðar, meó því aó gera upp gamla árabátinn sinn og margt annað lagfærói hann og standsetti þegar tómstundir gáfust. Þaó blundaði ætíó í honum að stunda smíðamar. M.a. dreif hann sig á út- skurðamámskeið og fann sig í að skapa eitthvaó nýtilegt, því þar fór saman hugur og hönd. Nú hefur hann leitað nýrra leiða og kannar ókunna vegu. Megi honum famast vel á þeirri leió. Far þú ífriði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökkfyrir allt og allt. Elsku Ninna mín, ég sendi þér og þínum afkomendum öllum og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur frá okkur hjónum. Megi sá sem öllu ræður gefa styrk og þerra tár í ykkar mikla missi. Sveinn Jónsson. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit; mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur,fegurð,fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur lítil bóla, hverfull reykur. (Bjöm Halldórsson) Þegar við fengum hringingu út og okkur tilkynnt að afi hafi látist um morguninn, var okkur mjög brugðið. Hann afi í Hóli sem var svo hress í haust þegar við kvöddum hann. En við huggum okkur við að eiga mikið af minningum um góðan afa. Afi var mikill fjölskyldumaóur og naut þess að hafa alla fjölskylduna í kringum sig. Hann var líka þannig að hann gat aldrei verið aðgeróalaus, þurfti alltaf að hafa eitthvað að gera. Elsku amma, við hugsum til þín á þessari stundu og biójum algóðan guð aó vera með þér og veita þér styrk. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt, þín minning lifir. Eg gestur er í heimi hér tíðin líður, boð ei bíður. Senn ég heim tilfeðrafer. (V. Briem) Jónína Sigrún, Austurríki. Sigrún Anna, Bandaríkjunum. Elsku afi í Hóli er dáinn. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir okkur. Við munurn alltaf hve góður þú varst við okkur og hvað okkur þótti gaman að koma í heim- sókn til þín og ömmu í Hóli, fara með þér að bera út póstinn eóa labba meó þér niður á bryggju. Vió vitum hve veikur þú varst orðinn, en nú ert þú kominn þangað sem þér líður vel og við vitum aó þú fylgist meó okkur. Við eigum margar minningar um þig sem aldrei munu hverfa. Margs er að minnast margt er hér að þakka Guð sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú ífriði, friður Guðs þig blessi hafðu þökkfyrir allt og allt. Gekkst þúmeð Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl þú í friði. Guð blessi þig, afi. Barnabörnin. Auglýsendur! Skilafrestun auglýsinga í helgarblaöiö okkan er til kl. 14.00 á fimmtudögum, - já 14.00 á fimmtudögum. wMm Dagur auglýsingadeild, sími 24222. Opiö frá kl. 8.00-17.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.