Dagur - 19.04.1995, Page 10

Dagur - 19.04.1995, Page 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 19. apríl 1995 Mannfjöldi Uppselt var á tónlcikana í KA-húsinu, um 1500 manns skemmtu sér konungiega. Ánægja í lok tónleika Stórsöngvararnir Diddú og Kristján fagna ásamt Guðmundi Óla Gunnarssyni, stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, góðum sigri ■ lok tónleikanna. Eftirminnílegir óperutónleilör Óperutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Noröurlands ásamt Kristjáni Jóhannssyni og Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur í KA-húsinu 12. apríl sl. eru öllum þeim sem þar voru ógleymanlegir. Tónleikamir voru stórkost- leg stund, þau Diddú og Kristján, sem þama voru að leiða saman hesta sína í fyrsta skipti, slógu eftir- minnilega í gegn og hljómsveitin undir öruggri stjóm Guðmundar Óla Gunnarssonar stóð sig einkar vel. Hljómburður í KA-húsinu var furóu góður miðað við það að um íþróttahús er að ræða og þáttur áheyrenda í KA-húsinu var ekki minnstur. Þeir réðu sér ekki af fögnuði og risu úr sætum hvað eftir annað til þess að sýna þakklæti sitt. Hörður Geirsson tók meðfylgjandi myndir í KA- húsinu og þær varpa ljósi á stemmninguna. óþh Tæknifræðingar Verkfræðingar á Norðurlandi Tæknifræðingafélag íslands og Verkfræðingafélag íslands halda fund með félagsmönnum að Hótel Hörpu á Akureyri laugardaginn 22. apríl kl. 13.00. Fundarefni: Efling Norðurlandsdeilda og aukin samvinna. Formenn félaganna mæta á fundinn. Kaffiveitingar. Stjórnir félaganna. Auglýsendur takið eftir! ★ Fyrsta blað eftir páska kemur út miðvikudaginn 19. apríl, næsta blað er síðan 20. apríl, sumardaginn fyrsta. í því blaði verða sumarkveðjur ásamt ýmsu öðru fjölbreyttu efni. ★ Helgarblaðið kemur út laugardaginn 22. apríl, skilafrestur auglýsinga í það blað er til kl. I6.00 á miðvikudag, I9. apríl, þó verður hægt að koma auglýsingum í helgarblaðið til kl. 9.00 á föstudags- morgun. Kristján er ekki aðeins góður söngvari, hcldur fer hann lctt með að stjórna sinfóníuhljómsveit og það gerði hann með miklum glæsibrag á tónleikunum í KA- húsinu. Söngvararnir brostu út að eyrum undir dynjandi lófa- klappi í lok tónlcikanna. Bravó! Gífurleg fagnaðarlæti brutust út í lok tónlcikanna og var miklu líkara að um væri að ræða háspennuleik í handknattleik en tónleika. Söngvaravals Kristján og Diddú skemmtu sér vel og tóku létt vals- spor. Bomar saman bækur í hléi fengu gestir á tónleikunum sér hressingu og skeggræddu um tónleikana. Hér má á annarri myndinni með- al annarra þekkja Jón Þór Sverrisson, lækni, og Jón Kr. Sóines, hæstaréttarlögmann. Á hinni myndinni má meðal annarra þekkja Sigmund Einarsson, bryta, og Tómas Inga Olrich, alþingismann.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.