Dagur - 19.04.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 19.04.1995, Blaðsíða 16
LJOSRITUN & TÖLVUÚTPRENTUN Akureyri, miðvikudagur 19. apríl 1995 Wmuhúsiö Hafnarstræti 106 - Sími 27422 Jeppamanns leitað á hálendinu: Fannst heill á húfi austan Hofsiökuls Atíunda tímanum að morgni annars páskadags fann þyrla Landhelgisgæslunnar Noröurland: Mikið um óhöpp en lítið um slys Það var mikil umferð, leiðin- legt og erfitt fyrir ferðafólk. Það var mikil um óhöpp en lítið um slys. Það er enn gífurlega mikil umferð,“ sagði lögreglan á Blönduósi, síðdegis í gær. I gærmorgun varð þriggja bíla árekstur í slæmu skyggni vestan við Víðihlíó. Á Holtavörðuheiói urðu tveir árekstrar um páskana, þriggja bíla árekstur og tveggja bíla árekstur. Bílvelta varð í Víði- dal og slys í bílveltu í Langadal. Mikió eignatjón varð í þessum umferðaróhöppum. Fyrir utan annir vegna mikillar umferðar voru páskarnir rólegir hjá lögregl- unni á Blönduósi. Á Sauóárkróki átti lögreglan rólega páska og sagói að það væri venjan. Sömu sögu var að heyra á lögreglu á Siglufirói sem sagði aó allt hefði verið í góóu jafnvægi um páskana, engin óhöpp hefðu komið inn á boró hjá lögreglu en skemmtanahald var talsvert. Á Dalvík gekk allt ágætlega um helgina og þrátt fyrir leiðinda- veður þurfti lögregla sáralítið að veita feröafólki aóstoó. Góðir páskar voru á Húsavík samkvæmt venju, að sögn lögregl- unnar, sem átti tiltölulega rólegar vaktir. IM Skúmur GK keypt- ur til Húsavíkur Olli hf. í Hafnarfirði hefur keypt frystiskipið Skúm GK-22 frá Hafnarfirði ásamt 482 tonna þorskígildiskvóta. Olli hf. er í eigu Geira Péturs hf. á Húsavík, en dótturfyrirtækið er stofnað til að komast hjá for- kaupsréttarákvæðum Hafnfirð- inga. Geiri Péturs ÞH-344 verður seldur til Noregs eftir úreldingu og bætist kvóti hans, um 800 þorskígildistonn, við nýja skipið sem smíðað er áriö 1987 í Svíþjóð og er systurskip Blika EA á Dal- vík. I skipið veróur sett ný rækju- lína, flokkari og suðutæki hjá Slippstöðinni á Akureyri. Geiri Péturs ÞH kom í gær úr síðasta túrnum meó 56 tonn af rækju. GG VEÐRIÐ Áframhaldandi frost veróur um allt land og á sumardag- inn fyrsta er búist við norð- an kalda og 0 til 6 stiga frosti, en víða léttskýjuóu. Á Norðurlandi vestra verður norðan kaldi eóa stinnings- kaldi og slitróttur éljagangur en á Norðurlandi eystra verður noróan stinnings- kaldi og allhvasst og élja- gangur. jeppamann frá Akureyri skammt austan Hofsjökuls, við Miklafell. Þar hafði hann látið fyrir berast í bíl sínum síðan á föstudagskvöld er hann fest bíl- inn í krapa. Maðurinn var einn á ferð og hafði engin staðsetninga- ræki eða fjarskiptatæki utan lít- illar talstöðvar. Ekkert amaði að honum, enda var hann vel útbú- inn að öðru leyti. Þyrlan flutti manninn til Reykjavíkur, en hópur manna úr Eyjafirði sem farið hafði til leitar kom bflnum til byggða í gærmorgun. Maðurinn fór af stað frá Akur- eyri á föstudagsmorgun, fram Bárðardal og skráði sig í gestabók í Laugafelli norðan Hofsjökuls um kl. 16. Þaðan átti ferðinni að vera heitið í Nýjadal. Þangað kom hann hins vegar ekki, cn fór að brúnni yfir Skjálfandafljót á Gæsavatnaleið og snéri þar til baka aftur í Laugafell. Vegna slæms skyggnis fór hann nokkuð af leió og festi sig sem fyrr segir austan Miklafells. Samkvæmt upphafiegri ferða- áætlun gerði hann ráð fyrir að vera kominn til byggða á laugar- dag og um miðnætti á laugardags- kvöld fóru nokkrir kunningjar mannsins á þremur jeppum frá Akureyri áleiðis í Laugafell til að svipast urn eftir honurn. Voru þeir kornnir í Laugafell um kl. 5 að morgni páskadags og seinna unt daginn bættust einnig vélsleóa- mcnn í hópinn. Eftirgrennslan þeirra þann dag bar engan árangur og var aðstoðar björgunarsveita óskað unt kvöldið. Björgunarsveitarmenn frá Ak- ureyri lögðu þá af stað og hófu leit morguninn eftir. Þyrlan fór í loftið um kl. 7 og fann manninn sem fyrr segir heilan á húfi á tíunda timanum. Björgunarsveitir snéru til byggða, en jeppa- og vélsleða- mennimir sem fyrr er getið náðu bílnum upp og kom hópurinn til Akureyrar laust eftir kl. 5 í gær- morgun. HA Gífurlegur mannfjöldi var í sól og blíðu í Hlíðarfjalli á föstudaginn langa. Mynd: Robyn Páskar á Akureyri: Næturlmð bysna liflegt en án stórvandræða - segir Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - metaðsókn í sundlaugina Það tókst að mörgu leyti vel t til en ég er náttúrlega óánægður með veðrið en við ráðum því ekki,“ sagði Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn á Akureyri, aðspurð- ur um hvernig tekist hefði til með hátíðina Páskar á Akureyri. Ólafur sagöi að búió væri að vinna mikla undirbúningsvinnu og þegar slíkt væri gert, gengju hlut- imir betur og fátt sem kæmi á óvart. Helgin var líka án slysa og stóráfalla. „Ég held að það hafi verið tölu- vert af fólki í bænum og næturlíf- iö var býsna líflegt, án þess að það væri til stór vandræða. - Og ég tel að það sé miklu betra, frá sjónar- hóli lögreglunnar, aó hafa skemmtistaðina opna en aö fólk sé að drekka á götunum eða í heima- húsum,“ sagði Ólafur. Ivar Sigmundsson, forstöðu- maður Skíðastaða í Hlíðarfjalli, sagði aó páskarnir hefðu verið um 40% góðir og af 5 dögum hefði hann fengið 2 góóa. „Fimmtudagurinn var ónýtur en föstudagurinn langi aftur mjög góður og með bestu dögum hér en þá komu 2.500 til 3.000 manns í fjallið. Laugardagurinn var einnig góöur og þá komu hingað um l .500 til 1.700 manns. Hins vegar var páskadagur mjög lélegur og á annan í páskum var svæðinu lokað upp úr hádeginu vegna stórhríð- ar.“ Ivar hafði fulla trú á því að framhald yrói á þessum hátíðar- höldum og hann sagði hugmynd- Páskar á Akureyri: Það sem okkur tokst að gera gekk vel - segir Magnús Már Þorvaldsson Það sem okkur tókst að gera vegna veðurs gekk vel og sérstaklega er mér minnisstæð dagskráin upp á Súlumýrum á föstudaginn langa,“ sagði Magn- ús Már Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar Páskar á Akureyri, í samtali við Dag. „Þá vil ég endilega minnast á Matthíasargönguna á laugardags- kvöld, frá miðbænum upp að Lystigarði og flugeldasýninguna þar á eftir, sem var hreint frábær. Langur laugardagur í miðbænum tókst vel, þar sem Skralli trúóur var í essinu sínu og Sveinn í Kálf- skinni á hestvagni sínum. Þá má geta þess að veitingahús voru mjög vel sótt, þar sem aðkomu- fólk var í meirihluta og síðan voru skemmtistaðirnir troðfullir af fólki. Ég hef iíka alltaf haldið því fram að því betur sem hátíðir eru skipulagðar, þeim mun betra er að ráóa t.d. við drykkju, heldur en ef fólk er að ráfa um í miðbænum eða drekka í heimahúsum.“ Magnús sagðist sannfærður um aó framhald yrði á hátíó sem þess- ari að ári. Auðvitað væri ekki hægt að ráða við veórió en þó veðurguðirnir hafi verið frekar óhagstæðir, kom mikill fjöldi fólks til bæjarins. „Ég er sannfærður um það að þegar frani líða stundir, verður þetta stærsta vetrarhátíð sem hald- in er á Islandi. Þar vísa ég enn og aftur til þeirrar breiddar sem bær- inn hefur upp á aó bjóða, bæói í menningu, listum og íþróttum, svo ekki sé talaó unt veitinga- og skemmtiþáttinn." Magnús sagði að allir þeir sem komu að undirbúningi hátíðarinn- ar, hafi staðið sig mjög vel og þá hann vildi sérstaklega þakka starfsfólki Skíðastaða, Sundlaug- arinnar og Leikfélags Akureyrar. Hann lýsti yfir ánægju með sam- starfið við bæjaryfirvöld, Hjálpar- sveit skáta og aðra skáta og fleiri sem komu að þessari hátíð. KK ina mjög góða og að margt í dag- skránni hafi gengið mjög vel. Hann taldi að eitthvað þyrfti að slípa hlutina til en að örugglega yrði hátíð í svipuðum dúr að ári. Sigurður Guðmundsson, for- stöðumaóur Sundlaugarinnar á Akureyri, var mjög ánægður með aðsóknina um páskana en opió var alla hátíöisdagana. Frá skírdegi og fram á annan dag páska, komu um 5.500 manns í sund og þar af um 1800 manns á föstudaginn Ianga og um 1300 manns á laugardag- inn. Aðeins tvisvar áður hefur fieira fólk sótt laugina á einum degi, en í tvo daga í júlí sl. sumar komu um 2000 manns í laugina hvorn dag. „Svona uppákoma er komin til að vera og ég á ekki von á öðru en það verði framhald á aó ári. Það voru samt ekki bara aðkomumenn sem komu í sund, heldur voru hcimamenn rnjög duglegir að sækja laugina og þó veðrið hafi verið frekar leiðinlegt suma dag- ana, var aðsóknin samt meó besta móti,“ sagði Sigurður. KK Innanhúss- málning 10 lítrar kr. 4.640,- 0 KAUPLAND Kaupangi • Sími23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.