Dagur - 25.04.1995, Blaðsíða 6
Þriöjudagur 25. apríl 1995
Opið mánudaga til
laugardaga kl. 10-19.
Sunnudaga kl. 12-18.
STÓRI
BÓKAMARKAÐURINN
Glerhúsinu, Hafnarstræti 26-30
Hey og
heykögglar
Þeir sem ætla að fá kögglun nú í vor eru beðnir
aö hafa samband sem fyrst.
Á sama stað eru til sölu hey og heykögglar.
Uppl. í síma 31126 og 31352.
Stefán Þórðarson, Teigi.
N
AKUREYRARB/ÉR
Umhverfisdeild -
jarðeignir og dýraeftirlit
Útleiga beitilanda
Umsóknir um beitilönd á leigu hjá Akureyrarbæ og
þurfa að hafa borist umhverfisdeild fyrir 1. maí.
Umsóknareyðublöð og upplýsingar fást á skrifstofu
Umhverfisdeildar milli kl. 8 og 16 virka daga.
Umhverfisstjóri.
J
Sýslumaðurinn á Akureyri
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri,
sfmi 96-26900
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Hafnarstræti 107, 3.
hæð, Akureyri, föstudaginn 28. aprfl
1995 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum:
Aðalstræti 10, neðri hæð, Akureyri,
þingl. eig. Guðmundur Sigurjóns-
son, gerðarbeiðendur Akureyrar-
bær, Byggingarsjóður ríkisins og
Iðnlánasjóður.
Aðalstræti 63, Akureyri, þingl. eig.
Kristján Jóhannsson og Anna G.
Torfadóttir, gerðarbeiðendur Akur-
eyrarbær, Landsbanki íslands, Líf-
eyrissjóður verslunarmanna,
Tryggingastofnun ríkisins og Vá-
tryggingafélag Islands h.f.
Fjólugata 13, neðri hæð, Akureyri,
þingl. eig. Sigurgeir R. Gissurarson
og Anna S. Arnarsdóttir, gerðar-
beiðendur Akureyrarbær, Bygging-
arsjóður ríkisins og Samvinnulífeyr-
issjóðurinn.
Geldingsá, íb. 00-01, Svalbarðs-
strandarhreppi, þingl. eig. Jó-
hannesína Svana Jónsdóttir, gerð-
arbeiðendur Sýslumaðurinn á Ak-
ureyri og Islandsbanki h.f.
Hafnargata 3, Grímsey, þingl. eig.
Sigfús Jóhannesson, gerðarbeið-
andi Sýslumaðurinn á Akureyri.
Hafnarstræti 97, hl. 1A, Akureyri,
þingl. eig. Byggingarfélagið Lind
h.f., gerðarbeiðendur Hekla h.f.,
Iðnlánasjóður, Landsbanki (slands
og Sýslumaðurinn á Akureyri.
Hafnarstræti 97, hl. 2H, Akureyri,
þingl. eig. Byggingarfélagið Lind
h.f., gerðarbeiðandi Hekla h.f.
Hánefsstaðir, íbúðarhús og lóð,
Svarfaðardal, þingl. eig. Alfreð Vikt-
or Þórólfsson, gerðarbeiðendur Fell
h.f. og Stofnlánadeild landbúnaðar-
ins.
Hella, Loðdýrabú (minkahús) Ár-
skógshreppi, þingl. eig. Höfðafell
h.f., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn
á Akureyri.
Jaðar, ris og hl. miðhæðar, Dalvík,
þingl. eig. Georg W. Georgsson,
gerðarbeiðandi íslandsbanki h.f.
Karlsbraut 7, Dalvík, þingl. eig. Sig-
urjón Kristjánsson, gerðarbeiðend-
ur Byggingarsjóður ríkisins og Bæj-
arsjóður Dalvíkur.
Kaupvangsstræti/Sjafnar-hús aust-
urendi, Akureyri, þingl. eig. Guð-
mundur Sigurjónsson, gerðarbeið-
andi Akureyrarbær.
Norðurgata 17, suðurhl., Akureyri,
þingl. eig. Jóna Ingibjörg Péturs-
dóttir, gerðarbeiðendur Akureyrar-
bær, Byggingarsjóður ríkisins,
Landsbanki Islands, Vátryggingafé-
lag íslands h.f. og Islandsbanki h.f.
Skarðshlíð 2g, Akureyri, þingl. eig.
Ásta Sigurlásdóttir, gerðarbeiðandi
Höfðabakki h.f.
Vanabyggð 6D, Akureyri, þingl. eig.
Björk Dúadóttir og Jón Carlsson,
gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Norð-
urlands.
Ægisgata 13, Litla-Árskógssandi,
þingl. eig. Gylfi Baldvinsson, gerð-
arbeiðendur Byggingarsjóður ríkis-
ins, Féfang-fjármögnun h.f. og Lind
h.f.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
24. apríl 1995.
Vorkomutónleikar
Kvartettinn Út í vorið hélt tón-
leika í Deiglunni á Akureyri sum-
ardaginn fyrsta, 20. apríl. Kvar-
tettinn er skipaður þeim Einari
Clausen, Halldóri Torfasyni, Þor-
valdi Friðrikssyni og Asgeiri
Böðvarssyni. Undirleikari og
þjálfari söngflokksins er Bjami
Þór Jónatansson, organisti og pí-
anókennari í Reykjavík. Kvartett-
inn leggur sérstaka áherslu á kvart-
ettsöng eins oghann gerðist á
blómaskeiði íslenskra karlakvar-
tetta, þegar t.d. M.A. kvartettinn
og kvartettinn Leikbræður glöddu
eyru Iandsmanna og nutu sem
næst ómældra vinsælda. A þessum
tíma má segja að lagður hafi verið
grundvöllur að þeim smekk, sem
landsmenn hafa síðan búið aö á
þessu sviði tónlistar. Hljómurinn,
sem þá var skapaður, blærinn og
hátturinn vió flutning og annað
hefur orðið sem til viðmiðunar allt
fram á daginn í dag.
Útsetningar þær, sem kvartett-
inn Út í vorið flytur, eru flestar úr
sjóði þeim, sem M.A. kvartettinn
og Leikbræður létu eftir sig. Þar á
hinn fjölhæfi og afkastamikli pí-
anóleikari og útsetjari, Carl Bill-
ich, stærstan hlut. Einnig hafa aðr-
ir útsetjarar komið við sögu í efn-
isskrá kvartettsins. Undirleikari
þeirra, Bjami Þór Jónatansson
hefur útsett nokkur lög fyrir söng-
hópinn og einnig eru nokkrar út-
setningar eftir Magnús Ingimars-
son á söngskránni, en hann var
mikilvirkur á þessu sviði um langt
árabil. Loks má nefna lag eftir
prest þeirra Mývetninga, Öm
Friðriksson, en það er flutt í út-
setningu hans sjálfs.
TÓNLIST
HAUKUR Á6ÚSTSSON
SKRIFAR
Efnisskrá kvartettsins Út í vor-
ið er fjölbreytt, þó að hún beri blæ
þess tíma, sem til viðmiðunar er í
verkum félaganna fjögurra og
undirleikara þeirra. Kvartettinn
flutti ýmiss þau lög, sem of lengi
hafa verió of lítið leikin, en era
kær hlustum, þegar þau ber fyrir
þær á ný. Nefna má Laugardags-
kvöld, Svefnljóð, Rósina, Vöggu-
ljóð, Grænkandi dal, Víólettu,
Suður um höfin, Haf blikandi haf,
Óla lokbrá og Kapríljóð. Allt ljúf
lög og söngvin. Sérstaklega ber að
geta lags sr. Amar Friðrikssonar,
Mér verður allt að yndi, við ljóð
eftir sr. Friðrik Friðriksson, sem er
væntanlega nýjasta lagið á söng-
skrá kvartettsins. Það lætur vel í
eyrum og vekur þá hugsun, að sr.
Óm ætti að láta frá sér fara fleiri
lög sín, því að ugglaust á hann
ýmislegt í sjóði, sem vert væri aö
hlýða á auk þessa lags.
Flutningur kvartettsins var ag-
aður, almennt vel stilltur í styrk og
hljómi og greinilega unninn af
metnaði. Nokkrir gallar voru í ein-
stökum röddum framan af tónleik-
unum. Fyrir kom að hljómur virt-
ist hverfa úr rödd, einkum í böss-
unum, að tenórar væru nokkuð
þvingaðir stöku sinnum og að full
samhæfing ríkti ekki í flutningi,
einkum í laginu Tondeleyó eftir
Sigfús Halldórsson. Þessir gallar
minnkuðu er á leið tónleikana og
gætti lítið eftir hlé. Þá varð líka
minna um það, að einstakir söngv-
arar tækju sólóstrófur, sem óhjá-
kvæmilega ljósta upp göllum, ef
einhverjir em. Fyrst og fremst
hafa þó raddir félaganna fjögurra
hitnað og liprast, því meir, sem á
leió tónleikana.
Tónleikar kvartettsins Út í vor-
ið og undirleikara hans voru
skemmtileg stund. Létt lund félag-
anna fimm og sönggleði þeirra var
smitandi. Hún var hlýr andblær
bak hörðum vetri, sem vonandi fer
að lina tökin. Að minnsta kosti
lögðu tólistarmennimir fimm sitt
til þess að svo verði.
Gæðastjórnunarfélag Norðurlands og Rekstrardeild HA:
Námsdagar með dr. Deming
Gæðastjómunarfélag Norðurlands
hyggst í samvinnu við Rekstrar-
deild Háskólans á Akureyri,
standa fyrir námsdögum þar sem
þátttakendum gefst tækifæri til aö
kynnast kenningum dr. Demings í
máli og myndum. Námsdagamir
byggja'á fjögurra daga námskeiði
hans (The Deming 4-day seminar)
á myndbandi og nýútkominni bók
um nútímalega stjómunarhætti í
hans anda ( Four Days with dr.
Deming: a Strategy for Modem
Methods of Management).
staðla, tölfræðilegrar ferlastjóm-
unar (SPC) og aðferóa Taguchi
við iðnrannsóknir.
Á námsdögunum, sem alls eru
18 tímar, verður meðal annars
fjallað um þverfaglega samvinnu
endurgerð vinnuferla, starfs-
mannastjómun, hlutverk æðstu
stjómenda, samstarf við byrgja,
notkun tölfræði við stjómunarstörf
og skoðanir dr. Demings um gildi
frammistöðumats. Á dagskrá
námsdaganna verða myndbönd
dr. Demings sýnd, dr. Stewart
flytur fyrirlestra, starfað verður
í hópum og umræður fara fram.
Námsdagamir verða 4.-5. maí
og 8.-9. maí nk. í Háskólanum á
Akureyri, Glerárgötu 36, 3. hæð,
stofu 302. Þátttökugjald er 17.500
en 15.000 kr. fyrir félagsmenn
GSFN. Skráning fer fram á skrif-
stofu Háskólans á Akureyri til 2.
maí, frá kl. 8.00- 16.00 í s. 30900.
Nánari upplýsingar veita Olafur
Jakobsson s. 30962 og Sigrún
Magnúsdóttir s. 30905.
Fréttatilkynning.
Sæluvika Skagfirðínga er hafin:
Mildð um að vera
áKaffiKrók
Leiðbeinandi á námskeiðinu
veróur dr. James Stewart, prófess-
or við Northem Illinois Únivers-
ity. Dr. Stewart er gistiprófessor á
vegum Fulbright stofnunarinnar
við Rekstrardeild Háskólans á Ak-
ureyri. Dr. Stewart hefur langa
starfsreynslu bæói hjá opinberum
aðilum og einkafyrirtækjum í
Bandaríkjunum, auk þess sem
hann hefur starfað í mörg ár í
Mexíkó. Að undanfömu hefur
hann sinnt ráðgjöf í Malasíu.
Styrkur hans sem fyrirlesara er
einkum á sviði altækrar gæða-
stjómunar (TQM), ISO-9000
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1.5al5 1 8.411.130
113.540
3. 4al5 147 7.990
4. 3af 5 6.011 450
Heildarvinningsupphæb: 12.971.850
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Sæluvika Skagfirðinga hófst um
lióna helgi. Dagskrá hennar er full
af ýmsum skemmtiatrióum.
Meðal annars sýnir Leikfélag
Sauðárkróks gamanleikinn Klerka
í klípu eftir Philip King í leik-
stjóm Einars Þorbergssonar.
Kaffi Krókur verður með dag-
skrá hvem dag í sæluviku. Hún
hófst sl. laugardag með opnun
málverkasýningar Margrétar Soff-
íu Bjömsdóttur, Sossu, á glænýj-
um málverkum. Sossa býr nú á
Egilsstöóum en var til margra ára
búsett á Sauðárkróki. Hún hefur
getið sér gott orð í Iistaheiminum.
Síðastliðinn sunnudag var Sælu-
vikuhlaðborð á Kaffi Krók og í
gærkvöld mættu hagyrðingar til
leiks á Kaffi Krók og kváðust á.
í kvöld verða IFU konur með
menningarvöku. Ifur er menning-
ar- og framfarafélag skagfirskra
kvenna. Þær ætla á menningar-
vökunni að fjalla um tvær mikil-
hæfar skagfirskar konur, þær Sig-
urlaugu frá Ási og Guðrúnu frá
Lundi.
Annað kvöld, mióvikudags-
kvöld, spila skagfirskir harm-
onikkuleikarar á Kaffi Krók og á
föstudagskvöldið er sérstakt herra-
kvöld. Þar mun Jón Ásbergsson
hjá Útflutningsráði halda fyrirlest-
ur sem hann nefnir „Reynsluheim-
ur karls í fyrirtækjarekstri“.
Á laugardagskvöldið verður
boðið upp á austrænan mat á Kaffi
Krók og verður gestakokkur
Svandís Guðmundsdóttir frá Ak-
ureyri.
Sæluviku á Kaffi Krók lýkur
svo nk. sunnudag, 30. apríl, með
skákmóti og um kvöldió leikur
jasstríóið Fitlar ljúfan djass. óþh