Dagur - 25.04.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 25.04.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 25. apríl 1995 ÍÞRÓTTIR SÆVAR HREIÐARSSON Þolfimi: „Eiga eftir að verða miklu betri en ég“ - segir Magnús Scheving, eftir skemmtilegt bikarmót á Akureyri Glæsilegir taktar. Guðrún Gísiadóttir frá Akureyri sýndi frábær tilþrif í einstaklingskeppni kvcnna og varð í öðru sæti, á eftir íslandsmeistaranum, Önnu Sigurðardóttir. Myndir: sh „Þetta er með best skipulögðu mótum sem ég hef verið á og nánast það besta. Það gekk ótrú- lega hratt og vel fyrir sig,“ sagði Magnús Scheving, nýkrýndur bikarmeistari í þolfimi en glæsi- legt bikarmót í þolfimi var hald- ið í íþróttahöllinni á Akureyri á laugardag. Tilþrifin voru mikil og áhorfendur vel með á nótun- um. Tæplega þúsund manns mættu í Höllina og greinilegt að þetta er ört vaxandi íþrótt jafnt hjá iðkendum sem áhorfendum. Magnús sigraði í einstaklings- keppni karla en hann var sjálfur hrifnastur af unglingakeppninni þar sem voru hátt á fjórða tug keppenda. „Þessir krakkar eiga eftir að verða miklu betri en nokk- urn tíma ég, það er engin spurn- ing. Þarna eru stákar eins og t.d. Hafþór Gestsson sem framkvæmir æfingar sem ég hef ekki séó mikið af íslenskum íþróttamönnum geta. Hann er mjög ungur, aðeins 14 ára, og hann á eftir að verða mjög sterkur. Þetta er alveg nýtt keppn- isform fyrir unglinga. Þetta er val- möguleiki fyrir þá sem vilja lingskcppni karla, var stigahæstur alira á mótinu og því krýndur bik- armeistari. Handknattieikur: Sex marka tap Islendingar töpuðu fyrsta leik sínum á fjögurra landa móti í handknattleik t Dan- mörku, fyrir Svíum, 25:19, í gær. Svíar höfðu yfir í hálfieik 12:7 en Islendingar veittu meiri mótsspymu í síðari hálf- leik og vantaói herslumuninn undir lokin. Tvcggja marka munur var á Iiðunum þegar fjórar mínútur voru eftir, 21:19, en Svíar skomðu fjögur síðustu mörkin. íslcndingar kcppa vió Dani í dag. kannski ekki vera í boltanum og mér finnst þeir hafa staðið sig mjög vel. Ég vonast til að fim- leikasambandió og aðrir standi saman í að byggja þetta upp þann- ig að þessir krakkar geti nýtt sér bakgrunn úr fimleikum eða dansi eða slíku þannig að allir sameinist um að þarna geti orðið fín íþrótta- grein,“ sagði Magnús. Magnús fékk verðuga keppni í karlafiokki og sérstaklega frá Gunnari Má Sigfússyni frá Akur- eyri sem sýndi glæsilegar æfingar og var ekki langt á eftir Magnúsi að mati dómara. „Strákamir eru alltaf aö koma nær og nær manni. Heimamaðurinn Gunnar er mjög sterkur. Hann vantar keppnis- reynsluna en þaó kemur,“ sagði Magnús. Þá sýndu Haraldur Jóns- son og Halldór Jóhannsson einnig glæsilega takta en þess ber að geta að Haraldur var illa meiddur en framkvæmdi æfingar sínar mjög vel. Anna fékk mikla keppni Anna Sigurðardóttir, Islandsmeist- ari, sigraði í kvennaflokki en fékk harða keppni frá Guðrúnu Gísla- dóttur frá Akureyri. Varla mátti á milli sjá hvor væri sterkari og að mati dómara munaði aðeins rúmu einu stigi á þeim. „Þetta var æðis- lega gaman og stemmningin í kringum mótið var rosalega góð. Það var svo mikið af keppendum og allir tóku þessu vel. Keppnis- andinn var rosalega góður og allir miðuðu aó því að koma sem best fram og hjálpa hver öðrum,“ sagói Anna eftir mótið og henni fannst keppnin „hörku erfió. Þaö var æð- islega gaman að keppa á móti þessum stelpum og virkilega mikil keppni, þetta er ekkert sem maður fær gefins,“ sagói Anna. Glæsileg unglingakeppni Unglingaflokkurinn gekk mjög vel og þar er rosalega rnikil fram- för. Æfingamar sem unglingamir eru að sýna eru stórkostlegar og þarna er á ferðinni afreksfólk næstu ára. Keppt var í hópakeppni og tvenndarkeppni unglinga auk einstaklingskeppninnar. í stúlknaflokki sigraði María Björk Hermannsdóttir með glæsibrag og hjá strákunum var það Hafþór Gestsson sem hafði nokkuð ör- uggan sigur. Æfingar Maríu hefðu dugað henni í þriðja sætió í kvennaflokki og Hafþór hefói náð fjóróa í karlaflokki. I hópakeppninni voru María og Hafþór saman í hóp ásamt Þóru Helgadóttur og sigruðu þau ör- ugglega. I tvenndarkeppni ung- linga sigruóu Linda B. Unnars- dóttir og Steinunn Jónsdóttir en einnig var keppt í tvenndarkeppni fullorðinna og þar voru aðeins tveir keppendur. Það voru þær Hulda Guðmundsdóttir og Sandra Halldórsdóttir frá Akureyri og framkvæmdu þær æfingar sínar mjög vel. Þær em nýkomnar upp í fullorðinsflokk og æfingar þeirra hefðu fært þeim öruggan sigur í unglingaflokknum. I fullorðinsflokki var einnig keppt í pallakeppni, sem er ný- mæli hér á landi. Þar eru þrjú saman í hóp og tveir hópar sem kepptu. Þar sigruðu Anna Sigurð- ardóttir, Agúst Hallvarðsson og Kristín Hafsteinsdóttir eftir mjög skemmtiliega keppni frá yngri keppendum. Vel heppnað mót Mótið tókst í alla staði mjög vel og framkvæmdin var til fyrir- myndar hjá Sigurði Gestssyni og félögum í Vaxtaræktinni á Akur- eyri. Það sem skiptir miklu máli er að ná að halda taktinum og dampi þannig að fólk þreytist ekki á að horfa á og það tókst svo sannarlega. Unglingaflokkurinn tókst mjög vel og sum atriðin al- veg fantagóð. Þama eru mikil efni sem eru að koma upp og ekki er annað að sjá en þessi íþrótt eigi mjög bjarta framtíó. Eftirfarandi eru úrslit í öllum flokkum: Einstakiingskcppni karia: 1. Magnús Scheving R 40,05 2. Gunnar Már Sigfússon A 35,60 3. Haraldur Jónssson R 33,80 4. Halldór Jóhannsson R 29,10 Eistaklingskeppni kvenna: 1. Anna Sigurðardóttir R 36,05 2. Guðrún Gísladóttir A 34,55 3. Unnur Pálmadóttir R 31,15 Tvenndarkeppni kvcnna: 1. Hulda Guðmundsdóttir og Sandra Hall- dórsdóttir A 29,35 Pallakeppni í fullorðinsflokki: 1. Anna, Agúst og Kristín 34,6 2. Fríða Guðjón og Haraldur 33,7 Einstaklingskeppni stúlkna: 1. María Björk Hermannsdóttir 31,65 2. Anna Berglind Pálmadóttir A 29,50 3. Svanhildur Snæbjömsdóttir R 29,10 3. Sara Sturludóttir 29,10 Einstaklingskeppni piita: 1. Hafþór Gestsson R 32,45 2. Ólafur Pálsson R 26,15 3. Jóhannes Helgi Gíslason A 25,00 Hópakeppni unglinga: 1. María B. Hermannsd., Þóra Helgad. og Hafþór Gestss. 25,00 2. Linda B. Unnarsd., Steinunn Jónsd., Katla Kristjánsd., Alda Ægisdóttir 22,70 3. Sigurður K. Magnúss., Svanhildur Snæ- bjömsd., Svava B. Sigbcrtsd., Ragna Eng- ilbertsd. og Magga L. Kristjánsd. 21,60 Tvenndarkeppni unglinga: 1. Linda B. Unnarsdóttir og Steinunn Jónsdóttir 27,60 2. Katla Kristjánsd. og Alda Ægisd. 24,40 3. Svanhildur Snæbjömsd. og Svava B. Sigbertsd. 22,10 Halldór Jóhannsson er mjög efnilegur og má búast við að þolfimiunnendur fái að heyra mikið af honum í framtíðinni. Sigurhópurinn í pallakeppninni var skipaður þaulvönu liði. Lengst til vinstri er Kristin Hafsteinsdóttir, þá Ágúst Hallvarðsson og Anna Sigurðar- dóttir, sem sigraði i cinstaklingskcppni kvenna. Gunnar Már Sigfússon gefúr Magnúsi Scheving ekkert eftir í æfingum sín- um og meistarinn mátti hafa mikið fyrir sigrinum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.