Dagur - 27.04.1995, Side 14

Dagur - 27.04.1995, Side 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 27. apríl 1995 Áningarstaðurinn var Baugasci og þar var fáni drcginn að húni og nestiskassarnir tcknir fram. Jeppadagur fjölskyldunnar Eyjatjaróardeild Feróaklúbbsins 4x4 efndi sunnudaginn 9. apríl sl. ti! dagskrár undir yfirskriftinni „Jeppadagur fjölskyldunnar.“ Jeppamenn á höfuóborgarsvæóinu hafa haldió slíka daga síóustu árin meö góóum árangri og því þótti jeppa- og útivistarmönnum norð- an heióa tilvalió aó reyna fyrir sér með slíka dagskrá. Raunar höfóu veðurguóir gripiö í taumana fyrr í vetur þannig aö fresta varö dag- skránni en aö þessu sinni voru þeir hliðhollir og veóur hió besta. Vel var mætt því vió um 100 manns mættu viö Leirunesti á nokkrum tugum jeppa. Leiðin lá næst aó Barkárdal, hlióardal Hörgárdals, og þar var hleypt úr dekkjum og lagt út á fannbreió- una. Jepparnir á belgmiklu dekkj- unum áttu ekki í miklum vand- ræóum en eitt af ætlunarverkunum í feróinni var aó sýna þeini sem Freyvangs- leikhúsib Kvennaskóla- œvintýrið eftir Böðvar Guömundsson Leikstjóri Helga E. Jónsdóttir Föstud. 28. apríl kl. 20.30 UPPSELT Laugard. 29. apríl kl. 20.30 UPPSELT Laugard. 29. apríl kl. 24.00 AUKASYNING Sunnud. 30. apríl kl. 20.30 Miöasala/pantanir sími: 31349 og 31196 Kvennaskólacafé Matur og aðrar veitingar í gamla Kvennaskólanum að Laugalandi Upplýsingar í síma 31333 eru á óbreyttu jeppunum aó lengra má komast ef hleypt er úr, þó svo að dekkin séu ekki belgmikil. Færió á dalnum var hið besta þannig aó sumir af minnstu jepp- unum komust alla leió í Baugasel. Þar var boróaó nesti sem Kaupfé- lag Eyfirðinga gaf og drukkinn Frissi Fríski frá Mjólkursamlagi KEA. Síðan voru dregnar fram snjóþotur og sleöar og börn og fullorónir brunuöu niður brekk- urnar gegnt Baugaseli. Fullvíst er aö dagskrá af þessu tagi veróur endurtekin og gæti oröió einn af föstu punktunum í starfi Eyja- fjaröardeildar 4x4. Látum myndirnar tala sínu máli. JÓH Horft frá Iiaugascli norður Barkár- dal. Þrátt fyrir stór dckk gcta menn þurft að játa sig sigraða. Hér hoppar Gunn- ar Garðarsson út eftir að hafa boðið Patrolnum of mikið. En í svona ferðum cru nógir um að kippa í. Ökumenn og farþegar hvíldu sig þegar komið var í Baugasel. Eins og sjá má í baksýn voru bílarnir af öilum stærðum og gerðum. Það var líf og Ijör í brekkunni og börnin skcmmtu sér vel. Sannkölluð jeppasýning á Ilatanum fyrir ncðan. ÍÞRÓTTIR AUir bcstu vélsleðaökumcnn landsins munu rcyna með sér í Hlíðarfjalli um helgina þegar þriðja umferð íslandsmótsins, Dropamótið, fer þar fram. Dropamótið í Vélsleðaakstri í Hlíðarfjalli: Buast ma viö miklum tilþrifum Þriðja umferð íslandsmótsins í vélsleðaakstri fer fram við skíðahótelið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar um helgina. Keppni hefst kl. 10.00 á laugardags- morgun með fjallaralli og kl. 14.00 sama dag byrjar keppni t samhliðabraut. Daginn eftir, kl. 10.00 á sunnudagsmorgun, reyna menn með sér í spyrnu og síðasta keppnisgreinin er hið margfræga snjókross sem byrjar kl. 14.00. Það er veitingahúsið Dropinn á Akureyri sem styrkir mótið en mótshaldari er Bfla- klúbbur Akureyrar. Mótió veróur eitt hið fjölmenn- asta til þessa og að sjálfsögóu mæta allir bestu ökumenn lands- ins til leiks. Að afloknum tveimur umferðum er mjótt á mununum í efstu sætunum, en einn Islands- meistari er krýndur í hverrri keppnisgrein þó keppt sé í nokkr- um flokkum innan hverrar greinar. Sá sigrar sem keppir í fjölmenn- asta flokknum, þ.e. sá sem hefur þurft aö leggja flesta aö velli á leið sinni á toppinn. Snjókrossið er væntanlega sú keppnisgrein sem mun draga til sín flesta áhorfendur, en þá keppa margir sleóar saman í brautinni og atgangurinn oft gríöarlegur. Fregnir herma að snjókrossbrautin sem keppt verður í sé sú hrikaleg- asta sem lögð hefur verió hér á landi, enda bæöi ökumenn og sleöar í stöðugri framför. HA Handknattleikur: KÞ mótið 95 Handknattleiksdeild Völsungs heldur nú í fimmta sinn hand- knattleiksmót fyrir 5. aldursflokk, KÞ-mótiö á Húsavík dagana 29. apríl - 1. maí. Keppendur verða frá 10 félögum, sem senda samtals 42 lið til keppni. Leiknir veróa 92 leikir og hefst fyrsti leikur á laug- ardagsmorguninn kl. 8.00 og stendur keppnin sleitulaust til mánudags eftirmiódags. Ávallt hefur verið reynt að hafa mót þetta með léttum blæ og er t.d. diskó í höllinni á sunnudags- kvöldiö. Á undan diskótekinu mun þó væntanlega aó margra mati fara fram leikur mótsins en þá munu starfsmenn og dómarar leika á móti fararstjórum og þjálf- urum í handbolta og verður það án efa hörku viðureign. Verðlaunaafhending verður kl. 16.00, mánudaginn 1. maí. Góður gestur mætir við verðlaunaafhend- inguna en það er enginn annar en Alfreð Gíslason, þjálfari og leik- maöur KA. (Fréttalilkynning) Fyrsta maí hlaup Ungmennafélag Akureyrar, Veit- ingahúsið Greifmn, Verslunin Sportver og Mjólkursamlag KEA gangast fyrir vorhlaupi 1. maí næstkomandi. Hlaupið er götu- hlaup á Akureyri og hefst það klukkan 13.00. Rásmark og enda- mark verður viö Veitingahúsið Greifann. Þátttakendur þurfa að mæta við rásmark í síðasta lagi kl. 12.45 en forskráning í hlaupið fer fram í versluninni Sportveri fram á föstudag. Einnig er hægt að skrá sig í hlaupið á mótsstaö frá kl. 11.30 til 12.30 á mótsdag. í hlaup- inu er gert ráð fyrir keppni á milli grunnskóla á Eyjafjaróarsvæðinu. Hlaupavegalengdir verða þrjár; 2 km fyrir yngstu keppendurna og þeir eldri geta valið á milli þess að hlaupa 4eða 10 km. Verölaun veröa veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum aldurs- flokkum, auk þess sem dregin veröa út vöruverðlaun úr númer- um þeirra sem koma í mark. I keppni grunnskólanna eru veittir 4 bikarar fyrir fljótustu tíu-manna sveitimar og einnig fær sá skóli sem á flesta þátttakendur í hlaup- inu miöað við heildar nem- endafjölda veglegan farandbikar til geymslu næsta árið. Allir sem ljúka hlaupi fá Pizzu í boöi Greifans og Frissa fríska í boói Mjólkusamlags KEA, auk þess sem allir sem skrá sig fyrir kl. 18 á föstudag fá mittistösku til minja um hlaupið. (Fréttatilkynning) Knattspyrna: Pollamótið Hið árlega Pollamót Þórs og Nýja Bautabúrsins fyrir leik- nienn 30 ára og eldri verður haldió á svæði Þórs við Hamar 30. júní til 1. júlí nk. Vegna fjölda lióa sem sækjast cftir þátttöku eru forsvarsmenn liða hvattir úl aó hafa samband við framkvæmdastjóra félagsins í síma 96-12080 sem fyrst og eigi síóaren 15. maí. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.