Dagur - 21.06.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 21.06.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 21. júní 1995 FRÉTTIR Atvinnuleysið á Norðurlandi eystra í maí: Ekki lengur það mesta á landinu - atvinnulausum fækkar um nær helming í S-Þingeyjarsýslu I heildina batnaði atvinnu- ástandið nokkuð á Norðurlandi eystra í maí og hlutfallslegt at- vinnuleysi var ekki Iengur það mesta á landinu. Meðalfjöldi at- vinnulausra var 697 eða 5,5% afáætluðum mannafla, en var Sjóðs- vélar Fyrir eitt-tvö skattþrep Verðfrákr. 29.900 TftLVUTÆICI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 6,5% í apríl. Atvinnuástandið hefur batnað um tæp 13% frá því í aprfl og um sömu prósentu- tölu miðað við maí 1994. At- vinnulausum fækkaði að meðal- tali um 104 í maímánuði sem var mesta fækkun á landinu. Opnunartími almennings- snyrtinga Ak- ureyrarbæjar Opnunartími almenningssnyrtinga Akureyrbæjar við Kaupvangs- stræti hefur verið ákveðinn. í sumar verður opið mánudaga til föstudaga kl. 09.00-21.00 og laugardaga og sunnudaga kl. 10.00-20.00. Atvinnuástandið batnaði víðast hvar nema á Svalbarðsströnd, þar sem fjölgaði um 4. Þá er lítilshátt- ar fjölgun í Eyjafjarðarsveit, á Dalvík, Grenivík, í Glæsibæjar- hreppi og Skriðuhreppi. Atvinnu- lausum fækkaði hins vegar um 76 að meðaltali í S-Þingeyjarsýslu, eða um 43%, þar af um 35 á Húsavík og 16 í Mývatnssveit. Þá minnkaði atvinnuleysið á Akur- eyri um 6% en þar fækkaði at- vinnulausum um 30 að meðaltali. A Akureyri voru 465 skráðir atvinnulausir að meðaltali, 43 á Húsavík, 29 í Eyjafjarðarsveit, 26 á Dalvík, 22 í Skútustaðahreppi en 15 eða færri annars staðar. A Ak- ureyri voru 76% atvinnulausra í kjördæminu skráðir. Atvinnulausum körlum fækk- aði um 101 að meðaltali í maí og atvinnulausum konum um 3. At- vinnuleysi karla var 4,8% sem var það mesta á landinu en atvinnu- leysi kvenna 6,6%. HA Sjúkrahúsi Húsavíkur afhent súrefnistækið: Sigurður Guðjónsson, yfir- læknir, Aldís Friðriksdóttir, hjúkrunarforstjóri, Stefán S. Þorsteinsson, gef- andi tækisins, Ásmundur Bjarnason, ættingi Guðnýjar heitinnar Helgadótt- ur konu Stefáns og Friöfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Sjúkra- hússins. Sjúkrahús Húsavíkur: Einstaklingur gefur vandað súrefnistæki Afmæli Raufarhafnar: Áhugaleikfélag gerir kvikmynd Eru að leita að góðum bíl ágóðu verði? Þá gæti þetta verið bíllinn fyrir þig. Til sölu er þetta fallega eintak af Opel Kadett GL 1300 árg. 1985. Bíllinn er í toppstandi, allur nýlega yfirfarinn, Iítur vel út og hefur fengið góða umhirðu. Samt er verðið að- eins 190 þúsund. Uppl. í síma 462 4222 á daginn (Halldór) og 462 5529 eftir kl. 18.00. Raufarhafnarhreppur verður fimmtíu ára í sumar og í tengsl- um við afmælishátíðina hefur verið ráðist í það verkefni að gera kvikmynd sem tekin er á staðnum. Aðalleikari í kvik- myndinni er Þráinn Óskarsson, áhugaleikari frá Vestmannaeyj- um, en Leikfélag Raufarhafnar ber hitann og þungann af verk- inu af hálfu heimamanna. Örn Ingi semur handrit og Ieikstýrir en Samver hf. á Akureyri annast kvikmyndatöku og tæknivinnu. Þetta mun vera í fyrsta sinn að ráðist er í gerð slíkrar myndar af hálfu áhugaleikfélags á íslandi. Hún verður í fullri lengd og er ætluð til sýninga í kvikmyndahús- um og verður einnig fjölfölduð á myndbandsspólur. Fyrri hluti myndarinnar var tekinn upp í apríl en síðari hluti hennar verður tekinn upp á afmæl- ishátíðinni í sumar. Fyrri hluti myndarinnar verður sýndur þá á hátíðinni. Með þessu framtaki er stefnt að því að sína Iíf í Iitlu sjávarþorpi á Islandi með þeim sérkennum sem Raufarhöfn hefur upp á að bjóða, auk þess að hnýta þarf við atburð- um sem gerast á afmælishátíð íbú- anna í tilefni af 50 ára afmæli sveitarfélagsins. (Úr fréllalilkynningu) Sjúkrahúsi Húsavíkur barst góð gjöf í síðustu viku, Oxytron súr- efnistæki fyrir asmasjúklinga. Um er að ræða mjög vandað og dýrt tæki, þýska hágæðavöru. Það var einstaklingur sem af- henti tækið, Stefán Þorsteinsson sem búsettur er í Hafnarfirði. Stef- án keypti tækið handa konu sinni Guðnýju Helgadóttur. Það létti henni mjög lífið síðustu mánuð- ina, en Guðný lést 5. júlí 1993. Það var ósk Guðnýjar að tækið kæmi sjúklingum á Sjúkrahúsi Húsavíkur að notum eftir sinn dag. Tækið er sem nýtt. Guðný ólst upp á Húsavík en foreldrar hennar voru Jóhanna Jó- hannsdóttir og Helgi Flóventsson, sem þar bjuggu allan sinn aldur. Stefán sagðist vona að gjöfin Bæjarstjórn Akureyrar: Ketilhúsiö enn til umræðu Framtíðarhlutverk Ketilhússins í Grófargili kom til umræðu á fúndi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Þórarinn E. Sveinsson greindi frá þeirri hugmynd sem fram hefði komið hjá íþrótta- og tómstundaráði, í tengslum við framtíðarskipan tómstundamála hjá bænum, að Ketilhúsið gæti hentað sem framtíðarmiðstöð þessara mála. Þresti Ásmundssyni, varabæj- arfulltrúi Alþýðubandalags, leist illa á þær hugmyndir að taka hús í listamiðstöðinni í Grófargili, sem Plöntusala Sumanblóm, matjuntin, knyddjurtin og mikið úrval af fjölaerum blómum. Skrautnunnar. tné og skóganplöntun. Afgreiöslutími mánud.-föstud. frá 9-12 og 13-20, laugard. og sunnud. frá 10-12 og 13-18. Garðyrkjustöðin Eyjafjarðarsueit sími 463 1129, fax 463 1322 hugsað hefði verið undir tónlistar- flutning, undir alls óskylda starf- semi og þar með eyðilegga heild- armyndina. Að nota húsið undir annað en tónlistarstarfsemi væri alger stefnubreyting sem kæmi sér mjög á óvart. Spunnust af þessu nokkrar umræður þar sem bæjar- fulltrúar Alþýðubandalags og Þór- arinn E. Sveinsson tókust á. HA Bæjarstjórn Akureyrar: Kosið í bæjarráö A fúndi bæjarstjórnar Akureyr- ar í gær var Sigfríður Þorsteins- dóttir endurkjörin forseti bæjar- stjórnar til eins árs með sex at- kvæðum meirihlutans í bæjar- stjórn en minnihlutinn skilaði auðu. Gísli Bragi Hjartarson er fyrsti varaforseti og Sigurður J. Sigurðsson annar varaforseti. Einnig voru kosnir tveir ritarar og eru það áfram Guðmundur Stefánsson og Björn Jósef Arnvið- arson. Þá var bæjarráð kosið til eins árs og þar varð ein breyting. Guð- mundur Stefánsson (B) kemur inn fyrir Þórarinn E. Sveinsson. Aðrir í bæjarráði eru Sigfríður Þor- steinsdóttir (B), Gísli Bragi Hjart- arson (A), Sigríður Stefánsdóttir (G) og Sigurður J. Sigurðsson (D). Jakob Björnsson bæjarstjóri (B) er fomaður bæjarráðs. HA yrði þegin og hún kæmi að gagni við stofnunina. Var honum vel þakkað fyrir höfðinglega gjöf og starfsfólk fullyrti að tæki af þessu tagi yrði sjúklingum til mikilla þæginda. IM Blönduós: Bæjarmálapunktar ■ Ársreikningar Blönduóss- bæjar og stofnana hans voru samþykktir við síðari umræðu í bæjarstjóm 16. maí sl. Rekstr- arafkoma bæjarsjóðs á síðasta ári var mjög nærri þvf sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárhags- áætlun. ■ Rekstrarkostnaður mála- flokka að frádregnum tekjum var rúmlega 83,5 milljónir króna, sem eru um 73% af samanlögðum skatttekjum, sem voru 114,5 milljónir króna. ■ Langtímaskuldir bæjarsjóðs námu í árslok 104,6 milljónum króna og hafa skuldir lækkað um 7,1 milljón eða um 7 þús- und krónur á hvem íbúa. ■ Kostnaður við rekstur og framkvæmdir á vegum bæjar- sjóðs Blönduóss var 144,9 milljónir króna á síðasta ári en skatttekjur auk tekna af mála- flokkum voru 159,6 milljónir. Rekstramiðurstaða var því já- kvæð um samtals 14,7 milljón- ir króna. ■ Helstu ffamkvæmdir á sviði gatna og gangstétta verða í formi viðhaldsverkefna. Stærsta aðgerðin verður lag- færing á slitlagi á Þingbraut. Göngustígur með Þingbraut verður einnig lagfærður. Ný- framkvæmdir við gangstéttar verða m.a. við Skúlabraut. ■ í grunnskóla og leikskóla verður unnið að viðhaldsmál- um. Ákveðið er að leita tilboða í stærstu verkþætti. í leikskóla verður stærsta aðgerðin máln- ing utanhúss auk endurbóta á loftræstikerfi. í grunnskóla er áætlað að fara í viðgerð á gluggum og öðru viðhaldi utanhúss. ■ Verkefni vinnuskólans í sumar verða með hefðbundn- um hætti, þ.e. fegrun bæjar- landsins, plöntun, sláttur og hirðing opinna svæða auk ann- ars. Veigamikill þáttur f starfi vinnuskólans er einnig á plönt- un trjáplantna og hefur það tengst átaki um landgræðslu- skóga. í ár er ráðgert að í bæj- arlandinu verði settar niður rúmlega 20 þúsund plöntur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.