Dagur - 21.06.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 21.06.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Miðvikudagur 21. júní 1995 - DAGUR - 3 Undirverktaki gegn verktaka: Dómur stað- festur í Hæstarétti Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Á fundi skipulagsnefndar 9. júní sl. var tekið fyrir erindi frá Hcrði Helgasyni fyrir hönd Orkunnar hf. þar sem óskað er eftir samþykki á staðsetningu bensínafgreiðslustöðvar á lóð- inni aó Furuvöllum 17. Meiri- hluti skipulagsnefndar sam- þykkti að tillaga aó skipulagi lóöar og staðsetningu bensínaf- greiðslu verði auglýst. Skipu- lagsnefnd bendir á að endan- legt samþykki tillögunnar sé m.a. háó því að gengið verði frá samkomulagi um stækkun lóðarinnar út í götustæöi Hjalt- eyrargötu. ■ Skipulagsnefnd hefur borist undirskriftalisti dags. 19. maí sl. meó nöfnum 35 íbúa við Grænumýri þar sem óskað er eftir hraöahindrunum eöa þrengingum í götuna til þess að bæta þar umferðaröryggi. Af- greiðslu málsins var frestað. ■ Á skipulagsnefndarfundi 9. júní var tekið fyrir bréf frá Sig- fúsi Helgasyni, formanni Héstamannafélagsins Léttis, fyrir hönd félagsins, þar sem fram kemur að á almennum fé- lagsfundi hafi vcrið lýst undr- un og áhyggjum vegna nýs skipulags við hlið reiðvegarins norðan Kjamaskógar. Farið er fram á að umferð ríöandi manna og akandi verði aðskil- in. Skipulagsnefnd bcndir á í bókun sinni að við skipulagn- ingu orlofshúsabyggðarinnar hafi verið tekið mið af reiðleið- inni sunnan skipulagssvæðis- ins. Við framkvæmd verksins hafi skipulagi verið breytt lítil- lega til þess að breikka reið- leiðina og gefa kost á betri aó- greiningu hennar. Skipulags- nefnd vísar frágangi og af- mörkun reióleiðarinnar til um- hverfísdeildar. ■ Á fundi menningarmála- nefndar 13. júní sl. var lagt fram erindi um styrk til aó full- trúi amtsbókavarðar, Hólmkell Hreinsson, geti sótt ráðstefnu í Finnlandi um tölvuvæóingu bókasafna. Menningarfulltrúa og formanni menningarmála- nefnar var falið að kanna möguleika á að fjármagna ferð Hólmkels á ráðstefnuna og lcggja fyrir næsta fund. ■ Tónlistarskólinn á Akureyri verður 50 ára á næsta ári. Af- mælisins verður minnst og er verió að útfæra hugmyndir þar að lútandi. ■ Á fundi íþrótta- og tóm- stundaráðs 14. júní sl. var tekiö fyrir bréf frá unglingum í fé- lagsmiðstööinni Dynheimum, þar sem farið er fram á að böll í sumar standi til kl. 01 í stað 24. Afgreiðslu þessa erindis var frestað 23. maí sl. Erindió var tekið fyrir að nýju 14. júní og eftir miklar umræður sam- þykktu Guðmundur Jóhanns- son og Nói Bjömsson að fram- lengja böll í sumar til kl. 01. Jónstcinn Aðalsteinsson, Val- gerður Jónsdóttir og Þórarinn Sveinsson samþykktu að hafa böllin til kl. 24 eins og verið hefur um nokkurt skeið. Dómi, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar 1994, var áfrýjað til Hæstaréttar, er staðfesti hann sl. fímmtudag. Málsatvik voru þau að vorið 1992 bauð Vegagerð ríkisins út verk er stefndi, Zophonías Antonsson á Dalvík hlaut. Gerði hann munnlegan samning við stefnanda, Hall Steingrímsson á Skáldalæk, um að stefnandi legði fram menn og vélar til að vinna ákveðinn hluta verksins. Sam- kvæmt sögn stefnanda var samið um að verð fyrir verkið skyldi miðast við taxta Vegageróarinnar, og hafi því heildargreiðsla átt að nema kr. 1.661.738, en hann hafi einungis fengið hluta þeirrar upp- hæðar greiddan. Stefndi kveður Slysavarnafélag íslands gekkst fyrir könnun á ástandi öryggis- og björgunarbúnaðar í höfnum á íslandi í vetur. Hvati könnunar- innar var mikill fjöldi slysa og dauðsfalla í höfnum landsins, en að meðaltali drukkna þrír á ári í höfnum landsins og á árunum 1986-1991 slösuðust 104 við að fara að eða frá skipi. I ljós kom aó úrbóta er þörf. Gerðir voru fjórir gátlistar, þar sem lögð var áhersla á björgunar- tæki í höfnum, bryggjustiga, ör- yggisbúnað hafna og tímabundin vinnusvæði. í 32% tilvika var ör- yggismálum og björgunarbúnaði ábótavant. Sérstaklega voru niður- stöður sláandi hvað varðaði búnað til hjálparkalls. Slíkur búnaður er einungis til staðar á tveimur stöð- um á landinu, í Vestmannaeyjum og á Bolungarvík. Sá misskilning- ur virðist vera almennur að vió- hins vegar stefnanda hafa oróið aðila að tilboðinu og því átt að vera ljóst að greiðsla yrði ekki í samræmi við taxta. Stefnandi krafðist þess að stefndi greiddi honum eftirstöðvar verósins, miðað við taxta, að upp- hæð kr. 971.738 með dráttarvöxt- um, auk greiðslu málskostnaðar. Stefndi krafðist aðallega sýknu af kröfum stefnanda og að honum yrði tildæmdur málskostnaður. Héraðsdómur komst að þeirri nióurstöóu að Zophonías skyldi greiða Halli upphæð þá sem hann krafðist auk málskostnaðar, kr. 100.000. Stefndi áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar sem staðfesti hann í einu og öllu, auk þess að dæma áfrýjanda til að greióa stefnda kr. 80.000 í málskostnað fyrir hæsta- rétti. shv vera vaktmanns í stærri höfnum komi í stað hans, en svo er ekki. Einnig sýndi könnunin að ástand öryggismála á einkabryggjum er afleitt. Einkabryggjur teljast þær bryggjur sem eru í eigu siglinga- klúbba, útgerða, olíufélaga eða umboðsmanna þeirra og loðnu- verksmiðja. Algengt er að lýsing sé góð, frágangur rafbúnaðar og hreinlæti á svæðinu sé í lagi, en engin björgunartæki til staðar, engir eða lélegir bryggjustigar og lélegar merkingar. Aflagðar bryggjur reyndust einnig vera slysagildrur og gera þarf átak til að rífa þær og gera allar þær ráð- stafanir sem nauðsynlegar eru til að draga úr slysahættu. Endanleg niðurstaða könnunarinnar varð sú að endurskoða þyrfti vinnureglur Hafnamálastofnunar ríkisins frá 1988 og taka upp styrkveitingar til hafnastjóma til að hægt sé að gera þær úrbætur sem þörf er á. shv A sundnámskeiði Að undanförnu hafa börn, 6 ára og eldri, verið á sundnámskeiðum í laugum bæjarins. Fulit hefur verið á öll námskeiðin hingað til, en þeim lýkur nú í lok mánaðarins. Þegar ljósmyndara Dags bar að garði í Sundlaug Glerár- skóla var Gunnar Halldórsson, íþróttakennari í Síðuskóla, önnum kafinn við að kenna áhugasömum börnum fyrstu sundtökin. Mynd: Robyn Úttekt á ástandi hafna á íslandi: •• Oryggismalum ábótavant Ef þú átt Ijótan hund... er þab kannski vegna þess ab þú ert ekki búinn aö sjá... B ú kau i Verslun f Miðbænum Til sölu er lítil sérverslun f eigin húsnæði við göngugötuna. Örugg velta, lánamöguleikar. Hentugt tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu. Þeir sem hafa áhuga leggi nafn sitt og símanúmer inná afgreiðslu Dags, merkt: Verslun göngugötu. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Kæru sundlaugargestir Vegna aldursflokkamóts íslands í sundi verður Sundlaugin lokuð fyrir almenning dagana 23.-25. júní. Auglýsing frá skipulagsnefnd kirkjugarða Sóknamefnd Kaupangssóknar í Eyjafjarðarprófastsdæmi hefur ákveðið eftirfarandi framkvæmdir við kirkjugarðinn. Lagfæra garðflöt, gömul minnismerki og annað til fegrunar garðsins. Þeir sem telja sig þekkja ómerkta legstaði, vilja kynna sór fyrirhugaðar framkvæmdir eða hafa eitthvað við framkvæmd þessa að athuga eru beðnir að hafa samband við sóknarnefndarformann Ola Þór Ástvaldsson í síma 462 4968 innan átta vikna frá birtingu auglýsingar sbr. lög um kirkjugarða frá 4. maí 1993. Reykjavík, 6. júní 1995. F.h. sóknarnefndar, Skipulagsnefnd kirkjugarða. Guömundur Rafn Sigurðsson. VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins ------ Dregiö 17. |úní 1995. - CHRYSLER NEON: 29786 BIFREiÐ AÐ EIGIN VALI EÐA GREIÐSLA UPP í ÍBÚÐ. Verðmæti 1.000.000 kr.: 6195 VINNINGAR Á 100.000 KR. HVER: Úttekt hjá verslun eða ferðaskrifstofu: 425 25941 44903 868 27420 45560 1448 27679 45944 4513 27812 46262 4968 27867 47453 5707 27987 47611 6802 31763 50106 8537 31880 50708 9895 31962 50719 10937 32724 51372 15432 35962 51403 15481 38188 51514 16976 39392 52491 17309 40052 53705 18491 40545 54408 18881 41654 58373 21591 43272 58423 25241 43938 61056 Handhatar vinningsmíöa tramvfsi þeim á skrifstofu Krabbameinsfólagsins að Skógarhlið 8, sími 562 1414. Krabbameinsfólagiö þakkar fandsmönnum veittan stuöning. 62701 79526 106670 122299 142064 62968 83277 107353 124122 142450 65064 85440 108169 124547 142507 65925 87835 110519 125385 143081 67685 91134 110867 125734 144791 69325 92365 110886 126378 145134 69636 92845 111114 127221 145480 69905 94345 112872 127605 145962 70945 97496 114373 128344 146147 70997 98092 114522 135808 152923 73812 98575 116567 136763 153042 75505 100559 117504 138064 153385 75644 101023 118936 139101 153457 77428 101280 119340 139168 154364 77992 103014 120225 139692 78400 103917 120913 140487 79339 104328 121122 140882 79424 105676 121851 140946 i Krabbameinsfélagið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.