Dagur - 21.06.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 21.06.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 21. júní 1995 LEIÐARI------------------ Víti til vamaðar ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓHIR, SÆVAR HREIÐARSSON (iþróttir). UÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÓRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 Það var ekki laust við að upplýsingar um fjórhags- stöðu Reykjavíkurborgar, sem fram koma í ársreikn- ingi borgarinnar fyrir síðasta ár og voru gerðar opin- berar i liðinni viku, hafi komið mönnum nokkuð á óvart. Og þó. Kannski þarf slæm staða borgarinnar ekki að koma óvart þegar litið er til framkvæmda- gleði þar á bæ á liönum árum. Það sem menn hljóta að staldra fyrst við þegar ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár er skoðaður er að í rekstur fara hvorki meira né minna en 94,6% af skatttekjum og þetta hlutfall hefur hækkað um rúmlega 30% frá árinu 1991. Þetta er hrikaleg staðreynd og segir sína sögu um hvað er að gerast í fjórmálum þessa lang stærsta sveitarfélags landsins. Svona getur þetta auðvitað ekki gengið lengur og því hlýtur að blasa við stjórnendum höf- uðborgarinnar að skera niður á öllum sviðum. Núna er í raun að koma sem ísköld vatnsgusa framan í borgaryfirvöld það sem stjórnendur fjöl- margra smærri sveitarfélaga um allt land hafa verið að glíma við ó mörgum undanförnum árum. Menn hafa staðið á bremsunni og ekki leyft sér að fram- kvæma það sem þó hefur þurft að framkvæma til þess að hægt væri að tala um viðunandi þjónustu- stig. Þessi sömu sveitarfélög hafa sett gífurlegar upphæðir í burðarfyrirtæki til þess að tryggja að at- vinnuhjólin gætu snúist, i sumum tilfellum hafa þessar ráðstafanir heppnast í öðrum ekki. Auðvitað er það svo að fjárhagur sveitarfélaganna endur- speglast af atvinnustiginu. Nú um stundir er at- vinnuleysi í höfuöborginni meira en menn hafa séð þar áður, offjárfestingarveislunni er lokiö, og spari- baukur Ingibjargar Sólrúnar finnur fyrir því. Það var vitað að þetta kæmi fyrr eða síðar á daginn í höfuð- borginni, hringavitleysan hlaut einhvern tímann að taka enda. Sveitarstjórnarmenn á Akureyri þekkja vel þá glímu að reyna að láta takmarkaða fjármuni duga til þess að halda uppi viðunandi þjónustustigi og setja fjármuni í veik atvinnufyrirtæki. Á sama tíma er krafa um framkvæmdir í öllum málaflokkum. Bæjar- yfirvöld á Akureyri hafa lengi miðað við að rekstur málaflokka fari ekki langt yfir 70% af skatttekjum, en staðreyndin er sú að þessi tala hefur hækkað. Upplýsingarnar úr ársreikningi Reykjavíkurborg- ar eru sveitarstjórnarmönnum um allt land víti til varnaðar. Menn verða að standa á bremsunni og gæta þess í lengstu lög að hleypa ekki sveitarfélög- unum í skuldir sem þau ráða ekki við. Það er engum til góðs þegar til lengri tíma er litið, í það minnsta ekki á meöan atvinnustigiö í landinu er ekki traust- ara en raun ber vitni. í tilefhi af útkomu bókar um húsakönnun á Oddeyri Ég hef hér fyrir framan mig nýút- komna bók sem nefnist Oddeyri húsakönnun eftir Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur forstöðukonu Minjasafns Akureyrar og Hjörleif Stefánsson arkitekt. Eins og nafnið bendir til fjallar hún um hús og sögu þeirra á Oddeyri, fróðleg og þörf lesning. Ég staldra hér við Eiðsvalla- götu 14, Gamla Lund, og er ekki að undra, þar sem undirritaður stóð fyrir öllu því gerræði sem þar var framið og hér kemur fram. Ég skrifa hér upp orðrétt niðurstöður þeirra Guðnýjar og Hjörleifs: „Hinn nýi eigandi hússins reif það í heimildarleysi, byggði í þess stað nýtt hús jafnstórt gamla Lundi eins að lögun en ólíkt að gerð. Nýja húsið sem er eins konar eftirlíking þess gamla er notað til sýningar og samkomuhalds.“ Vönduð og skýr framsetning. Veglegur og óbrot- gjarn minnisvarði það. Smá leið- rétting: Ég hef aldrei haft Lund sem sýningarhús og annað, húsið var friðað í B flokki. Mig langar nú til þess að rifja upp nokkur atriði þessarar rauna- sögu sem hófst fyrir 12 árum full- komlega meðvitaður um tilgangs- leysi þess. Þegar ég kom að þessu húsi var það allt klætt að utan með sléttu járni, mjög ryðbrunnu og þak með bárujárni. Gluggar úr járni nema í risi. Að innan var hús- ið nánast einn geimur en nokkrar burðarstoðir, enda járnsmíðaverk- stæði Völundar. Vikursteins- hleðsla var á milli stoða í útveggj- um, síðan múrhúðað yfir allt sam- an sem jafnframt hélt húsinu uppi. Þegar búið var að fjarlægja þetta góss að innan og járnplötur og jarðveg að utan, skekktist það allt og seig niður svo mönnum fannst nóg um. Ég fékk svo tvo stóra krana sem lyftu því upp og inn á lóðina en húsið stóð 90 cm neðar en gatan. Næst leitaði ég til bygg- ingatæknifræðings sem mældi allt Ósáttur er ég við það að fagfólk eins og Hjörleif- ur Stefánsson og Guðný Gerður skuli ekki hafa leitað upplýsinga hjá aðilum á Ak- ureyri sem gjör- þekktu ástand Gamla Lundar. húsið upp og skilaði bæði burðar- þols- og útlitsteikningum sem eru til staðar hjá byggingafulltrúa. Ég fékk Gísla Magnússon sem þá var í forsvari nefndar friðunarhúsa til þess að skoða húsið og hann taldi það einskis virði en því miður er hann ekki til frásagnar lengur. Sama sagði Sverrir Hermannsson byggingameistari, sem nánast er sérfræðingur um viðhald og við- gerðir gamalla húsa. Niðurstaðan varð sú að nýta það sem nýtilegt var og byggja nýtt hús eins líkt og upprunalega sem mögulegt var. Leiðin lá til Reykjavíkur og átti ég tal við þjóðminjavörð og Hjörleif. Með vilyrði um að húsið yrði skoðað hélt ég norður. Biðin var löng, margir mánuðir, og þolin- mæðin þrotin. Hjörleifur mun aldrei hafa skoðað þetta gamla hús og enn síður það nýja, hans innri sýn dugir. Ósáttur er ég við það að fagfólk eins og Hjörleifur Stefánsson og Guðný Gerður skuli ekki hafa leit- að upplýsinga hjá aðilum á Akur- eyri sem gjörþekktu ástand Gamla Lundar. Þau eru varla traustsins verð. Það sem ég gerði rangt var að hafa ekki samráð við bygginga- fulltrúa og bygginganefnd áður en ég fjarlægði öll þessi fúasprek og er nú að súpa seyðið af því. Ég er mjög þakklátur þeim mörgu sem skrifað hafa eða tjáð sig á annan hátt vinsamlega í minn garð. Þó verð ég að geta eins sér- staklega en það er hinn snjalli listamaður Kristinn G. Jóhanns- son, sem fyrstur sýndi í Gamla Lundi. Hann hefir aldrei brugðist mér, oft gripið til beitta pennans þegar honum hefir þótt við þurfa og sýnt mér annan sóma. Akureyri I5.júní 1995, Jón Gíslason. Um vatnstöku Raufarhafnar l.Um þaðbil 16 ár hafa deilur um neysluvatnsmál Raufarhafnar staðið og var hér á árum fyrir 1990 skrifað um í dagblöðum. 2. Með tilkomu heilbrigðis- reglugerðar nr. 149/1990 varð það skylt samkvæmt 3. kafla hennar (23. 2. 1-4) að ákvarða verndar- svæði umhverfis hvert vatnsból. Verndarsvæði hafa ríkjandi rétt umfram aðra landnotkun. 3. Vatnsból Raufarhafnar er í landi þriggja jarða í Öxarfjarðar- hreppi, Hólsjarða. Verndarsvæði getur ekki verið þarna falt. Vatns- bólið er því ólöglegt og var það frá upphafi 1979, því alitaf þurfti eitthvert verndarsvæði. 4. Heilbrigðisvöldum í héraði reyndist úrlausn málsins ofviða. Hætta vofir yfir að vatnsbólið verði skyndilega ónýtt. 5. Með bréfi dagsett 20.11. 1994 kærði ÞS til Hollustuverndar ríkisins óviðunandi ástand vatns- bóls Raufarhafnar og benti jafn- framt á annan vænlegan vatns- bólsmöguleika í landi Hólsjarð- anna (Hóll, Höfði, Vogur). 6. Heilbrigðisvöld í héraði hrukku við, skrifuðu Hollustu- vernd rfkisins og sögðu m.a.: „Nefndin telur eðlilegast að málið verði tekið til meðferðar hjá Holl- ustuvernd ríkisins í samræmi við kæru ÞS“. 7. Með ábyrgðarbréfi dagsett 9.1. 1995 sögðu landeigendur upp vatnstökusamningi vegna vanskila leigugreiðslu og fleiri alvarlegra ástæðna, t.d. ólögulegs vatnsbóls, lins vatnsrennslis, stundum ekkert, hættu á vatnsþrotum og fleiru. Raufarhöfn hefur eins árs upp- Landeigendur svöruðu því til að mannaskipti á skrifstofu Rauf- arhafnarhrepps gætu ekki verið ástæða van- greiðslu leigunn- ar, um það stæði ekkert í samn- ingi. sagnarfrest. Gjalddagi Ieigu sam- kvæmt samningi var 1. nóvember. 8. VR (valdhafar Raufarhafnar) mótmæltu uppsögninni á þeim Þorsteinn Steingrímsson. forsendum að sveitarstjóraskipti hefðu orðið og borið við „rétti Raufarhafnarhrepps til nýtingar kaldavatns úr Sfkistjörn“. Van- skilin þó viðurkennd. Ekkert sagt um aðrar alvarlegar ástæður. 9. Landeigendur svöruðu því til að mannaskipti á skrifstofu Rauf- arhafnarhrepps gætu ekki verið ástæða vangreiðslu leigunnar, um það stæði ekkert í samningi. Vatnsnýting Raufarhafnar væri því réttlaus eftir 9. janúar 1996 að óbreyttu. PS. Rétt er að geta þess að býl- in þrjú, Hólsjarðir, fá neysluvatn úr lögninni. Þorsteinn Steingrímsson. Höfundur er bóndi á Hóli í öxarfjarBarhreppi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.