Dagur - 21.06.1995, Side 12

Dagur - 21.06.1995, Side 12
Dalvík: Ekkert lát á vatns- streymi Ekkert lát er á vatnsstreymi inn í kjallara húsa á Dalvík og geta jarðfræðingar engu lofað um að svo verði á næstunni. Meðal annars hefur flætt inn á neðstu hæð Ráðhússins á Dalvík sem þangað til á föstudagskvöld hafði að geyma héraðsskjala- og bókasafn Dalvíkinga. Ljóst þótti orðið að bækur og skjöl gætu farið að skemmast af rakanum og því voru söfnin flutt á þriðju hæð hússins, en þar eru kennslustofur sjávarútvegsbrautar VMA. Að sögn Sveinbjarnar Stein- grímssonar, bæjartæknifræðings á Dalvík, hafa miklar skemmdir orðið á gólfefnum og eins sé viður í dyrakörmum og hurðum farinn að skemmast. Ekki er enn unnt að meta tjónið, en Sveinbjörn sagði að sýnt væri að vinnan við að dæla upp vatninu væri dýr og það kæmi til með að kosta sitt að gera við skemmdir á húsnæðinu. Aðal- kostnaðurinn yrði þó væntanlega vegna fyrirbyggjandi aðgerða, til að varna því að annað eins gerðist aftur, t.d. við endurbætur á lögn- um og fráveitu. shv Akureyrf: Höggmynd af Jóni Rögn- valdssyni afhjúpuð í Lystigarð- inum Sunnudaginn 18. júní sl. var afhjúpuð höggmynd af Jóni Rögnvaldssyni, garð- yrkjumanni, í Lystigarði Ak- ureyrar. Tilefnið var að hundrað ár voru liðin frá fæð- ingu Jóns en hann veitti Lysti- garðinum forstöðu í 16 ár og kom þar á fót miklu safni lif- andi plantna, bæði íslenskum og erlendum. Höggmyndin er sett upp á vegum Akureyrarbæjar með að- stoð ýmissa félagasamtaka og stofnana, sem eiga brautryðj- endastarfi Jóns mikið að þakka. Á meðfylgjandi mynd er ekkja Jóns, Karla Aníta Þorsteinsdótt- ir, og sonarsonur hans, Jón Kr. Rögnvaldsson, að afhjúpa högg- myndina af Jóni, sem sést á inn- felldu myndinni. Það var Helgi Gíslason, myndhöggvari frá Reykjavfk, sem gerði högg- myndina. AI Atvinnuhorfur starfsfólks Lindu hf.: Erfitt að spa um þær - segir Þorsteinn Arnórsson, formaður löju, félags verksmiðjufólks Eins og Dagur hefur þegar sagt frá, flytur starfsemi súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu hf. suður yfír heiðar í haust. Ýmsar vangaveltur hafa verið í gangi um atvinnuhorfur starfs- fólks verksmiðjunnar, en það mun allt missa atvinnu sína við flutn- inginn. Að sögn Þorsteins Arnórs- sonar, formanns Iðju, félags verk- smiðjufólks, eru tíu starfsmenn Lindu á félagaskrá Iðju. „Flestir starfsmannanna eru konur, átta á okkar skrá á móti tveimur karl- mönnum. Starfsfólkið er reyndar á öllum aldri, á bilinu 21 árs til 65 ára, en þar af eru fimm yfir fímm- tugu. Það hefur því miður sýnt sig að fólk sem er komið um sextugt á oft erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn afturef það miss- ir vinnuna, sérstaklega ef það hef- Á Norðvesturiandi er gert ráð fyrir að eitthvað létti til með minnkandi norðanátt. Er líða tekur á daginn er gert ráð fyrir vaxandi suð- austanátt með kalda og rigningu sfðdegis eða í kvöld, hiti verður á bilinu 8- 13 stig. Á Norðausturlandi lægir töluvert vind og léttir til í dag. Hiti verður allt að 16 stigum. ur unnið lengi í sama starfi og er orðið mjög sérhæft." Þorsteinn sagði að það væri þó óþarfi að vera of svartsýnn; þó að það væru margir á atvinnuleysis- skrá núna, mætti vel búast við því Hjónin André Raes og Ásta Kristín Sýrusdóttir, sem eru búsett á Akureyri, hafa vakið nokkra athygli fyrir framleiðslu á P.H. snyrtivörum eða Purity Herbs, sem eru framleiddar úr íslenskum jurtum. Nokkuð hef- ur verið um að aðilar erlendis hafí haft samband við hjónin til Veiðin í Laxá á Ásum hefur heldur betur tekið kipp síð- ustu sólarhinga eftir einkar dapra byrjun. Frá því kl. 16 sl. mánudag til hádegis í gær voru 25 laxar dregn- ir upp úr Laxá á Ásum og þar með eru komnir 52 laxar á land frá 1. júní þegar veiðin hófst. Tvær að eitthvað fækkaði á henni þegar skipin færu að koma að landi með afla; sjómannaverkfallið hefði óneitanlega haft mikil áhrif. „Svo er nýtt fyrirtæki að hefja starfsemi í húsnæðinu sem súkkulaðiverk- að forvitnast um þessar vörur þó enn sé ekki hafínn útflutningur á þeim. Ásta Kristín segir að þau hafi aldrei auglýst neitt utan íslands heldur hafi fólk frétt af þessum vörum. „Við fengum síðast í dag fyrirspurnir bæði frá Spáni og Noregi og við erum að senda sýn- stengur eru leyfðar i Laxá á Ásum. Tíðindamaður blaðsins á bökk- um Laxár sagði síðdegis í gær að allir þeir laxar sem þegar hafi veiðst, hafi tekið fyrir neðan brú. Vatnsmagnið í ánni hefur snar- minnkað síðustu sólarhringa og það skilar sér strax í betri veiði. óþh smiðjan flytur úr, við vitum nátt- úrulega ekkert enn um það hvern- ig starfskröftum það fyrirtæki sækist eftir. Mín tilfinning er að vísu sú að það verði frekar sóst eftir karlmönnum." shv ishorn og bæklinga. Þannig að það er mikill áhugi þó það séu ekki orðin nein viðskipti ennþá enda tekur það náttúrulega sinn tíma.“ P.H. vörurnar eru einkum til sölu í apótekum og segir Ásta að það hafi komið þægilega á óvart hve jákvæðir læknar og lyfjafræð- ingar eru gagnvart vörunum. „Ymsir læknar hafa bent sjúkling- um sem eru með exem og aðra húðsjúkdóma á að kaupa þessar vörur áður en þeir fara að nota sterakrem en þannig krem þynna húðina til frambúðar." Hjónin safna jurtunum í P.H. snyrtivörur að mestu leyti sjálf og nota ailt að 45 mismunandi jurtir. „Við erum að verða uppiskroppa með jurtir núna en við erum byrj- uð að tína. Fyrstu tegundina sem við tökum er hægt að fara að tína í maí en annars tínum við mest í júlí og ágúst. Það er ekki nóg að tína á Norðurlandi heldur þurfum við líka að fara á Suðurland og Austurland til að finna allar teg- undir sem við notum,“ segir Ásta Kristín. AI VEÐRIÐ P.H. snyrtivörur: Vekja áhuga erlendis Veiðin tekur klpp í Laxá á Ásum Nauðasamning- ar samþykktir ✓ Igær var fundað vegna nauða- samninga fyrirtækjanna ONA-Framtaks á Akureyri og Fjöreggs á Svalbarðsströnd. Ekki voru greidd atkvæði um heimild til nauðasamninga ONA- Framtaks en fundi verður fram haldið 4. júlí nk. Hjá Fjöreggi lauk fundi og voru greidd atkvæði um heimild til nauðasamninga. Samþykktu 94,05% ef tekið er mið af kröfufjárhæðum en rúm 85,7% skipt eftir höfðatölu. í framhaidinu verður send krafa til héraðsdóms Norðurlands eystra um staðfestingu. HA Sjóferðir á Dalvík: Hvalaskoðunar- ferðir á döfinni Ferðaþjónusta verður æ stærri þáttur í atvinnulífí Norð- lendinga og menn keppast við að bjóða upp á skemmtilega af- þreyingu fyrir ferðamenn. Bátur Sjóferða á Dalvík hefúr undan- farin tvö sumur boðið upp á ferðir til Hríseyjar og tækifæri til að veiða á sjóstöng en í ár er ætlunin að bjóða einnig upp á hvalaskoðunarferðir. Bjarni Jónsson, skipstjóri hjá Sjóferðum, segir að þeir hafi farið nokkrar reynsluferðir þó ekki sé farið að auglýsa þessar ferðir formlega. Slíkt er þó á döfínni og segir Bjarni að hægt sé að reikna með yfir nítíu prósent líkum á að sjáist í hval í þessum hvalaskoð- unarferðum. Erlendis hafa hvalskoðunar- ferðir tíðkast í nokkur ár en hér á landi hefur verið minna um þær. Á Höfn í Hornafirði hefur þó ver- ið boðið upp á slíkar ferðir á haustin og reikna menn þar á bæ með að minnsta kosti 180 manns fari í hvalskoðunarferðir í ár. Bjarni hefur reynt að nýta sér reynslu annarra og fór nýlega á námskeið hjá breskum samtökum þar sem farið var yfir líffræði hvala og einnig kennt hvernig best væri að nálgast hvalina og trufla þá sem minnst. En hvenær má búast við að Sjóferðir fari að bjóða upp á þess- ar skoðunarferðir? „Ég ætla að fara reynsluferð fljótlega þegar verður veður til þess og reyna að auglýsa hana. Síðan fer ég bara með fólk þegar það vill,“ segir Bjarni. AI Allt fyrir garðinn í Perlunni við Q KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.