Dagur - 20.10.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 20.10.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 20. október 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 LEIÐARI Útflutningur Trausta hf. „Vaxtarbroddurinn liggur í útflutningi," sagði Elvar R. Jóhannesson hjá Trausta hf. fiskverkun á Hauganesi við Eyjafjörð í Degi sl. miðvikudag. Þama er Elvar að vísa til samkomulags sem fyrirtækið hefur gert við 30 verslanir og veitingahús á Spáni um sölu á útvötnuðum, bein- hreinsuðum saltfiski í neytendaumbúðum. Þetta em athyglisverðir landvinningar Trausta hf. og hér er komin enn ein sönnun þess að hérlend fisk- vinnslufyrirtæki horfa í auknum mæli til fullvinnslu sjáv- arafurða. Það er sannarlega ánægjuefni. Hér er um að ræða tilraun hjá þeim Traustamönnum, en þeir gera sér vonir um, ef vel tekst til, að framhald verði á. „Það er engin spurning að vaxtarbroddurinn í þessari grein liggur í útflutningi. Á innanlandsmarkaði er ekki pláss fyrir meira af þessari vöm. Við verðum að gera meira úr þessu fína hráefni okkar, ekki bara senda það utan í gámum hálfunnið," sagði Elvar R. Jóhannesson í viðtali við Dag og undir þau orð skal heilshugar tekið. SameiningarþreifÍngar í Degi hafa á síðustu dögum birst fréttir sem em til marks um að sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð stefna að auknu samstarfi sín í milli. Nægir þar að nefna samstarf í skólamálum, varðandi bmnamál og margt fleira. Nú þegar hafa sveitarfélög við utanverðan Eyja- fjörð samstarf á ýmsum sviðum, t.d. varðandi hafnamál. Nýjasta innleggið í þessa umræðu er þverpólitísk til- laga þriggja bæjarfulltrúa á Dalvík um skipan sameigin- legrar nefndar sveitarfélaganna við utanverðan Eyjafjörð sem fari yfir og meti möguleika á frekara samstarfi og/eða sameiningu þeirra. Eftir að tillaga um sameiningu sveitarfélaga við Eyja- fjörð í eitt sveitarfélag var felld, hefur legið í loftinu að sveitarfélög við utanverðan fjörðinn myndu efla samstarf og jafnvel stefna að sameiningu. Þetta er að koma á dag- inn. Auðvitað er ómögulegt að segja til hvers þessar þreifingar leiða, en víst er að þessi leið til sameiningar er ömgglega sú sem líkleg er að gangi upp. En meginmálið er að það er skynsamlegt að stefna að sameiningu sveit- arfélaga við utanverðan Eyjafjörð og reyndar löngu tíma- bært að huga í alvöru að henni. Auka þarf fjárframlög til íþróttamála á Akureyri - en það á ekki að vera á kostnað sundfólks í bænum Það þarf að stórbæta aðstöðu til íþróttaiðkana á Akureyri á næstu árum. Þannig styrkjum við stöðu íþróttafélag- anna i ört harðnandi samkeppni. Samkeppni við margvíslegar freistingar, sem við viljum ekki missa börnin okkar í. Þrír ungir sundmenn senda mér heldur kaldar kveðjur í Degi mið- vikudaginn 18. október. „Er sund íþrótt?“, spyr sundfólkið í yfir- skrift greinar sinnar, og er spum- ingunni greinilega beint til mín, um leið og ég er sakaður um þekk- ingarleysi á íþróttamálum bæjar- ins, málaflokki sem ég hef lengi barist fyrir. Vitnað er í ummæli, sem eftir mér voru höfð í viðtali í Degi, þau slitin úr samhengi, sem síðan leiðir til þeirrar niðurstöðu, að mér þyki lítið til sundíþróttar- innar koma. Þess vegna geti fram- kvæmdir við sundlaugina á Akur- eyri setið á hakanum. Því miður hef ég það á tilfinn- ingunni, að það hafi fremur vakað fyrir greinarhöfundum, að koma á mig höggi, en auka hróður sund- íþróttarinnar. í áður nefndu viðtali, í næstu málsgrein á undan þeirri sem sundfólkið vitnaði í og lagði út af, fagna ég þeirri miklu upp- byggingu sem átt hefur sér stað við sundlaugina. Ég ítreka það hér. Og ég get upplýst fólkið um það, að ég greiddi götu þess í fram- kvæmdanefnd bæjarins og í bæjar- stjóm, að röðun framkvæmda á sundlaugarsvæðinu var breytt; bygging keppnissundlaugar var færð fram fyrir breytingar á gömu lauginni. Þetta var gert til að flýta því að sá draumur sundmanna ræt- ist, að hér væri boðleg aðstaða fyr- ir stórmót í sundi. Tæplegast flokkast slíkur stuðningur undir andstöðu við sundíþróttina. En hvers vegna greiddi ég þá atkvæði gegn þriggja ára áætlun- inni, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir áframhaldandi uppbygg- ingu á sundlaugarsvæðinu? Það var ekki vegna þess að ég væri andsnúinn framkvæmdum við sundlaugina, það vita þeir sem fýlgst hafa með framgangi máls- ins. Astæðan er einfaldlega sú, að ég vil sjá meiri kraft í fram- kvæmdum til að bæta aðstöðu íþróttafólks. Ég er alinn upp við íþróttir og ég geri mér grein fyrir því, hvað þetta er mikilvægur málaflokkur í okkar samfélagi. Uppeldisþáttur íþróttafélaganna hefur lengi verið vanmetinn og fyrir vikið er oft litið á íþrótta- mannvirki eins og gæluverkefni. Sem betur fer hefur þetta verið að breytast á síðustu árum, en mikið verk er óunnið. Það þarf að stór- Þórarinn B. Jónsson. íþróttafólk, sama hvaða íþróttagrein það stundar, má ekki láta róg og öf- und ráða ferðinni í umræðunni um upp- byggingu íþrótta- mála. Það er engum til gagns, hvorki sundfólki né öðrum, að reyna með rang- indum að lítillæka þá sem af heilindum hafa barist fyrir auknu fé til íþrótta- mála. bæta aðstöðu til íþróttaiðkana á Akureyri á næstu árum. Þannig styrkjum við stöðu íþróttafélag- anna í ört harðnandi samkeppni. Samkeppni við margvíslegar freistingar, sem við viljum ekki missa bömin okkar í. Vönduð og aðlaðandi sundlaug er mikilvægur þáttur í þessari upp- byggingu og til skammar hvað sundlaugarsvæðið hefur verið af- skipt í áratugi. En nú hefur verið tekið myndarlega til hendinni og á næstu árum verður bætt um betur. En þetta dugir ekki til. Skautafé- lagið þarf að byggja yfir skauta- svellið, knattspymumenn bíða eftir bættri aðstöðu, Þórsarar bíða eftir íþróttahúsi á svæði sitt í Glerár- hverfi, akstursíþróttamenn þurfa keppnissvæði og áfram mætti telja. Iþróttafólk, sama hvaða íþrótta- grein það stundar, má ekki láta róg og öfund ráða ferðinni í umræð- unni um uppbyggingu íþróttamála. Það er engum til gagns, hvorki sundfólki né öðmm, að reyna með rangindum að lítillækka þá sem af heilindum hafa barist fyrir auknu fé til íþróttamála. Farsælla er, að allir leggist á eitt til að bæjarfélag- ið auki stórlega framlög til íþrótta. Þar með verður meira til skipt- anna. Með íþróttakveðju, Þórarinn B. Jónsson, Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Húsavík: Sláturtíð lokíð Sláturtíð lauk sl. miðvikudag hjá Sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Slátrað var uni 40 þúsund fjár og var meðalvigt dilka 14,5 kg, sem er um 800 g minna en í fyrra. Minna af kjötinu flokkast í fituflokk en áður, en fleiri skrokkar fara í léttari flokk- ana. „Við höfunt ekki grafið kjöt samkvæmt nýja búvörusamn- ingnum en við höfum tekið ær meðalvigt var 14,5 kg til að skjóta í gröf fyrir bændur sem eru að endumýja stofninn hjá sér. Þannig vom grafnar hér um 150 gamlar ær. Þetta er ekki kjöt sem er boðlegt á markaðinn og ekki svaraði kostnaði að hirða gærurnar,“ sagði Páll Am- ar, sláturhússtjóri, í samtali við blaðið. Páll sagði að sláturhúsið væri reiðubúið til að taka að sér slátr- un samkvæmt samningi sem verið er að vinna að milli rfkis- stjómar og bændasamtakanna. Kjöt sem til félli með þeim hætti yrði ekki grafið hcldur sett í um- sýslu eða nýtt í loðdýrafóður. „Við hirðum allt kjöt sem hægt er,“ sagði Páll. Hann sagði að sjaldan hefði verkun verið eins góð og í haust og nýtt fólk hefði starfað á hús- inu og staðið sig alveg með prýði, auk þess sem þeir eldri og reyndari hefðu staðið fyrir sínu. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.