Dagur - 14.11.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 14.11.1995, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. nóvember 1995 - DAGUR - 5 LESENDAHORNIÐ Freklega að íþróttamönnum vegið Sigurður Bjarklind hringdi: „Ég vil gera athugasemd við þau ummæli Sigfríðar Þorsteins- dóttur, forseta bæjarstjórnar Akur- eyrar, í síðustu viku að íþrótta- menn séu fótlötustu menn í heimi. Auðvitað á að taka þessu sem gríni en að mínu mati eru þetta al- varleg ummæli þegar um er að ræða opinberan embættismann sem alhæfir á svona heimskulegan hátt. Ég tel mig geta talað fyrir hönd allra þeirra sem stunda úti- vist og skokk hér á Akureyri að með þessu er mjög freklega að þeim vegið. Þessi alhæfing á alls engan rétt á sér í þessari umræðu og ég minnist þess ekki að hafa mætt þessari konu á skokki úti við. „... þó ég eigi að heita KA-maður þá get ég mjög vel unnt Þórsurum þess að gera samning við Akureyrarbæ þannig að þeir geti eignast sitt íþróttahús“, segir greinarhöfundur m.a. 36 en ekki 30 milljónir Árni Valur hringdi og sagðist vilja leiðrétta það sem fram kæmi í grein Jóns Hjaltasonar í Degi fimmtudaginn 8. nóvember að komnar væru um 30 milljónir króna í viðbyggingu Amtsbóka- safnsins. „Ég hef það eftir áreið- anlegum heimildum að komnar séu í það minnsta 36 milljónir í viðbygginguna. Að öðru leyti tek ég að fullu undir grein Jóns. Skautasvellið ætti að vera númer eitt.“ An endurskinsmerkja er sjálft lífið í hættu Unnur Þorsteinsdóttir hringdi og sagðist bæði undrandi og einnig reið vegna þeirra sem ferð- ast um gangandi og hjólandi í myrkrinu á morgana án þess að hafa á sér endurskinsmerki: „Nærri liggur við að ég aki á morgnana á fólk, sem er að ferðast gangandi um götumar í dökkum klæðnaði án allra endurskins- merkja, t.d. á Hörgárbraut. Það er þó sýnu alvarlega með þá sem eru á hjólum því þeir eru úti á götun- um, jafn oft án ljósa eða endur- skinsmerkja. Þetta eru auðvitað börn en einnig fullorðið fólk, sem ætti að hafa vit á því að gangandi maður í umferðinni án endur- skinsmerkja er sjálfum sér og sínu lífi og heilsu hættulegastur. Þetta athugunarleysi getur kostað varan- leg örkuml eða jafnvel það dýr- mætasta, sjálft lífið.“ GG Það verður að hugsa um kettina Kattakerling á Eyrinni hringdi og sagðist taka undir hugmynd Daniele í Degi á dögunum um að lagt verði gjald á ketti rétt eins og hunda. „Með gjaldtöku myndu ekki aðrir hafa ketti en þeir sem vildu eiga þá og hugsa sómasam- lega um þá. Fjölmargir kettir þvælast um, hungraðir og kaldir, og enginn hugsar um þá. Sjálf á ég ketti og þeir fara aldrei út eftir klukkan átta. Ef fólk ætlar sér að eiga ketti, þá verður það að hugsa um þá líka. Kettir eru dýr og góðir vinir manns. Ég hef aldrei verið katta- laus, en er þó komin á áttræðisald- ur.“ Þessi umræða um íþróttamál er að mínu mati á rnjög lágu plani og mér finnst að menn ættu að minn- ast þess að uppbygging íþrótta- mannvirkja leiðir af sér mikla þátttöku bama og unglinga í íþróttastarfi og menn skyldu minnast þess að það er besta for- vöm sem við höfum gegn því að unglingar lendi í áfengi og fíkni- efnum. Þar fyrir utan vitum við öll að heilbrigðiskerfið er að ríða okkur að fullu hvað kostnað varð- ar og það er auðvitað ekkert sem við getum gert í því annað en að stunda forvamirnar. Og ef það er ekki best gert með íþróttum þá veit ég ekki hvemig forvamir eiga að vera. Loks langar mig að bæta við að þó ég eigi að heita KA-maður þá get ég mjög vel unnt Þórsurum þess að gera samning við Akur- eyrarbæ þannig að þeir geti eignast sitt íþróttahús. Það sjá allir sem vilja hversu mikla þýðingu það hefur fyrir íþrótta- starfið á Brekkunni að hafa KA- húsið og mér finnst réttlætismál að hinn bæjarhlutinn fái sambæri- lega aðstöðu enda er tómt mál að tala um að íþróttahús Glerárskóla sé hús fyrir keppnisíþróttir. Þetta eru miklar fjárfestingar og þær eiga eftir að skila sér með fyrir- byggjandi starfi í sambandi við börn og unglinga. Við erum því ekki bara að tala um aðstöðu fyrir keppnismenn og það er mikil- vægt.“ Sammálajóni Kona á Akureyri hringdi og sagðist hafa séð í grein Jóns Hjaltasonar í Degi 9. nóvember sl. „Krafa Þórsara, skautasvellið og Amtið“, að hann teldi sig vera að reyna á langlundargeð Akureyr- inga með skrifum sínum. „Hvað mig varðar er þetta hinn mesti misskilningur hjá Jóni. Ég er hjartanlega sammála hverju orði sem stendur í þessari grein og því reyndi hún ekki á mitt langlundar- geð.“ ••ZSWÍ í. /fc. I8i jrjjm lif* *jj Undarleg skrif Halldór Kristjánsson, íbúi við Strandgötu, hafði samband við blaðið og sagðist undrast skrif í nýjasta tölublaði Akureyrar, fréttablaðs Akureyrarbæjar, þar sem sagt sé að lagfæringum við Strandgötu sé að ljúka. Sagði Halldór þetta hljóma undarlega í sínum eyrum, enda væri langt í land með að búið væri að lagfæra allt sem lagfæra þyrfti við Strand- götu. Það gæti hver viti borinn maður séð að bflastæðamál við götuna væru í ólestri og á þeim rnálum ætti eftir að taka. Sagðist Halldór óttast, miðað við áður- nefnd skrif í fréttabréfi Akureyrar- bæjar, að mörg ár muni líða áður en búið verður að lagfæra allt sem lagfæra þarf við Strandgötu. BSRB BANDALAG STARFSMANNA RÍKIS OG BÆJA GRETTISGÖTU 89 • 105 REYKJAVÍK ■ SIMI 562 6688 • FAX 562 9106. Umsjónarmaður Munaðarnesi Bandalag starfsmanna ríkis og bæja augiýsir starf um- sjónarmanns orlofsheimila BSRB í Munaðarnesi laust til umsóknar. Starfið felst í umsjón og eftirliti með orlofsbyggðum auk tilfallandi viðhaldsverkefna og þjónustu við dvalargesti. Um er að ræða fullt starf og er skilyrði að umsjónarmaður hafi búsetu á staðnum. Umsóknum skal skilað á skrifstofu BSRB að Grettisgötu 89 á eyðublöðum sem þar fást í síðasta lagi 10. desember 1995. Nánari upplýsingar á skrifstofu BSRB. 44IKAUPÞING NORÐURLANDS HF FÉSÝSLA Vikuna 5.-11. nóvember voru viðskipti með hlutabréf 232,2 milljónir króna. Mest voru viðskipti með hlutabréf í eftirtöldum félögum: Hlutabréfasjóðnum hf. fyrir 107,0 milljónir króna á genginu 1,90- 1,96, Pharmaco hf. fyrir 34,9 milljónir króna á genginu 7,90-8,70, Ármannsfelli hf. fyrir 16,4 milljónir króna á genginu 0,95-1,07 og Flugleiðum hf. fyrir 13,4 milljónir króna á genginu 2,38-2,44. Viðskipti með Húsbréf voru 92 milljónir króna, Spariskírteini ríkissjóðs 342 millj- ónir, Ríkisvíxla 1.227 milljónir og Ríkis- bréf 222 milljónir. Ávöxtunarkrafa Hús- bréfa hækkaði í vikunni úr 5,57 í 5,59%. SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS Tegund K gengi K áv.kr. 92/1D5 1,3576 5,50% 93/1D5 1,2526 5,65% 93/2D5 1,1830 5,65% 94/1D5 1,0760 5,70% 95/1D5 1,0012 5,70% HÚSBRÉF Flokkur K gengi K áv.kr. 94/3 0,9931 5,70% 94/4 0,9877 5,70% 95/1 0,9692 5,70% 95/2 0,9479 5,65% VERÐBRÉFASJÓÐIR Kaupg. Avöxtun 1. nóv. umfr. verðbólgu síðustu: (%) Sölug. 6 mán. 12 mán. Fjárfestingarfélagið Skandia bf. Kjarabréf 5,916 5,976 7,6 7,6 Tekjubréf 1,603 1,619 5,1 6,0 Markbrél 3,248 3,281 11,1 8,4 Skyndibré! 2,288 2288 4,7 4,5 Fjölþjóðasjóður 1,231 1270 8,3 •10,7 Kaupþing hf. Bningabréf t 7,772 7,914 62 4,7 Einingabréf 2 4,373 4,395 6,8 1,6 Einingabréf 3 4,974 5,065 6,2 2,7 Skammtímabréf 2,723 2,723 4,9 3,5 Einingabréf 6 1,360 1,400 35,0 15,7 Verðbréfam. Islandsbanka hf, Sj. 1 Vaxtarsj. 3,812 3,831 3,9 2,6 Sj. 2 Tekjusj. 2,058 2,079 3,8 4,6 Sj. 3 Skammt. 2,626 3,9 2,8 Sj. 4 Langt.sj. 1,806 3,9 2,8 Sj. 5 EignaskJrj. 1,722 1,734 4,1 2,9 Sj. 6 ísland 1,377 1,418 58,9 29,3 Sj. 7 Þýsk hlbr. Sj. 10 Evr.hlbr. Vaxtabr. 2,6861 3,9 2,8 Valbr. 2,5178 3,9 2,8 Landsbréf hf. íslandsbrél 1,724 1,755 5,0 5,0 Fjórðungsbréf 1,213 1,230 4,3 4,4 Þingbréf 2,015 2,040 5,5 4,4 ðndvegisbrél 1,805 1,828 6,7 3,9 Sýslubréf 1,789 1,812 6,0 82 Reiðubréf 1,634 1,634 3,9 3,3 Launabréf 1,090 1,106 5,7 4,3 Heimsbréf 1,528 1,574 13,7 4,3 HLUTABREF Sölu- og kaupgengi á Verðbréfaþingi íslands: Hagst. tilboð Lokaverð Kaup Sala Alm. hlutabr.sj. hf. 1,24 1,20 1,25 Auðlindarbréf 1,41 1,36 1,42 Eignfél. Alþýðub. 1,25 1,11 1,30 Eimskip 5,80 5,80 6,00 Flugleiðir 2,44 2,40 2,44 Grandi hf. 2,34 2,27 2,38 Hampiðjan 3,09 3,00 3,20 Haraldur Böðv. 2,47 2,45 2,49 Hlutabréfasjóðurinn 1,93 1,93 1,98 Hlutabrélasj. Norðurl. 1,51 1,46 1,51 Hlutabréfasj. VÍB 1,32 1,33 1,35 íslandsbanki hf. 1,35 1,26 1,33 isl. hlutabréíasj. 1,42 1,37 1,42 Jarðboranir hf. 1,96 2,02 2,60 Kaupfélag Eyf. 2,15 2,10 2,20 Lyfjaverslun Islands 2,10 2,20 2,25 Marel hl. 4,20 4,10 5,00 Olís 2,65 2,60 2,69 Oliufélagið hf. 5,87 5,76 5,99 Síldarvinnslan hf. 3,25 3,20 Skagstrendingur hf. 3,40 3,35 3,50 Skeljungur hl. 4,00 3,70 3,97 SR mjól 1,96 1,94 2,10 Sæplast 3,80 3,60 4,50 Útgerðarfélag Ak. 3,10 2,95 3,60 Vinnslustöðin 1,00 0,99 1,02 Pormóður rammi hf. 3,25 3,20 3,50 Sölu- og kaupgengi é Opna tllboðsmarkaðinum: Armannsfell 1,07 1,00 1,09 Bifreiðaskoðun isl. 2,15 1,00 1,10 Hraðfrystihús Eskrfjarðar 1,95 1,90 2,10 isl. sjávarafurðir 1,80 1,68 ísl. útvarpsfél. 4,00 Pharmaco 8,60 7,80 8,80 Samein. verktakar hl. 7,60 7,72 8,35 Samskip hf. 0,85 1,00 Sjóvá-Almennar hf. 7,00 6,75 7,80 Skinnaiðnaður hf. 3,00 2,90 3,20 Softís hf. 6,00 Sölusamb. ísl. fiskframl. 2,00 1,95 2,05 Tollvörug. hf. 1,00 1,03 1,08 Tryggingarmiðst. hf. 6,00 6,00 Tæknival hf. 1,49 1,65 1,79 Tölvusamskipti hl. 2,20 1,00 2,50 Þróunarfélag íslands hf. 1,25 1,27 DRATTARVEXTIR Nóvember 15,00% MEÐALVEXTIR Alm. skuldabr. lán nóvember 11,90% Verðtryggð lán nóvember 8,90% LÁNSKJARAVÍSITALA Nóvember 3453 Desember 3442 VÍSITALA NEYSLUVERÐS Nóvember 174,9 Desember 174,3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.