Dagur - 16.11.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 16.11.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 16. nóvember 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 LEIÐARI Skattur á bókaþjóðina Níu stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram á Al- þingi beiðni til fjármálaráðherra um skýrslu um áhrif 14% virðisaukaskatts á bóka-, blaða- og tímaritaút- gáfu, en hann var lagður á árið 1993. Þessarar skýrslu fjármálaráðherra er beðið með nokkurri eftirvæntingu því menn hafa grun um að þegar upp er staðið hafi ríkið ekki tekið í kassa sinn eins margar krónur og misvitrir alþingismenn töldu þegar þeir lögðu þennan óskapnað á á nýjan leik 1. september 1993. Nú skal það ekki fullyrt að bóksala hafi dregist saman í landinu vegna álagningar virðisaukaskatts- ins, en enginn þarf að efast um að hann hefur þar haft mikið að segja og það kom strax í ljós fyrir jólin 1993. Samkvæmt lauslegri samantekt telja menn að samdráttur hjá stærstu bókaútgefendum landsins nemi um 600 milljónum króna á síðustu þrem árum, sem vissulega eru alvarleg tíðindi fyrir bókaþjóðina. Fíkniefnavandínn Samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að sveitarstjórnir vítt og breitt um landið ræði fíkniefnavandann, hefur vakið mikla athygli og hún hefur öðru fremur varpað ljósi á að þessi vandi er því miður til staðar út um allt land. Sú tíð er að baki að fíkniefnin geri einungis strandhögg í höguðborg- Ástæða er til að þakka stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að taka svona á málum, Hér er ver- ið að ræða um vandamál sem ekki verður leyst nema sem flestir leggi hönd á plóginn. Og það er ekki síst mikilvægt að sveitarstjórnarmenn úti um allt land við- urkenni það fyrir sér og öðrum að fíkniefnavandinn er orðinn landsvandi. Haft var eftir Sigríði Stefánsdóttur, bæjarfulltrúa á Akureyri og stjórnarmanni í Sambandi ísienskra sveit- arfélaga, í Degi sl. þriðjudag, að á næsta stjórnarfundi sambandsins væri ætlunin að setja upp starfshóp sem safna muni hugmyndum og upplýsingum um fíkni- efnavandann og miðla þeim út. „Á þessu stigi er því fyrst og fremst um það að ræða að opna umræðuna og síðan mun fara í gang vinna við upplýsingaöflun, “ sagði Sigríður í Degi. NÝJAR BÆKUR Ný ljóðabók Agustínu Snjóbirta nefnist ný ljóðabók eftir Ágústínu Jónsdóttur sem Fjölvaútgáf- an sendi frá sér um veturnætur í von um að það birti upp öll vetrarél. í fyrra hlaut fyrsta ljóðabók Ágústínu „Að baki mánans" hinar prýðilegustu undirtektir hjá mörgum unnendum fagurs skáldskapar. Nýja ljóðabókin hefur inni að halda 64 Ijóð, en þeim er skipað í tvo kafla eftir ljóðrænu táknformi og efn- istökum. Kaflarnir nefnast Rökkurblá tré og Stakt tré, en í ljóðunum ferðast hún um undraskóga og fagurlim hug- mynda. Einkenni Ágústínu eru myndvísi og hugmyndaauðgi og eins og gagn- rýnandi einn lét orð falla um fyrstu bók hennar, „vísar hún án tilgerðar í bókmenntaarfinn." Ágústína varðveitir hér enn hnit- miðað form en ríkar tilfmningar virð- ast brjótast hér fram meira en áður í knöppum stíl, þar sem hið ósagða verður mikilvægara en orðin. I káputilvitnunum segir Ágústína: „Ljóðin eru ort í trúnaði við landið og sameinast fyrir opnu hafi á týndri jörð.“ Bókin er prentuð í ísafoldarprent- smiðju, innbundin í Flatey, en kápu- hönnun annaðist Hér og nú. Hún er 80 bls. og er verð hennar kr. 1.680. Iceland’s Treasured Gifts ofNature Iceland Review hefur sent frá sér nýja bók. Hún er gefin út á ensku og heitir „Iceland’s Treasured Gifts of Nature“. Hér er fyrst og fremst um lítinn en eigulegan minjagrip að ræða þar sem nokkrar helstu náttúruperlur landsins skarta sínu fegursta. I bókina voru valdir tuttugu og fimm staðir, sem sýna sérstætt lands- lag og fjölbreytni íslenskrar náttúru, og þeim gerð skil í máli og myndum. Páll Stefánsson, ljósmyndari, tók allar myndimar og þeim fylgir stuttur texti með ýmsum fróðleiksmolum og lýsingu á hverjum stað, sem Páll Ás- geir Ásgeirsson skrifaði. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Hún er 57 bls. og kostar 980 kr. Vandræður Komin er í verslanir ný ljóðabók, sem mörgum kann að þykja allnýstárleg, bæði að heiti og efni. Hún nefnist Vandræður og hefur inni að halda 50 stutt Ijóð, sem flest fjalla um mismun- andi merkingu orða. Höfundurinn er Hallberg Hallmundsson, og er þetta sjöunda frumsamda ljóðabók hans, en auk þess hefur hann gefið út tvær bækur þýddra ljóða. Vandræður sínar kallar Hallberg „vísur handa stálpuðum krökkum tíu til hundrað ára“. í þeim leikur hann sér að íslensku máli og orðum þess á léttan og spaugilegan hátt, sem hentað getur greindum börnum, en á þó ekki síður erindi til hinna eldri. Hallberg er löngu kunnur fyrir kímni í kvæðum sínum, en kaldhæðni þeirri sem oft hefur þótt áberandi í kveðskap hans örlar vart á að þessu sinni. Hér er það móðurmálið sem förinni ræður, og vegir þess skerast oft með næsta skringilegum og vandræðalegum af- leiðingum. Bókin er til sölu í helstu bókabúð- um í Reykjavík og stærri kaupstöðum landsins. Hún er 58 bls. í „perfect" bandi og kostar kr. 1090 með vsk. Út- gefandi er Brú, en Stensill hf. fram- leiddi. Dreifingu annast Islensk bóka- dreifing, Síðumúla 21,108 Reykjavík. Þjóðvinafélagið: Almanakið 1996 komið út Almanak Hins íslenska Þjóðvinafé- lags er nýkomið út í 122. sinn. Það kom fyrst út í Kaupmannahöfn árið 1874 og hafði að geyma almanak fyrir árið 1875 og íslandsbók fyrir árið 1873 auk annars efnis. Alla tíð síðan 1874 hefur almanakið komið út á veg- um Þjóðvinafélagsins og nú um langa hríð í samvinnu við Háskóla íslands. Auk almanaksins sjálfs hefur árbók íslands alltaf verið fastur liður í ritinu og má þannig finna í almanökunum samfelldan annál síðustu 120 ára og ríflega það. Fjallað er um árferði, helstu atvinnuvegi, stjómmál, íþróttir, mannalát og margt fleira. Almanak Þjóðvinafélagsins fyrir árið 1996 er 208 bls. að stærð. Þor- steinn Sæmundsson stjömufræðingur hefur reiknað og búið til prentunar al- manakið en árbókina fyrir 1994 ritar Heimir Þorleifsson menntaskólakenn- ari. Árbókin er að þessu sinni í lengra lagi vegna efnis um sveitarstjómar- kosningamar 1994. Eins og áður sagði er það Hið ís- lenska Þjóðvinafélag, sem gefur Al- manakið út, en forseti þess og um- sjónarmaður almanaksins er Jóhannes Halldórsson cand. mag. Prentsmiðjan Oddi prentaði ritið, og það er Sögufé- lag, Fischersundi 3, sem sér um dreif- ingu. Almanakið fæst í flestum bóka- verslunum og kostar 1.254 kr. með vsk. Unnt er að gerast áskrifandi hjá Sögufélagi og er verð til áskrifenda og félagsmanna Sögufélags 10% Iægra. F.v. Laufey Lárusdóttir, ekkja eftir Ragnar Stefánsson í Skaftafelli, og Helga K. Einarsdóttir, bókasafns- fræðingur, sem skráði frásagnir og cndurminningar Ragnars. Mynd: Ragnar Th. Sig. Ragnar í Skaftafelli Komin er út hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi bókin Ragnar í Skaftafelli, endurminningar og frásagnir Ragnars Stefánssonar bónda og þjóðgarðsvarð- ar. Hann er fæddur og uppalinn í Skaftafelli í Öræfum, einni afskekkt- ustu sveit á íslandi, sem stríð vötn lokuðu löngum frá annarri byggð. í endurminningum sínum lýsir hann líf- inu í þessu einstæða umhverfi og þrot- lausri baráttu við náttúruöflin. Ragnar segir frá forfeðrum sínum og formæðrum. Hann lýsir búskapar- háttum á uppvaxtarárum sínum og síðar, og þó einkum þeim háttum sem sérstakir eru fyrir þetta svæði, svo sem selveiði á söndum og hættuferð- um með fólk og farangur yfir stórfljót og jökla, sem heita máttu daglegt brauð. Einnig segir hann frá skips- ströndum, m.a. „Gullskipinu“. Ragnar segir frá uppvexti sínum hjá ástríkum foreldrum, ást, hjónabandi og mikilli sorg, en einnig gleði og farsæld í fjöl- skyldulífi. Skaftafell varð þjóðgarður 1967. Ragnar segir frá aðdraganda þess, framkvæmdum og mörgum mönnum, er þar komu við sögu, m.a. dr. Sigurði Þórarinssyni og öðrum áhugamönnum um þjóðgarðinn í Skaftafelli. Ragnar í Skaftafelli er fróðleg bók um líf og störf fólksins í einni af- skekktustu sveit þessa lands og bar- áttu þess við óblíð náttúruöfl, einnig ómetanleg heimild um náttúruperluna í Skaftafelli. Fjöldi mynda prýðir bók- ina. Helga K. Einarsdóttir, bókasafns- fræðingur, skráði frásagnir og endur- minningar Ragnars. Bókin er 203 bls. í stóru broti. Kápuntynd: Rafn Hafn- fjörð. Prentvinnsla: Oddi hf. Verð: 3.480 krónur. Skordýraþjónusta Málfiríðar Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bamabókina Skordýraþjónusta Málfríðar eftir Sigrúnu Eldjárn. Bókin fjallar um gamalkunnugar persónur úr fyrri bókum Sigrúnar, Kugg og hina skrýtnu vinkonu hans Málfríði. Segir af því hvað gerðist þegar Málfríði datt í hug að stofna eigið fyrirtæki, Skor- dýraþjónustuna. Sigrún Eldjárn er einn ástsælasti bamabókahöfundur okkar. Hún hefur samið á annan tug barnabóka og myndskreytt enn fleiri, og hlotið ótal viðurkenningar fyrir. í sögum hennar og teikningum býr mikil frásagnar- gleði sem bömin kunna vel að meta. Skordýraþjónusta Málfríðar er 36 bls. að stærð og skreytt fallegum lit- sterkum teikningum. Hún er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. og kostar 1.290 krónur. Æskan geftir út bækur eíitir Magnús Scheving og Vil- hjálm Hjálmarsson Æskan gefur út tvær bækur í haust - eftir Magnús Scheving, þolfimimeist- ara og kennara, og Vilhjálm Hjálmarsson, fyrrv. ráðherra. Þær koma út síðla nóvembermánaðar. Bók Vilhjálms nefnist „Þeir breyttu fslandssögunni“ - undirtitill er „Tveir þættir af landi og sjó“. í þætti af landi fjallar hann um ör- lagaatburði er áttu sér stað að hálfn- aðri þessari öld. Þegar bjargarleysi vofði yfir og botnlaus ófærð og ill- viðri lokuðu leiðum gripu vaskir menn til nýrra ráða og beittu skrið- beltatækjum sem höfðu verið gjör- samlega óþekkt á íslandi. í þætti af sjó segir frá árabátaút- gerð Færeyinga héðan. Að róa til fiskjar frá íslandi á eigin vegum og bátum, það hét að fara til lands. Sjó- mennimir komu sunnan yfir sæinn - eins og vorið - og höfðu sumardvöl við einhvern fjörðinn eða víkina. Magnús Scheving hefur samið bráðskemmtilega sögu, Áfram Lati- bær! Bæjarstjórinn í Latibæ (sem upp- nefndur hefur verið vegna eindæma leti íbúanna) veit ekki sitt rjúkandi ráð þegar honum berst bréf urn íþróttahá- tíð sem halda á í öllum bæjum og borgum. Honum finnst afar ólíklegt að hann fái fólk til að taka þátt í henni. Þá kernur íþróttaálfurinn til skjalanna. Hann kennir krökkunum hvemig á að liðka sig og leika sér í útileikjum - en líka hvað er hollur matur, hvaða munur er á leik og of- beldi og ýmislegt fleira. Magnús fléttar fróðleik við fyndna og fjörlega sögu og heldur athygli les- enda eins og honum er lagið. I bókinni er fjöldi mynda sem Halldór Baldursson hefur teiknað. Henni mun fylgja geisladiskur með leiðbeiningum Magnúsar um léttar leikfimiæfingar - við tónlist sem Máni Svavarsson hefur samið og valið. Mál og menning: Nokkur þýdd Ijóð Mál og menning hefur sent frá sér bókina Nokkur þýdd ljóð eftir Helga Hálfdanarson, sem m.a. hefur getið sér gott orð fyrir frábærar þýðingar á grísku harmleikjunum og verkum Shakespears. Bókin hefur að geyma þýðingar ljóða frá ýmsum löndum og tímum sem ekki hafa áður verið prentaðar á bók. Hér eru ljóð eftir ýmsa helstu skáldjöfra þýskrar tungu, svo sem Go- ethe, Heine og Rilke, eftir Norður- landahöfunda á borð við Kaj Munk, Bellman og Runeberg og Bretana Shakespeare, Shelley og Yeats ásamt fleirum. Þá eru í bókinni ljóð eftir am- erísk, frönsk og spænsk skáld, að ógleymdum Dante og fleiri snillingum ítala á fyrri tíð og fomgrískum höf- undum eins og Saffó. I þessu fjöl- breytta safni reka svo lestina nokkur ljóð frá Kína, Arabíu og Brasilíu. Nokkur þýdd Ijóð er 140 bls., unnin í G.Ben.-Edda prentstofunni h.f. Kápuna gerði Ingibjörg Eyþórs- dóttir. Verð: 2.980 krónur. Mál og menning: Keflavíkur dagar/Keflavíkur- nætur Mál og menning hefur sent frá sér unglingabókina Keflavíkurdag- ar/Keflavíkurnætur eftir Lárus Má Björnsson. Óli er fimmtán ára og í tíunda bekk, starfsdeild. Hann er hundleiður á stríðni og einelti og ákveður að breyta ástandinu. Með vaxandi sjálfs- traust að vopni tekst honum að ná ár- angri og virðist í lokin flestir vegir færir. Sagan er gamansöm og á erindi til fólks á öllum aldri. Höfundurinn, Lárus Már, hefur starfað með unglingum í fjölda ára og gjörþekkir viðfangsefni þeirra og væntingar. Bókin er 223 blaðsíður, prentuð í Svíþjóð og kostar 1.880 krónur. Kápumynd er eftir Atla Má Hafsteins- son.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.