Dagur - 01.06.1996, Blaðsíða 15

Dagur - 01.06.1996, Blaðsíða 15
UTAN LANDSTEINA Laugardagur 1. júní 1996 - DAGUR - 15 ELSA JÓHANNSDÓTTIR Einkaþj álfarinn varð fyrir valinu Söngkonan Madonna hélt uppá 37 ára afmælið sitt nýlega í dálitlu teiti á Miami. Þar notaöi hún tækifæriö og tilkynnti op- inberlega aö nú ætti hún von á barni og leitinni aö hinum fullkomna fööur þar meö lokið. Sá heppni er einkaþjálfari söngkonunn- ar, Carlos Leon að nafni, og virðist eftir myndinni aö dæma vera bara ágætis ein- tak af karlmanni. Madonna sem sjálf kemur úr stórri fjölskyldu haföi undanfariö lengi þráð að skapa sér sína eigin og var orðin ansi ör- væntingarfull, enda orðin 37 ára og „líkamsklukkan" nærri farin að æra hana. Sagan segir að fyrrver- andi eiginmanni hennar, leikaranum Sean Penn, hafi orðið mikið um við þessar fregnir og það er spurning hvort enn sé ekki alveg kulnað í glæðunum milli þeirra fyrrverandi hjóna, eða hvað? Júnígellan *96 Nafn: Karin Taylor Brjóst: 96 Aldur: 24 Mitti: 58 Þjóðerni: jamaica Mjaðmir: 89 Paltrow Nicolette Sheridan Drew Barrymore Karla- og kvennatímarit - ólík skilaboð til kynjanna Hefur þú einhvem tímann borið saman tímarit sem skrifuð eru fyr- ir konur og fyrir karla? í þekktu bresku kvennatímariti birtist ný- lega grein þar sem því er haldið fram að það sé aðeins hálfur sann- leikur að segja að kynin séu frá mismunandi plánetum, eins og gert er í bókinni Konur eru frá Venus og karlar eru frá Mars. I raun séum við svo ólík að réttara væri að líkja því við að við kæm- um úr sitt hvoru sólkerfinu. „Konur vilja fá að vita hvemig hægt er að bæta samband sem þær eru í. Körlum er umhugað um að vita hvemig á að ná sér í góðan drátt,“ segir greinarhöfundur eftir að hafa borið saman svokallaða ráðgjafadálka í kvenna- og karla- blöðum en slíkir dálkar byggjast á því að lesendur senda spurningar til blaðsins sem sérfræðingar og ýmiskonar ráðgjafar svara. Sú sem greinina skrifar segist hafa eytt nokkrum vikum í að bera saman karla- og kvennablöð og komist að þeirri niðurstöðu að karlablöðin snemst í grófum drátt- um um að karlamir gætu fullnægt sínum þörfum en í kvennablöðun- um var aðaláherslan á hvemig konan gæti fullnægt þörfum karl- mannsins. í báðum tilfellum er lit- ið á það sem lykilinn að hamingju kvenna að þeim takist að gera karlana ánægða. Kvennablöðin eru barmafull af ótal ráðlegging- um um hvemig hægt sé að bæta sig á einn eða annan hátt og virð- ast allar ráðleggingar hafa sama markmið í huga: „Takmarkið er að bæta og breyta þér sjálfri svo þú verðir eftirsóknarverð í augum karlmanna.“ Karlablöðin spila inn á allt aðra þætti. Þar er algengt að finna greinar sem bera yfirskrift- ina „Ljótir menn em góðir elsk- hugar“ og eldgamlir og hrukkóttir karlar eru á listum yfir kynþokka- fyllstu mennina. Skilaboðin til kvenna em þessi: „Ef þú leggur hart að þér er mögu- leiki á því að þú getir bætt þig svo mikið að einhver karlmaður komi til með að vilja þig þrátt fyrir alla þína galla.“ Karlamir fá aftur á móti skilaboð í öðrum stfl: „Þó þú sért alger slóði skaltu ekki hafa áhyggjur af því. Þú ert samt æðis- legur.“ Þar höfum við það!! Þýtt og stílfært/Al Heilsurækt: Gangíð bein í baki Regluleg hreyfing er öllum nauðsynleg og ekki spillir fyrir að fólk hafi af henni eitt- hvert gaman. Nú þegar sumar er gengið í garð er fátt meira hressandi en góður göngutúr. Þó flestallir sem komnir em til vits og ára kunni að ganga er ekki þar með sagt að þeir beiti sér rétt og hér koma því nokkrar ábendingar til þeirra sem vilja fá sem mest út úr göngutúrunum. 1. Gakktu bein(n) í baki með höfuðið beint upp af líkaman- um fremur en að ganga með hausinn á undan. 2. Slakaðu á í öxlunum. 3. Beygðu olnbogana í um 90 hom. 4. Sveiflaðu höndunum um leið og þú gengur. 5. Ekki glápa á jörðina fyrir framan tæmar á þér. Horfðu heldur beint fram. Það er ekki aðeins betra fyr- ir líkaman heldur nýtur þú líka út- sýnisins betur. 6. Spenntu kviðvöðvana svo þeir lyfti brjóstkassanum og styðji við bakið. 7. Ekki tipla á tánum. í hverju skrefi skaltu rúlla þunganum frá hælnum yfir á tæmar og passaðu þig að vera ekki stíf(ur) í fótunum. 8. Ef þú vilt ganga hraðar taktu hraðari skerf en ekki lengri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.