Dagur - 01.06.1996, Blaðsíða 13
POPP
Laugardagur 31. maí 1995 - DAGUR - 13
MAGNÚS GEIR CUÐMUNDSSON
Safnplatan Strump í fótinn
Framtak
sem alltaf á
Fyrir nokkru var sagt frá því í
stuttu máli hér á síðunni, að út
væri að koma plata undir því
nokkuð skemmtilega nafni,
„Strump í fótinn“, sem innihéldi
ein 19 lög með ungum íslenskum
hljómsveitum af ýmsu tagi. Hefur
þessi plata nú verið á boðstólum
um hríð og er óhætt að mæla með
henni fyrir þá tónlistarunnendur,
sem kynnast vilja því sem
„kraumar undir“ og vill komast
upp á yfirborðið í íslensku rokk-
lífi. Það er síðan aldrei að vita
nema að einhverjar af þessum
sveitum sem eiga lög á plötunni
eigi eftir að láta meira að sér
kveða, í þeirri mynd sem þær birt-
ast á plötunni, eða annari breyttri.
Menn hafa reyndar deilt um
gildi þess að safna saman sveitum
á svona plötur, misjöfnum að getu
og gæðum, en fyrst alltaf annað
slagið hefur reynst vilji hjá fólki
með hugsjón til slíks, þá er bara
ekkert nema gott um það að segja.
Það hefur líka sýnt sig að slík
frumraun getur reynst stökkpallur
fyrir hljómsveitir. Dæmi um það í
fljótu bragði munað, er t-world,
„teknódúettinn“, sem fyrst átti lag
á tvöföldu safnplötunni Núll &
nix fyrir nokkrum árum og nældi
síðan í framhaldinu í samning í
Bretlandi.
Pekktir sem
óþekktir flytjendur
Sem fyrr sagði eru það 19 lög sem
prýða Strump í fótinn, með jafn-
mörgum flytjendum, sem þó hvað
einstaklinga varðar koma við sögu
í fleiri en einu lagi og eru mis-
reyndir og þekktir. Þama er t.d.
engin önnur en Ragnheiður Vík-
ingsdóttir, Heiða, sem nú er öllum
þekkt sem söngkona í Unun. Á hún
annars vegar eitt lag sjálf sem
Heiða trúbador og hins vegar syng-
ur hún með Sovkhoz, sem hún var
í áður en hún gekk í Unun. Eru
þetta bæði ágæt lög eins og með
Glimmer, sem síðan hefur skipt
um nafn eftir að lagið var hljóðrit-
að og vann Fjörungakeppnina sem
S.O.M.A. Maðurinn á bak við her-
legheitin heitir Magnús Axelsson
og á hann heiður skilinn eins og
allir sem áður hafa farið út í slfkt
framtak. Er hann ekki aðeins útgef-
andi, heldur líka tónlistarmaður
sjálfur og er með tveimur ef ekki
þremur sveitanna á plötunni. Að-
eins einn galli er á sem einhverju
nemur. Er það varðandi nöfnin á
lögunum og flytjendum þeirra, en
þau eru prentuð ofan í mynd á bak-
hliðinni, þannig að heldur erfitt er
að lesa þau. Þetta er óþarfur siður,
sem þó allt of algengur er orðinn,
en annars er útlit Strump í fótinn
skemmtilegt.
lllþrif hjá
Terrorvision
Bresk tónlistarflóra er býsna fjöl-
skrúðug um þessar mundir og
margir straumar og stefnur í gangi
þar í. landi, BritPop, Britrock,
Techno, Triphop, Jungle og Drum
& Base (það síðasttalda er eitt
nýjasta fyrirbærið í danstónlist-
inni) eru heiti á nokkrum þeirra
stefna sem eru í gangi í Bretlandi
og reyndar víðar og njóta allar
meira og minna vinsælda. í Brit-
rokkinu er til að mynda mikið líf
og margar mjög frambærilegar
hljómsveitir. Ein af þeim fremri
og vinsælli er tvímælalaust fjögra
manna fyrirbærið frá Bradford,
Terrorvision, sem í mars sendi frá
sér sína þriðju plötu, Regular Ur-
ban Survivors.
Upphaf Terrorvision nær allt
aftur til 1984. Til að byrja með hét
hún ýmsum öðrum nöfnum, en frá
1989 hefur nafnið verið Terror-
vision. Fyrsta platan, Formula-
style, leit dagsins ljós árið 1991
og vakti töluverða athygli og þá
sérstaklega í nýbylgjugeiranum.
Hún seldist hins vegar ekkert sér-
staklega og liðu þrjú ár þangað til
önnur platan, How To Make Fri-
ends And Influence People, kom
út. Ólíkt fyrstu plötunni náði hún
til mun breiðari hóps og sló Terr-
orvision í gegn með henni sem ein
Terrorvision
af frískustu bresku rokksveitunum
árið 1994. Mun hún hafa selst í
um 250.000 eintökum á Bret-
landseyjum einum.
Regular Urban Survivors virð-
ist ætla að halda nafni Terror-
vision áfram vel á lofti, því platan
náði strax inn á topp tíu, í áttunda
sæti, í fyrstu viku og smáskífulag-
ið Perseverance náði alla leið í
fimmta sæti yfir vinsælustu lögin í
Bretlandi. Nýjasta smáskífan,
Celebritty Hitlist, náði svo inn á
topp 30 fyrir skömmu. Eru bæði
þessi lög dæmi um mjög svo
hressileg tilþrif Terrorvision á
þessari nýju plötu og hafa gagn-
rýnendur keppst við að lofa hana í
hástert. Segja sumir þeirra að hér
sé jafnvel nú þegar komin ein
besta plata ársins. Dæmi um önn-
ur lög sem hæglega gætu náð vin-
sældum af þessari plötu, sem sett
er upp eins og bíómyndaplata, eru
hið ljúfa Bad Actress, fönkrapp-
rokkarinn Conspiracy og hið létt-
grípandi Enteralterego. Má taka
undir með erlendum gagnrýnend-
um að platan er með þeim betri af
þessu tagi á árinu og staðfestir að
Terrorvision er áfram á hraðri
uppleið.
Allt í plati
Aðdáendur hinna ýmsu popp-
stjarna mega oft á tíðum þola
margt sem goðin þeirra taka upp á
til að hrella þá. Stundum gera þau
sér lítið fyrir og deyja öllum að
óvörum, hætta, eða gera einhvem
annan óskunda. En stundum vill
þetta snúast við þ.e.a.s. poppgoðin
sjálf verða fyrir hrekkjum, sem þó
bitnar ekki síður á aðdáendum
þeirra. Slíkt var einmitt upp á ten-
ingnum fyrir skömmu á kostnað
breska tríósins Supergrass og að-
dáenda þeirra. Voru málavextir
þeir að út um alla heintaborg Sup-
ergrass, Oxford, voru hengd upp
auglýsingaplaköt, þar sem aðdá-
endum sveitarinnar var boðið að
taka þátt í gerð myndbands, sem
hún væri að taka upp á vissu
svæði. Á umbeðnum tíma mættu
um 300 manns til að bjóða sig
fram, en þá var enginn á svæðinu
að taka við skaranum. Þegar svo
reynt var að grennslast fyrir hvað
væri á ferðinni, kannaðist enginn
við neitt, hvorki hljómsveitin sjálf
né neinn aðstandenda hennar. Sem
sagt allt í plati, en hver var á ferð-
inni og hvers vegna er ekki vitað.
Bubba Morthens
Gin
Á síðustu tveimur til þrentur ár-
um hafa komið fram í Bandaríkj-
unum hver gæðarokkhljómsveitin
á fætur annarri, sem að mestu
sækja sín áhrif í þjóðlaga og
„kántríarf' þjóðarinnar auk
rokksins nteð ýmsurn hætti. Ekki
þar fyrir að slíkar sveilir hafi ekki
verið fyrir hendi áður, síður en
svo, en málið með þær sem hafa
verið að koma fram nú í seinni
tíð er hins vegar það að þær hafa
verðskuldað náð gríðarlegum
vinsældum hver í kjölfar annarr-
ar. Hefur hér á síðunni áður verið
drepið á þessu í umfjöllunum um
a.m.k. tvær sveitir, Hootie & The
Blowfish og Collective Soul, en
þær, auk m.a. Live, Counting
Crows og fleiri, falla innan þessa
gæðaflokks.
Eirí er sú hljómsveit til sem
fellur vel inn í þennan hóp og
ekki hvað síst er vert að gefa
gaum. Er þar átt við Gin Bloss-
oms, sem ekki alls fyrir löngu
sendi frá sér sína aðra plötu á al-
þjóðlegan markað, Congratulati-
ons, I m Sorry. Gin Blossoms á
Robin Wilson
rætur a.m.k. tíu ár aftur í tímann,
til Arizona að því best er vitað,
og fer fremstur í flokki söngvar-
inn Robin Wilson. Gáfu þeir fyrst
út plötu sjálfir fyrir nokkrum ár-
um, en 1994 voru þeir komnir á
mála hjá A&M útgáfurisanum og
sendu f'rá sér það ár plötuna, New
Miserable Experience. Er
skemmst frá því að segja að plat-
an sló rækilega í gegn og seldist í
um þremur milljónum eintaka.
Voru sagðir margir gullmolar á
plötunni, m.a. Hey Jelousy, sent
náði miklum vinsældum. Virðist
sagan svo að einhverjum hluta
ætla að endurtaka sig með
Congratulations... því smáskífu-
lagið dágóða, Follow You Down,
sem einmitt hel'ur notið vinsælda
hérlendis í nokkrum rnæli, hefur
gengið vel og platan almennt
fengið góða dóma. Fleiri lög á
borð við Not Only Numb, As
Long As It Matters, Day Job og
Til I Hear It From You, þykja
staðfesta að Gin Blossoms sé tví-
mælalust í hópi gæðarokkssveita
Bandaríkjanna og eigi velgengni
skilið.
Nú þegar hin langþráða nýja plata
Metallica er rétt handan við hom-
ið, er líka komið á hreint hvert
fyrsta smáskífulagið verður. Heitir
það Until It Sleeps og kveður þar
nokkuð við annan tón hjá ofur-
sveitinni. Að vísu er enginn vafi á
að Metallica er á ferð, en lagið
hefur yfir sér dulúðlegan blæ, sem
nokkuð sérstæður gítarhljómur
undirstrikar.
hjá Bubba
Þó að margoft hafi verið tekið
fram að afmælisfregnir eigi betur
heima annars staðar en hér á síð-
unni, gerist það samt æ oftar að
sagt er frá slíkum tímamótum og
þá auðvitað hjá hinum ýrnsu
poppurum. Er þetta ljóta ástandið,
en skal samt enn einum slíkum
tíðindum nú bætt við þrátt fyrir
það. I hlut á nefnilega „kóngurinn
sjálfur“, Bubbi Morthens, sem
fagnar stórafmæli í næstu viku.
Verður blessaður drengurinn nán-
ar tiltekið fertugur á fimmtudag-
inn kemur, 6. júní, og óskurn við
honum til hamingju með það.