Dagur - 19.06.1996, Blaðsíða 4

Dagur - 19.06.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 19. júní 1996 LEIÐA RI----------------------- Séríslenskur þankagangur ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1600 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK - GUÐRÚN K. JÓHANNSDÓTTIR SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS Á HÚSAVÍK 464 1547 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GISLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 Nýverið bárust fregnir af könnun sem Evrópu- sambandið lét gera þar sem borið var saman milli landa hversu margir fermetrar íbúðarhús- næðis væru á hvern landsmann. Ekki kom mjög á óvart að þar voru íslendingar fremstir í flokki og lögðu undir sig all nokkru fleiri fermetra í íbúðum sínum en gerist t.d. í þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við, t.d. hvað varðar atvinnu- og launamál. íslendingar eru ekki óvanir að verma fyrsta sætið í könnunum af þessu tagi. Það er engan veginn út í hött að tala um neysluþjóðfélagið á íslandi og víst verður að viðurkenna að ofneysla er okkur ekki fjarri þegar kemur að ýmsum nýj- ungum. Nærtækt er að taka kredit og debet- kortanotkunina sem dæmi þó um leið verði að hafa í huga að sú tæknibylting hefur líka sparað umtalsverða peninga. Hvað varðar íbúðarhús- næðið þá skiptir heildarfjárfestingin í þjóðfélag- inu ekki svo litlu máli enda hefur húsnæðiskerfið og peningaþörf þess verið eitt af meginverkefn- um stjórnvalda mörg undanfarin ár. Þessi viða- mikli þáttur hefur því valdið spennu hér innan- lands sem aftur hefur orsakað erfiðleika hefur verið að ná niður vöxtum og létta með því móti á fjárþröng heimilanna og vaxtakostnaði fyrirtækj- anna. Vandamálið er að við horfum alltof sjaldan á þessi mál í samhengi, brosum bara út í annað yfir því að vera á topp-tíu listanum í fer- metrafjölda íbúðarhúsnæðis á hvern landsmann en kvörtum svo í sömu mund yfir því að lífskjör séu betri allt í kringum okkur. Staðreyndin er sú að í þjóðarsálina okkar margumtöluðu er innbyggður húsnæðisþanka- gangur sem fæstar aðrar þjóðir þekkja. Hér berst unga fólkið í gegnum öll sín bestu ár í skuldab- asli vegna náms og húsnæðiskaupa og er vart fyrr farið að sjá tU sólar þegar við tekur annað ferli sem heitir á góðri íslensku að „minnka við sig". Spurningin sem gaman er að velta fyrir sér er sú hvernig íslenska fjölskyldumynstrið hefði litið út fólk hefði í gegnum tíðina haldið örlítið meira að sér höndum í húsnæðiskapphlaupinu og sparað sjálfu sér og þjóðfélaginu fjármuni. Að minnsta kosti hefði einhver kappróðurinn orðið léttari. Háskólinn á Akureyri: Fyrstu kennararnir brautskráðir Þorsteinn Gunnarsson, háskólarektor, flytur ávarp á háskólahátíð á laugar- daginn. Myndir: BG. „Mjög lágt hlutfall háskólamennt- aðs fólks vinnur á sviði landbún- aðar, sjávarútvegs eða iðnaðar. Tekið skal fram að vissulega er mikilvægt að háskólar haldi áfram að mennta fólk til starfa við opin- bera þjónustu. En ljóst er að hinar hefðbundnu atvinnugreinar hér á landi rnunu ekki standast alþjóð- lega samkeppni nema þær hafi yf- ir að ráða háskólamenntuðu starfs- fólki í mun meira mæli en nú er,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, rekt- or Háskólans á Akureyri, á há- skólahátíð á laugardaginn þegar útskrifaðir voru 124 nemendur frá skólanum. Þorsteinn ræddi í ræðu sinni um framtíð landsins og hlutverk menntunarinnar í atvinnulífínu og sagði möguleikana einkum byggða á því að sem víðast væri íslenkt atvinnulíf samkeppnisfært við það sem gerðist erlendis. Hlut- verk háskólamenntunarinnar væri að tryggja að háskólamenn kunni til verka í nútíma upplýsingaþjóð- félagi og í gegnum háskólanám sitt hafi þeir öðlast þau tæki sem þurfi til að byggja upp atvinnulíf- ið. „Háskólinn á Akureyri stefnir að því að sinna rannsóknum í hæsta gæðaflokki, í nánum tengsl- um við atvinnulífið og með hags- muni íslensku þjóðarinnar að leið- arljósi,“ sagði Þorsteinn. Rektor vék að stofnun mat- vælabrautar við skólann í haust og að undirbúningi að stofnun mat- vælaseturs við skólann. í mars- mánuði óskuðu KEA, Samherji og ÚA eftir viðræðum við ríkisstjóm um kostun fyrirtækjanna á rann- sóknarstarfsemi við matvælasetur HA og sagði Þorsteinn það eitt merkasta framlag innlendra fyrir- tækja sem um geti í þátttöku í rannsókna- og þróunarstarfi. I fyrsta skipti vom nú braut- skráðir kennarar frá Háskólanum á Akureyri, annars vegar verðandi grunnskólakennarar með B.ED próf og hins vegar starfandi leið- beinendur sem luku námi í upp- eldis- og kennslufræðum. „Braut- skráning kennara frá Háskólanum á Akureyri mun draga úr þeim til- finnanlega kennaraskorti sem er á landsbyggðinni og þar með treysta grundvöll farsæls mannlífs í byggðum landsins,“ sagði Þor- steinn Gunnarsson við þessi tíma- mót í sögu skólans. JÓH Hluti útskriftarhópsins frá Háskólanum á Akureyri. Ails brautskráðust 124 að þessu sinni, fleiri en nokkru sinni fyrr. Kandidatar frá Háskólanum á Akureyri B.S.-próf í hjúkrunarfræði 14 B.Ed. kennarapróf 24 Próf í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda 42 Rekstrarfræði (tveggja ára nám) 19 B.S.-próf í rekstrarfræði 15 B.S.-próf í rekstrarfræði, gæðastjórnun 7 B.S.-próf í sjávarútvegsfræði 3 Samtals 124 B.S.-próf í hjúkrunarfræði Asdís Hólmfríður Arinbjamardóttir Guðný Friðriksdóttir Hulda Sædís Bryngeirsdóttir inga Dagný Eydal Kristín Sólveig Bjarnadóttir Lilja Ester Agústsdóttir Linda Hersteinsdóttir Lovísa Agncs Jónsdóttir Sigríður Margrét Jónsdóttir Þorgerður Einarsdóttir Þorgerður Hauksdóttir Þórhildur Þöll Pétursdóttir Björk Bragadóttir Elísabet Hjörleifsdóttir B.Ed.-kennarapróf Anna Bergrós Amarsdóttir Amheiður Pálsdóttir Auður Ásgrímsdóttir Bjöm Sigurðsson Elín Eydís Friðriksdóttir Elsa Sif Guðmundsdóttir Fjóla Stefánsdóttir Hafdís Kristjánsdóttir Hallur Birkir Reynisson Hólmfríður Sigrún Gylfadóttir Hulda Gunnarsdóttir Hulda Svanbergsdóttir Klara Eiríka Finnbogadóttir Kristín Huld Gunnlaugsdóttir Kristín Hilmarsdóttir Kristín Kolbeinsdóttir Laufey María Hreiðarsdóttir Lovísa Sveinsdóttir Ólína Þorleifsdóttir Selma Kristjánsdóttir Sigríður Guðrún Pálmadóttir Sigrún Helga Snæbjömsdóttir Sævar Ámason Þórhalla Gunnarsdóttir Próf í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttindu Akla Þrastardóttir Anke-María Steinke Arnaldur Bárðarson Áki Áskelsson Árni Ámason Barclay Thomas Anderson Bergdís Kristmundsdóttir Birgir Steingrímsson Björgvin Þór Þórhallsson Bjöm Jóhannes Sighvatz Bryndís Valgarðsdóttir Brynjólfur Jóhannsson Eiríkur Jóhannsson Elisabeth Hauge Freyja Önundardóttir Ghasoub Abed Gígja Þórarinsdóttir Guðrún Jónsdóttir Halla Kristmunda Sigurðardóttir Hans Uwe Vollertsen Haukur Gunnarsson Helena Alma Ragnarsdóttir Hörður Ríkharðsson Ingileif Oddsdóttir Jóhann Guðni Reynisson Jón Þór Aðalsteinsson Júlíana Þórhildur Lárusdóttir Katrín Björg Ríkarðsdóttir Kristján Tryggvason Margrét Björgvinsdóttir Margrét Steinunn Thorarensen Marína Sigurgeirsdóttir Nína Leósdóttir Ólína Torfadóttir Sigríður Helga Olgeirsdóttir Sigrún Aðalgeirsdóttir Stefán Þór Sæmundsson Valgerður Gunnarsdóttir Þorlákur Axel Jónsson Þorsteinn Krúger Þórarinn Hjartarson Þórey Brynjarsdóttir Rekstrarfræði (tveggja ára nám) Amar Már Sigurðsson Auður Elva Jónsdóttir Björn Guðmundsson Dagný Magnea Harðardóttir Eggert Eggertsson Guðrún Karítas Garðarsdóttir Halldór Sveinn Kristinsson Helgi Aðalsteinsson Helgi Níelsson Hjördís Sigursteinsdóttir Jóhanna Bára Þórisdóttir Jóti Helgi Pétursson. Pétur Erling Leifsson Sigurður Bjami Hafþórsson Svanhildur Guðmundsdóttir Sævar Helgason Valgerður Guðlaug Ófeigsdóttir Þórólfur St. Amarson Þröstur Óskarsson B.S.-próf í rekstrarfræði Stjórnunarsvið Arna Sigrún Sigurðardóttir Arnar Már Sigurðsson Borghildur Freyja Rúnarsdóttir Davíð Bjamason Einar Bjöm Erlingsson Gísli Öm Bjamhéðinsson Guðmundur Rúnar Guðmundsson Helgi Einarsson Jón Páll Kristófersson Óðinn Steinsson Óttar Gautur Erlingsson Snorri Snorrason Valgerður Kristjánsdóttir Þórólfur Steinar Amarson Sjávarútvegssvið: Helgi H. Ófeigsson B.S.-próf í rekstrarfræði, gæða- stjórnun Einar Áskelsson Guðmundur Auðjón Guðmundsson Jón Hreinsson Kjartan Haukur Eggertsson Ólafur Hrafn Ólafsson Róbert Örvar Ferdinandsson Unnsteinn Ingason B.S.-próf í sjávarútvegsfræði Ársæll Kristófer Ársælsson Magnús H. Baldursson Ómar Pétursson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.