Dagur - 19.06.1996, Blaðsíða 10

Dagur - 19.06.1996, Blaðsíða 10
10- DAGUR - Miðvikudagur 19. júní 1996 EVRÓPUMÓTIÐ í KNATTSPVRNU SÆVAR HREIÐARSSON Króatar hvíla bestu mennina Króatía mætir Portúgal kl. 15.30 í dag og leikurinn skiptir miklu máli fyrir útkomuna í D-riðli. Króatar eru öruggir áfram en geta hjálpað Dönum með sigri á Portúgölum. Króatíski þjálfar- inn hefur ákveðið að hvíla lykil- menn í leiknum en þrátt fyrir það ætla Króatar sér sigur. Slaven Bilic, vamarmaður Kró- ata, segist staðráðinn í að vinna leikinn, bæði fyrir danska mið- vörðinn Marc Rieper, sem leikur með honum hjá West Ham, og til að hefna fyrir ummæli sem portú- galski þjálfarinn lét falla skömmu fyrir lokakeppnina. Artur Jorge sagði eftir leik Króata og Ira að króatíska vömin væri léleg, miðj- an væri verri og sóknin væri af- spymu slök. Davor Suker átti stórleik gegn Dönum á sunnudag; skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hann verður að öllum líkindum hvfldur í leik Króata gegn Portúgölum í dag. Vamarmaðurinn Nikola Jerk- an verður ömgglega ekki með eft- ir að hann nefbrotnaði í leiknum gegn Dönum og Alen Boksic, sem nýlega var seldur frá Lazio til Ju- ventus, ekki heldur en hann missti af leiknum á sunnudag eftir að hafa fengið sýkingu í hálskirtla. Robert Jami, Mario Stanic og Alj- osa Asanovic verða einnig hvíldir. Eftir sigur Króata á Dönum var fagnað langt fram eftir nóttu í Za- greb. Um 30 knattspyrnuunnendur mættu á bar kl. 2 að nóttu allir með plástur á nefinu, líkt og flestir leikmenn keppninnar nota til að auðvelda öndun. Króatar fögnuðu einnig sigri Chicago Bulls í NBA úrslitunum á aðfaranótt mánudags. í liði Bulls er Toni Kukoc, sem er þjóðhetja í heimalandinu. Hann er góðvinur vamarmannsins Slaven Bilic en þeir ólust upp saman í Split og áttu heima í sama fjölbýlishúsi öll æskuárin. Þeir léku fótbolta saman en þegar það tognaði úr Kukoc valdi hann frekar að leika körfu- bolta. Króatar eru ekki ánægðir með skipulagningu keppninnar hjá Englendingum. Bæði skiptin sem Zvonimir Boban og Davor Suker skoruðu mörkin þrjú gegn Dönum. Suker verður ekki með Króötum gegn Portúgölum í dag. þjóðsöngur landsins hefur verið leikinn fyrir leiki hefur vantað stóran hluta aftan á lagið og eru leikmenn sagðir mjög ósáttir með það. Króatískir knattspymumenn njóta vinsælda hjá kvenþjóðinni. Vamarmaðurinn Igor Stimac er giftur fyrrum Ungfrú Júgóslavíu og unnusta framherjans Ivica Momar, sem leikur með Eintracht Frankfurt, varð í hópi fimm efstu í Miss World keppninni árið 1993. Momar var reyndar ekki valinn í króatíska hópinn eftir að hann var nappaður við að gæða sér á sam- loku á bar um miðja nótt skömmu fyrir keppnina. Upplausn hjá Hollendingum Klinsmann í metabækurnar Jurgen Klinsmann ritaði nafn sitt á spjöld knattspyrnusögunnar þegar hann skoraði tvö mörk í 3:0 sigri Þjóðverja á Rússum á Old Trafford á sunnudag. Hann varð þar með fyrsti maðurinn til að skora í þremur lokakeppnuin EM í röð. Fyrra mark kappans var einkar glæsilegt og kemur til álita sem fallcg- asta mark keppninnar. „Frammistaða hans sýndi að honum finnst sem hann sé hér á heimavelli. England virðist vera hans heimaland,“ sagði Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands. Klinsmann var sjálfur mjög hógvær í leikslok. „Allt sem ég vildi gera var að berjast og hlaupa fyrir félaga mína. Við erum mjög ánægðir með úrslitin og ég er glaður yfir mörkunum en það var ekki aðalatriðið fyrir mig,“ sagði Klinsmann, sem kom inn í þýska liðið eftir að hafa verið í leikbanni í fyrsta leiknum. Breskir fjölmiðlar hafa gam- an af Klinsmann og greinilegt að það eru margir sem vilja fá hann aftur í enska boltann. Hann hefur verið orðaður við öll stærstu liðin og um helgina bættist Blackburn í hóp þeirra liða sem falast eftir þýska ellismellinum. Sjálfur segist kappinn ætla að vera áfram hjá Bayern Munchen. Edgar Davids, hollenski knatt- spyrnumaðurinn spræki sem Aj- ax seldi til AC Milan fyrir keppnina, var rekinn heim fyrir helgi fyrir að gagnrýna lands- liðsþjálfarann, Guus Hiddink, og væna hann um hlutdrægni. „Hvað á maður að halda þegar þjálfarinn er með hendur og haus uppi í borunni á vissum leikmönn- um?“ sagði Davids við hollenska fjölmiðlamenn og það fylgdi sög- unni að allt væri í hers höndum í hollenska hópnum þar sem ungum og eldri kemur illa saman. „Hóp- urinn skiptist í tvær fylkingar og spennan er áþreifanleg," segir í Algemeen Dagblad um helgina og þar kemur fram að strákar á borð við Davids, Clarence Seedorf, Michael Reiziger og Patrick Klui- vert hafi ekki lengur áhuga á að láta eldri leikmenn á borð við Danny Blind,' Dennis Bergkamp og Ronald de Boer ráða ferðinni. Það þótti táknrænt fyrir andann í hópnum að í leik Hollendinga og Svisslendinga í síðustu viku fagn- aði Bergkamp einn marki sínu. Ruud Gullit er öllum hnútum kunnugur í hollenska hópnum og hann var í búningsherbergi liðsins eftir leikinn gegn Sviss. „Eg get ekki sagt að ég sé hissa á vand- ræðunum í hollenska hópnum. Þetta væri ekki eðlilegt stórmót ef það væri ekki ósætti og rifrildi í herbúðum Hollendinga," sagði Gullit um rósturnar hjá löndum sínum. Sjálfur hefur hann lent í útistöðum við landsliðsþjálfara landsins og fleiri kunnir kappar eiga svipaða fortíð. Í lokakeppni EM 1976 var það Johan Cruyff, 1980 Ari Haan, 1988 Marco van Basten og 1992 Gullit sjálfur. í lokakeppnum HM hafa Hollend- ingar lent í svipuðum vandræðum. í HM 1978 lenti Wim van Haneg- em í útistöðum, 1990 var komið að Marco van Basten og loks Ruud Gullit, sem dró sig út úr hol- lenska hópnum skömmu áður en HM 1994 í Bandaríkjunum hófst. Þegar svona vandræði hafa komið upp á hafa Hollendingar aðeins einu sinni staðið uppi sem sigur- vegarar, í EM 1988. Domarar rafmagnaðir Gulu og rauðu spjöldin hafa oft farið á loft í leikjunum í EM. UEFA hefur nú staðfest að dómar- ar eru komnir með nýjan búnað til að geta fylgst betur með öllu sem fram fer. Aðaldómari ber sérhann- að armband á upphandlegg sem titrar þegar aðstoðardómari (áður línuvörður) þrýstir á hnapp á flaggi sínu. Þessi búnaður hefur verið prófaður í Sviss í tvö ár og með þessu getur aðstoðardómari náð sambandi við dómara hvenær sem hann vill koma einhverju á framfæri. Þetta kemur sér einkar vel þegar skipta á inná leikmönn- um eða koma þarf öðrum boðum til dómara. Talsmaður UEFA sagðist ánægður með hvernig til hafi tekist en vildi ekkert segja þegar hann var spurður út í tölvu- búnaðinn sem notaður er til að sýna númer leikmanna við inná- skiptingar. Tölumar sjást illa í sól- inni og leikmenn eru oft í vafa um hver á að koma útaf. ip 196 Eura96 c/yauifl ■ Skipuleggjendur keppninnar fengu óvenjulega ósk frá Dan- mörku um helgina. Þeir voru beðnir um að seinka leik Dana og Tyrkja í dag um einn klukkutíma til þess að bæjar- stjóri í dönskum bæ gæti horft á leikinn. Blaðafulltrúi keppn- innar, Andrew Collomosse, segist hafa verið þess fullviss um að grín hafi verið að ræða þegar að danskur blaðamaður hringdi og spurði hvort hægt væri að færa leikinn aftur um klukkutíma til að danski tign- armaðurinn hefði tíma til að horfa á leikinn. Brosandi sagð- ist blaðafulltrúinn ætla að koma þessari ósk áfram til for- ráðamanna UEFA. Það var ekki fyrr en hann vildi gefa mér samband við bæjarstjór- ann svo hann gæti þakkað mér í eigin persónu að ég áttaði mig á að þeim var full alvara, segir Collomosse. Þess ber að geta að ekki var gerð breyting á leiktímanum og leikurinn hefst kl. 15.30. ■ Búist er við að danski fram- herjinn Sören Andersen fái tækifæri gegn Tyrkjum í dag. Andersen var kallaður inn í danska landsliðshópinn á síð- ustu stundu og hann átti ekki von á því sjálfur að vera val- inn. Hann hafði pantað sér sól- arlandaferð til Spánar í júní og bjóst frekar við að flatmaga á ströndinni en að leika í loka- keppni EM. Andersen þessi leikur með AaB frá Álaborg og hefur slegið í gegn í dönsku deildinni. ■ Madness, Simply Red, Dodgy og M People munu leika saman á Old Trafford í Manchester á tónleikum sem tileinkaðir eru lokakeppni EM 96. Þetta verða stærstu tónleik- ar sem haldnir hafa verið í Manchester og verða laugar- daginn 29. júní, kvöldið fyrir úrslitaleikinn. Búist er við meira en 60.000 tónlistarunn- endum á knattspymuleikvang- inn en auk áðumefndra hljóm- sveita troða grínistar upp og fjölleikaflokkur leikur listir sínar. ■ Þegar riðlakeppninni er lokið í EM tekur við útsláttarfyrirkomu- lag. Ef liðum tekst ekki að ná fram úrslitum í 90 mínútna leik verður framlengt og það lið sem er á undan að skora vinnur leik- inn. Leiknum lýkur um leið og fyrsta mark er skorað. UEFA kallar þessar nýju reglur „Gold- en Goal“ eða „Gullna markið“ og þykir það nokkuð kaldhæðn- islegt, þar sem þessi regla var fyrst notuð í knattspymuleikjum í stjómartíð nasista í Þýskalandi. Þegar UEFA kynnti þessar regl- ur var því haldið fram að þær hafi fyrst verið notaðar á Spáni árið 1950 en við nánari athugun kom í ljós að Þjóðverjar notuðu þessa reglu á ámnum 1935- 1944. ■ Það var glatt á hjalla í hátíðar- sal á Mottram Hall hótelinu í Manchester á sunnudag. Darren Ferguson, leikmaður Wolves og sonur Alex Ferguson, stjóra Man. Utd., gekk í það heilaga um helgina og var efnt tíl stór- veislu á hótelinu. Landslið Þýskalands dvelst einnig á hótel- inu og þeir slóust í hópinn og fögnuðu sigri á Rússum síðdegis á sunnudag. ■ Jamie Redknapp kom inná sem varamaður í hálfleik í leik Englendinga og Skota en stopp- aði stutt við. Hann snéri sig illa á ökkla og var borinn af leikvelli. „Ég er mjög aumur í ökklanum en vonast til að vera til í slaginn fyrir fjórðungsúrslitin um næstu helgi,“ sagði Redknapp. ■ Forráðamenn Bournemouth voru brosmildir á laugardag þeg- ar þeir sáu Jamie Redknapp koma inná. Þegar Redknapp var seldur frá félaginu til Liverpool fyrir fimm árum var haft ákvæði í samningnum að Boumemouth fengi 50.000 pund ef Redknapp léki fyrir England í lokakeppni Heimsmeistara- eða Evrópu- móts. Bournemouth á í fjárhags- erfiðleikum og aurarnir koma sér vel. ■ Skotar gátu ekki komið tuðrunni framhjá David Seaman, markverði Englendinga, af víta- punktinum en þeir höfðu brugg- að ráð til að finna Ieið framhjá honum frá miðlínu, strax og flautað var til leiks. Sagan segir að Skotar hafi veitt því athygli að Seaman stóð mjög framarlega í upphafi opnunarleiksins þegar Englendingar mættu Svisslend- ingum og var ráðgert að vippa boltanum upp fyrir Gary McÁll- ister, sem átti að freista þess að skora frá miðlínu. En leyndar- málið virðist hafa lekið því Sea- man tók sér stöðu í miðju mark- inu í upphafi leiksins gegn Skot- um. ■ ítalir léku tvo fyrstu leiki sína á Anfield Road í Liverpool og hafa valið Liverpool sönginn, YouTl Never Walk Alone til að hvetja sig til dáða. Paulo Mald- ini, fyrirliði Itala, óskaði eftir upptöku af þessu fræga lagi hans Gerry Marsden eftir sigurleikinn gegn Rússum í fyrsta leiknum og þó svo þetta hafi ekki gefið eins góða raun fyrir leikinn gegn Tékkum ætla Italir að halda áfram að kirja lagið fyrir leiki það sem eftir lifir keppninnar. Það þykir markvert að nær allir leikmenn liðsins hafa lært text- ann við lagið en ítalir eru þekktir fyrir slaka enskukunnáttu. é Eíira 96 ErujZarid

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.