Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Page 4
22 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 Hús og garðar / DV Sumarbústaðir: Vinsældir aukast stöðugt Þetta finnska bjálkahús er framleitt af Honka Rakenne. Það er 43,5 fm að stærð með verönd og er selt á kynningarverði um þessar mundir. Það kostar 2,9 milljónir, fullbúið og er reist á staðnum. Mikil aukning hefur verið í byggingu sumarhúsa síðasta áratug. Sam- kvæmt upplýsingum frá Skipulagi ríkisins hefur sumarhúsum í]ölgað úr því að vera 2300 árið 1973 í um 7700 árið 19$)1 og aukningin virðist ekki vera í fénun. Skipulagið áætlar að til séu um 5000 samþykktar en óbyggðar lóðir fyrir sumarhús. Ætla mætti aö markaðurinn fyrir sumar- hús væri oröinn fullmettaöur því að æ fleiri eiga þess kost aö nýta sér sumarhús félagasamtaka. En svo virðist ekki vera því að þrátt fyrir að framboð sé nokkurt af sumarhús- um virðist það stafa af þvi að fólk er að breyta um og færa sig yfir á betri staði en ekki að það gefist upp á bú- staðnum. Fólkvillvitaafein- hverjum í nágrenninu Nú skyldi maður ætla að fólk not- aði bústaðinn til að losna við amstur borgarlífsins og til að fá að vera í ró og næði og út af fyrir sig. En reyndin er sú að fólk vill vita af öðru fólki nálægt sér og þegar verið er að skipu- leggja sumarbústaöahverfin virðist að um leið og komnir eru um 5 bú- staðir á eitthvert svæði þá byrji svæðið að stækka og hægt sé að selja fleiri bústaöi. Athuga þarf alla þætti áður enkeypterí fyrsta sinn Oft vill það bregða við, þegar fólk kaupir bústað í fyrsta sinn, aö það gerir sér ekki alveg grein fyrir hvaö Þaó getur oft borgaó sig að kaupa 10-15 ára gamlan bústaö, sérstak- lega ef komið er aó meiri háttar við- haldi eða viðgerð og kaupandi getur gert við sjálfur. Hægt er að fá um- talsverða lækkun á verði. Hér er verið að smíöa sólstofu við húsið og einangra þakið betur og setja á pappa svo hægt sé að nota húsið meira að vetrinum. það er að fara út í. Oft er ákvörðun tekin nokkuð snögglega og það gleym- ist að það er ekki bara landið og hús- ið sjálfi sem þarf að greiða fyrir, held- ur ýmis annar kostnaður sem leggst við dæmiö. Við skulum aðeins skoða hvaða kostnaður kemur til viðbótar þegar keypt er nýtt hús. Eignarland eða leiguland? Við könnun kom í ljós að 9 af hverj- um 10 sumarbústaðaeigendum vilja eiga landið sem sumarbústaðurinn stendur á. Þeir virðast hræddir við að þegar leigutíma lýkur þá geti land- eigandi stillt þeim upp viö vegg og krafist endurskoðunar á leigu. Al- gengt er að gerðir séu 25 ára leigu- samningar og algeng leiga í dag er 18-50 þús. á ári. Vitað er um að leiga geti verið um 100 þús. á ári, en þá leggur landeigandi til rafmagn, kalt vatn og mikla þjónustu. Verð á landi fer eftir gróðurlendi og stað- setningu Könnun á verði á hektara leiddi í ljós að það fer oftast eftir gróðurfari landsins. Ódýrast er að kaupa í mýr- lendi en þar er hektarinn seldur á kr. 100-150 þúsund, þá heiömóa kr. 300 þús., hektarinn í mosagrónu hrauni selst á 500 þús., í kjarrlendi eða valllendisgróðri með fadlegu út- sýni á 700 þús., en dýrustu lóðirnar fara á um eina milljón, en það eru lóðir á mjög eftirsóttum stöðum. Annar stofn- kostnaður Rafmagn, vatn, rotþró og vegalögn eru hðir sem oft eru vanáætlaöir hjá fólki. Gera má ráð fyrir að stofngjald rafmagns geti farið upp í u.þ.b. 175 þús. kr., stofngjald vatns verði um 30-80 þús. kr. og ef hitaveita er með í dæminu þá fara þar 200 þús. kr. í stofngjald miðað við 2-3 mínútulítra, en 4-8000 kr. kostar aö hita meðalbú- stað á ári. Ef aögangur er að heitu vatni þarf ekki að vera dýrt að hita upp heitan pott því affallið af húsinu er yfirleitt notað og aðeins skerpt á ef með þarf. Vatnsinntak og pípulögn með hreinlætistækjum kostar um 150.000 og ef hitaveita er með í spilinu og tekinn er forhitari og miöstöö þá kostar það 150 þús. kr. í viðbót. Flest- ir bústaðir eru þó með rafmagnshit- un. Rotþrær þurfa að vera minnstl500lítra Minnstu rotþrær sem Hollustu- vemd ríkisins samþykkir fyrir sum- arbústaði era 1500 lítra en þær verða að vera þriggja hólfa. Söluaðilar fyrir rotþrær eru Borgarplast, Sæplast á Dalvík og Byko og verðið á þeim er frá 45-55 þús. Ofan á verð þróarinnar bætist við gröfukostnaður, jarðvegs- skipti, mannskapur og lagnaefni og gera má fastlega ráð fyrir því að heildarkostnaður varðandi rotþróna verði um 150 þús. kr. Venjan er sú að bóndinn eða sölu- aðili lands selur sumarhúsaeigend- um vatnið og leggur það heim að lóð- armörkum ásamt vegarstæði. Ann- ars er allur gangur á því, stundum þarf kaupandi sumarhússins að leggja sjálfur margra tuga metra vatnslögn og veg. Það gefur að skilja að það getur orðið gífurlegur kostn- aðarauki og því þurfa þessir hlutir aö vera á hreinu við kaupin á lóð- inni. Það má því segja að gera megi ráð fyrir a.m.k. einni milljón í stofn- kostnaö fyrir utan land og hús. Hverju munar að kaupa fullbúinn bú- stað eða á mismun- andi byggingarstigi? Þrátt fyrir að ýmsir treysti sér ekki til að byggja frá grunni er þorri manna laghentur og vill frekar taka við bústaðnum hráum að innan og klára sjálfur og spara með því vinnu- laun smiða. Fullbúinn bústaður Þegar talað er um fullbúinn bústað er átt við að bústaðurinn sé með öll- um lögnum, hreinlætistækjum, eld- húsinnréttingu, skápum og oft rúm- stæðum. Hins vegar er eldavél, ís- skápur, vatnskútar og hitarar eitt- hvað sem kaupandi þarf alltaf aö útvega sér sjálfur. Sum fyrirtæki sem selja bústaði eru ekki með skyggni, verönd, þakrennur og nið- urföll inni í verðinu, þegar talað er um fullbúinn bústað þannig að það þarf að spyrja nákvæmlega út í það hvað fylgi hjá hverjum byggingarað- ila fyrir sig. Sjón er sögu ríkari og það er um að gera að vera nógu dug- legur að spyrja og skoða. Verö á nýjum fullbúnum bústað Sú viðmiðunarregla er oft notuð að fermetrinn í nýju húsi kosti 80 þús. og síðan er margfaldað með fer- metrafjölda. Haft var samband við nokkra sumarhúsaframleiðendur og spurt um verð á 40 fm og 60 fm bú- stöðum. Algengasta verð nýrra bú- staða virðist vera frá 3-5,5 milljónir króna, en erfitt er setja nákvæmt verð á fermetranum sökum þess hve mismunandi mikið er lagt í bústað- ina af söluaðilum og hvort þeir eru með svefnlofti eða ekki. Eins var sums staðar flutningur á húsi, efni og mönnum ásamt uppihaldi ekki inni í verði en aðrir voru með flutn- ing og niðursetningu inni í sínu verði. Munar þriðjungi á veröi að kaupa tilbúið undir tréverk Hægt er að fá bústaðina afhenta á nokkrum byggingarstigum og virðist vera hægt að miða við að bústaður tilbúinn undir tréverk kosti um % miðað við fullbúinn bústaö. Hægt er einnig að fá húsin enn hrárri en þá eru þau tilbúin að utan, með gólfi, en án einangrunar í veggjum, panels og lagna. Þá er boðið upp á þann valkost hjá sumum framleiðendum að fá húsin uppsett eða óuppsett. Þeir framleiðendur sem fengnar voru upplýsingar frá voru Hamra- verk í Hafnarfirði, Akurshús á Akra- nesi, Krosshamrar við Ánanaust, Þinur í Kópavogi og upplýsingar um finnsku Honka bjálkahúsin fengum við hjá Magnúsi Alfonssyni húsa- smíðameistara, Stórhöfða 24 í Reykjavík. Kaup á eldri bústað - kostir og gallar Það er oft góður kostur að kaupa eldri bústað. Þeir eru oft mun ódýr- ari og oft er búið að rækta talsvert í kringum þá. Verðið er mjög mismun- andi og fer eftir ástandi og staðsetn- ingu bústaðarins. Algengt verð á bústöðum á betri stöðum er oft um 4,5 milljónir, en dæmi eru um að bústaðir hafi selst á annan tug millj- óna. Bústaðir sem eru orðnir 10-15 ára gamlir seljast oft á 2-3 milljónir. Hins vegar eru þetta gamlir bústaðir oft komnir með talsverðan viðhalds- kostnað og það borgar sig oft ekki að kaupa þá nema að sá sem kaupir geti séð um viðhaldið sjálfur eða eigi góða að. Oft skjóta líka vandamál fljótlega upp kollinum sem voru hul- in við kaup, svo sem í sambandi við rotþró, leka og annað. Kaupendur eldri bústaða verða því að vera viö öllu búnir og taka því sem að hönd- um ber með æðruleysi. Best er að fara varlega af stað Hús og garðar vilja benda fólki á að fara sér að engu óðslega heldur skoða hús hjá sem flestum aðilum og kynna sér vel hvað fylgir með hjá hverjum og einum. Það ætti einnig að byrja á því að kynna sér Sumar- húsabókina en hún fæst í flestum bókabúðum. Viðhald og viðgerðir á steinsteypu Þar sem veðurfar hérlendis ein- kennist af mikilli vætu og vindálagi, slagregni og örri skiptingu á milli frosts og þíöu yfir vetrartímann kem- ur það ekki á óvart að viðhald sé hér meira heldur en þar sem veðurfar er stöðugra. Veðrið á samt ekki eingöngu sök á hinum miklu skemmdum sem hafa komið fram á steinsteyptum húsum hérlendis í gegnum tíöina. Þar hafa aðrir þættir verið að verki. Orsakir steypu- skemmda Stóran hluta steypuskemmda má rekja til þess að hér áður fyrr var notuð of veik steypa, steypa sem var varla frostþolin eöa steypa sem var alkalívirk eða menn hafa verið að spara. í ljósi þessa eru í dag gerðar mun strangari kröfur varðandi steypu og meira eftirht er haft með steypu- framleiðslunni, bæði með innra eftir- hti hjá steypustöðvunum sjálfum og svo af hálfu Rannsóknastofnunar byggingariönaðarins. Margar leiðir hafa verið reyndar Aðalaðferðin sem var notuð til að gera við steypuskemmdir hefur ekki reynst vel, en það er raufarsögun og sprungufyllingar með sements- bundnum efnum. Margir hafa greitt ofijár vegna sprunguviðgerða og málunar á húsum sínum og svo hafa sprungumar birst aftur á skömmum tíma en hin sementsbundnu efni virðast þola mjög hla hreyfingar í sprungunum sem verða vegna hita- mismunar. Margir hafa þá gefist upp og klætt hún sín að utan, sem er varanleg lausn, eða prófaö að loka sprungunum með gúmmíkenndum efnum sem hleypa ekki út raka. Það gerði iht verra því að raki hefur til- hneigingu til að leita út og húsið heldur áfram að skemmast innan við fahegt yfirborð þangað til það skemmist hka með vatnspokum sem lekur stundum úr hálfur lítri vatns þegar stungið er á þeim. Því hefur verið unnið af kappi við að finna efni sem stöðva leka en vinna jafnframt gegn háu rakastigi í útveggjum ís- lenskra húsa. Reynsla af vatnsfælum Vatnsfælur eru eitt þeirra efna sem hafa verið reynd. Virkni þeirra felst í því að upptaka vatns stöövast í fín- gerðum sprungum og netsprungum. Niðurstöður rannsókna benda til þess aö vatnsfælur dugi til þess að fylla upp í fíngerðar sprungur ásamt netsprungum. Aðferðin er fólgin í því að boriö er ríkulegt magn vatnsfælu í sprungur á meðan þær eru þurrar og síðan blettmálað yfir með þykk- fljótandi, teygjanlegri málningu. Menn eru sammála um að þar sem vatnsfælur duga sé það mun betri lausn en raufarsögun og sprungu- fylhng. Eiginleikar viðgerðarefna Viðgerðarefni og klæðningar þurfa að hafa gott frost- og þanþol til að gegna hlutverki sínu sem best. Nú eru komin fram ný efni sem hafa meiri viðloðun og sveigjanleika held- ur en gömlu efnin. Múrblöndur eru orönar trefia- og akrýlstyrktar og hafa góða viðloðun og frostþol. Það er því neytandans að leita áhts hjá ráðgjöfum og velja efni sem hafa mikla mótstöðu gegn þrýstingi og frost-þíðu álagi og draga úr vatns- drægni. Það þarf að kynna sér hvort reynsl- an af þeim er góð, hvort þau hafa verið prófuð og samþykkt og til hvers þau eru ætluö. Hversu oft þarf að mála óskemmdan múr? Ef engar steypuskemmdir kæmu fram í múr mætti hða helmingi lengri tími á milh þess sem málað væri. Hins vegar losnum viö ekki við að háþrýstiþvo áöur en viö málum því að tilgangurinn með háþrýsti- þvotti er að losna við lausa máln- ingu, ryk og óhreinindi þannig að viðloðun viögerðarefna og nýrrar málningar veröi meiri. Stöðug framþróun í dag er verið að þróa nýja við- gerðatækni sem ætlað er að þétta víðari sprungim en vatnsfælur ráöa viö og er þessi nýja tækni kölluö „innþrýstitækni". Það er vonandi að þessi vöruþróun taki ekki of langan tíma og að hún reynist vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.