Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994
25 V
Húsog garðar
Best er að bera árlega á timbrið eigi það að haldast fallegt.
Viðhald á timbri
og hellum - árviss
yfirferð langbest
utanhússklæðning
Eru eftirfarandi vandamál
aö angra þig?
ALKALÍ-SKEMMDIR SÍENDURTEKIN MÁLNINGARVINNA
FROSTSKEMMDIR LÉLEG EINANGRUN
LEKIR VEGGIR EILÍFAR SPRUNGUVIÐGERÐIR
Ef svo er, skaltu kynna þér kosti
sto-utanhússklæðningarinnar:
STO-KLÆÐNINGIN
...er samskeytalaus akríl-klæöning
...er veöurþolin
...leyfir öndun frá vegg
...gefur ótal möguleika í þykkt, áferö og mynstri
...er litekta og fæst í yfir 300 litum
...er teygjanleg og viönám gegn sprungumyndun er mjög gott
STO-KLÆÐNINGUNA
...er unnt aö setja beint á vegg, plasteinangrun eöa steinull
...er hægt aö setja á nær hvaöa byggingu sem er,
án tillits til aldurs eöa lögunar
Sto-kiæðningin þekur 70 þúsund fermetra víðs vegar um land
STO-KLÆÐNINGIN ENDIST STO-KLÆÐNING
- ÞÝSK GÆÐAVARA Á ÍSLANDI í 8 ÁR
VEGG RÝÐIf
BÍLDSHÖFÐA 18 SlMI 91 - 67 33 20
112 REYKJAVÍK FAX 91 - 67 43 20
Það er með timbur og grjót í garð-
inum eins og annað. Eigi það aö hald-
ast fallegt þarf að sinna þvi. Ekki
þarf endilega mikla vinnu en árleg
yfirferð er langbest.
Alla göngufleti úr timbri ætti að
minnsta kosti að fúaverja árlega en
duga ætti að fara yfir girðingar og
annað sem minna álag er á á tveggja
ár fresti.
Margir álíta að gagnvarið timbur
sé með einhvem eilííðarendingar-
stimpil en það timbur þarfnast einn-
ig viðhalds þó fyrstu tvö árin sleppi
viðhaldsfrítt. Þeir sem hafa málað
timbrið hjá sér þurfa sömuleiðis að
halda því við og er vinnan meiri hjá
þeim en ef timbrið er fúavarið.
Hreyfing á timbrinu veldur því að
málningin losnar af þar sem hún
hreyfist ekki með. Arviss vinna er
því hjá þeim sem eru með málað
timbur eigi það alltaf að vera sem
nýtt. Þeir sem vilja losna við máln-
ingu af timburflötum eiga mikla
vinnu fyrir höndum. Háþrýstiþvott-
ur naér þó oft miklu í burtu en það
sem ekki fer með því er handavinna.
Gætið að gróöri í nágrenni flatar þar
sem pússa á því mikil eiturefni eru
oft í málningarefnum sem geta farið
illa með gróður. Auðvelt er að koma
í veg fyrir það með því að fá sér plast
og leggja yfir gróðurinn meöan vinna
stendur yfir. Flestallir kannast við
gras milli hellna. Margir garðeigend-
ur bölva því í nokkurn tíma og fá-
rast yfir því hvemig eigi að losna við
það í stað þess að nota sama tíma í
að hreinsa það í burtu eins og allt
annað illgresi.
í flestum görðum er hellusvæðið
það lítið að það er ekki nema klukku-
tímavinna að hreinsa illgresi úr
hellu- eða grjótlögninni. Þegar
hreinsaö er upp úr hellulögn kemur
oft á tíðum jarðvegur með þannig að
autt bil verður á milli hellna. Lítið
mál er að fá sér einn poka af fín-
pússningarsandi og fúga um leið og
reytt er.
Á stærri svæðum er gott að nota
eitur sem heitir casoron. Það er kyrni
sem er dreift yfir þann flöt sem eitra
á. Ef það er notað skal fara eftir leið-
beiningum eins og alltaf þegar eitur-
efni eru notuð.
Hlaðin útigrill
- kjörin lausn, t.d. í sumarbústaðinn
Tveir u-steinar lagðir saman eru ágætis útigrill.
A undanfómum árum hefur grillmat-
reiðsla íslendinga færst mjög i vöxt
og er nú svo komið að ilmandi grill-
lykt er álíka viss vorboði og lóan.
Notkun gasgrilla færist stöðugt í
vöxt enda em þau fljótari að hitna
en kolagrillin. Þó eru enn margir sem
nota gömlu góðu kolagrillin og einnig
eru kolagrill enn algeng í sumarbú-
stöðum. Á fjölbýlishúsalóðum geta
stór útigrill oft á tíðum komið sér vel.
Hlaðin grill
Fyrir þá sem grilla mikið em lilað-
in grill kjörin lausn. Hafa má þau ein
og sér eða í samhengi við verönd,
skjólvegg, tröppur, hleðsluvegg og
svo framvegis. Best er að hafa grillið
sem næst verönd því þar situr fólk
oftast á grilldögum. Mikilvægt er að
grilliö sé varið fyrir vindi, gæta þarf
þess að snúa þvi „rétt“, þ.e. .undan
ríkjandi sumarvindátt. Einnig er
hægt að verja það með skjólvegg eða
gróðri.
Hjá B.M. Vallá fengust þær upplýs-
ingar að eina „patent“-lausnin sem
fyrirtækið væri með væm tveir u-
steinar lagðir saman og jámskúffa
sem fellur ofan í þá.
Hægt er að hlaða sér útigrill úr
nánast hvaða steini sem er en eitt er
þó sem þarf að gæta að og það er að
hellurnar þola illa hitann frá kolun-
um og því þarf annaðhvort að láta
smíða skúffu úr jámi sem fellur ofan
í grillið eða nota vikurstein eða arin-
stein undir kolin. Hann þolir hitann
mun betur en venjulegar hellur en
gallinn við vikursteininn er hins veg-
ar hvað hann veðrast illa en ég veit
ekki hvernig er með arinsteininn en
þó tel ég líklegt aö hann dugi betur.
Við gerð grillsins ætti að huga vel
að öllum atriðum og teikna það.
Hugsa þarf um atriði eins og hvort
hæðin á grindinni eigi að vera
stillanleg, hvort gera eigi ráð fyrir
einhveijum geymsluskika, t.d. fyrir
tangir og fleiri smáatriði.
Gætið að eldhættu
Sumarbústaðaeigendur ættu að
nota meira náttúmstein heldur en
tilbúnar hellur þar sem útigrill í nátt-
úrunni ætti að falla inn í landslagið
en ekki vera eins og einhver steypu-
kumbaldi í miðjum móum. Annað er
það sem fólk ætti að gæta vel að og
það er eldhættan sem skapast alltaf
þegar grillað er. Klæða ætti nánasta
umhverfi grillsins með hellum, nátt-
úru- eða steyptum, og einnig ætti fólk
að fara varlega með notkun timburs
ínágrenniviðgrill. -áj
og langar í falleg sumarhúsgögn hvort sem er
fyrir heimilið, garðhúsið eöa sumarhúsið þá
ættir þú aö líta til okkar og sjá hið mikla úrval
sumarhúsgagna hvort sem er úr basti eða furu.
Verið velkomin
flúsgagnahöllin
BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-871199