Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1994, Síða 12
30 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1994 Hús og garðar Guðni Þórðarson, framkvæmdastjóri Borgarplasts hf., við nýju rotþróna. Ný gerð rotþróar fyrir sumarhús -framleidd af Borgarplasti hf. á Seltjamamesi Eitt þeirra fyrirtækja sem framleiða rotþrær og vatnstanka fyrir sumar- hús er Borgarplast hf. Það hefur framleitt um 2000 rotþrær sl. 10 ár, en framleiðslan er ekki eingöngu bundin við sumarhús, því stærsta rotþró sem fyrirtækið hefur framleitt er 30 þúsund lítra og nú um síðustu helgi var afhending á 20.000 lítra rot- þró og 15 þúsund lítra vatnstanki upp á Hvalfjarðarströnd. Umhverfísvæn framleiðsla Borgarplast hf. er einnig með verk- smiðju í Borgamesi þar sem starf- semin byrjaði árið 1971, en fram- leiðsla fyrirtækisins tekur til ein- angrunarplasts til húsaeinangrunar og umhúðaframleiðslu fyrir sjávar- fang. Þá framleiðir það einnig fiski- ker, vörubretti og ýmsar vörur fyrir margs konar iðnað, sveitarfélög jafnt sem einstaklinga. Borgarplast hf. notar eingöngu CFC-frí efni við ein- angrun og uppfylhr þar með Mon- treal samþykktina um umhverfis- vernd frá 1989. Það er fyrsta alís- lenska iðnfyrirtækið sem fær vottun um það að reksturinn sé í samræmi við ISO 9001 staðalinn, sem tryggir bestu fáanlegu vöru í hveijum vöru- flokki allt frá hönnun til viðhalds- þjónustu. SÓLARMEGIN ÞAÐ ER HLÝTT OG NOTALEGT INNAN VIÐ TVÖFALT PLEXIGLERIÐ. ÞÚ SLAKAR Á OG FÆRÐ BRÚNT OG HRAUSTLEGT ÚTLIT. NÝJA „ÁLLTOP" PLEXIGLERIÐ ER ALVEG LAUST VIÐ MÓÐU OG ER MUN GEGNSÆRRA EN ELDRI GERÐIR. í LÍFINU okron SÍÐUMÚLA 31 - SÍMI 33706 Helstu atriði varðandi rotþrær Hús og garðar heimsóttu Borgar- plast út á Seltjamames nú á dögun- um til að skoða nýju rotþróna sem tekur 1500 lítra og kostar kr. 45.000 m/vsk. Þessi nýja rotþró er hring- laga, með hólfin samsteypt í einum geymi, létt og meðfærileg og er ekki nema um 1 metri í þvermál. Hún hentar því mjög vel þar sem erfitt er að komast niður í jarðveg. Rot- þrær þurfa að vera þriggja hólfa, þvi þær eru taldar hreinsa best. Sé rot- þró of lítil fyllist hún áður en nær að rotna í henni og hún stíflast. Holl- ustuvernd ríkisins viðurkennir ekki minni rotþær en 1500 lítra og þær þurfa allar að vera þriggja hólfa. Vönduð niðursetning skiptir mestu máli Guðni Þórðarson var tekinn tali og beðinn um góð ráð til að fyrirbyggja vandamál sem oft koma upp varð- andi rotþrær, en Guðni hefur verið stjórnandi fyrirtækisins síðustu 7 árin og er einn af stofnendum þess. Hann sagði að vönduð niðursetning á þrónni og lögnum sem tengjast í hana skipti höfuðmáh. Fjarlægja skal allan lífrænan jarðveg úr rot- þróarstæðinu og grafa niður á fast jarðlag. Ef dýpra er niður á fast þá skal fylla undir þróna með ólífræn- um efnum, svo sem grús eða rauða- möl, og þjappa vel. Undir þrónni og upp með hliðum skal ávallt vera fínt efni, t.d. sandur, og áfram skal nota frostfrítt þegar fyllt er upp að yfír- borði og skal þróin ekki standa grynnra en að 80 cm séu niður á hana. Aldrei skal moka mold að þrónni en mold má vera á efstu 15-20 cm þannig að hægt sé að hafa gras- flöt yfir henni. Sami frágangur á við um lagnir til og frá rótþrónni. Frárennsli, loftun og hreinsun Það ber að hreinsa rotþró á 2-3 ára fresti og er heppilegast að nota haug- sugu við rotþróartæmingu sumar- húsa. Það þarf ávallt að skilja eftir 10-15 cm lag af seyru í fyrsta hólfinu svo rotnun haldi strax áfram. Ef þró- in er aldrei tæmd verður hún ónýt á 10-12 árum. Þar sem 85% efnis sem inn í þróna kemur breytast í gas er nauðsynlegt að lofta út frá fremsta hólfinu eða lögninni að henni. Þar sem algjörlega er bannað að leiða frárennsli rotþróa í opna skurði eða þar sem það kemst í ár og vötn er einfaldasta aðferðin að leggja lögnina í púkk eða þá að nota drenrör eða sía það með sandsíum. í öhu falli skulu menn afla sér nægilegra upp- lýsinga áður en byrjað er á fram- kvæmd, sérstaklega ef um er að ræða staði nálægt ám, vötnum og vatns- bólum eða þar sem grunnvatnsstaða er há.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.