Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1994, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1994, Síða 3
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994 vl 2í Egg hátíð á Tunglinu tónligt: ‘‘>T’*‘ - útgáfutónleikar annað kvöld Danstónlist er íslensku ungviði hugleikin. Jafnframt því að vera vandaðri en áður hefur danstónlist, líkt og rokk og popp, teygt anga sína til ýmissa átta og er útkoman eftir því. Angamir hafa fengið mismun- andi nöfn, oftast nefndir eftir þeirri tilfmningu sem upp blossar hjá því fólki sem fyrst heyrir tónlistina. „Trance" og „ambient" danstónlist hefur verið að ryðja sér til rúms upp á síðkastið og nú er svo komið að íslenskar sveitir sem kenna sig við þessar stefnur hafa sameinast undir Smekkleysumerkinu og gefið út 13 laga safndisk sem gengur undir nafninu Egg ‘94. Umlykjandi leiðsla Samkvæmt ensk-íslenskri orðabók Sigm-ðar Ö. Bogasonar þýðir enska orðið „trance“: leiðsla, mókleiðsla, dá, dvaíi eða dásvefn og enska orðið „ambienfumlykja. Þessar þýðingar gefa lesandanum aðeins meiri innsýn í þær tilfmningar sem ofangreindri tónlist er ætlað að vekja upp. Á Egg ‘94 eru mestmegnis óþekktar hljóm- sveitir enda hefur verið lítið um útgáfu í þessum geira á islandi. Nöfn eins og Ajax, T-World, Spaceman Spliff og Hydema hafa þó verið á sveimi í einhvem tíma, en einhvem veginn aldrei sóst eftir útgáfu. Flestar þessara hljómsveita þurfa ekki marga liðsmenn og eru að meðaltali tveir í hljómsveit, stundum einn, stundum þrír og svo náttúrlega eitt eða fleiri hljómborð auk „sound module“ o.fl. Heildarmynd Það var Þórhallur Skúlason, maðurinn á bak við Underground Family og Ajax, sem var fenginn af Smekkleysumönnum til að safna saman hljómsveitum á þessa „ambi- ent trance“ plötu svo úr yrði heildar- mynd. Þórhallur hefur um einhvem tíma starfað í bransanum og var meðal annai’s í hljómsveitinni Bubbleflies þegar hún var að byrja. Þórhallur á þrjú lög með ofangreind- um hljómsveitum á plötunni: „Blue Intro" með Ajax, „Snow Princess" (sem Svala Björgvinsdóttir, söng- kona Scope, syngur) og „Sleeping under a Strange Sky“ með Under- ground Family. Auk þessara laga er á plötunni að finna lögin „Oh“ (T-World), „Tone Vibe“ (Bix), „101101100“ (Plastic), „A Different Place“ (Oscillator), „Ultra Magnificent" (Spaceman Spliff), „Hidrospere" (Biogen), „Tungl 12“ (Kusur), „Freaky Spoon“ (Hydema), „Sonic Waves“ (D.E.W.) og „011101001“ (Plastic). Heildarmynd varð úr og stoltir geta Smekkleysu- menn nú boðið íslendingum upp á alíslenska „umlykjandi leiðslu" plötu þrátt fyrir fjölda erlendra titla. Tónleikarnir hefjast... Til að fylgja slíkri plötu eftir er að sjálfsögðu boðið upp á útgáfutónleika í hinni rómuðu danshöll, Tunglinu. Hljómsveitimar sem þar koma fram era T-World, Underground Familiy, nafn vikunnar Kusur, Spacemann Spliff, Plastic, föstudaginn 22. júlí í Tunglinu og teljast til neinna sérstakra hópa er Biogen og Bix auk Þossa DJ sem standa frá 22 til 3. Allir hafa bara gaman afgóðri danstónlist. sjaldan fellur langt frá eikinni. „leiðsluvargar“ eru hvattir til að Um það snýst málið víst. Tónleikarnir verða haldnir mæta á svæðið auk þeirra sem ekki GBG m Nokkrir af þeim listamönnum sem eru á diskinum. DV-mynd ÞÖK Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram aö í hverri viku eru birtar þijár léttar spumingar um tónlist. Fimm vinningshafar, sem svara öllum spurn- ingum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni era verðlaunin diskurinn Kombóið með Ellen Kristjánsdóttur. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvað heitir nýja Rolling Stones platan? 2. Hvað heitir söngvarinn í hljómsveitinni Rolling Stones? 3. Hvað heitir gítarleikari hljómsveitarinnar Rolling Stones? Rétt svör sendist DV merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 28. júlí og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 4. ágúst. Hér eru svörin úr getrauninni sem birtist 7. júlí: 1. Egg ‘94. 2. Pálmi Gunnarsson. 3. Rapp/Hip-hop. Að þessu sinni eru verðlaunin diskurinn Kombóið með Ellen Kristjánsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.