Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1994, Síða 4
26
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1994
I t@nlist
►T
Ný plata frá Arrested Development:
Býflugnabú menningarinnar
Medlimir Arrested Development segja að nýja platan, Zingalamaduni, sem þýðir býflugnabú menningarinnar á swahili upphefji
fólk jafnt andlega og pólitískt.
Upprunalegum áformum sveitar-
innar Arrested Development var
fylgt eftir með hennar fyrstu plötu 3
Years, 5 Months and 2 Days in the
Life of... sem kom út um vor árið 1992.
Áformin: að nota tónlist sína til að
koma skilaboðum um upphafna
vitund til svartra unglinga. Undir
beinum áhrifum frá Public Enemy,
Curtis Mayfield, Sly and The Family
Stone og Bob Marley var hljóms veitin
leidd af rapparanum og lagahöfund-
inum Speech sem var alinn upp í
heimi héraðsdagblaða pg þjóðfélags-
lega sinnaðrar kirkju. í stefnu sinni
kýs hljómsveitin að hafna konuhatri,
götugengjum og alkóhólisma og
faðma að sér pólitíska athafnastefnu,
ást, virðingu fyrir kvenfólki, sér eldra
fólki og plánetunni allri.
Skipt í tvo flokka
Pólitísk stefha hljómsveitarinnar
hefur vakið á þeim mikla og verð-
skuldaða athygli. Fyrir þeim er
svörtu fólki skipt í tvo flokka. Öðrum
megin eru „Surtirnir“ (,,niggas“),
sem vita af kúgun sinni en vafra um
í örbirgöinni alls ráðalausir. Hinn
flokkinn kalla þau „Afríkubúa“
(„Afrikans"), fólk sem veit af kúgun
sinni en berst gegn henni af öllum
krafti. Arrested Devolpment tilheyrir
seinni hópnum og segir: „Okkur
finnst margir krakkar virða okkur en
það eru ekki margir sem vilja líkjast
okkur. Athafnir okkar krefjast mikils
aga og vinnu sem ekki allir eru
tilbúnir að leggja á sig. Þjóðfélagið
gerir fólki það miklu auðveldara að
vera drukkið í götugengjum.“ Fyrsta
plata hljómsveitarinnar seldist í
þrefalda platínu á heimsmælikvarða
og vann til fjölda verðlauna. Henni
var flygt eftir með órafmagnaðri
plötu, sem tekin var upp á tónleikum
þeirra hjá MTV sjónvarpsstöðinni og
nú árið 1994 er komin út ný plata með
Arrested Development.
Býflugnabúið
Nýja platan heitir Zingalamaduni
sem þýðir „býflugnabú menningar-
innar" á swahili. Nánar útskýrt af
meðlimum A.D. sem „sámantekin
tilraun til að ýta undir áthafnasemi í
ríki menningarinnar". Ennfrekar
segja hljómsveitarmeðlimir plötuna
til þess sniðna að hún „upphefji fólk
jafnt andlega og pólitískt". Þetta eru
stór orð sem hljómsveitin lætur frá
sér fara en hún virðist hvergi bangin.
„Við viljum að fólk geti litið aftur til
10. áratugarins og heyrt eitthvað
annað en „bitch“, „shit“ og „f..k“ í
textagerð svartra listamanna. Nýja
platan inniheldur 15 lög sem öll eiga
að fylgja þessum markmiðum eftir.
ímynduð
útvarpsstöð
Opnunarlag plötunnar er öllu
heldur kynning ímyndaðrar
útvarpsstöðvar sem ber nafnið
WMFM (We Must Figt and Win _ FM,
eða ViðVeröum að Beijast og Vinna
- FM). Óskaprógramm hljómsveitar-
innar er kynnt: Marley, Makeba,
Mutabaruka, Tracey Chapman,
Paris, Queen Latifah, Public Enemy,
Living Colour, Stevie Wonderö.ö.ö.
og Arrested Development. Speech
segist semja lögin sem hann vildi
gjaman heyra í útvarpinu en heyrir
aldrei. Á eftir kynningunni hefst
síðan niðurtalningin allt þar til lögin
fimmtán hafa rúllað í gegn. Þá getur
maður bara byijað upp á nýtt.
GBG
p^tugagnrýni
Beastie Boys-lll
Communications
★ ★ ★
Þrjár
stjörnur
Rapparar eiga það alltof oft til að
vera einhæfir og hugmyndasnauðir
en hér er hljómsveit sem fellur ekki
* í þá gryfju. Tilraunastarfsemin er
allsráðandi á nýjustu plötu Beastie
Boys, m Communications. Raunar er
rappið ekki nema helmingurinn af
dæminu því af 20 lögum plötunnar
rappa þeir aðeins í 10 þeirra. Hin
skiptast þannig að eitt er þungt
fönkrokklag í anda RATM, tvö eru
hreint pönk og restin er instrumental
fönkmelódíur. Þessi blanda kemur
nokkuð vel út og gefur plötunni þá
tilbreytingu sem nauðsynleg er því
það verður að segjast að það er erfitt
að halda út heilan klukkutíma af
stanslausu rappi. Instrumental lögin
eru kærkomin hvíld frá því og sýna
að þeir geta samið fínar melódíur og
eru ekki fastir i taktinum. Pönklögin
eru líka skemmtileg tftbreyting og
eru einu lög plötunnar sem maður
getur ekki greint neitt fonk í. Það er
ekki eins mikla tónlist að finna í
rapplögunum, aðaláherslan er lögð á
rappið sjálft og þétt bít til að
undirstrika boðskapinn sem reyndar
er yfirleitt frekar heimskulegur þó
smellinn sé. Það heyrast þó oft
skemmtilegar bassalínur og í tveim-
ur laganna er spilað undir á flautu
sem kemur mjög skemmtilega út og
gefur lögunum nýja vídd. Einnig nota
B-Boys samplera og ýmis konar eff-
ekta til að krydda rappið, sem kemur
oftast vel út, en þeir skjóta þó stund-
um yfir markið og týnast þá í tækjun-
um. Þrir sjá um rappið - Mike D,
MCA og Adrock, og er sá síðastnefndi
skemmtilegastur með sína nefmæltu
rödd og sinn flippaða stíl. Ég mæli
með þessari plötu fyrir áhangendur
þungs rapprokks en dansfíflin ættu
aö leita annað. Pétur Jónasson
Jimmie Vaughan
- Strange Pleasure
★ ★ ★
Blús fyrir
bróður
Jimmie Vaughan bjó lengi við
þann erfiða kost að standa sem
tónlistarmaður í skugga litla bróður,
hins heimskunna blúsgítarista
Stevie Ray Vaughans. Jimmie gerði
þó marga góða hluti og var meðal
annars í fararbroddi hinnar ágætu
hljómsveitar The Fabulous Thunder-
birds. Þeir bræður störfuðu ekki
mikið saman en tóku þó upp plötuna
Family Style skömmu áður en Stevie
Ray fórst sviplega í flugslysi 1990. Nú
þegar litli bróðir er horfmn á braut
tekur Jimmie upp merkiö þar sem
Stevie Ray skildi við það og tileinkar
þessa plötu minningu bróður síns og
Alberts heitins Collins. Blús er það
og Jimmie rær sumpart á sömu mið
og litli bróðir en lengra nær
samlíkingin ekki því sem gítarleikari
kemst Jimmie ekki með tærnar
nærri því sem Stevie Ray var með
hælana. Hann er lipur og smekklegur
en það vantar tilþrifin og tilfmning-
una. Honum tekst betur til með laga-
smíðamar; á hér níu lög af ellefu á
plötunni, allt prýðisgóð lög samin
eftir hefðbundnum blúsformúlum.
Mörg laganna eru samin í léttrokkuð-
um stíl undir áhrifúm frá suðurríkja-
blús en inni á milli er ekta þungur
tregi. Söngurinn er allur í höndum
Jimmies og ekki slær hann bróður
sínum við þar heldur en gerir þetta
engu aö síður vel. Raddsviðið er ekki
mikið en tilfmningin er til staðar og
sömuleiðis hinn sanni tregatónn.
Aðstoðarmenn Jimmies Vaughans á
plötunni eru sumir víðfrægir menn
og má þar nefna upptökustjórann
Nile Rodgers sem einnig starfaði með
Stevie Ray. Þá kemur hinn góðkunni
píanóleikari Dr. John við sögu í
tveimur lögum og þeir Neville bræð-
ur leggja lag i púkkið.
Sigurður Þór Salvarsson
Rolling Stones - Voodoo Lounge
★ ★ ★ 'i
Oflugir
öldungar
Kemst hún í hóp sigildra Stones-
platna? Tíminn einn leiðir í ljós hvort
hún er jafnoki Sticky Fingers, Exile
on Main Street og Some Girls. Á
Voodoo Lounge er margt mjög gott en
þar eru líka lög sem hefði mátt sleppa
eða nota sem fylgilög á smágeislum.
Við það hefði heildin styrkst og
aðdáendurnir staðið uppi með
sterkustu Stones-plötu um að minnsta
kosti þrettán ára skeið. Þetta eru lög
eins og Suck on The Jugular, Mean
Disposition og jafhvel líka Baby Break
It Down. En á fimmtán laga plötu fer
auðvitað ekki hjá því að einhver fái á
sig uppfýllingarstimpilinn.
Sum önnur lög á Voodoo Lounge
eru hins vegar sannkölluð veisla
fyrir eyrað. Blinded By Rainbows er
sterkt lag með áhrifamiklum texta,
Brand New Car er lúmskt. Ekkert
sérstakt við fyrstu hlustun en vinnur
stöðugt á. Moon Is Up er einnig
fimasterkt og fær mann til að rifja
upp í huganum ýmislegt tilrauna-
kennt sem Stones fengust við í gamla
gamla daga. Keith Richards er upp á
sitt besta í The Worst, rólegum
blúsara með ögn af kántríkeimi. Og
ekki má gleyma Sweethearts Toget-
her, New Faces, Out ofTears... í raun
og veru er hægt að telja upp flest lög
plötunnar. Stílbrigðum er vel bland-
að saman og platan er langt því frá
að vera keyrslurokk með einu og einu
rólegu lagi á milli eins og stundum
hefur viljaö brenna við. Gömlu
mennimir em greinilega í stuði um
þessar mundir og láta allar Stones-
eftirlíkingamar, sem hafa sprottið
upp á síðustu árum, hafa fyrir lífmu.
Voodoo Lounge er fyrsta plata
Rolling Stones án Bills Wymans.
Auðvitað hefði veriö æskilegast að
hafa hann með en Daryl Jones, sem
leysir hann af, er óneitanlega
fjölliæfur bassaleikari sem fellur vel
inn í heildina. Charlie er upp á sitt
besta, Mick og Keith eins og við var
að búast og Ron Wood kemur
merkilega sterkur út, sér í lagi á slide
gítar. Heill hópur aðstoðarhljóðfæra-
leikara og -söngvara er síðan til
staðar og er óþarfi að fjölyrða um
frammistöðu þeirra. Menn fá ekki
vinnu við að spila á Stones-plötu
nema þeir séu frambærilegir.
Ásgeir Tómasson
Pretenders
- Last of the Independents:
★ ★ ★
Last of the Independents er plata sem
leynir á sér; virkar kannski ekkert
sérstök við fyrstu áheym en vinnur jafht
og þétt á við frekari hlustun. -SþS
Gipsy Kings
- Greatest Hits:
★ ★ ★ ★
Enginn fer i fötin þeirra Gipsy Kings-
manna þegar sígaunatónlist með
rokkívafi er annars vegar. -ÁT
Van Morrison
- A Night In San Fransisco:
★ ★ ★ ★
Ef menn ætla sér að kaupa eina plötu
á árinu sem hefur allt þá er þetta platan.
-SþS
Hörður Torfa
-Þel:
★ ★ ★ ★
Niðurstaðan er 17 lög sem spanna öll
þessi 23 ár og gefa gott yfirlit yfir
þroskaferil tónlistarmannsins Harðar
Torfasonar * -SþS
Ýmsir flytjendur
- íslandslög 2:
★ ★ ★
Allt er vandað og nostursamlegt.
Maður fær það á tilfinninguna að
stjórnandinn hafi alltaf fengið tiu í
smíði. -ÁT
Dos Pilas
- Dos Pilas:
★ ★ ★
Dos Pilas eiga hrós skihð fyrir þessa
útsetningu. -GBG
Páll Oskar og Milljónamæringarnir
- Milljón á mann:
★ ★ ★ ★
Hápunktur plötunnarveröuraðteljast
dúett þeirra Bogomils og Páls Óskars í
Iaginu Something Stupid sem er hvað
þekktast í flutningi Franks og Nancy
Sinatra -GBG