Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1994, Blaðsíða 4
26 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1994 I «@nlist Sniglaband og Borgar- dætur í sátt og samlyndi Sniglabandið og Borgardætur: Samstarfið heldur hugsanlega áfram til áramóta. Samstarf Sniglabandsins og Borg- ardætra hefur staðið í sumar og tekist með ágætum. Framundan er tveggja vikna hlé en síöan verður þráðurinn tekinn upp að nýju, jafnvel allt fram til áramóta. Hópurinn heíur far ið svo- til hringinn um landið það sem af er sumri og segist ekki þurfa að kvarta yfir aðsókninni. Á laugardagskvöldið var komu til dæmis tæplega fjögur hundruð manns til að skemmta sér með Sniglabandinu og Borgardætr- um á ísafirði og er það mesti fjöldi sem hefur komið á dansleik þar á bæ i sumar. „Á fimmtudagskvöldum eium við með sameiginlega tónleika, músík og skemmtiatriði - eins konar kvöld- vöku. En á föstudags- og laugardags- kvöldum eru böll og þá ruglum við saman reitmn okkar og oft eru þá allir á sviðinu í einu,“ segir Pálmi Sigurhjartarson, hljómborðsleikari Sniglabandsins. Samstarf hljómsveitarinnar og Borgardætra hófst einmitt eftir að hann gerðist undirleikari þeirra ásamt Þórði Högnasyni bassaleikara. Fljótlega bættist Björgvin Ploder trommuleikari einnig í hópinn. Hljómsveitin var í vetrarfríi um þessar mundir. Þegar farið var að huga að því að vakna af vetrar- dvalanum kom upp sú hugmynd að hóparnir báðir skemmtu saman í sumar og það varð úr. Lítill fastakostnaður Sögusagnir eru á kreiki um afar misjafnt gengi hljómsveita á dans- leikjamarkaði sumarsins. Sumir horfa upp á að verða launalitlir eftir sumarvertíðina. í Sniglabandinu og Borgardætrum eru samtals níu manns sem skipta með sér tekjunum af dansleikjum sínum. Það hlýtur því lítið að koma í hlut hvers fyrst hópurinn er svo stór. „Við höfum alls ekki þurft að kvarta hingaö til,“ svarar Pálmi. „Margar hljómsveitir þurfa að leigja sér hljóðkerfi, ljósabúnað og bíla undir flutninginn. Við búum hins vegar svo vel að eiga allt sem við þurfum á að halda. Það er til dæmis fallinn um 150 þús. kr. kostnaður á sumar hljómsveitir um leið og þær leggja af stað út úr bænum. Við slepp- um hins vegar við hann vegna fyrri fjárfestinga. Það er meira aö segja starfandi sérstök bíladeild innan Sniglabandsins sem sinnir viðhaldi.“ I Sniglabandinu eru annars auk Pálma Sigurhjartarsonar og Björg- vins Ploders þeir Einar Rúnarsson, hammond- og harmóníkuleikari, Skúli Gautason, söngvari og ásláttarleikari, Þorgils Björgvinsson gítarleikari og nýjasti liðsmaðurinn, Þórður Högnason, sem leikur á kontrabassa. Þórður bættist í hópinn eftir að bassaleikaralaust hafði verið í hljómsveitinni um skeið og skiptu Þorgils og Skúli þá með sér bassa- leiknum. Borgardætur eru Andrea Gylfadóttir, Berglind Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir. Þessi hópur hefur hljóðritað saman eitt lag, Apríkósusalsa, sem kom út á safnplötunni Já, takk fyrr í sumar. „Það hefur ekkert verið afráðið með frekari útgáfumál," segir Pálmi Sigurhjartarson. „Þrir möguleikar eru í stöðunni: að Sniglabandið sendi frá sér plötu, að Borgardætur taki upp nýja og að við vinnum öll saman að plötu. Þetta skýrist allt á næstu vikum.“ Annasöm helgi Sniglabandið hefur leikið á sannkölluðum maraþondansleikjum á hátíð AA-manna þrjár undanfamar verslimarmannahelgar. Hljómsveit- in verður ekki þar að þessu sinni heldur ætlar hún að leika ásamt Borgardætrum á Egilsstöðum annað kvöld. Á laugardagskvöld verður hópurinn á ferð hinum megin á landinu, í Sævangi við Hólmavík nánar tiltekið. Á sunnudaginn fara Borgardætur og „Borgarsynir" síðan til Vestmannaeyja og skemmta þar á þjóðhátíð. Segja má að verslunarmannahelg- arannríkið hefjist raunar í dag þegar Sniglabandið stýrir tveggja klukku- stunda löngum þætti sinum á rás tvö. Þátturinn er raunar einfaldur að gerð. HQjómsveitin mætir í hljóðstofu með hljófæri sin og síðan geta hlust- endur hringt og beðið hana að leika fyrir sig ákveðin lög. „Þessi útvarpsþáttagerð hófst í nóvember á Aðalstöðinni,“ segir Pálmi. „Við sömdum síðan um að gera ellefu þætti fyrir rás tvö og verður sá síðasti á dagskrá ellefta ágúst. Svona samband við fólkið er bráðskemmtilegt og mikill húmor í gangi. Það gerist raunar merkilega sjaldan að við þekkjum ekki lögin sem beðið er um. Ef það kemur fyrir leikum við bara næsta lag við eða semjum nýtt! Nei, ég verð ekki var við að fólk sé að hringja gagngert til að máta okkur. Sumir hringja viku eftir viku. Til dæmis er það orðinn fastur liður í þættinum að ellefu ára strákur frá Dalvík hringir og biður um óskalög og svo syngur hann með okkur í símann. Þessi dagskrárgerð er ótrúlega þreytandi," bætir Páimi við. „Við finnum það best þegar við erum með hljómleika á fimmtudagskvöldum hve langt við erum komnir með kvótann. En þetta er skemmtilegt, alveg bráðskemmtilegt. > pl0tugagnrýni r ▼ The Allman Brothers Band - Where It All Begin r ★ ★ ★ Afram veginn Allman Brothers Band er með lífseigari hljómsveitum. Upphaf hennar má rekja allt aftur til ársins 1966 þegar þeir Duane og Gregg Allman voru orðnir nógu gamlir til að músisera opinberlega. Duane lést 1971 og síðan hefur Gregg haldið hljómsveitinni gangandi með hléum. Tónlist Allman Brothers Band hefur alla tíð verið blús og suðurríkjarokk þar sem Gregg stóð aðallega fyrir blúsnum og Duane og síðar gitarleikarinn Dicky Betts fyrir blágresisrokkinu. Plötur sveitar- innar hafa verið upp og ofan undanfarin ár og sú sem hér er til umfjöllunar er tvímælalaust upp á þeirri mælistiku. Þar skiptir auð- vitað mestu máli að lagasmíðamar eru sterkar, Betts er greinilega í hörkuformi og Gregg sömuleiðis. Nýir menn koma sterkir inn einsog Warren Haynes sem virðist hafa tekið við hlutverki Duanes. Þá er séreinkenni hljómsveitarinnar tvö- faldi trommuleikurinn í höndum Jaimoe Johanson og Butch Trucks, ótrúlega samstillt og engu líkt. Sama má eiginlega segja um allan hljóð- færaleik, það eru snillingar í öllum stöðum og betra gerist það ekki. En platan er ekki bara upp á mælistiku hljómsveitarinnar heldur er hún afbragðsgóð á hvaða mælikvarða sem er. Blúsmenn finna hér stórgóð lög fyrir sinn smekk og blágresis- rokkarar líka. Ballöðuunnendur eru ekki afskiptir heldur þannig að hér er eitthvað að finna við flestra hæfi. En fyrst og fremst er þessi plata fengur fyrir gamla og nýja Allman Brothers Band aðdáendur. Sigurður Þór Salvarsson Underworld - Dubnobasswithmyheadman ★ ★ Vonbrigði Underworld er stórt nafn í neðanjarðargeira danstónlistar en miðað við þessa plötu get ég ekki sagt að það sé verðskuldað. Tónlistin er ósköp venjulegt tölvupopp og þó að það sé oft framreitt á smekklegan og fagmannlegan hátt kemur það lítið á óvart og er leiðigjamt til lengdar. Gömlu jálkamir í Yello koma oft upp í hugann og jafnvel Art of Noise en hér er þó lögð mun meiri áhersla á danstaktinn en minni á frumleika og tilraunastarfsemi. Sum lögin em góð og ná eyrum manns með grípandi og svolítið mystískum melódíum en á móti koma lög sem eru bara leiðinlegar tölvupopplanglokur. Plat- an er 72 mínútur að lengd og inni- heldur 9 lög sem þýðir að hvert lag er að meöaltali 8 mínútur sem er í engu samræmi við meðalgæði hvers lags. Platan byrjar nokkuð vel með laginu Dark & Long, sem er hrífandi mystískim þunglyndisóður. Næsta lag byrjar líka ágætlega en lengd þess (13 mínútur) gerir það að verkum að maður verður leiður á því áður en það er hálfnað. Síðan liggur leiðin niður á við og sú þróun nær hámarki í Dirty Epic, 10 mínútna löngu lagi sem er ömurlega meðalmennskulegt popp. Ástandið skánar þó mikiö í lokin. Næstsiðasta lagið, River of Bass, er róleg og góð melódía, sem flæðir þægilega yfir mann, og síðasta lagið, M.E., er það langbesta á plöt- unni, hressilegt og ferskt, og ekki spillir boðskapurinn fyrir. Þetta er lag sem getur hrært upp í hugsun manns og tilfinningum _ frábær endir á misjafhri plötu en því miður verða væntanlega margir búnir að missa þolinmæðina þegar að því kemur. Pétur Jónasson Stone Temple Pilots - Purple ★ ★ ★ Vinnur á Það verður að viðurkennast að undirritaður tók þónokkum tíma í að dæma þessu einstöku plötu sem er önnur plata Stone Temple Pilots. Purple er lík fyrri plötu hljómsveit- arinnar að því leyti að hún rennur ekki ljúflega niður við fyrstu hlustun og á tímabili fannst undirrituðum að hér væri um hrein mistök að ræða. En eins og með svo margar góðar plötur breyttist þetta með endurtekinni hlustun. í ljós komu margar góðar rokkmelódíur og áður en maður gat sagt „supercala- frenchilisticexpialidocious" rann platan áreynslulítið í gegn, hlust- andanum til ómældrar ánægju. Lög eins og Vasoline, Interstate Love Song, Pretty Penny og Big Empty fóru að hljóma í hausnum á undirrituðum í tima og ótima og eru að hans mati bestu lög plötunnar. Lífið í heild sinni verður Scott Weiland söngvara að síendurteknu yrkisefni, þó ekki í flóknu heimspekiformi likt og hjá Crash Test Dummies. Sönglínur eru flestar til fyrirmyndar en hefðu mátt vera betur útfærðar í einstaka tilvikum en í heild er hljóðfæraleikur til fyrirmyndar. Melódíur eiga það að vísu til að týnast í yfirgnæfandi „grunge“ gítarleik Deans Deleos en slíkt verður víst að teljast tilheyra þessari tegund tónlistar. Platan vinnur á við endurtekna hlustun og er lesendum því bent á að gefast ekki upp við þá fyrstu. Stone Temple Pilots eru á góðri leið með að rífa sig upp úr því að vera taldir efnilegir og upp í það vera bara góðir. Platan inniheldur aukalag sem heitir The Second Album og mega Stone Temple Pilots vera ánægðir með hana. Guðjón Bergmann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.