Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1994, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994
26
málin ísínar hendur
C+C Music Factory með nýja plötu
Samstarf David Cole og Robert
Civillés hefur nú varað í ellefu ár.
Þeir hittust í dansklúbbi nefndum
Better Days og voru bara vinir í 6
mánuði áður en samstarf þeirra
hófst. Sem upptökustjórar hafa
Clivillés og Cole unnið fyir fjölda
listamanna eins og Mariah Carey,
Aretha Franklin, Natalie Cole,
Luther Vandross, Grace Jones og
Whitney Houston, en þeir fengu
einmitt Grammy verðlaunin fyrir
upptökustjóm á The Bodyguard. Nú
einbeita þeir sér hinsvegar að
lagasmíðum sínum undir nafninu
C+C Music Factory ásamt Zelma
Davis, Martha Wash og Trioligy
(Duran Ramos, Angel Deleon og Joey
Kidd).
6 milljónir eintaka
Fyrsta plata hljómsveitarinnar
Gonna Make You Sweat hefur nú
selst í rúmum 6 milljónum eintaka
um heim ailan auk þess að hafa fengið
frábæra dóma, verðlaun fyrir
myndbönd o.fl. Þessi rokk+fönk
+soul+popp+dans blanda sveitarinn-
ar hefur rutt sér til rúms í hjörtum,
höndum, fótum og líkömum fólks um
i heimallanogennhaldaþeirótrauðir
áfram í leit sinni að nýjum hljómi.
Leit okkar að viðurkenningu í
tónlistarbransanum batt okkur
saman. í lengri tíma var unnið 7 daga
vikunnar, allan ársins hring, oft án
þess að eiga fyrir kostnaði og þá var
það ást okkar á tónlistinni sem hélt
Pretenders
- Last of the Independents:
★ ★ ★
Last of the Independents er plata sem
leynir á sér; virkar kannski ekkert
sérstök við fyrstu áheym en vinnur jafiit
og þétt á við frekari hlustun. -SþS
Gipsy Kings
- Greatest Hits:
★ ★ ★ ★
Enginn fer i fötin þeirra Gipsy Kings-
manna þegar sígaunatónlist með
rokkivafi er annars vegar. -ÁT
Van Morrison
- A Night in San Franscisco:
★ ★ ★ ★
Ef menn ætla sér að kaupa eina plötu
á árinu sem hefur allt þá er þetta platan.
-SþS
Beasty Boys-lll
- Communications:
★ ★ ★
Óhætt er að mæla með þessari plötu
fyrir áhangendur þungs rapprokks.
-PJ
Rolling Stones
- Woodoo Lounge:
★ ★ ★ ★
Gömlu mennirnir eru greinilega í
stuði um þessar mundir. -ÁT
Stone Temple Pilots
- Purple:
★ ★ ★
Platan vinnur á viö endurtekna
hlustun og er lesendum bent á að gefast
ekki upp við þá fyrstu. -GBG
The Allman Brothers Band
- Where It All Begin+:
★ ★ ★
Þessi plata er fengur fyrir gamla og
nýja Allman Brothers Band aödáendur.
-SþS
okkur gangandi, hún gerir það enn,
segir Cole.
Fyrir aðra meðlimi C+C eins og
Martha Wash hefur samstarfíð ýtt
undir sólóferil sem stendur nú hátt.
Leiðin liggur þó alltaf til baka og nú
er svo komið að önnur plata hljóm-
sveitarinnar er væntanleg í versl-
anir.
Nýja platan
Hún heitir Anything Goes og
inniheldur 12 ný lög úr smiðju
Clivillés og Cole. Platan er sögð
endurspegla þörf þeirra, ekki
einungis til að fylgja stefimm heldur
einnig að móta þær. Fyrsta smáskífa
plötunnar heitir Do You Wanna Get
Funky og er nú þegar farin að hljóma
á öldum Ijósvakans. Einnig er
væntanlegt myndband með laginu
innan skamms. Hin lögin á plötunni
heita Bounce to the Beat (Can You
Dig It), I Found Love, AU Damn Night,
Talkin Over, Gonna Love You Over,
Take a Toke, Just Wanna Chill, Robi-
Rob’s Boriqua Anthem, Let Your
Body Move, Papermaker og Hip Hop
Express.
Komnir langa leið
Það má með sanni segja að Clivillés
og Cole séu búnir að lifa drauminn.
Frá því að sjá um endurhljóð-
blandanir upp í að vera veitt
Grammy-verðlaunin fyrir upp-
tökustjórn er ansi stórt stökk og
liggur nokkuð ljóst fyrir að slíkt er
ekki á allra færi. Ellefu ára samstarfi
þeirra félaga er þvi langt í frá lokið
og má með sanni segja að C+C Music
Factory sé búin að festa sig nokkuð
vel í sessi á sínum markaði. Ekki má
heldur gleyma Freedom Williams
sem hefur staðið við bakið á þeim
félögum og hljómsveitinni allri um
árabll. C+C Music Factory hefur því
langt í frá sungið sitt síðasta á þessum
siharðnandi tónlistarmarkaði sem
heimurinn býður upp á.
GBG
Upptökustjóramir David Cole
og Robert Crvillés eru stofnendur C+C
Music Factory.
Ipl©tugagnrýni
Ymsir flytjendur - Lost in Music 2
í diskólandi
Hollenska plötuútgáfan Arcade
sendi í fyrra frá sér safn 29 diskólaga
undir nafiiinu Lost in Music og bætir
nítján lögum í safnið með öðrum
hluta þessarar útgáfu. Lagavalið mið-
ast að sjálfsögðu við það sem varð
vinsælt á hollenskum diskótekum á
árum áður og þar af leiðandi hlýtur
eitthvað að fljóta með sem ekki náði
fótfestu á íslensku dansstöðunum. En
bróðurpartinn ættu þeir að kannast
við sem héldu til á hérlendum diskó-
tekum á áttunda áratugnum og iðk-
uðu fótamennt.
Lost in Music 2 er annars dæmi-
gerð önnur plata í seríum sem þess-
ari. Á fyrri plötunni var að finna flest
það vinsælasta i geiranum en síðan
er bypað að fylla inn í myndina
þannig að eftir tvær til þrjár plötur
eru aðdáendur danstónlistar áttunda
áratugarins sennilega komnir með
velflest það sem skipti máli. Plötuút-
gáfan Spor hf. sendi i fyrrahaust frá
sér sambærilega plötu, Diskó bylgj-
una. Ekkert er í sjálfú sér á móti því
að fara sömu leið og Arcade og halda
áfram að gefa út dansmúsík sem gekk
vel á hérlendum dansstöðum. Og
sennilega er safnútgáfa sem þessi
ágætlega tímabær um þessar mundir
þegar dans- og diskótónlist virðist
einmitt eiga ágætlega upp á pall-
borðið hjá þeim sem hlusta á dægur-
tónlist.
Ásgeir Tómasson
The Prodigy - Music for the
Jilted Generation
★ ★ ★
Þrjár stjörnur
Þessi plata er mjög löng, tæpar 80
mín., og virðist sem það sé sífellt að
aukast að plötur séu hafðar vel yfir
klukkutima að lengd. Það er í sjáifu
sér ekkert nema gott um það að segja,
enda fást þá fleiri min. af tónlist fyrir
aurana. Tónhstin sem The Prodigy
spilar er ffekar mjúkt hardcore, sem
oft hljómar drungalega grimmt og ógn-
andi, en stundum er léttara yfir þeim,
og leyfa þeir sér þá gjaman að vera
svolítið melódískir. Sum lögin eru þó
hvorki fugl né fiskur og mistekst
algjörlega að koma einhverjum áhrif-
um til skila. Þá hljómar þetta eins og
hver önnur danstónlist. Áð mestu leyti
hefúr þessi plata þó upp á frumlegt og
skemmtilegt sánd að bjóða, þó tónlist-
in sé oft nokkuð tormelt, en það er
bara betra þvi besta tónlistin er sú
sem maður þarf að hafa fyrir að hlusta
á. Poison er að minu mati besta lag
plötunnar, með sínum afar tormelta
takti og mjög svo undarlegu
hljóðeffektum. Önnur lög, sem vert er
að minnast á, eru Their Law og Full
Throttle. Hið fyrrnefnda er þunglynd-
islegt, dimmt og ógnandi, en hið
síðamefhda fyndið og hressilegt, og
bara ansi melódískt þegar það kemst á
skrið. Annars líður platan þægilega í
gegn, nógu jafii góð til að virka sem
ágætis bakgrunnstónlist fyrir hvað svo
sem maður er annars að gera, og nógu
góð til að rífa athyglina upp öðm
hveiju. Pétur Jónasson