Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1994, Blaðsíða 4
26
FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1994
Landsýn Tómasar R. Einarssonar - ein óvenjulegasta plata ársins:
Lög við Ijóð og sálma
I
-frá sautjándu, átjándu og tuttugustu öld
Þaö nægir að skoöa lista yfir
söngvarana á plötunni Landsýn tU að
sjá að hún er harla óvenjuleg. Þama
eru Björgvin Halldórsson og Einar
Öm Benediktsson, Bergþór Pálsson
og Guðmundur Andri Thorsson,
Pálmi Gunnarsson, Ragnhildur
Gísladóttir, Sif Ragnhildardóttir og
Kristján Kristjánsson, best þekktur
sem KK. Og lögin em samin við ljóð
rdu tuttugustu aldar skálda og sálma
nokkurra sautjándu og átjándu aldai'
manna. Maðurinn að baki verkinu er
Tómas R. Einarsson.
„Mig langaði að búa til ákveðna
íslandsmynd og sýna í henni bæði
land og sögu,“ segir Tómas. „Til aö
gera söguna sem best úr garði varð
ég að sjálfsögðu að leita langt aftur til
að fmna mér texta til að semja lög við.
Þar af leiðandi hafði ég með nokkur
ljóð eða sálma eftir skáld fyrri alda.
Að auki valdi ég þrjú þjóðlög á
plötuna. Hin lögin eru eftir mig.“
Tómas segir að þegar hann hafi
farið að velja sér ljóð til að semja lög
við hafi skilað sér margra ára lestur.
Hann hefur alla tíð haft gaman af
ljóðum og raunar verið bókaormur -
sem einnig hefui' skilað sér í því að
hann hefur þýtt þrjár skáldsögur eftir
Isabel Allende. „Mig langaði til að
gera plötu sem stæði nær íslandi en
fyrriplöto'mínar,“ segirTómas. „Ég
lifi og hrærist í djasstónlist - band-
arískum djassi. - íslenskar bók-
menntir em fyrir þjóðinni upphaf og
endir alls. Aðrar listgreinar standa
skör neðar. Þar af leiðandi fannst mér
ég þurfa að takast á við bókmennt-
irnar til að búa til þessa íslands-
mynd.“
Fyrsta laginu lauk Tómas fyrir um
það bil tveimur árum - lagi við ljóðið
Landsýn eftir Stein Steinarr. Síðan
komu þau eitt af öðru. Vinnsla
plötunnar tók langan tima. Upptökur
hófust í mars í fyrra og lauk í byrjun
maí í ár. Sumt var tekið upp í
Reykjavík, annað i Hafnarflrði og enn
annað í Þórshöfn í Færeyjum og í
Lundúnum. Alls komu tuttugu flytj-
endur við sögu að söngvurum með-
töldum. En af hveiju svona ósamlitur
hópur? Réðu tilviljanir því hver
syngur hvað?
„Nei, alls ekki,“ svarar Tómas. „Ég
heyrði megnið af fólkinu fyrir mér
áður en ég hafði samband við það. Ég
hef til dæmis alltaf haft gaman af
Einari Erni Benediktssyni. Hann
flytur Islandsblús sem er taltexti. Mér
fannst því borðliggjandi að fá Einar
Örn til að flytja hann og það var
hugboð sem reyndist vel. Ég hafði trú
á Ragnhildi Gísladótto í ýmis hlut-
verk, til dæmis að syngja S.S. Mont-
clare eftir Halldór Laxness sem hún
fer vel með ekki síður en róleg lög á
plötunni. Mig vantaði söngvara sem
syngur með algjöru tilgerðarleysi
Lagið við Landsýn og fékk KK til þess.
Þú ert er texti eftir Sigurð Guð-
mundsson sem þarf bæði að lésa og
syngja og mig grunaði að hann myndi
henta Guðmundi Andra Thorssyni
vel eins og kom í ljós.“
The Prodigy- Music For The
Jilted Generation:
★ ★ ★
Platan liður þægilega í gegn, nógu góð
til að virka sem bakgrunnstónlist og
einnig til að rífa upp athyglina öðru
hverju. -PJ
Gipsy Kings- Greatest Hits:
★ ★ ★ ★
Enginn fer í fótin þeirra Gipsy Kings-
manna þegar sígaunatónlist með
rokkívafi er annars vegar. -ÁT
Van Morrison - A Night in San
Fransisco:
★ ★ ★ 'Á
Ef menn ætla sér að kaupa eina plötu
á árinu sem hefur allt þá er þetta platan.
-SþS
Tómas R. Einarsson, bassaleikari og lagahöfundur: Alla tíð verið bókaormur.
Kynnt á Listahátíð
Tómas R. Einarsson segir að sér
hafl veriö það fyllilega ljóst meðan á
vinnslu Landsýnar stóð að erfitt yrði
að kynna plötuna með þeim tveimur
tugum listamanna sem fram koma á
henni. Á Listahátíð í Reykjavík fyrr
í sumar setti hann saman áþekkt
prógramm og kallaði það ísland. Það
má raunar kallast Einslags stórt
hrúgald af grjóti eftir upphafsorð-
unum úr texta átjándu aldar fræði-
mannsins Jóns Ólafssonar frá
Grunnavík sem hefur hlotið nafnið
íslandsblús. Þá er einnig ætlunin að
flytja nokkur lög af Landsýn á Rúrek-
djasshátíðinni í næsta mánuði. Þar
ætlar Guðmundur Andri að flytja Þú
ert og aörir sem taka þátt í dag-
skránni með Tómasi eru Þórir Bald-
ursson, Óskar Guðjónsson tenórsaxó-
fónleikari og Guðmundur R. Einars-
son sem leikur á trommur og básúnu.
Að Rúrek-hátiðinni lokinni liggur
leið Tómasar síðan í harkið að nýju,
að leika á tónleikum hingað og þang-
að um landið fyrir djassgeggjara á
öllum aldri.
„Það má lifa af því að flytja djass-
tónlist hér á landi ef maður grípur í
eitt og annað smávægilegt með,“
segir Tómas R. Einarsson sem hefur
verið flestum íslendingum duglegri
við að spila djass á undanförnum
árum. „Eg sé hins vegar ekki fram á
að maður eigi eftir að verða rikur af
spilamennskunni í bráð. Þetta er ekki
starf fyrir fólk sem þykir vænt um
peninga."
Landsýn er fimmta plata Tómasar
R. Einarssonar. Sú fyrsta kom út árið
1985 og nefndist Þessi ófétis djass.
Hinar eru Hinsegin blús, Nýr tónn og
íslandsfor.
ÁT
pl^tugagnrýni
Spin Doctors
-Turn It Upside Down
★ ★★
Sannfærandi
númer tvö
Spin Doctors eru einna eftirminni-
legastir nýliðanna sem komu ffam á
sjónarsviöið á síðasta ári og lagið
þeirra, Two Princes, eitt af þeim
bestu. Platan Pocket Full of Kryp-
tonite átti að seljast í fimmtíu þúsund
eintökum samkvæmt áætlun útgef-
andans en sennilega er óhætt að
margfalda þá tölu með tvö hundruð
til að fá út endanlegt upplag. Þessum
ótrúlega árangri fylgja Spin Doctors
eftir með Tum It Upside Down og
tekst það bærilega. Likleg topplög eru
reyndar ekki mörg. You Let Your
Heart Go too Fast fangar eyrað einna
fyrst og þá er Everly Brothers-eftir-
likingin Mary Jane einnig grípandi.
Höfuðkosto Tum It Upside Down
liggur í því að hún er sterk í heild.
Textar em skemmtilegir og talsvert
öðravisi en gengur og gerist í
rokkinu. Þá er samleikur rokktromm-
arans Aarons Comess og fónkbassa-
leikarans Marks Whites athyglisverð-
ur. Eric Schenkman er gítarleikari
sem leynir á sér. Chris Baron söngv-
ari hljómar hins vegar fullllkt Steve
Miller fyrir minn smekk. Sú gamla
risaeðla kom fulloft upp í hugann
þegar hlustað var á Tum It Upside
Down.
Ásgeir Tómasson
Huey Lewis And The News
-Four Chords &
Several Years Ago
★ ★ ★
Gott
sveitaball
Huey Lewis og félagar era rokkar-
ar af gamla skólanum sem notið hafa
talsverðra vinsælda gegnum árin.
Þeir hafa verið í léttari kantinum á
rokkinu; rætumar i upphafsáram
rokkaldarinnar en blús og soul hefur
líka verið á stefhuskrá sveitarinnar.
Og nú hafa þeir tekið sig til og safhað
saman á eina plötu 17 gömlum perl-
mn sem era misþekktar og misþreytt-
ar. Ekki veit ég hvort hér er um að
ræöa uppgjör Huey Lewis við fortíð-
ina eða hvort hann er að votta þess-
um gömlu lögum virðingu sína. í það
minnsta er þetta eins og gott sveita-
ball á árum áður með Lúdó og
Stefáni. Héma era þekkt lög á borð
við Shake Rattle and Roll, Good
Moming Little Schoolgirl, Stagger
Lee og Going Down Slow auk ann-
arra minna þekktra. Ekki era Huey
og félagar að hafa mikið fyrir því að
útsefja þessi lög upp á nýtt enda
myndi það eflaust skoðast sem
helgispjöll. Þess vegna er þetta allt
meira og minna eins og það kemur af
skepnunni en þó með persónulegum
blæ Huey Lewis. Honum tekst að
gera þetta býsna skemmtilegt enda
eru mörg þessra laga með þeim bestu
sem rokkið hefur alið af sér.
Sigurður Þór Salvarsson
Ymsir
- Hárið:
★ ★
Gamalt vín
á nýjum
belgjum
Það er í tisku að horfa um öxl og
nema staðar við seinni hluta sjöunda
áratugarins þegar unga kynslóðinn
tók af skariö, mótmælti hefðinni og
boðaði frið og ást. Boðskapurinn var
fagur á yfirborðinu og mörgum tókst
að lifa samkvæmt honum en hliðar-
einkennin vora of mörg og dópið var
meiri óvinur heldur en eldri kyn-
slóðin.
Woodstock, Easy Rider, Háriö og
Jesus Christ Superstar era nöfh sem
á órjúfanlegan hátt tengjast þessu
tímskeiði og unga kynslóðin nú hefur
hefur tekið upp á arma sína og endur-
vakið. í söngleiknum Hárinu nær
blómatímabilið hámarki og boöskap-
urinn í verkinu hafði víðtæk áhrif en
getur aðeins að litlu leyti átt við nú.
Hárið er samið í skugga Víetnam-
striðsihs sem litaði skoðanir band-
arískra ungmenna. Nú er textinn
ekki eins sterkt meðal og áður og
tónlistin sem náði mikilli hylli
hljómar enn vel en gefur lítið frá sér.
Sýningunni á Hárinu í íslensku
óperunni hefur verið vel tekið og
hafa dómar verið góðir. Að hlusta á
flutning leikhópsins á lögunum án
þess að sjá sýninguna er aðeins hálf
skemmtun og þegar mesti kraftoinn
er horflnn úr boðskapnum einblínir
maður frekar á flutninginn og þaö
verður að segjast eins og er að ekki
er allt sem skyldi og mest áberandi er
hversu sumir eiga erfitt með að halda
lagi. Þessi galli hverfur sjálfsagt
þegar setið er undir fjörugri sýningu.
Hilmar Karlsson.