Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 25 ► A Spænski söngvarinn Julio Iglesias: tónli0t: Heimsmeistari í plötusölu Það gerist með ýmsum hætti að tónlistarmenn velja lög á plötur sínar. Spænski söngvarinn Julio Iglesias var til dæmis einhveiju sinni að horfa á viðtalsþátt Larrys Kings á fréttasjónvarpsrásinni CNN. For- setakosningabaráttan í Bandaríkjunum var í algleymingi og einn frambjóöandinn, Ross Perot, dansaði við dóttur sína við lagið Crazy sem Patsy Cline söng. „Ég varð gagntekinn af þessu lagi,“ sagði Julio Iglesias þegar hann kom fram hjá Larry King til að kynna nýjustu plötuna sína. „Ég hef sjáífsagt oft og mörgum sinnum heyrt lagið áður en allt í einu fór ég að hlusta og ákvað með sjálfum mér að þetta lag skyldi ég hafa á næstu plötu minni. I sömu mund gerði ég mér allt í einu grein fyrir að Patsy Cline hefur sennilega verið ein albesta dægur- lagasöngkona Ameríku.“ Svo mikið var dálæti Iglesias á laginu Crazy að hárin nefndi nýju plötuna sína eftir því. „Ég átti í stökustu erfiðleikum meö að syngja það i hljóðverinu,“ segir hann. „Mér finnst textinn vera þannig að það þurfi að leggja tilfmningu í hvert orð. Það má eiginlega segja að lagið hafi verið tekið upp orð fyr ir orð. Svo mjög var mér í mun að túíkunin væri rétt.“ Á plötunni Crazy eru tíu lög. Julio Iglesias valdi þau ekki öll með sömu gaumgæfni og titillagið. Eitt þeirra, gamla Everly Brothers-lagið Let It Be Me, er hann til dæmis búinn að hafa á bak við eyrað í mörg ár og bíða eftir rétta tækifærinu til að setja það á plötu. Skyndilega fannst honum það smellpassa við það hugarástand sem hann var í þegar hann vann við Crazy og inn fór það með dyggri aðstoð söngvarans Arts Garfunkels. Fleiri heimskunnir gestir eru á plötunni, til dæmis Sting, Dolly Parton og ítalski Julio Iglesias: Eg held áfram að syngja þar til ég dey. Að syngja fyrir fólk er eins og að njóta ásta án þess að þurfa að borga fyrir það. songvarmn Lucio Dalla. og lagahöfundurinn n Qílí1 • i Maður með meinloku I heimsmetabók Guinness Crazy er ijórða plata Julios Iglesias með enskum textum. Hann er hins vegar duglegur við að hljóðrita á öðrum tungumálum og syngur raunar á sex tungumálum. Alls hafa plötur hans selst í himdrað og sextíu milljónum eintaka um allan heim. Útgefandinn hirðir ekki einu sinni um að geta allra litlu platnanna sem selst hafa með söngvaranum en honum hafa hlotnast 960 gullplötur og 350 platínuplötur fyrir árang- urinn. Áð auki er Julio Iglesias kominn í heimsmetabók Guinness fyrir að hafa selt fleiri plötur á fleiri tungumálum en nokkur annar listamaður. Fjögur ár eru liðin siðan Iglesias sendi síðast frá sér plötu fyrir enskumælandi hluta heimsins. Frá því að hún kom út og þar til vinna hófst við Crazy sat hann ekki auðum höndum. Hann fór í hljómleikaferð um gjörvallan heiminn til að fylgja plötunni eftir og dundaði sér jafn- framt við aö syngja lögin inn á spænsku fyrir spænskumælandi hluta heimsins, frönsku fyrir hinn frönskumælandi og svo framvegis. Allur tíminn fer í tónlist. Julio Iglesias, sem er orðinn rúmlega fimmtugur, segist einfaldlega ætla að halda áfram að syngja þar til hann deyr. Hann er kominn á þann aldur, að eigin sögn, að hann treystir sér ekki til að dreifa kröftunum við fyrirtækjarekstur eða annað slíkt. Þá óttast hann að glata einbeitingunni við að tjá sig í söng. Gamall markvörður Julio Iglesias ætlaði reyndar aldrei að verða söngvari eða tónlistar- maður. Hann er sonur efhaffæðings og ætlaði sér stóra hluti í spænsku utanríkisþjónustunni. Strákur var hins vegar liðtÁkur knattspyrnu- maður og var farinn að verja markið hjá Real Madrid þegar hann lenti í alvarlegu umferðarslysi nítján ára gamall. Hann lamaðist upp að hálsi og þurfti aö vera tvö ár í hjólastól meðan hann var að ná sér. Batinn kom hægt og sígandi með þrotlausum sjúkraæfingum. Til aö Julio Iglesias gæti liðkað á sér finguma gaf einn aðstoðarlæknirinn á sjúkrahúsinu honum gitar. „Ég var ekkert að hugsa um að leggja fyrir mig tónlist á þessum tíma,“ segir söngvarinn. „Mig lang- aði bara til að drepa tímann á ein- hvem hátt og þaðvar alveg eins gott að gutla á gítarinn og að gera eitthvað annað. En allt i einu varð ég heltekinn af tónlistinni - hún gjörbreytti öllu fyrir mér. Ég veit satt að segja ekki hvaö hefði orðið um mig ef tónlistin hefði ekki komið inn í líf mitt. Mér er ómögulegt að ímynda mérsjálfan mig öðm vísi en syngjandi. Ég ætla aö halda áfram að syngja þar til ég dey. Mér dettur ekki i hug að setjast i helgan stein þegar fram líða stundir. Ég verð að halda áfram. Til dæmis nærist ég á því að koma fram og syngja fyrir fólk. - Það er eins og að njóta ásta án þess að þurfa að borga fyrir það!“ Madonnahefuraðund- anförnu mátt búa við þær hremmingar að maóur nokkur, Todd Lawrence, hefur ítrek- að komið heim til henn- ar, hringt dyrabjöllu og hrópað:„Hæelskan,ég erkominnheim!"þegar opnað er. Todd þessi er haldinn þeirri meinlegu meinloku að hann sé eiginmaður Madonnu og honum sé því full- heimilt að gera þetta. Hann segist ekkert skilja í því að öryggis- verðir Madonnu séu sífellt að handtaka sig þegar hann sé einfaldlega að koma heim til elskunnarsinnar. Bæði Madonna og öryggisverðirnireru orðin ákaflega þreytt á þessum uppákomum og nú hefur stjarnan fengið úrskurð dómara þess efnis að Todd kallinum sé óheimilt aðkomanærheimilihennarogöðrumvistarverumensemnemur 100 metrum. Jafnframt hefur Todd verió ákærður fyrir að rjúfa friðhelgi heimilis Madonnu. -SþS- Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spumingar um tónlist. Fimm vinnings- hafar, sem svara öllum spm’ningum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni eru verðlaunin diskurinn Ham lengi lifi með samnefndri hljómsveit. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvers konar dagar eru út þennan mánuð í Japis? 2. Hvað gerist á hundadögum í Japis? 3. Hvaða dýr sjást í hundadagaauglýsingu Japis? Rétt svör sendist DV merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 18. ágúst og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 25. ágúst. Hér em svörin úr getrauninni sem birtist 28. júlí: 1. Ham lengi lifi. 2. Funkstrasse, Olympia, Daisy Hill, Drulla. 3. Jú/Nei. Að þessu sinni er það diskurinn Ham lengi lifi með samnefndri hljómsveit sem er í verðlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.