Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Qupperneq 6
22
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994
Iþróttir
Hinrik Bragason sigraöi í þremur greinum á Eitli.
Sigurför á NM
- hestaíþróttalandsliðið stóð sig glæsilega í Finnlandi
UrslitináNM
Fullorðnlr - tölt
1. Sveinn Ragnarss. á Fiygli flsl.)
2. Sigurbjörn Báröars. á Brjáni
(Ísl.)
3. Ia Lindholm á Týru (Svifcj.)
4. -5. Gylfi Garöarss. á Héöni (ísl.)
4.-5. Einar Magnúss. áHáfeta (ísl.)
6. Jón Steinbjömss. á Mekki (ísl.)
7. Vignir Jónasson á Kveik (ísl.)
Fjórgangur
1. Sveinn Ragnarss. á Flygli (ísl.)
2. Sigurbjörn Báröars. á Brjáni
(ísl.)
3. Vignir Jónasson á Rveik (isl.)
4. May Madsen á Goða (Noregi)
5. Ia Lindholm á Týru (Svíþj.)
6. Johann Haggberg á Frigg (Svíþj.)
7. Gylfi Garðarsson á Héöni (Nor.)
8. Jón Steinbjörnss. á Mekki (ísl.)
Fimmgangur
1. Einar Magnúss. á Háfeta (ísl.)
2. Jóhann Jóhanness. á Galsa (ísl.)
3. Svelnn Haukss. á Muntn (Svíþj.)
4. Atli Guðmundss. á Hugin (ísl.)
5. Hínrik Bragason á Eitli (isl.)
6. Magnus Lindquist á Söndru
(Svíþj.)
8. Herbert Olason á Nunnu (IsL)
Hlýðni
1. Satu Paul á Eitli (Finnl.)
2. Emil Olsen á Rune (Danmörku)
3. Susanne Wennerström á Vargi
(Svíþ.)
4. Nina Keskitalo á Skjóna (Svíþ.)
5. Sigurbjöm Bárðars. á Brjáni
(ísl.)
Víðavangshlaup
1. Satu Paul á Eitlí (Finnl.)
2. Sari Tuura á Pjakki (Finnl.)
3. Bemt Severinsen á Loga (Nor.)
4. Taru Turtonen á Spes (Finnl.)
Gæðingaskeið
1. Hinrik Bragas. á Eitli (ísl.)
2. Magnus Lindquist á Söndm
(Svíþ.)
3. Jóhann Jóhanness. á Galsa (ísl.)
4. Sveinn Haukss. á Munm (Svíþ.)
5. Andreas Nilsson á Sögu (Sviþ.)
6. Einar Magnúss. á Háfeta (ísl.)
7. Herbert Ólason á Nunnu (ísl.)
250 metra skeið
1. HinrikBragason.........22,14
á Eitli (íslandi)
2. Samantha Leidersdorff..23,31
á Sputnik (Danmörku)
3. Einar Ö. Magnússon.....24,35
á Háfeta (íslandi)
4. CarohneRewers..........25,28
á Yngri (Danmörku)
5. Pia Kaaberg............25,82
á Kmmma (Svíþjóð)
Laustaumatölt
1. Jóhann Jóhanness. á Galsa (ísl.)
2. Satu Paul á Eitli (FinnL)
3. Pia Kaaberg á Krumma (Svíþ.)
4. Magnus Lindquist á Söndru
(Sviþ.)
5. Mette-Line Larsen á Létti
(Danm.) .
fi. Herbert Ólason á Nunnu (ísl.)
Stigahfesti knapi
1. Hinrik Bragason (íslandi)
2. Eínar Magnússon (islandi)
3. Magnus Lindquist (Svíþjóð)
4. Jóhann Jóhannesson (Islandi)
5. Sigurbjörn Báröarson (íslandi)
Unglingar - tölt
1. Guömar Péturss. á Ottó (ísl.)
2. Sandra Karlsd. á Blakk (ísl.)
3. -4. Caroline Dreijer á Sokratesi
(Svíþ.)
3.-4. Maja Sterner á Ögra (Svíþ.)
5. Siri Seim á Ljúf (Noregi)
6. Daviö Mátthíass. á Kórali (ísl.)
8. Sigriöur Pjetiusd. á Sörla (ísL)
Fjórgangur
1. Caroline Drejer á Sokratesi
(Sviþ.)
2. Guömar Péturss. á Ottó (Isl.)
3. Siri Seim á Ljúf (Noregi)
4. Sandra Karlsd. á Blakk (ísl.)
5. Davíð Matthiass. á KÓrali (isl.)
6. Hiide Kolnes á JarU (Noregi)
9. Sigríður Rjetursd. á Sörla (ísl.)
Hlýðni
1. Caroöne Dreijer á Sokratesi
(Svíþ.)
2. Mirkka Ahonala á Frosta
(FinnL)
3. Johanna Henrisson á Baktusí
(Finnl.)
Stigaluesti knapi
1. Caroline Dreijer (Svíþjóð)
2. Guömar Þ. Pétursson (íslandj)
3. Sandra Karlsdóttir, (íslandi)
4. Davíð Matthíasson (íslandi)
5. Hilde Kolnes (Noregi)
Eirikur Jónsson, DV, Fmnlandi:
Þátttaka íslenska landsliðsins á
Norðurlandamótinu 1 hestaíþróttum
var mikil sigurfór. Þegar upp er stað-
ið liggja 8 gull, 6 silfur og 5 brons auk
annarra vegtyllna.
íslendingar fengu flest gullverð-
laun, en auk þeirra fékk sænska
stúlkan Carolien Dreijer þrjú gull og
flnnska stúlkan Satu Paul tvö gull.
Upphaflega voru valdir þrettán
knapar í flokki fuflorðinna, en þeir
Reynir Aðalsteinsson, Styrmir
Snorrason og Styrmir Ámason helt-
ust úr lestinni.
Stóðhesturinn Þór frá Brún, sem
Jóhann Þorseinsson ætlaði að ríða,
kom slasaður og var úr leik. Jóhann
fékk varahest, Kolbrúnu frá Hofi,
sem ekki var reiðubúin í slíka
keppni.
Unnu vel úr lánshestunum
Unglingamir fhnm stóðu sig meö
sóma. Þeir fengu allir lánaða hesta
og unnu mjög vel úr sínu verkefni,
sem mörg voru erflð. Árangur þeirra
endurspeglar alla þá vinnu sem lögð
hefur verið í unglingastarf á íslandi.
Þó að þessi fimm hafi verið valin
að þessu sinni, þá voru mörg heima
á íslandi sem hefðu án efa staðið sig
með prýði.
Hinrik með þrjú gull
Hinrik Bragason tók gull í þremur
þeirra fjögurra greina sem hann
keppti í.
Eitill var mjög öruggur í skeiðinu
og bætti sig smávegis í hveijum
fyrstu þriggja sprettanna, en hljóp
upp í þeim fjórða.
Hinrik gekk langbest allra kepp-
enda í gæöingaskeiðinu og einnig var
hann með töluvert forskot sem sam-
eiginlegur meistari. Þá var hann í
úrslitum í fimmgangi.
Einar með fjórða titilinn
Sænski knapinn Magnus Lindquist
var efstur eftir forkeppni í fimm-
gangi, en honum gekk erfiðlega í
úrslitum og lenti í sjötta sæti.
Einar Öder Magnússon notaði
tækifærið og skaust í efsta sæti.
Hann hefur þá orðið Norðurlanda-
meistari í fjögur skipti í röð. Fyrst á
stóðhestinum Darra frá Kampholti,
þá stóðhestinum Hlyn frá Sötofte og
í tvö síðustu skiptin Háfeta frá Há-
túni.
Magnaðir mágar
Nýliðinn í landsliðinu, Sveinn Ragn-
arsson, kom mest á óvart íslending-
anna. Hann sigraði í hvoru tveggja
tölti og íjórgangi. Hann býr með
Guðrúnu E. Bragadóttur, systur Hin-
riks Bragasonar, svo þeir mágarnir
fengu fimm gull.
Hlýðniverðlaun á heimavelli
Finnska stúlkan Satu Paul stóð sig
vel í olympísku greinunum og sigraði
í hvoru tveggja hlýðni og víðavangs-
hlaupi og fékk auk þess siifur í laus-
taumatölti.
Fullt hús í tölti
Árangur íslendinga í tölti var glæsi-
legur og sigruðu þeir á öllum þremur
vígstöðvunum.
Jóhann G. Jóhannesson kom frá
Þýskalandi með Galsa frá Skarði og
sigraði í laustaumatölti. Guðmar Þ.
Pétursson sigraði í tölti í unglinga-
flokki og Sveinn Ragnarsson setti
punktinn yfir i-ið með sigri í flokki
fullorðinna.
Lítill áhugi á víðavangshlaupi
í víðavangshiaupi tóku þátt þrír
Finnar og einn Norðmaður í flokki
fullorðinna og tveir Finnar í ungl-
ingaflokki, en báðir voru þeir dæmd-
ir úr leik.
StúfarfráNM
Herbert Ólason (Kóki) og tveir
félagar hans í Þýskalandi, Jón
Steinbjörnsson og Jóhann G. Jó-
hannesson, komu með átta hesta
til Finnlands. Ferðalagið var dýrt
en þeir eru vanir slíkum ferðalög-
um í Þýskalandi. Kóki kom með
töluvert af varningi til að selja í
Finnlandi og hefur ákveðið að
gefa helming ágóðans til lands-
liðsins. Sú upphæð gæti orðið á
milii tvö hundruð og þrjú hundr-
uð þúsund króna.
Af formannsraunum
Jón Albert Sigurbjörnsson, for-
maður HÍS, hefur lent í ýmsum
uppákomum á ferðum sínum um
Finnland. Hann var að aka um
Helsinki með nokkurn hóp
manna og ætlaði út úr borginni
en lenti þá í vandræðum vegna
maraþonhlaups sem þar var háð.
Jón varö þá að aka út í úthverfi
borgarinnar. Gall þá við í einum
farþeganna: „Það kemur járn-
brautarlest á móti. okkur, þú ekur
á teinunum." Beygði Jón með það
sama.
Síðar um daginn á mótssvæð-
inu ekur hann um í sakleysi sínu
þegar á móti koma tveir stórir
fmnskir hestar með brokkkerrur
á mikilli ferð og enn þurfti Jón
að beygja. Kom í ljós áð hann ók
um aðalkeppnisbrautina og var
verið að æfa brokkarana.
Aftarlega á merinni
Mörgum íslenskum áhorfendum
og keppendum brá töluvert þegar
dómarar drógu upp gult spjald
og beindu þvi að Sigríði Pjetm-s-
dóttur knapa í unglingaflokki.
Enginn botnaði í sakarefninu en
skýringin var sú að hnakkurinn
var of aftarlega á hestinum og
þykir það töluverð synd á megin-
landi Evrópu.
Yngri tvisvar út af
Danska stúlkan Caroline Rewers,
sem er Danmerkurmeistari í
fimmgangi, keppti á stóðhesti
sem hún á og nefnir Yngri. Henni
gekk mjög vel í fimmgangi allt
að leiðarlokum er hún klappaði
honum á makkann að Yngri
skellti sér skyndilega út úr braut-
inni. Hið sama gerðist í tölt-
keppninni.
Þó að í Finnska íslandshestafé-
laginu séu einungis um þijú
hundruð manns og þar fæðist
eingöngu milli tuttugu og þijátíu
folöld á ári var framkvæmd móts-
ins með ágætum. Fáir aðilar báru
meginþunga mótsins en allt gekk
hnökralaust fyrir sig og eiga
mótshaldarar mikið hrós skilið,
jafnt fyrir hugrekkið að taka
þetta mót að sér og einnig dugn-
aðinn.
Fimm íslenskir knapar fengu 8 gullverðlaun á NM I Finnlandi. F.v.: Einar Magnússon, Guðmar Pétursson, Jóhann Jóhannesson, Hinrik Bragason og
Sveinn Ragnarsson. OV-myndir E.J.