Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1994, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1994 Fréttir_____________________________________________________________________________________dv Gunnar G. Schram þjóðréttarfræðingur: íslendingar hafa ótvírætt veiðirétt í Barentshaf inu „Það er ótvírætt að íslendingar hafa skapað sér hefðbundinn veiði- rétt á miðunum við Svalbarða og Bjarnarey þar sem fyrir liggur að íslendingar hófu þama veiðar í kringum 1930 og stunduðu þessar veiðar fram yfir miðjan áttunda ára- tuginn," segir Gunnar G. Schram, sérfræðingur í þjóðarétti. Margir hafa velt því fyrir sér hvort íslendingar eigi hefðarrétt til veiða á miöunum við Svalbarða. Þau sjón- armið Norðmanna hafa komið fram að þeir hafna því og vilja miða veiði- rétt við tímabil sem er nær nútíman- um. Sú afstaða þeirra er í sjálfu sér skiljanleg því þannig gætu þeir sjálf- ir fengið veiðirétt á úthafskarfa á grundvelli örfárra síðustu ára. Þeir hafa verið að stórauka sókn sína í þennan stofn sem veiðist á Reykja- neshrygg og eru nú næststærstir á eftir íslendingum í þessum veiöum. Á sama hátt gætu Norðmenn hrakið íslendinga úr Barentshafinu þar sem veiðarnar eru nýtilkomnar eftir hlé frá 1976. íslendingarhafa veittásvædinu frá 1930 Fiskifélag íslands hefur sent frá sér aflatölur sem sýna að íslendingar hafa aflað sér mikillar veiðireynslu á veiðisvæðunum í kringum Sval- barða, Bjarnarey og í Barentshafi. Tölurnar sýna að íslendingar veiddu á þessum svæðum 161.217 lestir af fiski á árunum 1930 til 1975. Af þessum afla var þorskur 20.715 lestir. Mest af þorskinum var veitt á svæðum við Bjarnarey og Svalbarða eða 18.927 lestir. Hann var aðafiega veiddur á tveimur tímabilum, árin 1930 til 1934 og 1945 til 1961. Á þessum árum var sóknin á þessi svæði árviss. Síldveiðar voru shmdaðar á þess- um veiðisvæðum á árunum 1967 til 1969. Veiddust þá 115.037 lestir af síld. Loðna var veidd í Barentshafi árið 1975, 24.500 lestir. Þorskur: 18.927 lestir veiddar við Bjarnarey og Svalbaröa á árunum 1930-'34 og 1945-'61 Loðna: 24.500 lestir veiddar í Barentshafi áriö 1975 Sítd: j§,~ 115,037 lestir veiddar viö Bjarnarey og Svalbarða árin 1967 til 1969 Véiðl ffá 1930 til 1975 alls: 161.217 lestir Barentshaf Svalbaröi Bjarnarey Hefð fyrir veiðum í Barentshafi - veitt síöan 1930 - Sérfræðingur, sem DV ræddi við, sagði engar fastar reglur til um það hversu langan tíma þyrfti til að mynda hefð en venjulega væri talað um áratugi. Hann sagði að til þess að hefðarréttur næði að myndast þyrfti að vera „tómarúm" í lagaleg- um skilningi, þ.e. ekki væru til stað- ar skýrar lagareglur. Undir þeim kringumstæðum gæti myndast rétt- ur á grundvelli hefðar. „Það er undir engum kringum- stæðum hægt að vísa á bug óskum íslendinga um kvóta í Barentshafi á þeim forsendum að veiðireynslu skorti,“ segir Gunnar G. Schram. - afhendingin hefur ekki enn fariö fram Landhelgisgæslan á von á um áætlað nokkrar milljónir. Ekki þrjú þúsund fallbyssuskotum að liggurfyiir hvort deila Norðmanna gjöf írá Noregi og er fjármálaráð- og íslendinga um veiðar í Barents- herra heimilt að fella niður opinber hafi muni leióa til þess að Norð- gjöld af skotunum. Heimíldar- menn afturkalli gjöfina eða fresti ákvæði þessa efnis er að finna í afhendingu hennar. Til þessa hefur Qárlögumþessaárs. Til jiessa hefur einungis hluti einnarfallbyssukúlu heimildin ekki verið nýtt, sam- frá Noregi borist til landsins en það kvæmtupplýsingumsemDVaflaði var með Hágangi II. sem nýverið sér í fjármálaráðuneytinu. varð fyrir skotárás frá norsku Að sögn Hafsteins Hafsteinsson- strandgæsiunni. ar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, Að sögn Ara Edwalds, aðstoðar- er heimildin í fjárlögum vegna æf- manns dómsmálaráðherra, var ingaskota sem Norömenn liafa gef- heimildarákvæðið sett í fjárlög til ið Gæslunni. Að öðru leyti vildi aöstandaformlegaréttaðinnflutn- hann ekki tjá sig um málið. ingnum. Aöspurður kveðst hann Afhending skotaima hefur enn ekki eiga von á að Norðmenn hætti ekki farið fram en samkvæmt við gjöfina vegna atburða liðinna heimildum DV er verðmæti þeirra vikna í samskiptum þjóðanna. Arsverkum hjá ríkinu hef ur fjölgað á fyrri hluta ársins Launaútgjöld ríkissjóðs fyrstu sex mánuði ársins hækkuðu um 483 milljónir króna miðað við sama tíma í fyrra, aö teknu tilliti til almennra verðbreytinga. AIls námu launaút- gjöldin ríflega 13,8 milljörðum króna á fyrri hluta ársins samanboriö við 13,3 milljarða í fyrra. Hækkunin milli ára er 3,5 prósent. í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrstu sex mán- uði ársins kemur fram að hækkun launaútgjalda ríkissjóðs megi meðal annars rekja til fjölgunar á ársverk- um. Þannig fjölgaði ársverkum um 66 á fyrri helmingi ársins miðaö við sama tima í fyrra. Fjórðung hækkunarinnar má að mati Ríkisendurskoðunar rekja til samningsbundinna aldurshækkana og launaflokkatilfærslna. Þriðjung hækkunarinnar má skýra með ein- greiðslum til allra launþega vegna efnahagsbata og orlofsuppbótum. Það sem eftir stendur af hækkuninni er í skýrslu Ríkisendurskoðunar rakið til nýrra samninga viö starfs- stéttir innan heilbrigðisgeirans og eldri samnings við flugumferðar- stjóra. í dag mælir Dagfari Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér skýrslu um ástandið í ríkisfjár- málunum. Enn er ríkissjóður að eyða peningum án þess að eiga þá og enn kemur það mönnum á óvart að hallinn verður meiri heldur en til stóð. Þetta er gömul saga og ný, enda taka ráðamenn þjóðarinnar því með jafnaðargeði þótt upplýst sé um eyðslu þeirra og íjármálaráð- herra lætur bara vel af sér og telur það góða frammistööu hjá sér aö fara ekki nema nokkra milljarða fram úr áætlunum. Það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoöunar er gömul lumma um að lántökur hafi farið fram úr áætlun og að sparnaöar- hugmyndir hafi ekki náð fram að ganga og svo auðvitað þetta að rík- isstjómin hefur þurft að verja fé til mikilvægra verkefna, sem veldur fjárlagahalla sem ekki er að marka miðað við að ríkisstjómin hefði staðið við sitt ef hún hefði ekki þurft að bæta við útgjöldum. Eitt er það þó sem nokkuð stend- ur í mönnum og er í rauninni óafs- akanlegt. Það er bruðlið í heil- brigðiskerfinu. Spítalamir og tryggingamar hafa farið langt fram úr áætlun, hátt í milljarð. Nú hggur Veikir til traf ala fyrir að rúmar sex hundmð millj- ónir króna þurfi til viðbótar í spít- alareksturinn ef jafnvægi á að ná milli fjárveitinga og eyðslu. Þetta stendur í mönnum. Skiljan- legt er aö ríkissjóður fari fram úr vegna þyrlukaupa eða vegna að- stoðar við veslings Vestfirðinga eða vegna þess að fræðslumálin fari fram úr áætlun vegna skólarekst- urs. En það að sjúkrahúsin leyfi sér að fara fram úr sínum fjárveiting- um er til skammar og verður ekki hðið. Fjármálaráðherra segir að sjúkrahúsin verði sjálf að leysa úr sínum fjárhagsvanda. Þau fái ekki krónu til viðbótar. Forstöðumenn sjúkrahúsanna segja að þeim sé vandi á höndum. Þeir segja að sjúkhngum hafi fjölg- að! Fleiri hafa veikst heldur en ráð vair fyrir gerl. Þeir kunna ekki ráð við því. Fjármálaráðherra tekur ekki mark á þessari skýringu. Áætlanir eru áæflanir og fjárveitingar eru fjárveitingar. Það kemst enginn upp með svoleiðis trikk að skjóta sér á bak við sjúklingana. Það er bhleg skýring og verður ekki undir neinum kringumstæðum viður- kennd af fjármálayfirvöldum. Hér er iht í efni. Spítalamir þykj- ast ekki geta vísaö veiku fólki frá. Þeir þurfi peninga til að sinna sjúk- um. Auðvitaö er öhum ljóst að ríkis- sjóður getur ekki endalaust borgað og tapað vegna sjúklinga sem flykkjast inn á spítalana. Veikt fólk getur ekki gert þá kröfu til almenn- ings að fá fría umönnun, bara þeg- ar þessu fólki dettur í hug að vera veikt! Ríkissjóður getur ekki sætt sig við það né heldur skattborgar- arnir að veikir gangi fyrir. Hvað með alla hina frísku og hraustu sem aldrei þurfa að fara á spitala? Er einhver sanngimi í því að þeir fái ekkert frá ríkissjóði meðan veikir og sjúkir setja ríkissjóð á hausinn? Það er hárrétt hjá fjármálaráð- herra að segja hingað og ekki lengra. Veika verður að stöðva og spítalarnir verða sjálfir að leysa úr þessum vanda og skhja að veikt fólk á ekki að ganga fyrir. Veikindi geta ekki ráðið því hvort fjárlög standast eða ekki. Spítalarnir verða sjálfir að leysa fjárhagsvanda sinn og ef fólk er veikt þá er það vegna þess að spítal- arnir og heilbrigðisgeirinn hafa ekki sinnt hehsu þess og standa ekki í stykkinu með að halda fólki frísku svo það þurfi ekki að leita lækninga. Hehbrigðiskerfið getur sjálfu sér um kennt og verður að bíta úr náhnni með það. Þeir sem á annað borð veikjast eiga að sjá sóma sinn í því að ná hehsu sinni aftur án þess að vera að abbast upp á spítala og heimta þjónustu fyrir ekki neitt. Ef ekki þá verða veikir að taka sínum veik- indum og deyja drottni sínum því kerfið getur ekki borgað meira. Það er alveg úthokað, segir fjármála- ráðherra sem ber ekki hag veikra fyrir brjósti heldur fjárlagahall- ann. Þar liggur hans ábyrgð og veikir mega vera veikir hans vegna, án þess að spítalarnir geti heimtað meiri peninga sem ekki eru th. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.