Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1994, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1994 13 Breytingar á kosningalögum Nú þegar Jón Baldvin hefur kné- sett Davíð Oddsson og látið hann hætta við haustkosningar hefur vaknað umræða um breytingar á kosningalögum. Núverandi kosningalög voru sett í samkomulagi milli stjórnarflokk- anna. Þau eru vel brúkleg og gæta fyllsta jafnvægis milh stjómmála- flokkanna en þar sem þeim var einnig ætlað að varðveita nokkurt misvægi atkvæða milli kjördæma eru þau flókin og ógegnsæ. Það stafar af flóknum reglum um út- hlutun jöfnunarsæta en hvert kjör- dæmi leggur til uppbótarsæti, eitt eða fleiri. Misvægi atkvæða Misvægi atkvæöa milli kjör- dæma hefur aukist mjög vegna búsetubreytinga frá setningu lag- anna og er eðlilegt að athugað sé hvernig það megi leiðrétta án þess að gjörbylta kosningareglum eða kjördæmaskipan. Mikilvægt er að um breytingar náist samkomulag aUra flokka. Ekki er líklegt að samkomulag verði um fækkun þingsæta. Núver- andi kjördæmaskipun er orðin föst í sessi og óUklegt að samkomulag verði um breytingar á henni. Ekki þýðir að tala um röskun á vægi miUi flokka. Ég tel að markmið sem reynandi væri að ná samkomulagi um væri jöfnun vægis milli kjör- dæma og í öðru lagi að auka áhrif kjósenda á val þingmanna. Eins og málum er háttað Uggur fyrir að á næsta kjörtímabili verði meirihluti þingmanna úr R kjör- dæmunum en þar búa 2/5 kjósenda. Hugsanlegar breytingar Misvægið má lagfæra með eftir- KjaHaiinn Páll Pétursson alþingismaður farandi hætti: Úthluta kjördæma- sætunum samkvæmt reglu D. Hont, fjölga kjördæmakjörnum þingsætum um tvö í Reykjavík og eitt á Reykjanesi og kjördæmis- binda flakkarann. Nú eru uppbót- arþingmennirnir kjördæma- bundnir. Ef kjördæmabandið væri leyst og jöfnunarsætum úthlutað samkvæmt atkvæðaöflun féllu þeir í hlut fjölmennustu kjördæmanna. Hefði þessi regla gilt um síðustu kosningar hefði útkoman orðið sú að 26 þingmenn hefðu verið í fram- boði í dreifbýliskjördæmunum og hefðu ca 2500 atkvæði að baki sér til jafnaðar en 37 þingmenn hefðu boðið sig fram í R kjördæmunum og hefðu 2850 atkv. a bak við sig til jafnaðar. Þetta er leiðrétting sem telja verður viðunandi og ætti að vera ásættanleg fyrir alla stjórn- málaflokka. Þess ber að geta að þetta hefði ekki raskað að marki þingmanna- tölu flokkanna frá því sem varð samkvæmt gildandi lögum. Aukið valfrelsi kjósenda Varðandi aukið persónukjör þyk- ir mér finnska kosningakerfið álit- legast. Þar bera flokkarnir fram óraðaða lista en kjósandi verður að merkja við þann frambjóðanda sem hann vill helst á þeim lista er hann kýs. Þar með ákvarðast röð fulltrúa á listanum í kjörklefanum samkvæmt þeim krossafjöida sem hver frambjóðandi hiýtur. Þar með yrðu prófkjör úr sögunni. Páll Pétursson „Núverandi kjördæmaskipun er orðin föst 1 sessi og ólíklegt að samkomulag verði um breytingar á henni. Ekki þýð- ir að tala um röskun á vægi milli flokka.“ Ólafur Ragnar fer á ball Kjallarinn að mögulegt framboð Jóhönnu Sig- urðardóttur tók miklu meira fylgi af bæði Alþýðubandalaginu og Sjálfstæðisflokknum en til dæmis Alþýðuflokknum. Og nú uppgötv- aði Ólafur Ragnar allt í einu að hann var staddur á vitlausu balli. Á einum degi skipti hann um skoðun og þar með dansfélaga. Björn Bjarnason var ekki lengur heppileg dama og var kastað eins lætur ekki taka sig á löpp af gæjum sem daðra bara í fjölmiðlum en gleyma að senda boðskortið á ball- ið, Ólafi Ragnari hefur að vísu tekist að skyggja á Jóhönnu með því að gera hana að aukanúmeri á ballinu og sjálfan sig að eins konar Sæma rokk hinnar nýju hreyfingar. En um leið hefur hann breytt ballinu í hálfgildings líkvöku þar sem eng- „Ólafi Ragnari hefur að vísu tekist að skyggja á Jóhönnu með því að gera hana að aukanúmeri á ballinu og sjálf- an sig að eins konar Sæma rokk hinnar nýju hreyfmgar.“ Þegar í ljós kom við síðustu þingkosningar að fyrri ríkisstjórn hélt meirihluta sínum greiddi ég, ásamt Sigbirni Gunnarssyni og Gunnlaugi Stefánssyni atkvæði gegn því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Aðrir voru á annarri skoðun, meðal annars Jó- hanna Sigurðardóttir sem á þeim tíma gat ekki hugsað sér að starfa aftur með Ólafi Ragnari Grímssyni. Ólafi Ragnari gramdist það eðli- lega; hann var - a.m.k. þá - sömu skoðunar og ég, að framvindan myndi að lokum leiða flokka okkar beggja í sama farveg. Það kom því mörgum á óvart þegar Ólafur Ragnar hóf að bjóða Sjálfstæðisflokknum upp í dans með tilþrifum sem minntu helst á stegg ónefndrar andategundar að vori. Hann samdi stefnuskrá í at- vinnumálum sem Morgunblaðið lýsti sem atvinnustefnu hægri sinnaðs miðjuflokks. Hann hætti að vera á móti Nató og tók upp þá skoðun Bjöms Bjarnasonar að Nató væri í rauninni eins konar friðarbandalag. í kjölfarið skrifaði Björn Bjarna- son sig á danskortið hjá formanni Alþýðubandalagsins og í sölum al- þingis hófst varfærið tilhugalíf þeirra félaga, sem minnti helst á unglinga sem voru ekki alveg viss- ir um að þeir væru ástfangnir. Á vitlausu balli Dansæfingar vinanna leiddu til Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra þess að í sumar hóf Ólafur Ragnar að hrósa Davíð Oddssyni á hvert reipi en réðst harkalega að Alþýðu- flokknum. Hina vel æfðu sam- kvæmisdansa átti svo að frumsýna í kjölfar haustkosninga, þegar Bjöm og Ólafur Ragnar hugðust koma á samstarfi flokka sinna um stjórn landsins. - Alhr vita hvernig því lyktaði; hin „hannaða atburða- rás“ sprakk með hvelli, það urðu engar haustkosningar. En um leið gerðist það að skoð- anakannanir settu alvarlegt strik í framtíðardans formanns Alþýðu- bandalagsins. Þær sýndu nefnilega og tusku út í horn. Nú vildi for- maður Alþýðubandalagsins bara rokka með Jóhönnu Sig. í „sam- fylkingu félagshyggjuaflanna". Sæmi rokk félagshyggjunnar GalUnn var bara sá að Jóhanna viU ekki vera ein í þessu komp- ann. Hún vUl helst hafa Alþýðu- flokkinn með en það vUl Ólafur Ragnar ekki. Hún vUl ekki heldur láta sjá sig á sama balh og formaö- ur Alþýðubandalagsins nema þar sé Uka siðgæðislögga í gervi Kvennalistans. En Kvennalistinn inn mun aö lokum dansa þó rokk- arinn standi gleiður og bjóði mönn- um upp. Áhugamenn um samstarf félagshyggjuafla geta svo pælt f því hvert er líkið. En með leyfi að spyrja: Hvar ætl- ar Ólafur Ragnar að bera niður næst? Hann hefur endursent Sjálf- stæðisflokknum boðskortið, hafn- að Alþýðuflokknum, fengið upp- sögn hjá Kvennó og PáU Pétursson hlær að honum. - Skyldi formaður Alþýðubandalagsins ekki þekkja söguna um Dansinn í Hruna? össur Skarphéðinsson Svalbarðadeilan fyrir Al- þjóðadómstólinn Óþolandi óvissuástand „Ég tel að Norðmenn hafibrotið al- þjóðalög þeg- ar þeir klipptu á togvíra Hegranessins í Barentshafi á alþjóðlegu ®s ®van ^ nat!s' hafsvæði og S°n’ (iufrð-tjÓri ógnuðu Skagfirðmgs hf, Drangey með tilraun fil ásigling- ar. í framhaldi af þessum atburð- um tel ég rökrétt aö stefna Norð- mönnum fyrir Alþjóðadómstól- iim og fá úr því skorið hver er raunverulegur réttur þeirra á þessu hafsvæði og hvaða lögsögu þeir hafa þar. Það er auðvitað ekki ijóst hver hefur rétt fyrir sér fyrr en niður- staða fæst fyrir dómstólnum. Við sem stöndum í þessu núna erum bara venjulegir fiskimenn og höf- um engan áhuga á því að standa í þeim átökum sem þarna hafa staðið þar sem Norðmenn eru að hóta’ okkur því að sprengja í sundur togvíra. Ef þaö verður álit Alþjóðadómstólsins að Norð- menn hafi allan yfirráðarétt á þessu svæði þá munurn viö að sjálfsögðu hlýta þeim úrskurði. Samkvæmt mati okkar lög- fræðings og annarra sem hefur verið leitað til þá er þetta alþjóð- legt hafsvæði. Á þeim grundvelli höfum víð veitt þarna. Það er óþolandi óvissuástand sem felst í þ\i að vera heftir til veiða á svæði sem færustu lögfræðingar telja að sé alþjóðlegt, Við verðum að fá úr þessu skorið." ekki verður samnings- flötur „Við erum að ná upp afla á svæðinu sem við þurf- um vissulega á að halda, Við myndum okkurásama Guðjón A. Krist- tíma afla- lánsson, forseti reynslu. Farmanna- og fiski- Ástandið er mannasambands þannig í Nor- íslands. egi vegna kosninganna um ESB að þeir eru ails ekkert á þeim buxunum að fara í samninga við okkur. Þegar þeir sjá hve stór- tækir við getum veriö á svæðinu munu þeir sjá sér hag í því að semja við okkur. Við eígum aö halda áfram að veiða á þessum svæðum eins og við teljum okkur hafa efni og burði til, á nákvæmlega saroa hátt og þeir eru að veiða útJiafs- karfa á Reykjaneshrygg. Okkur liggur ekkert á, við eig- um að sjá þetta ár líða áður en við tökum ákvörðun um lögsókn á hendur Norðmönnum. Viö eig- um að sjá hvort ekki kemur upp samningsfiötur þegar þeir eru búnir að afgreiða jiessar kosning- ar sínar, Það skiptir verulegu máli hvernig niöurstaða þjóðar- atkvæðagreiðslunnar verður. Eru þeir inni í ESB eöa verða þeir áfram utan bandalagsins? Okkar óvissa er yissulega mik- il, cn ég held að þeirra sé ennþá meiri.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.