Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1994, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1994, Síða 24
36 Kristján Ragnarsson. Norðmenn ráku okkur í Smuguna „Ég er alveg rólegur yfir þeirri stöðu sem Svalbarðamálið er í. Við veiðum í Smugunni þangað til við fáum einhverjar viöræður um samkomulag. Norðmenn verða að átta sig á því að þeir ráku okkur af Svalbarðasvæðinu og þar með í Smuguna... “ segir Krislján Ragnarsson í DV. Fólk er ekkert ánægt „Fólk hérna út við ströndina er ekkert voðalega ánægt yfir þessu ástandi. Menn eru ekki síst óánægðir í ljósi þess að fólk lapti dauðann úr skel hér í nokkur ár Ummæli á meðan verið var að byggja upp þorskstofninn. Svo horfa menn á Islendinga fiska hann niður aft- ur... “ segir Jóel Kristjánsson, > sj ávarútvegsfræðingur í Lofoten. Svolítið af blóði í beðin „Ég tek slátur á haustin eins og svo margir aðrir. En í stað þess að nota allt blóöið við sláturgerð- ina nota ég svolítið af því í beðið. Rósimar virðast hafa gott af blóð- inu..." segir Fríða Þórðardóttir í DV. Húsið tekið upp og hrist „Það hefur ekki verið svefnfriður hér frá því kortér fyrir sex í morgun. Þetta er stöðugur smá- titringur en svo er eins og húsið sé tekið upp og hrist öðru hverju... “ segir Hrefna Kjart- ansdóttir í DV. Reykjavík í for- tíðognútíð í kvöld kl. 20.00 heldur Kristín Bjarnadóttir sagnfræðingur fyr- irlestur á sænsku í Norræna hús- inu og nefnir hann Reykjavik fórr och nu. Þar rekur hún sögu Reykjavíkur, þróun hennar úr bæ í borg og sýnir liískyggnur. Að loknum fyrirlestri og fyrir- spurnum veröur gert kaífihlé. Fundir Eftir kaífihlé veröur sýnd kvik- mynd um ísland. Fyrirlestur þessi er i dagskrárröðinni ís- landskvöld í Norræna húsinu. Kynningarfundur Bahá’íar bjóða á opinn kynning- arfund fimmtudagskvöldið 25. ágúst í Samtúni 20 kl. 20.30. Allir ' velkomnir. Sagtvar Þeir héldu í hvom annan. Rétt væri: Þeir héldu hvor í Gætum tungunnar annan. Bendum börnum á þaö! OO Þokuslæðingur austanlands Áframhaldandi góðviðri verður á landinu í dag, austan- og síðan norð- austangola eða kaldi. Þokuslæðingur Veðrið í dag austanlands og þar má reikna með lítils háttar rigningu eða súld, eink- um í kvöld og nótt. Annars staðar á landinu verður lengst af bjart veður. Hiti verður víðast á bilinu 8-15 stig að deginum, hlýjast sunnanlands og vestan. Á höfuðborgarsvæðinu verð- ur austangola, en síðar norð'austan- gola eða kaldi. Léttskýjað að mestu. Hiti 11-15 stig að deginum en 6-9 stig yfir nóttina. Sólarlag í Reykjavík: 21.34 Sólarupprás á morgun: 5.30 Síðdegisflóð í Reykjavík 16.33 Árdegisflóð á morgun: 4.58 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri hálfskýjað 8 Akurnes þokaí grennd 7 Egilsstaöir súld 5 Keíla víkurílugvöllur skýjaö 7 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 8 Raufarhöfn þokaí grennd 7 Reykjavík hálfskýjað 6 Stórhöfði léttskýjað 9 Bergen skýjað 12 Helsinki léttskýjað 11 Kaupmannahöfn rigning 15 Stokkhólmur skýjað 17 Barcelona þokumóöa 21 Berlin rigningá síð.klst. 13 Feneyjar þokumóða 20 Frankfurt skúrá síð.klst. 14 Glasgow skýjað 8 Hamborg þokumóða 12 London skýjað 11 Lúxemborg léttskýjað 12 Nice léttskýjað 22 Róm skýjaö 26 Vín rigning 15 Washington alskýjað 24 Nuuk alskýjað 4 Þrándheimur skýjað 9 „Á þessu ári erum við búnir að flytja úr landi 120 gáma af Seltzer, sem er eitthvaö um sjö milljón dós- ir, en gerum ráð fyrir að fara í átta milljón dósir á árinu. Nú fer í hönd tími sem hefur verið rólegur en viö reynum að sporna við þvi með því að tryggja okkur markaði þar sem rpjög heítt er á þessum tíma, eins og til að mynda í Suður-Afríku og Hong Kong,“ segir Hörður Bald- vinsson, framkvæmdastjóri Seltz- ers á íslandi. Nokkrar umræður hafa verið um að útlendir eigendur fyrirtækisins ætli að flytja starf- semina til Wales vegna þess aö ekki fáist hentugt húsnæöi fyrir starfsemina hér á landi á verði sem þeir geti sætt sig við. „Við höfum verið að leita aö hús- næði og erum með upplýsingar um húsnæði frá tólfbyggðarlögum sem öll vilja fá verksmiðjuna til sín og í framtíðinni breytir engu hvar við Hörður Baldvinsson. erum á landinu, svo framarlega sem þar er gott húsnæði, góð höfn og gott vatn. Vatnið skiptir miklu máli og við erum búnir að útiloka , nokkur byggðarlög eingöngu vegna þess að vatnið er ekki nóg gott. Aðspurður sagði Hörður að átján manns störfuðu við fyrirtækið hér á landi en svo væru um átta manns sem störfuðu í London, þar sem aðaldreifmgin fer fram, og svo tveir í vöruhúsi fyrirtækisins í Hull. En hvað um innanlandsmarkaðinn? „Það verður að segjast eins og er að innanlandsmarkaðurinn hefur dregist mikið saman og sjálfsagt á verðstríð gosdrykkjaframleiðanda stóran þátt í þeirri þróun. Aðal- áherslan nú er lögð á erlenda markaði og geysimikið fé hefurfar- ið í markaðssetningu. Sú er ástæð- an fyrir því að við erum blankir i dag. Aliir okkar peningar hafa farið í markaðssetnmguna, sem nú er loksins aö skila árangri; híóiin eru farin að snúast.“ Hörður sagðist persónulega vera mjög bjartsýnn á að húsnæðismál- in leystust og taldi mjög slæmt ef þessi atvinnustarfsemi færi úr landi. Hörður Baldvinsson er giftur Bjameyju Magnusdóttur og eiga þau þrjú börn. Aðspurður um áhugamál sagði Hörður: „Ég er Vestmannaeyingm- og hef alltaf haft mjög gaman af að veiða lunda og má segja að aðaláhugmál mitt sé úteyjalíf." FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 1994 í allt sumar hefur Ferðafélag íslands boðið upp á sumarferðir í formi dagsferða og lengri ferða. í ágústmánuði hefur ávallt verið boðíð upp á gönguferðir á mið- vikudögum og i gærkvöldi var faríð út í Viðey. Á laugardags- morgun verður ökuferð að Haga- vatni sem er suður af Langjökli. Þar verður staldrað við í um það bil tjórar klukkustundir og geng- ið um svæðið. Brottför er kl. átta um morguninn. Helgarferð Ferðafélagsins er að Álftavatni sem er við Fjallabaksleið syðri. Þar á Ferðafélagið notalegt sælu- hús sem gist verður í um þessa helgi og farnar dagsferðh um næsta nágrenni þaðan. Skák Skák Strange og Ágárd, tefld í áskor- endaflokki, fékk fegurðarverðlaun á danska meistaramótinu sem fram fór í Álaborg fyrir skömmu. Lokin voru lag- leg. Ágárd hafði svart og átti leik i þess- ari stöðu: 23. - Bd3! 24. a4 Rxc2 25. Hdl Re3+ 26. Ka2 Bc4+ 27. Ka3 Rc2 mát! Stórmeistaramir og nafnarnir Curt Hansen og Lars Bo Hansen deildu sigrin- um í landsliðsflokki. Einvigi þeirra um titilinn í Kaupmannahöfn lauk með 3-1 sigri Curts sem þar með varð meistari í þriðja sinn. Jón L. Árnason Bridge Að spila bridge í heimahúsum hefur oft léttara yfirbragð en aö spila bridge í keppnum og alvaran ekki eins mikil. Menn leyfa jafnvel frávik frá reglum og geta þá komið upp hinar undarlegustu stöður. Sumir bridgespilarar sem spila heima nota þá reglu að þegar spil er pass- að út, verði gefln heil gjöf, 13 spil í einu á hveija hönd. Skipting spilanna verður þá oft mjög vilit og sagnir í flörugri kant- inum. Þetta spil kom fyrir við slíkar að- stæður í vikunni. Vestur var gjafari í spilinu og sagnir gengu þannig: V G7653 ♦ 84 + Á109654 ♦ KD6532 V ÁK1098 ♦ G3 + - V D42 ♦ KD6 + KDG8732 Vestur Norður Austur Suður 1+ Pass 4+ 5+ 5* 6+ 7+ p/h Fjögur lauf austurs var slemmuáhugi með spaðastuðningi og stuttlit í laufl. Suður vildi vera með í sögnum en vest- ur, sem var strax farinn aö sjá alslemmu í spaða í hillingum, sagði rólegur fimm tígla sem var fyrirstöðusögn. Norður taldi sig eiga fyrir 6 laufum og austur var ekki í vafa um að alslemma stæði á spilið og sparaði vestri ómakið við að fara í alslemmuna. En hvorugur þeirra hafði rétt fyrir sér, það var alltaf einn tapslag- ur á tígul sem ekki var hægt að losna við. En norður gerði sér ekki grein fyrir hættunni og spilaöi út laufás í byijun, enda gat útspil í öðrum hvorum rauðu litanna vel orðiö til þess að gefa alslemm- una. í þessu tilfelli varð laufásinn vöm- inni dýr. Tígli hent í blindum og trompað heima og afganginn þurfti ekki að spila. Sagnhafi þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir þvi að segja „ég tek trompin". ísak Örn Sigurðsson W rtLriUMÖV'l V -- ♦ Á109752

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.