Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1994, Blaðsíða 8
24 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 ð Barátta góðs og ills Þær eru ekki margar skáldsögur Stephens Kings sem ekki hafa verið kvikmyndaðar. The Stand, sem margir telja hans bestu bók á meðan aðrir telja hana alltof langa (1400 bls. i kiljubroti), hefur staðið í mönnum og það er ekki fyrr en nú að rúmlega sex klukkutima sjónvarpsmynd, gerð eftir þessari víðfeðmu sögu, kemur fyrir sjónir almennings. Myndin segir frá því þegar bráðdrep- andi vírus sleppur út i andrúmsloftið og verður þess valdandi aö líf á jörðinni nánast eyðist. Þeir sem eftir lifa raða sér i tvær fylkingar góös og iils. Fyrir þeirri fyrmefhdu fer gömul blökkukona sem má sin lítils gegn Randall Flagg sem er útsendari þess i neðra og notfærir sér græögi mannanna. Sagan er mjög yfirgripsmikil og ftölmargar persón- ur koma við sögu. Þrátt fyrir að myndin sé fima löng hefúr orðið að sleppa veigamiklmn persónum og sameina aðrar. Sjálfsagt eiga þeir sem ekki hafa lesið bókina stundum erfítt með að láta enda ná saman en þegar á heildina er litið er The Stand góð skemmtun, persónur em skýrar og góðir leikarar fara vel meö hlutverk sín. THE STAND - Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Mick Garris. Aðalhlutverk: Gary Sinese, Moily Ringwaid, Laura san Giacomo og Jamey Sheridan. Bandarísk, 1994. Sýningartími 6 klst. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK Ihn Ctnnrí Igu flv u Myndbönd Meira um Amy og Joey Casualities of Love gallar einnig um ofangreint mál en myndin hefúr allt aðrar áherslur og er gerð í kjölfar réttarhaldanna. í stað þess að The Amy Fisher Story ftallar að mestu um hlið Amy á mál- inu fjallar Casualities of Love að mestu um Joey\ Buttafuoco og réttarhöldin en lítiö er kafað i Amy' Fisher og er hann i raun hvítþveginn af öllu fram- hjáhaldi, látiim vera umhyggjusamur heimiiisfaðir sem hafði farið i meðferð vegna eiturlyfja og hugs- ar um það eitt að gera fjölskylduna hamingjusama. í þessu er myndin á skjön við fyrmefnda mynd. Þegar Amy Fisher kemur inn 1 líf hans verður hann fómarlamb kænsku hennar. Casualities of Love gefur raunsæja mynd af málaferlunum í kjölfar morðtilraunar Amy en persónur em ekki nándar nærri eins sannfærandi i Casualities of Love og í The Amy Fisher Story og Amy í með- förum Alysa Milano er eins og smábam miðað við þá persónu sem Drew Barrymore skapar. Mest reynir á Jack Scalia í hlutverki Joeys en hann hefúr vart erindi sem erflði. Persónan verður yfirborðskennd í meðfórum hans. CASUAUTIES OF LOVE - Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Herzfield. Aðalhlutverk: Jack Scalia, Alyssa Milano og Leo Rossi. Bandarfsk, 1993. Sýningartími 90 mín. Bönnuð bömum innan 12 ára. -HK Hættuleg stúlka Amy Fisher-málið er eitt þeirra sakamála sem öll bandaríska þjóðin fylgdist með af miklum áhuga, enda um margt óvenjulegt. Amy Fisher var aðeins sextán ára þegar hún reyndi að myrða eiginkonu elskhuga sins, bifvélavirkjans Joey Buttafúoco. í bytjun myndarinnar er búiö að hand- taka Amy og i nokkrum atriðum er ævi hennar rifjuð upp. Amy Fisher er dekurbam sem hugsar aðeins um sjálfa sig, niðurlægir foreldra sina sem hún mest má og selur sig eldri mönnum til að eignast peninga. Hún fellur fyrir hinum glæsilega Buttafuoco sem gerist elskhugi hennar en Amy, sem þekkir ekki mun á rétt og röngu, tekur til sinna ráða þegar hún sér fram á að eiginkonan verður fyrir þeim. Vel hefur tekist til með gerð þessarar myndar og er vandað til allra hluta og handritið vel skrifað. Drew Barrymore hefur áður leikið stúlku með englakropp og englasvip en iskalt hjarta er á heimaslóðum og gerir hún hlutverkinu góð skil. THE AMY FISHER STORY - Úlgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Andy Tennant. Aðalhlutverk: Drew Barrymore og Anthony John Denison. Bandarísk, 1993. Sýningartími 91 mín. Bönnuð bömum innan 16 ára. -HK I Far and Away lék Nicole Kidman á móti eiginmanni sínum, Tom Cruise. Nicole Kidman: Ekki bara eigin- kona Tom Cruise í Malice, sem nýkomin er út á myndbandi, leikur Nicole Kidman hina nýgiftu Tracia Safian. Eigin- maðurinn Andy er kennari við háskóla og er ekki annað að sjá en allt sé í lukkunnar velstandi hjá þeim, eða þar til gamall skólabróðir Andys, læknirinn Jeff Hill, verður á vegi þeirra. Þegar Tracia finnur fyrir miklum verkjum er hún í skyndi flutt á sjúkrahús þar sem Hill annast hana, en honum verða á þau mistök að eyða fóstri sem hún ber. Tracia fer í skaðabótamál við spítalann, vinnur mikla fjárhæð en hverfur svo á dularfullan hátt og skilur eiginmanninn eftir meira en lítið undrandi á öllu saman. Þetta er bara hálf sagan en Malice er þriller sem má flokka með myndum Hitchcocks svo einhver líking sé notuð. Nicole Kidman þykir fara vel með hlutverk Tracia og sannar að það er mikið spunnið i hana sem leikkonu, en í Bandaríkjunum er hún frægust fyrir að vera eiginkona stórstjöm- unnar Tom Cruise og hefur leikið á móti honum í tveimur kvikmynd- um, Days of Thunder og Far and Away. Af góðum ættum Nicole Kidman fæddist á Hawaii en ólst upp í Ástralíu. Faðir hennar er þekktur sálfræðingur og rithöf- undur og móðir hennar er kennari og hjúkrunarkona. Hún er af einni þekktustu ætt Ástralíu og getur rak- ið ætt sína til eins ríkasta manns sem byggt hefur Ástralíu, sir Sydney Kidman, sem átti geysimikl- ar jarðir á sínum tíma. Kidman var látin læra ballett en hafði þegar hún varð eldri meiri áhuga á leiklist og fékk foreldra sína, þvert gegn þeirra vilja, til að leyfa henni að innritast í leikskóla. Hún var aðeins fjórtán ára þegar hún fékk sitt fyrsta hlutverk í kvik- mynd og var þyí komin með bakterí- una snemma. í nokkur ár stundaði hún nám og vann um leið við St. Martin’s Youth Theatre í Mel- boume. Hún lék í þremur kvik- myndum áður en henni bauðst hlut- verk í þáttaröðinni Víetnam og eftir frammistöðu hennar þar var isinn brotinn og varð hún stjama í Ástralíu á einni nóttu. Fyrir leik sinn í Víetnam var hún valin besta leikkonan í Ástralíu í vinsældakosningum og fékk fjölda verðlauna. Þegar hún lék í Víetnam var hún aðeins sautján ára og orðin stórstjama í sínu heimalandi. Næstu árin lék hún í nokkrum kvik- myndum, meðal annars í hinni Morð eða sjálfsvörn í Final Appeal leikur Brian Dennehy drykk- felldan lögfræðing sem er búinn að eyðileggja glæsilegan feril og niðurlægingin er algjör þegar hann missir lögfræðiréttindi sín. Um sama leyti er systir hans ákærð fyrir morð á eiginmanni sinum sem var virtur bamalæknir. Hún segist hafa drep- ið hann í sjálfsvöm en metnaðargjam saksóknari ákærir hana fyrir morð að yfirlögðu ráði. Áður haföi hún trúað bróður sínum fyrir því að maður hennar væri orðinn háður eiturlyfjum og hún væri hrædd við hann. Bróðirinn trúði henni ekki og það er aðeins af skyldurækni að hann sækir um undanþágu til að verja systur sína. Hann, sem og aðrir, telja hana hafa myrt eiginmann sinn með köldu blóði. Final Appeal er vel gerð sjónvarps- mynd og spenningur eykst með hverri mínútu. Handritið er vel skrifaö og Brian Dennehy bregst ekki frekar en fyrri daginn. Jobeth Williams er virkilega góð, túlkar systurina á eftirminnilegan hátt. I heild er Final Appeal raunsæ og áhrifamikil mynd. FINAL APPEAL - Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Eric Till. Aðalhlutverk: Brian Dennehy og Jobeth Williams. Bandarísk, 1993. Sýnlngartími 94 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -HK Nicole Kidman í hlutverki sínu í Malice. Dead Calm var kvikmynd sem gerði Nicole Kidman heimsfræga. Hún er hér ásamt Billy Zane. rómuð kvikmynd John Duigan, Flirting og Emerald City, en fyrir leik sinn I þeirri kvikmynd hlaut hún áströlsku „óskarsverðlaunin" fyrir leik í aukahlutverki. Þegar kom ffam á 1989 var Nicole Kidman orðin eftirsóttasta leikkona í Ástralíu og gat valið og hafnað hlutverkum að vild. Hún hreifst af handriti sem leikstjórinn kunni Philip Noyce sýndi henni og þáði eitt aðalhlutverkið í Dead Calm. Dead Calm er einhver vinsælasta kvikmynd sem Ástralir hafa gert. Þessi sakamálamynd fjallar um þrjár manneskjur á siglingu á segl- skútu og örlög þeirra. Ásamt henni léku í Dead Calm Sam Neill og bandariski leikarinn Billy Zane. Leikur Kidman í Dead Calm er mjög sterkur og agaður og eftir það stóðu henni allar dyr opnar og nokkru eftir að Dead Cahn sló i gegn í Bandaríkjunum flutti hún þangað og hefur búið þar síðan. Tvær myndir á vinsældalistanum - Nicole Kidman leikur ekki aðeins í Malice sem er í öðru sæti vin- sældalistans. Hún leikur einnig ann- aö aðalhlutverkið i My Life, sem er í ellefta sætinu. My Life er mikil tilfmningamynd. I henni leikur Nicole Kidman ófríska eiginkonu Michael Keaton sem er með ólækn- andi krabbamein. Hann ákveður því að taka upp líf sitt á myndband svo ófætt bam hans fái einhverja vitn- eskju um hann. Eins og áður sagði er Nicole Kidman eiginkona Tom Cruise og lék síðast á móti honum í Far and Away. Það er ekki á plani hjá þeim að leika saman aftur á næstunni enda búin að taka að sér hlutverk sitt í hvoru lagi langt fram í tímann. Stutt er síðan Nicole Kidman lék í Portrait of a Lady, en leikstjóri þeirrar myndar er Jane Campion sem leikstýrði Píanó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.