Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1994 25 varð jafn hrifin," heldur Esther áfram. „Til að gera langa sögu stutta ákvað ég að prófa að setja verkið upp og Söngsmiðjan auglýsti eftir ungu fólki til að taka þátt í verkinu og eftir prufusöng og dans voru þeir valdir sem veröa með. Þetta er allt ungt og upprennandi fólk sem hefur imnið við dans og leiklist síðustu ár og á áreiðanlega eftir að láta að sér kveða á næstu árum.“ í staðinn fyrir líkamsrækt tónli0tj Sif Guðmundsdóttir, förðun, Jóhanna Viibergsdóttir, aðstoðarmaður við hárgreiðslu, Helga Rún Pálsdóttir, leikmynd og búningar, Esther Helga Guðmundsdóttir, söngur og tónlist, og Elva Gísladóttir leikstjóri em í aftari róð og fyrír framan þær em Ómar Diðriksson, hárgreiðsla, Jóhannes Kristjánsson tæknimaður, Jóhannes Bachmann dansahöfundur og Magnús Kjartansson hljómsveitarstjórí. DV-mynd ÞÖK Guðjón Bergmann fer með aðal- karlhlutverkið í söngleiknum og að hans sögn hafa æfingamar tekið á. „Þær hafa fyllilega komiö í stað- ' inn fyrir líkamsrækt," segir hann. „Það verður svo mikið um að vera í sýningunni að maður má hafa sig allan við. Sumarið hefur verið geysilega lærdómsríkt og ég sem hélt Grease á fjalirnar í Reykjavík - sýningarhópur Söngsmiðjunnar setur verkið upp á Hótel íslandi Senn liður að írumsýningu söng- leiksins sígOda, sem segir frá ástum leiksins Grease hér á landi, gleði- tveggja unglinga í efsta bekk banda- rísks grunnskóla seint á sjötta ára- tugnum. Hópur ungs fólks í sýning- arhópi Söngsmiðjunnar hefur æft leikinn af kappi í sumar og ætlar að frumsýna verkið á Hótel íslandi tíunda september. Ætlunin er síðan sú að sýna verkið á hótelinu á fóstu- dögum og laugardögum í september, samtals sex sinnum. Esther Helga Guðmundsdóttir æfir söngvarana sem fram koma i Grease og gerir það af miklum skörungsskap að þeirra sögn. Frumsýndur árið 1971 Kvikmynd sem gerð var eftir söngleiknum var frumsýnd árið 1978 og sló í gegn um allan heim. John Travolta og Olivia Newton-John voru í aðalhlutverkunum og þau sungu lögin You’re the One That I Want og Summer Nights sem voru með vin- sælustu lögum þess árs. Esther Helga segir að söngleikurinn Grease eigi sér þó nokkuð lengri sögu en myndin því að hann var fyrst frumsýndur árið 1971. „Viö byggjum okkar sýningu upp á söngleiknum, ekki myndinni," segir hún. „Hún var vissulega góð en að minu áliti er söngleikurinn bæði kraftmeiri og skemmtilegri en mynd- in. Þetta er í fyrsta sinn sem Grease er sett upp hér á landi í fullri lengd. Framhaldsskólamir hafa unnið með hluta úr verkinu, tekið tónlistina og dansana og þess háttar, en við ætlum að bjóða upp á alvöru sýningu. Samt verðum við að stytta verkið nokkuð og í okkar meðforum verður það um tvær klukkustundir að lengd.“ Það var Elva Gísladóttir, leikstjóri verksins, sem tók að sér að stytta verkið og að sögn aöstandenda þess á það sennilega eftir að taka breyt- ingum allt til frumsýningardagsins. Hreifst í London En hvers vegna að setja Grease á svið í fullri lengd núna? A það erindi til unga fólksins um þessar mundir þegar hippatískan virðist helst eiga upp á pallborðið? Aöalleikkonan, Jóna Sigríður Grétarsdóttir, er á því að svo sé. „Ég sá verkið í London og féll ger- samlega fyrir því,“ segir hún. „Það var gríðarleg stemning á sýningunni og hún var alveg einstaklega vel gerð. Það er að mínum dómi engin tilviljun að Grease er búið að vera einn vinsælasti söngleikurinn í London um margra ára skeið. Þegar ég kom heim sagði ég Esther frá sýning- unni.“ „Ég fór svo og sá verkið einnig og að ég kynni eitt og annað fyrir mér í söng hef verið tekinn rækilega í gegn!“ Þau þrjú eru sammála um að spennandi verði að setja Grease upp á Hótel í slandi. Það krefj ist að mörgu leyti annarrar tækni en þegar leikið er á sviði í nánast eina átt. Á sviði Hótel íslands þarf að leika í þrjár áttir. „Þetta gefur okkur líka færi á að fá áhorfendur til að taka betur þátt í sýningunni en ef við værum í leikhúsi," segir Esther Helga Guð- mundsdóttir. „Við höfum vitaskuld orðið að laga sýninguna nokkuð að húsinu en ég er sannfærð um að það á eftir að reynast okkur vel.“ * Grease söngleikurinn verður leikinn á íslensku. Guðjón Sigvalda- son þýddi verkið fyrir nokkrum árum og er notast við þýðingu hans með þeim breytingum sem Elva Gísladóttir hefur gert á verkinu. Lögin í verkinu verða hins vegar sungin á ensku. „Við veltum því fyrir okkur að nota íslensku textana en þeir ensku eru einfaldlega of þekktir til að við getum lagt þeim og notað íslenska í staðinn,” segir Guðjón Bergmann. „íslensku text- amir ná heldur ekki andrúmsloftinu jafn vel og hinir upprunalegu svo að ég held að það sé engin spurning að láta þá halda sér.“ Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikur inn fer þannig fram að í hverr i viku eru birtar þrjár léttar spum- ingar um tónlist. Fimm vinningshafar, sem svara öllum spurningum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni eru verðlaunin diskurinn Last Splash með Breed- ers. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvað kostar Underworld disk- urinn á Hundadögum? 2. Hvað kostar Breeders diskurinn á Hundadögum? Dýrin sem sjást í auglýsingu Hunda- daga hjá Japis eru að sjálfsögðu hundar. 3. Hvað kostar Trans Global Underworld diskurinn á Hunda- dögum? Rétt svör sendist DV, merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 1. september og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 8. september. Hér em svörin úr getrauninni sem birtist 11. ágúst: 1. Hundadagar. 2. Öll svör rétt. 3. Hundar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.