Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1994, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 1994 íþróttir Ragnheiður Ólafsdóttir: Okkurtókst aðaðstoða strákana „Ég er mjög ánægð með þetta. Gærdagurinn var góður og gaf vonir um að við gætum sigrað og þetta gekk allt saman upp í dag,“ sagði Ragnheiður Ólafsdóttir, þjálfari frjálsíþróttaiiðs FH-inga, viö DV eftir sigur Hafnfirðing* anna í bikarkeppni FRÍ á Laugar- daisveUinum á laugardaginn. „Karlaliðiö hefur ávallt haldið liðinu uppi og er bikarmeistari í sjöunda sinn en hingað til hefur kvennaliðið okkar verið i neðri kantinum. Það ánægjulegasta við sigurinn er að okkur skyldi tak- ast að aðstoða strákana,“ sagði Ragnheiður sem sjáif sigraði í tveimur greinum. Um eigin fVamlag sagði hún: „Ég hef ekki keppt í sex ár og hef átt tvö börn í millitíðinni þannig að þetta voru mikil viðbrigði en jafnframt ánægjulegt að geta hai- að þessi stig inn. Bima Björns- dóttir sundkona hefur alltaf stað- ið síg vel fyrir okkur í bikarnum en hún meiddist í vor þannig að ég fór aö æfa. Bima varð síöan önnur í 800 metrunum þrátt fyrir að hafa æft í 9kamman tima og stóð sig frábærlega eins og Helga Haiidórsdóttir sem kom til liðs við okkur. Þetta hefur veriö mjög gott tímabil og við erum að fagna tvö- íoldum sigri því aö viö vorum líka aö taka á móti íslandsmeistara- bikarnum. Ég vona að þessi ár- angur verði tii þess að við fáum bætta aðstöðu í Hafnarfirði. Fót- boltafélögin hafa frábæra aö- stöðu en við höfum setið á hakan- um í öll þessi ár. Allir þessir topp- menn okkar, flestir landsliðs- menn, þurfa aö sækja allar sínar æfingar hingað inn í Reykjavik og krakkarnir og unglingamir þurfa að gera það líka. Þetta eru aðstæður sem ekkert 1. deildar félag í fótbolta myndi láta bjóða sér. Við erum með mjög gott keppnisfóik en það fer aö koma tími á suma og undirstaðan aö uppbyggingu unglingastarfsins er að hafa góða aðstööu heima fyrír. Ég vona aö þessi árangur verði aðalstjórn FH og nýrri bæj- arstjórn hvati til þess að bæta úr,“ sagði Ragnheiður. FH-ingar fagna innilega sigrinum á laugardaginn. Ragnheiður Ólafsdóttir, þjálfari og sigurvegari í tveimur greinum, er fremst fyrir miðju. DV-mynd GS FH-ingar eru bestir - bikarmeistarar í frjálsum íþróttum 1 annað sinn á þremur árum 4. UMSB................(71+65) 136 5. HSH.................(41+34) 75 FH varð á laugardaginn bikar- meistari í fijálsum íþróttum í annaö sinn á þremur ámm en þá lauk bik- arkeppni FRÍ á Laugardalsvelli. FH- ingar börðust við meistarana frá 1993, HSK-menn, sem höfðu betur til að byija með en FH-ingarnir sigu fram úr á fostudagskvöldið og náðu þá sjö stiga forystu sem þeir voru ekki í vandræðum með að veija á laugardeginum. Ellefu stig skildu lið- in að þegar upp var staðið. Það vom Skagfiröingar (UMSS) og ÍR-ingar sem féllu í 2. deiid en loka- staðan í 1. deild varð þessi (karlar + konur, samanlagt): 1. FH.................(86 + 68) 154 2. HSK................(66 + 77) 143 3. UMSK...............(67 + 56) 123 4. Ármann.............(48 + 73) 121 5. UMSS.............(70 + 28) 98 6. ÍR...............(59 + 34) 93 Eyfirðingar og Þing- eyingar í 1. deildina Keppni í 2. deild fór fram samhliða. Eyfirðingar (UMSE) og Þingeyingar (HSÞ) tryggðu sér sæti í 1. deild eftir haröa keppni viö Húnvetninga. Lokastaðan í 2. deild: 1. UMSE.............(81 + 79) 160 2. HSÞ..............(90 + 66) 156 3. USAH.........(83 + 72) 155 6. HHF (sendi ekki Uð) Jón Arnar Magnússon úr UMSS var afreksmaður mótsins. Hann setti glæsilegt íslandsmet í langstökki með því að stökkva 8 metra slétta og sigraði alls í 5 greinum. Vésteinn Hafsteinsson, HSK, og Gunnlaugur Skúlason, UMSS, sigruðu í tveimur greinum hvor. Guðrún Amardóttir úr Ármanni sigraði í þremur greinum í kvenna- flokki og þær Ragnheiður Ólafsdótt- ir, FH, og Geirlaug B. Geirlaugsdótt- ir, Ármanni, í tveimur hvor. Árang- ur Ragnheiðar er glæsilegur, hún hafði ekki keppt í sex ár en sigraði Fríðu Rún Þórðardóttur, UMSK, bæði í 1.500 og 3.000 metra hlaupum. FH varð bikarmeistari í karlaflokki en HSK í kvennaflokki. Glæsimet Jóns Arnars Jón Arnar Magnússon úr UMSS setti glæsilegt íslandsmet í lang- stökki í bikarkeppni FRÍ á föstudags- kvöldið þegar hann stökk 8 metra slétta, fyrstur íslendinga. Hann átti best áður 7,64 metra en íslandsmet Kristjáns Harðarsonar var 7,79 metr- ar. Mjög fáir tugþrautarmenn í heim- inum hafa náö að stökkva 8 metra og Jón Arnar hefur til þessa ekki lagt sérstaka áherslu á langstökkið. Hann heföi verið einum sentímetra frá bronsi á Evrópumeistaramótinu á dögunum með þessum árangri. „Ég vissi að ég ætti þetta inni því ég hafði gert hárfínt ógilt í nokkrum stökkum upp á átta metra. Stökkið sjálft var ekkert sérstakt, tæknilega séð, en krafturinn var nógur og gerði útslagið. Ég ætti því að geta bætt mig meira,“ sagði Jón Arnar við DV. Nú er spumingin hvort hann fer að einbeita sér aö langstökkinu eför þennan árangur. „Ég ætla að hugsa málið vel en það er óneitanlega freistandi að taka eitt ár í langstökk- ið og sjá hvort ég get ekki gert eitt- hvað meira þar,“ sagði Jón Amar. Atta metrunum náð Jón Arnar Magnússon bendir á átta metra markið í langstökksgryfjunni á Laugardalsvelli. Afrek hans er sennilega það fjórða besta á Norðurlöndum í ár. DV-mynd GS FORSALA A fTTTTFFl HFFST 1. SEPTEMBER •'*' RATVÍS *<»»»!.'■'• _______ — - ICHAND 1995 J BNKASðLUAÐiu S: 96-12999, 96-12800, 91-641522

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.