Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1994, Page 32
Hafir þú ábendipgu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 27 00 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1994. Fjárlagavinnan: Hagvöxtur skili nær fjórum milljörðum Drög ríkisstjórnarinnar að fjárlög- um fyrir næsta ár gera ráð fyrir nær óbreyttum útgjöldum rikissjóðs að raungildi á næsta ári miðað við gild- andi fjárlög, eða um 114 milljörðum. Tekjurnar eru áætlaðar 106,5 millj- arðar og hefur þá verið tekið tillit til 1,5 milljarða tekjubrottfalls vegna skattalagabreytinga. Takist ríkis- stjórninni að halda þessum fjárlaga- ramma verður rekstrarhalh ríkis- ^sjóðs 7 til 7,5 milljarðar á næsta ári. Þegar ríkistjórnin lagði fram fjár- lagafrumvarp fyrir ári var gert ráð fyrir að tekjurnar yrðu 103,5 millj- arðar og gjöldin 113,3 milljarðar. Samkvæmt því var hallinn áætlaður 9,8 milljaröar. Sé tekið mið af þessu gera fyrir- liggjandi fjárlagadrög ráð fyrir því að tekjumar aukist um 2,9 prósent milli ára og að útgjöldin aukist um 0,6 prósent. Gert er ráð fyrir að landsframleiðslan aukist um 1,5 pró- sent milli ára. Tekjuauki ríkisins -vegna hagvaxtar er áætlaður hátt í 4 milljarðar sé tekið mið af síðasta fjár- lagafrumvarpi. Borgarráð: Leyf ir kindabú- skap í Jóruseli Borgarráð Reykjavíkur hefur heimilað Ólafi Dýrmundssyni ráðu- naut að halda sex kindur í hesthúsi sínu við Jórusel í Reykjavík. „Hann sótti bara um leyfi fyrir þrjár til fimm kindur. Þetta verður enginn sauðfjárstofn, bara nokkur gæludýr. Við erum búin að ganga frá ^hesthúsi og hesthúsleyfi við Jórusel í Reykjavík og Ólafur óskaöi eftir leyfi til að hafa kindur þar. Við eigum ekki hesta ennþá en hann var að hugsa um að fá kindurnar í vetur um leið og hann setti hesta þar inn,“ segir Svanfríður S. Óskarsdóttir, eig- inkona Ólafs. „Það er ekkert sem bannar sauð- fjárhald innan borgarmarkanna. Það þarf að leita heimildar borgaryfir- valda en það er almennt ekki gert ráð fyrir þvi. Stefnan hefur verið sú að útrýma sauðfjárbúskap úr borgar- landinu en þetta hverfi við Jórusel var skipulagt með dýrahald í huga. Okkur fannst tilraunarinnar virði að sjá hvernig það gengi,“ segir Ingi- ^björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. LOKI Er þetta nú ekki dálítið kindarlegt hjá borgarráði? Ekki marktæk ur munur á 103 vörutegundum - vöruverö hefur hækkaö um 10-15% frá verðstríðinu á Akureyri „Það er ljóst að kaupfélagsmenn hafa staðið við þau fyrirheit að hækka ekki vöruverð umfram Bónus og það er nánast enginn marktækur munur á vöruverðí í KEA NETTÓ á Akureyri og í Bón- usi í Reykjavík," segir Vilhjálmur Ingi Árnason, framkvæmdastióri Neytendafélags Akureyrar og ná- grennis, um verökönnun sem fé- iagið stóð fyrir í verslununum gerð var fyrir 6 mánuðum. tveimur í gærdag. „Þessi hækkun er ekki óeðlileg Af 120 vörutegundum fengust 103 þar sem vöruverðið var þá vægast í báðum verslununum og var verð sagt óeðlilegt. Það er alveg Ijóst að á þeim nánast það sama í heildina. keppinautarnir fylgjast mjög Vöruverðið hefur hækkað um grannt með verði hvor hjá öðrum 10-15% síðan í því mikla verðstríði og fyrir okkur neytendur vona ég sem háð var er Bónus var með aö svo verði áfrarn," sagði Vil- verslun á Akureyri en til saman- hjálmur Ingi við DV í morgun. burðar var stuðst við könnun sem Veðrið á morgun: Hlýjast á Suðvestur- landi Á morgun verður austan- og norðaustanátt, sums staðar stinningskaldi norðvestanlands en annars kaldi. Súldarvottur norðaustanlands en skúrir á Austur- og Suðausturlandi. Vest- anlands verður víða léttskýjað. Hiti 8-14 stig, hlýjast suðvestan- lands. Veðrið í dag er á bls. 28 Dómhúsið: Steingrímur Jónasson, skrifstofustjori vaiar, heldur hér á sprengiefni og hvellettum eins og þeim sem stolið var úr sprengiefnageymslu fyrirtækis hans. Foreldrar í Grafarvogi eru beðnir að vera á varðbergi og hafa samband við lögreglu ef þeir sjá börn sín með hluti eins og þá sem Steingrímur heldur hér á. DV-mynd Brynjar Gauti Klæðning úr þýskum kop- ar og grágrýti - fyrir 20-30 míllj ónir Nýja Hæstaréttarhúsið bak við Safnahúsið verður klætt með grá- grýti og forveðruðum þýskum kopar fyrir um 20-30 milljónir króna. Grá- grýtið verður á fyrstu hæð hússins og anddyri en koparinn verður á efri hæðunum, að sögn Steindórs Guð- mundssonar hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, en húsið er einangrað og klætt að utan til að fá varanlegt yfir- borðsefni. Útboð í uppsteypu og klæðningu Hæstaréttarhússins voru opnuð ný- lega og var tilboði Ármannsfells upp á 129 milljónir króna tekið en það var 86,1 prósent af kostnaðaráætlun. Sveinbjörn Sigurðsson var lægst- bjóðandi með tilboð að fjárhæð 121 milljón króna og 83 prósent af kostn- aðaráætlun en hann treysti sér ekki til að standa við tilboðið. Alls bárust níu tilboð í verkið. Sjávarútvegsráðherra: Krefst svara um fríhaf nir „Það hefur verið óskað eftir því við forystumann útvegsmanna fyrir austan að hann upplýsi hvaða hafnir þarna eiga hlut að máh og hvaða skip. Þessi frestur rennur út á mið- vikudag. Það er útilokað annað en hann svari þessu,“ segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra vegna þeirra ummæla Eiríks Ólafssonar, formanns Útvegsmannafélags Aust- fjaröa, að fríhafnir séu til þar sem flskur fer fram hjá vigt. - sjá einnig bls. 3 Styttanaf Nonnatil Þýskalands Styttan af Jóni Sveinssyni, Nonna, sem fannst á heylofti í Korpúlfsstöð- um í lok ársins 1992 verður nú í vik- unni flutt til Kölnar í Þýskalandi en þar á að taka af afsteypu úr bronsi. Nína Sæmundsson myndhöggvari er höfundur styttunnar en enginn veit hversu lengi hún hafði legið í óreiðu á Korpúlfsstöðum þegar hún fannst þar í kassa sem aðeins var merktur: „HAUS UPP“. Menningarsjóður afhenti Zonta- klúbbi Akureyrar styttuna að gjöf, Afsteypunni verður væntanlega fundinn staður nærri Nonnahúsi. I.ANDSSA.MBAND ÍSI . RAK\ KRKTAKA Ltm alltaf á Miðvikudögum 4 4 I 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.